Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 26
ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ að hrósa skyndibita- sjoppunni Skalla á Vesturlandsvegi. Víkverji kemur ein- stökusinnum þar við og fær alltaf góða þjón- ustu. Þar starfar að- allega ungt fólk sem tekur brosandi (samt ekki smeðjulega) á móti viðskiptavinum í bílalúgunni og býður góðan daginn. Aldrei verður Víkverji var við annað en það sinni starfi sínu vel og af samviskusemi sem er orðin sjaldséð í versl- unarstörfum núorðið. Unga fólkið virðist bera hag stað- arins fyrir brjósti og sinnir við- skiptavininum eins vel og hægt er að gera á slíkum stað. x x x Annars er Víkverji mjög ham-ingjusamur þessa dagana sem og aðra daga og þakkar það þá helst góðri heilsu, fínu veðri og léttri lund. Heilsunni heldur hann við með göngutúrum út í bláinn þ.e Víkverji leggur af stað frá heimili sínu og labbar bara eitthvað um götur og garða. Margt skemmtilegt verður oft á vegi hans, göngustígar sem hann vissi ekki af, flott hús, furðu- legt fólk, fallegir garðar og kettir í skoðunarferð. Þar sem Víkverjirölti á Austurvelli í fyrrakvöld varð hann alveg bit. Í sólinni sem blessaði okkur þennan dag hafði fólk safnast saman á vellinum til að njóta verðurblíðunnar eins og von er. En ein- hverjir ákváðu að setja þann ljóta blett á þennan fallega daga að skilja rusl eftir sig á græna grasinu. Gos- flöskur, skyndibitaum- búðir og annar ófögn- uður lágu um víð og dreif og gerðu miðbæ- inn subbulegan. Á Austurvelli eru ruslatunnur út um allt og því varð Víkverji enn meira undrandi yfir þessum sóða- skap. Hvers vegna gat fólkið ekki tekið ábyrgð á eigin rusli, tínt það saman og hent í eina tunnuna? Það hefði ekki tekið langan tíma. En nei eins og með annað í þessu þjóðfélagi þá neitar fólk að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Það eiga alltaf einhverjir aðrir að gera hlutina fyrir það hvort sem það er að henda rusli eða ala upp börnin þeirra. x x x Oft er rætt um slæma þjónustu íverslunum og sjoppum og er þá ungu starfsfólki aðallega kennt um. Víkverji hefur oft tekið undir þá umræðu en finnur nú þörf fyrir     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Sunnudag einn að vetrarlagimátti sjá fólk standa í bið-röð fyrir utan Rue de Rivolinúmer 226. Þetta endurtók sig sama vikudag nokkru síðar og þegar málið var kannað kom í ljós að hér átti í hlut eitt vinsælasta kaffi- húsið í París, eða testofa eins og eig- endur staðarins kjósa að kalla hann. Reyndar standa menn síst í biðröð til að fá sér kaffi eða te eins og komið er að síðar. Það var austurríski kökugerðar- maðurinn Antoine Rumpelmeyer sem stofnaði Angelina árið 1903. Allt frá byrjun varð testofan vinsæll samkomustaður, ekki síst meðal fólks sem einhvers mátti sín í tísku- eða lista- og menningarheimi Par- ísar. Coco Chanel mun hafa látið sjá sig þar alloft og sama gilti um Pro- ust og aðra andans menn. Auk veit- inga í hæsta gæðaflokki féll innan- hússhönnunin ekki síður að smekk gestanna. Þar var á ferð Edouard- Jean Niermans, sem þarna tókst að hreinsa talsvert til í þeim skreytistíl sem einkennandi var fyrir hönnun þessa tíma en jafnframt halda í fág- unina og sjarmann er honum fylgdi. Innréttingarnar halda sér enn þann dag í dag og eru stolt hússins ekki síður en veitingarnar. Súkkulaðið lokkar Testofan er nokkuð stór og tekur marga í sæti. Þar er ýmislegt í boði í mat og drykk og ekki er kökuúrvalið síðra. Ein annálaðasta samsetningin er hins vegar heita súkkulaðið L’Af- rican og kaka kennd við Mont-Blanc, sem flestir leggja leið sína hingað til að smakka. Súkkulaðið er að sjálf- sögðu gert úr völdum hráefnum en það sem er sérstakt við það er áferð- in; það er hnausþykkt, álíka og ríku- lega rjómalöguð súpa. Virkilega bragðgott, en síður þægilegt til drykkjar en venjulegt súkkulaði eins og kannski gefur að skilja. Kakan var líka ríkuleg og bragðaðist vel. Hún er búin til úr massa úr kast- aníuhnetum ásamt rjómafyllingu en annars eru uppskriftir þessara tveggja einkennisrétta Angelina leyndarmál sem vandlega er gætt. Sælkerar Fólk stendur í biðröð fyrir utan til að fá sér heitt súkkulaði og ómótstæðilega köku. Angelina og leyndarmálið Gömul Frá árinu 1903 hefur testof- an verið vinsæll samkomustaður. Fólk stendur gjarnan í biðröð fyrir utan testofu í París sem heitir Angel- ina. María Jónsdóttir kannaði hvað býr að baki. Höfundur er textílhönnuður og bjó um hríð í París Metróstöð: Tuileries, 1. Palais Royale Musée du Louvre, 1 og 7. Strætó: 39, 69, 72, 89, 95 eru í nágrenninu. Einhver sérstæðasti og fal-legasti staður Berlínar erPáfuglaeyja (Pfauen-insel) í ánni Havel við ná- grenni Wannsee í hverfinu Steglitz- Zehlendorf, ekki svo ýkja langt frá Potsdam. Eyja þessi er ákaflega fræg fyrir fallegar og sérstæðar byggingar auk þess sem þar er að finna eitthvað um eitt hundrað pá- fugla sem gestir eyjunnar geta séð í návígi. Þeir ganga nefnilega lausir. Þessi eyja hefur stundum veið nefnd óskaverk rómantíkurinnar. Upphaf Páfuglaeyju í þeirri mynd sem hún er í núna er oftast rakið til Prússakonungsins Friedrich Wil- helms annars, sem eignaðist eyjuna árið 1793 og lét byggja lítinn kastala á eyjunni fyrir greifynjuna af Lichtenau. Var staðurinn þá hugs- aður sem eins konar framandi sumardvalarstaður fyrir konunginn með plöntum, dýrum og byggingum. Eftirmaður Friedrich Wilhelms, nafni hans þriðji, hélt svo áfram með þetta verk og lét byggja fleiri bygg- ingar, planta fleiri framandi plöntum og kom sér upp litlum dýragarði, sem síðar varð vísir að Zoologischer Garten árið 1842. Ævintýralegt umhverfi Raunar er staðurinn að mörgu leyti af manna höndum gerður. En árin 1821-1834 sá hinn frægi lands- lagsarkitekt Peter Joseph Lenné um að hanna hið ævintýralega um- hverfi eyjunnar. Einnig ber að geta þess að hinar ævintýralegu bygg- ingar, sem margar hverjar eru í got- neskum stíl, eru reistar eftir teikn- ingum frægra arkitekta. Til að mynda á líklega þekktasti arkitekt Þýskalands, Karl Friedrich Schinkel hús á eyjunni. Það heitir Kavalier- haus og er í gotneskum stíl. Síðan 1990 er svo eyjan á heimsminjaskrá UNESCO. Nú til dags er öllum frjálst að sækja eyjuna heim og er heimsókn á eyjuna einkar vel til þess fallinn að fara í eins konar lautarferð. En gam- an er að ganga um með nesti og nýja skó, skoða fjölskrúðugt dýralífið, listilegar byggingar og fallega nátt- úru. Þess má svo geta að þar er líka að finna búr með alls slags framandi fuglategundum og að einnig ættu grasafræðingar að geta fundið sitt hvað við sitt hæfi. Alltént er heim- sókn á eyjuna vel þess virði. Páfuglaeyjan í Berlín Listileg náttúra, listilegar byggingar Þeir ferðamenn sem heimsækja Berlín núna í sumar, sem og önnur sumur, og vilja njóta fal- legrar náttúru og menn- ingar ættu að gera sér ferð til Páfuglaeyju segir Ólafur Guðsteinn Krist- jánsson. Lautarferð Gestir koma oft með nesti og virða fyrir sér dýralífið. Fallegt Prússakonungurinn Friedrich Wilhelms annar eignaðist eyjun árið 1793 og lét þá byggja lítinn kastala þar fyrir greifynjuna af Lictenau. Til að komast á Páfuglaeyju er best að taka S-lest (S-Bahn númer 7) til Wannsee og strætó númer 218 frá Königstraße, sem er þar í grenndinni, að eyjunni. Þaðan er svo tekin ferja yfir á eyjuna. Sjá: http://www.pfaueninsel.info
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.