Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HANDBOLTAMAÐURINN Bjarki Sigurðsson hefur vent sínu kvæði í kross, gefið út frambærilega plötu undir nafninu B.Sig og kallar hana Good Morn- ing Mr. Evening. Tónlistin er hrátt og einfalt blús- rokk sem er laust við tilgerð og óþarfa punt. Að sjálfsögðu má heyra ballöður í bland við hressari lög en samsetning plöt- unnar er mjög góð og leyfir henni að flæða á eðlilegan hátt. Hljóðfæraleik- urinn er óaðfinnanlegur – hann gefur lögum Bjarka þá dýpt sem þau krefj- ast, án sterkrar hljómsveitar hefðu þau líklega ekki notið sín jafn vel. Stemmingin á plötunni þykir mér samt skemmtilegust, á bak við hljóð- færaleikinn má heyra í hljómsveit- inni kallast á sem undirstrikar að þeir hafi haft virkilega gaman af starfi sínu. Hljóðblönduninni hefur sem betur fer verið haldið í lágmarki því að lögin fá að hljóma hráslaga- lega. Dæmið gengur upp og flutning- urinn verður heiðarlegri fyrir vikið. Þess ber að geta að Bjarki er vandaður lagasmiður. Hann á auð- velt með að koma frá sér melódískum laglínum á svipaðan hátt og Bob Dyl- an gerir. Eftirlætislagið mitt í augna- blikinu er „You Could Be My …“ sem er klassískur blússlagari með bar-píanói. Ég mæli með að fólk kaupi sér eintak og kynni sér þennan áhugaverða tónlistarmann. Mér sýn- ist á öllu að hann sé kominn til að vera. Glaður blús sem gengur vel TÓNLIST B.Sig – Good Morning Mr. Evening  Helga Þórey Jónsdóttir GRÓÐUR jarðar, blómstur og fífa er uppistaðan í myndmáli sýningar Hörpu Árnadóttur í Anima galleríi. Um verkin segir listakonan: Eins konar ljóð í vatnslit um mörk hins innra og ytra í eilífð og andrá. Sökn- uð, gróandann og hið hverfula. Myndirnar, sem eru annað hvort unnar með vatnslit á striga eða vatnslit á pappír, fljóta á mörkum óhlutbundins og hlutbundins mynd- máls gróðurs sem aftur eru mynd- hverfingar fyrir mannlega tilveru. Ein myndin, „Mig mun ekkert bresta“, sker sig úr hvað varðar efn- istök og titil. Hin dökka en örþunna þokuslæða sem þar birtist ítrekar vísunina í hinn dimma dal Davíðs- sálmanna sem við eigum ekki að ótt- ast, heldur hvílast á grænum grund- um. Blómstur sem líkjast rósablöðum á vatni og fífur sem eru persónu- gerðar, sem leysast upp eða renna saman, eru mjög persónuleg tjáning með víða almenna skírskotun. Hver hefur ekki upplifað fegurð heimsins í gegnum tárin, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu listar eða trúar? Sýningin er einlæg og falleg þar sem sígilt myndmál er notað á ein- stakan, persónulegan hátt. Í heild- armyndinni er ákveðið misræmi í efnistökum sem kemur ekki að sök þar sem tilfinningin fyrir samhljómi hins hverfula stendur upp úr. Harpa hefur náð góðum tökum á vatnslit- unum þar sem næmi á form og gegnsæi skipta sköpum um hvernig til tekst við tjáningu tilfinninga eða speglun sálar. Liljur vallarins Þóra Þórisdóttir Falleg „Sýningin er einlæg og falleg þar sem sígilt myndmál er notað á ein- stakan persónulegan hátt. “ MYNDLIST Anima gallerí, Ingólfsstræti 8 Sýningin stendur til 9. júní. Opið miðviku- daga til laugardaga kl. 14-17. Harpa Árnadóttir – Síðasta vorið 7/6 UPPSELT KL. 20 SÝNINGAR HEFJAST AFTUR Í HAUST. PABBINN ÞAKKAR ÖLLUM ÞEIM GESTUM SEM SÓTT HAFA RÚMLEGA 50 UPPSELDAR SÝNINGAR VERKSINS. Pabbinn – aukasýningar vegna mikillar aðsóknar Fös. 08/06 kl. 19 Aukasýn, örfá sæti laus Lau. 09/06 kl. 19 Aukasýn, örfá sæti laus Nýtt fjölbreytt og skemmtilegt leikár verður kynnt í ágúst. Þá hefst sala áskriftarkorta. Vertu með! www.leikfelag.is 4 600 200 DAGUR VONAR Fös 8/6 kl. 20 Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin Síðasta sýning í vor LÍK Í ÓSKILUM Fim 7/6 kl. 20 FORS. Fös 8/6 kl. 20 FORS. Lau 9/6 kl. 20 FORS. Miðaverð 1.500 DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 TÍMAR Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500 Fös 8/6 kl. 20 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 Lau 23/6 kl. 20 Sun 24/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Fim 7/6 kl. 20 UPPS. Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20 Síðustu sýningar í vor BELGÍSKA KONGÓ Í kvöld kl. 20 UPPS. Sun 10/6 kl. 20 UPPS. Þri 12/6 kl. 20 AUKAS. Mið 13/6 kl. 20 UPPS. Fim 14/6 kl. 20 UPPS. Aðeins þessar sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson 7/6 kl. 20, 8/6 kl. 20 uppselt, 14/6 kl. 20 síðasta sýning MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 9/6 kl 15, kl 20, 15/6 kl 18, 20/6 kl 20 uppselt, 29/6 kl 20, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl. 20,11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 SVONA ERU MENN (KK og Einar) Aukasýning 16. júní kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Carmen í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar FIMMTUDAGINN 7. JÚNÍ KL. 19.30 - UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Nicolae Moldoveanu Einsöngur ::: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Garðar Thór Cortes, Auður Gunnarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson Kór ::: Hljómeyki, kórstjóri: Magnús Ragnarsson græn tónleikaröð í háskólabíói Georges Bizet ::: Carmen (stytt útgáfa) ÞRIÐJUDAGINN 12. JÚNÍ KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngur ::: Eivør Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal tónleikar í háskólabíói Klassísk íslensk dægurlög í hljómsveitar- útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar Eitt mesta stórvirki rokksögunnar í flutn ingi Sinfóníuhljómsveitar innar og Dúndurfrétta Manstu gamla daga Í fyrra seldist upp á svipstundu á tvenna tónleika. Nú er enn hægt að tryggja sér gott sæti. FÖSTUDAGINN 29. JÚNÍ KL. 19.30 - MIÐASALA ER HAFIN Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Haraldur Vignir Sveinbjörnsson STÓRTÓNLEIKAR Í LAUGARDALSHÖLL RAPPARINN The Game hefur hlot- ið ákæru fyrir að bera á sér skot- vopn nærri grunnskóla og fyrir lík- amsárás á körfuboltavelli í Los Angeles. The Game varð heitt í hamsi við körfuboltaleik, réðst á mótherja sinn og barði hann í andlitið og hót- aði því síðan að skjóta hann. Lög- reglumenn mættu á svæðið og fundu skammbyssu í bifreið rapp- arans, sem heitir réttu nafni Jay- ceon Taylor. Ákæruna á hendur Taylor átti að taka fyrir í dómshúsi í gær. Hann var handtekinn í síðasta mánuði en leystur úr haldi skömmu síðar gegn 50.000 dollara tryggingu. Verði Taylor sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að fimm ára fang- elsisvist. Reuters Leikur Rapparinn The Game, eða Leikur upp á íslensku, komst í kast við lögin eftir körfuboltaleik. Ákærður fyr- ir vopnaburð og líkamsárás HNEFALEIKAKAPPINN fyrr- verandi Mike Tyson á sér þann draum að verða Bollywood- kvikmyndastjarna. Tyson heldur því fram að indverski kvikmyndafram- leiðandinn Firoz Nadiadwala hafi borið kvikmyndahandrit undir hann og vilji að hann leiki í kvikmyndinni. Tyson tekur því tilboði af alvöru og stefnir að leik í Bollywood- kvikmynd, að eigin sögn. Hann er ekki alls óreyndur á því sviði því hann dansaði í Bollywood-tónlistar- myndbandi sem tekið var upp í Las Vegas í síðasta mánuði. Myndbandið framleiddi fyrrnefndur Nadiadwala. Myndbandið verður notað til kynn- ingar á Bollywood-kvikmyndinni Fool N Final, sem byggist á bresku kvikmyndinni Snatch. Reuters Bollywood Kvikmyndaleikur freistar fyrrum meistara Tyson. Tyson fékk smjörþefinn af Bollywood Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.