Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 27 Hér á Akureyri hefur verið rjómablíða síðustu daga. Fólk fjölmennir í Sundlaug Akureyrar og Kjarnaskóg og kælir sig niður með Brynju- ís. Hitinn um og yfir 15 gráður, að manni virð- ist. Sjálfur verður maður minnst var við það þar sem maður situr allan daginn inni við tölv- una og skrifar og stiknar úr hita. Nánast.    Þau tíðindi bárust úr bænum (les: Reykjavík) að fjórir framhaldsskólar vísi samtals 400 fyrr- verandi grunnskólanemendum frá, þegar þeir sækja um skólavist. Ég bar þessi tíðindi undir mann úr öðrum framhaldsskólanum hér í bæ. Hann sagði skólann ekki beita þessari taktík enda gerðist þess ekki þörf; skólinn fengi með öflugri kynningu til sín fólk sem stæði sig það vel að því þyrfti ekki að vísa frá.    Annars er það helst að frétta að nú fer fram útskrift um hverja helgi. Háskólinn útskrifaði um síðustu helgi og Menntaskólinn um næstu helgi. Af þeim sökum hafa óvenju margir júbíl- antar verið hér á flækingi. Þessir einkennilegu farfuglar sjást nú í ýmsum aldursflokkum á vappi um bæinn og virðast allmargir þeirra ætla staldra við um helgina.    Nágrannaslagurinn milli KA og Þórs um dag- inn bauð ekki upp á mörg færi. Svo fór að Þórsarar potuðu inn marki og slógu þar með KA-menn úr VISA bikarnum. Liðin leika bæði í 1. deildinni og því gefast KA-mönnum að minnsta kosti tvö tækifæri til að ná hefndum. Miðað við stöðu liðanna í deildinni, er hins veg- ar alls óvíst hvort það nær að ganga eftir, en Þór er nú í öðru sæti á meðan KA þarf að láta sér sjöunda sætið lynda.    Á útvarpsrásinni Voice 987 hefur undanfarna morgna verið hægt að hlusta á þá Andra Frey Viðarsson og Búa Bendtsen sem stýra út- varpsþættinum Capone frá Reykjavík FM. Þetta er vel til fundið, og mun áreiðanlega falla vel í kramið í bænum. Enda nýlega búið að skíra krána Oddvitann í höfuðið á þættinum.    Og það er á dagskránni hjá siglingafélaginu Nökkva á Akureyri að koma seglbrettum í tísku. Þau ku vera í mikilli sókn erlendis, og vonast menn eftir að snjóbrettafólkið sem dvelur langtímum í Hlíðarfjalli á veturna fari að reyna fyrir sér á seglbrettum í sumar. Það gæti endað með nýju tískuæði að skella sér á seglbretti á Pollinum í sumar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í blíðunni síðustu daga er fjölmennt í sundi. ÚR BÆJARLÍFINU Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson Óhræsið eftir Jónas Hallgríms-son er kvæði sem flestir þekkja, en fyrsta erindið er svohljóðandi: Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamrahjalla, hvít með loðnar tær, brýst í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. Nýverið var fjallað hér um tildrög kvæðisins sótt í Árbók Þingeyinga 1977 að undir tvítugt hafi Sigurjón á Einarsstöðum í Reykjadal verið fylgdarmaður Jónasar Hallgrímssonar, sagt honum söguna af Láfsgerðis- húsfreyju og síðar hafi Jónas ort kvæðið út frá því. Ragnar Árnason sendi hins vegar umsjónarmanni minnisblað þar sem hann segir að samkvæmt Hrólfi Ásvaldssyni hafi Jónas verið á ferð um Þingeyjarsýslur 1839, en þá hafi Sigurjón verið 14 ára. Og ekki sé rétt að Jónas hafi farið um Reykjadal í fylgd Sigurjóns á leið sinni til Reykjahlíðar, þó að það komi engan veginn í veg fyrir að þeir hafi fundist. Það megi til dæmis ráða af frásögn Páls Valssonar að Jónas gæti hafa farið oft yfir Fljótsheiði sumarið 1839, m.a. fór hann til Skagafjarðar. Á minnisblaði Ragnars kemur fram að Garðar, sonarsonur Sigurjóns, hafi sagt sér að Sigurjón hafi fylgt Jónasi yfir Fljótsheiði og einmitt þar eigi sagan heima, en ekki í Reykjadal, þar sem Láfsgerði sé ofan við brún og sjáist óvíða. En á Fljótsheiði, t.d. á leiðinni í Fljótsbakka, sé það um stund næsta mannabyggð í landslaginu. Ennfremur segir á minnisblaðinu að kvæðið Óhræsið hafi fyrst verið lesið upp á Fjölnisfundi 26. október 1844 og birtist í tímaritinu árið eftir, að því er fram komi hjá Hannesi Péturssyni. Það hafi síðan verið prentað í fyrstu útgáfu ljóðmæla Jónasar 1847 án athugasemda, enda virðist handritið glatað. Í annarri útgáfu, sem Hannes Hafstein hafi séð um, sé þess hins vegar getið í athugasemdum að þetta sé „sönn saga að austan“. Að lokum skrifar Ragnar: „Hannes Pétursson hefur bent á, að orðalagið „að austan“ bendi til Austurlands, en þar var Jónas á ferð 1842. Þetta þarf þó eigi svo að vera, því áttatáknanir voru ekki alltaf notaðar rökrétt. Frá bæjardyrum Hannesar Hafsteins, sem alinn er upp í Eyjafirði, er Þingeyjarsýsla í austur. Benda má á, að Skagfirðingurinn Jón Steingrímsson notar í ævisögu „austur“ og „fyrir austan“ um Mýrdalinn. Þá er og kunnugt, að Suðurnesjamenn og Sunnlendingar hafi um skeið (og e.t.v. enn) talað um að fara „suður“, þegar þeir fóru til Reykjavíkur.“ VÍSNAHORNIÐ Af uppruna og Óhræsi pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.