Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 22
|fimmtudagur|14. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Páfuglaeyjan í ánni Havel í Berl- ín er fræg fyrir fallegar og sér- stæðar byggingar og fjölskrúð- ugt dýralíf. » 26 ferðalög Margir nota sjónlinsur en hver er munurinn á að nota dagsl- insur, mánaðarlinsur og svo- kallaðar silíkonlinsur? » 24 neytendur É g hef sjálf mjög gaman af hundum en á engan ennþá, en ég er búin að panta mér einn æð- islegan hund hjá henni Ástu í Dalsmynni sem ræktar fjöl- breytta hunda. Ég fæ hann fljótlega en ég fer þangað í hverri viku að heimsækja hundana, mér finnst þeir svo yndislegir,“ segir Salika Pisp- lern sem nýlega opnaði verslun í bíl- skúr á Seltjarnarnesinu með föt fyr- ir hunda. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og fólki finnst skemmtilegt að klæða hundana sína upp við ólík tækifæri. Þeir verða svo krúttlegir í svona föt- um, ég er til dæmis með gallabuxur og skyrtur fyrir strákahunda og svo kjóla og skvísuföt fyrir stelpurnar. Sum fötin eru sérstaklega hlý og veita gott skjól fyrir kulvísa hunda, en smáhundum verður fljótt kalt ef þeir eru úti í köldu veðri. Ég er bæði með sumarföt, vetrarföt og partíföt. Svo er ég líka með hundaskó, en hundarnir eru ekki mjög hrifnir af því að vera í skóm, þeir eiga erfitt með að ganga í þeim. Skórnir eru meira hugsaðir sem skraut,“ segir Salika og hlær en á æskuslóðum hennar í Taílandi er mikið um hunda. „Taílendingar eru mjög hrifnir af hundum og þar er mjög algengt að fólk klæði þá í föt, því það þarf líka að klæða hitann af þeim, rétt eins og við mannfólkið gerum. Ég kaupi mikið af þessum fötum frá Taílandi en líka frá Bandaríkjunum, þar sem hundatískan er flott, enda eiga frægu stjörnurnar smáhunda sem þær klæða í falleg föt.“ Betra að máta fötin á hundana áður en þau eru keypt Salika er ekki aðeins með föt fyrir hunda, hún er líka með mjúk hús fyrir þá, bæli, ólar og sérstakar tösk- ur sem hannaðar eru til að bera hundana í og eru með góðum loftgöt- um. Hún segist vera spennt að fara út í viðskipti þótt í litlum mæli sé enn sem komið er, en hún ætlar þó að bæta einhverju við ef vel gengur og jafnvel bjóða upp á hundamat og fleira sem tengist hundum. Hún tal- ar ágæta íslensku enda hefur hún búið hér á landi í sjö ár. „Ég kom hingað vegna þess að frænka mín bjó hér og henni líkaði vel. Ég vann fyrst á Droplaug- arstöðum, fékk svo fljótlega börnin mín tvö til mín og núna vinn ég í Laugaskjóli.“ Salika segir að ef fólk ætli að kaupa föt á hund sé best að taka hann með í búðina og máta fötin til að vera viss um að þau passi og að hundurinn sé sáttur við að klæðast þeim. Hún reynir að vera alltaf í versluninni eftir klukkan fjögur á daginn, þegar hún hefur lokið vinnu sinni í Laugaskjóli. Morgunblaðið/Sverrir Partýljón Gaman að vera flottur í tauinu þegar haldið er til veislu. Sumarkjóll Létt og skemmtileg föt fyrir bjarta sólardaga. Fögur klæði fyr- ir hvutta Hundavinur Salika er mjög hrifin af hundum og hér hefur hún klætt einn þeirra sem hún fékk lánaðan hjá Ástu vinkonu sinni, í litríka skó. Vísindamenn hafa nú aðsögn fundið þann hlutaheilans sem stjórnar þvíhvort einstaklingur kem- ur til með að verða eigingjarn eða óeigingjarn, sjálfselskur eða fórn- fús. Fórnfýsin felst í því að ein- staklingur hefur tilhneigingu til að hjálpa öðrum án þess að hugsa um eigin hagsmuni sérstaklega. Með hjálp heilaskanna var hægt að stað- setja þetta svæði í rannsókn á 45 sjálfboðaliðum við Duke-háskóla í Bandaríkjunum. Greint var frá rannsókninni í læknatímaritinu Nature og á vefmiðli BBC fyrir skömmu. Þátttakendur voru beðnir um að segja frá því hve oft að jafnaði þeir réttu hjálparhönd, til dæmis með sjálfboða- og góðgerðarstarfi, auk þess sem þeir voru beðnir um að spila tölvuleik, sem er hannaður til að mæla fórnfýsi og ósérhlífni. Sérfræðingar telja að rannsóknin geti gefið mikilvægar vísbendingar þó þeir séu enn að finna leiðir til að átta sig á því hvernig þetta heila- svæði starfar og þróast á yngri ár- um. „Þótt við komumst nær sann- leikanum um hvernig þetta svæði starfar þýðir það ekki endilega að við skiljum til hlítar hvað rekur ein- staklinga á borð við móður Teresu áfram í sinni fórnfýsi.“ Rannsóknin getur hins vegar gefið ákveðnar vísbendingar um uppruna fé- lagslegrar hegðunar á borð við fórnfýsi og ósérhlífni. Að sögn sér- fræðinga er sönn ósérhlífni bæði fá- gæt og fremur torræðin því flestir líta á óeigingirnina sem gagn- kvæma fórnfýsi. Maður gerir eitt- hvað fyrir einhvern annan og býst svo við einhverju á móti um síðir. heilsa Fórnfúsa heilasvæð- ið fundið Morgunblaðið/Kristján Rannsókn Gefur vísbendingar um uppruna félagslegrar hegðunar. Buxur Töffari í gallabuxum með rassvösum rétt eins og hjá fólki. Hundatíska Fornaströnd 5 Seltjarnarnesi s: 845-6633 www.123.is/hundatiska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.