Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2007 31 ÞAÐ er enginn sér- lega glaður þegar upp kemst um brot í um- ferðinni. Það þekkja eftirlitsmenn Umferð- areftirlits Vegargerð- arinnar mæta vel. Flestir landsmenn gera sér samt grein fyrir því að eftirlitið er nauðsynlegt. Meginmarkmið þess eftirlits sem Vegagerðin annast vegna t.d. akstur- og hvíldartíma ökumanna er að auka umferðarör- yggi, að bæta samkeppnisstöðu þeirra atvinnufyrirtækja sem nýta vegakerfið og tryggja samræmi vegna vinnulöggjafar þ.e.a.s. því sem snýr að ökumönnum. Eftirlitsmenn Umferðareftirlits- ins leggja metnað sinn í það að gæta jafnræðis og misbeita ekki valdi sínu. Það er því ákaflega særandi fyrir menn sem eru einfaldlega að sinna vinnunni sinni að vera líkt við ofbeldismenn Þýskalands Hitlers eins og Sveinn Kjartansson fyrrver- andi framkvæmdastjóri gerir í opnu bréfi til samgönguráðherra hér í Morgunblaðinu 1. júní sl. Þeir eiga allt annað skilið en þessi orð Sveins: „Mér er sagt að þessa ágætu eft- irlitsmenn ráðuneytisins vanti ekk- ert nema svarta leðurfrakka og hatta til að slaga upp í að standast einni frægustu lögreglu Evrópu á síðustu öld snúning.“ Eitt er að gagnrýna lög og reglu- gerðir, annað er að ásaka vinnandi fólk fyrir að stunda vinnuna sína, fyrir það eitt að fara eftir lögum, reglum og verklagsreglum sem yfirstjórn Vegagerðarinnar setur. Eftirlitsmenn Vegargerðarinnar munu hér eftir sem hingað til halda uppi umferðareftirliti af heiðarleika. Til þess eru þeir ráðnir. Að vinna vinnuna sína G. Pétur Matthías- son er gerir at- hugasemd við um- mæli Sveins Kjartanssonar í Morgunblaðinu G. Pétur Matthíasson »Eitt er aðgagnrýna lög og reglu- gerðir, annað er að ásaka vinn- andi fólk fyrir að stunda vinn- una sína. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar.                      Einangrun á veggi, loft, sökkul og undir plötu Takkamottur fyrir hitalögn í gólfi G Æ ÐA EINANG R U NÍS L E N S K F R AM LE IÐ S L A Góður styrkur • frábær einangrun EINANGRUNARPLAST OG TAKKAMOTTUR Afgreitt beint frá framleiðanda! Völuteigur 31, 270 Mosfellsbær, sími 561 2211, fax 561 4185, borgarplast@borgarplast.is Pöntunarsími 561 2254 Erum flutt í Mosfellsbæ Vottað gæðakerfi síðan 1993 VO TT A Ð U M H VE RFISSTJÓRN U N A R K ERFI Vottað umhverfisstjórnunarkerfi síðan 1999 Sérsmíði Fráveitubrunnar og sandföng Rotþrær, olíu- og fituskiljur Vegatálmar Jarðgerðarílát H N O T S K Ó G U R g r a fí s k h ö n n u n -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.