Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.2007, Blaðsíða 31
Mikill meirihluti bruna af völdum heits neysluvatns verður á baðher- bergjum heimila. AUÐLINDIR okk- ar Íslendinga eru tak- markaðar og minni en flestra vestrænna þjóða. Við eigum þó ríkuleg fiskimið, fall- vötn og jarðvarma. Mikið er deilt um nýt- ingu fiskimiða og virkjun fallvatna. Jarðvarminn er hins vegar nokk- uð sem við höfum umfram aðrar þjóðir og vísindamenn okkar hafa náð undraverðum árangri til að nýta þessa náttúruauðlind til virkjana og varmaveitna til hýbýla okkar. Það er því engin furða að við stærum okkur af heita vatninu okkar, sem kemur beint úr iðrum jarðar. Heita vatnið er gæfa okkar Íslendinga og við er- um svo heilluð af því að við leiðum óbeislaðan jarðvarmann beint inn á heimili okkar til almennrar notkunar og höfum gert lengi. Þjóðarvitundin segir okkur að heita vatnið sé af hinu góða. Við höfum ekki kippt okkur upp við það þótt hitinn sé mikill í krön- unum, við bara kælum það með kalda vatninu. Þetta er satt og rétt, en það er önnur og dekkri hlið á heita vatninu, sem við starfsfólk á brunadeild LSH (Landspítala – há- skólasjúkrahúsi) verðum vör við um það bil þrjátíu sinnum á ári. Heita vatnið getur brennt sem eldur og valdið hörmulegum slysum. Þótt fullfrískt fólk geti oftast forðað sér undan brennheitri vatnsbunu þá er það staðreynd að 70° heitt vatn veldur hlutþykktarbruna (II° bruna) á einni sekúndu í snertingu við húð. Á brunadeild LSH fáum við til með- ferðar 5-6 alvarleg brunaslys á ári hverju vegna bruna af völdum neysluvatns. Sumir þessara ein- staklinga berjast fyrir lífi sínu mán- uðum saman, en aðrir láta lífið fyrir þjóðargulli okkar, heita vatninu. Þessar staðreyndir hafa farið hljótt í gegnum árin, en við starfsfólk LSH sem fáumst við bruna fyllumst reiði í hvert skipti sem við tökum á móti fórnarlambi heitavatnsbruna, því við vitum að hægt er að fyrirbyggja öll þessi slys. Árum saman höfum við staðið agndofa frammi fyrir þessari staðreynd án þess að vita hvert ætti að snúa sér til að fyrirbyggja bruna af þessu tagi. Ljóst er að það tekst ekki að útrýma þessum slysum nema með samstilltu átaki allrar þjóðarinnar og vitundarvakningu um þá miklu vá, sem heita vatnið getur verið. Náðst hefur góð samstaða milli Orkuveitu Reykjavíkur, Sjóvár- forvarnahúss og LSH um að stemma stigu við þessari ógn og því hefur forvarnaverkefninu Stillum hitann hóflega verið hleypt af stokkunum. Það þekkist ekki í hinum vestræna heimi að vatni yfir 60° sé veitt inn á neyslulagnir. Lagnamenn hér heima hafa yfir að ráða tækjabúnaði sem gerir okk- ur kleift að stilla hitanum í hóf, 55- 60°C við inntök heita vatnsins í hvert hús, og síðan eru fáanleg blönd- unartæki með hitastillum, sem varna alfarið brunum í baðher- bergjum og eldhúsum. Kostnaður er óverulegur miðað við ávinninginn. Auk þess má benda á að aðeins þarf einn varmaskipti í hvert hús. Helstu áhættuhópar skv. rann- sókn okkar á LSH eru börn yngri er fjögurra ára, flogaveikisjúklingar, fatlaðir og gamalt fólk. Ég beini þeim tilmælum til allra þeirra sem reka húsnæði sem ætlað er til vist- unar eldra fólks, fatlaðra líkamlega eða andlega að láta fagmenn yfirfara inntök og töppunarstaði í húsnæði sínu, þannig að íbúar þessa hús- næðis geti nýtt neysluvatnið áhyggjulaust. Við hin, sem eigum ættingja, afa og ömmur eða börn og barnabörn, þurfum að ganga á kran- ana og kanna ástandið á heita vatn- inu á heimilum okkar sjálfra og okk- ar nánustu. Við erum öll ábyrg þegar að því kemur að ná niður hita á neyslu- vatni, þannig að ekki geti hlotist slys af. Starfsfólk LSH sem sinnir meðferð bruna- sjúklinga mun gleðjast heilshugar ef árangur næst með samstilltu átaki okkar allra. Við vitum sem er að jafnvel þótt við björgum lífi brunasjúklinga þá verð- ur líf viðkomandi aldrei samt þar sem mannlegur máttur fær ekki að fullu lagfært þær eft- irstöðvar, sem slíkum áverka fylgja. Að lokum vil ég þakka starfsfólki LSH sem meðhöndlar brunasjúk- linga fórnfúst og krefjandi starf, sem hefur skilað árangri á heims- mælikvarða. Sýnum ábyrgð og út- rýmum þessum vágesti af heimilum okkar allra. Óbeislaður jarðvarmi Jens Kjartansson skrifar um dökkar hliðar hitaveitu- vatnsins »Heita vatnið geturbrennt sem eldur og valdið hörmulegum slysum. Jens Kjartansson Höfundur er yfirlæknir á lýtalækn- ingadeild LSH Fossvogi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.