Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 11

Morgunblaðið - 15.06.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 11 Eftir Andra Karl andri@mbl.is KRISTJÁNI Berg, sem eitt sinn gekk undir nafninu fiskikóngurinn, brá heldur betur í brún þegar hann kom að verslun sinni í Hillerød, sem er 30 km norður af Kaupmannahöfn, í gærmorgun. Búið var að stela heitum potti sem var til sýnis fyrir utan verslunina og ljóst að þar hafa ein- hverjir verið á ferð sem kunna til verka. Potturinn er metinn á um 1,5 millj- ónir íslenskra króna og var hlaðinn aukabúnaði, s.s. hljómflutnings- græjum. „Þetta var einfaldlega Rolls Royce heitu pottanna; flottasti pott- urinn á markaðnum,“ segir Kristján sem er að vonum vonsvikinn með þjófnaðinn en potturinn var ekki tryggður. „Verslunin er í fyr- irtækjagötu og hér eru bílasölur allt um kring, með nýja og notaða bíla. Þrátt fyrir það vilja þeir heita pott- inn. Ég hefði nú talið að menn væru fljótari að stela bílum en heitum potti og ættu væntanlega að fá meira fyrir þá einnig – enda bílar dýrir í Dan- mörku.“ Hefur verið um tvö tonn Að sögn Kristjáns er heiti pott- urinn af stærstu gerð, 2,35 m á breidd. „Hann passar ekki inn í einn einasta sendibíl. Potturinn rétt passar inn í stóran flutningabíl. Þetta er í raun stórmerkilegt, enda var hann fullur af vatni og þessir aðilar hafa lík- lega þurft að tæma hann áður,“ segir Kristján sem telur pottinn hafa verið um tvö tonn á þyngd. Hann var ekki skrúfaður niður og Kristján reiknar með að þjófarnir hafi notað krana. Kristján segist reyndar hafa verið varaður við. „Jah, það spurði mig við- skiptavinur hvernig ég þyrði að hafa pottinn úti, og hvort ég væri ekki hræddur um að honum yrði stolið. En eins og ég segi, þetta er fyr- irtækjagata og það eru vaktmenn sem keyra hérna um á tíu mínútna fresti. Það tekur töluverðan tíma að flytja svona pott, ég er um tvær klukkustundir, með lyftara og sér- stökum bíl.“ Verslun Kristjáns var opnuð hinn 1. apríl sl. auk þess sem hann rekur verslun undir sama nafni í Hafn- arfirði. Í furðu léttum dúr segist hann þegar hafa áhyggjur af versluninni í Hafnarfirði. „Ég ætla rétt að vona að menn fari ekki að reyna stela pottum þaðan.“ „Stórmerkilegt, enda var hann fullur af vatni“ Horfinn Kristján með rafmagnssnúruna sem er það eina sem eftir er af heita pottinum. Fyrir neðan er pottur af sömu tegund og stolið var. Óprúttnir aðilar stálu heitum potti frá Spakongen í Danmörku HÆÐASMÁRI 4 SÍMI 544 5959 Ga l l ap i l s S/L/XL/XXL kr. 6.900 Kjóllkr.8.990 Kjóllkr.7.990 Jakkapeysa kr. 6.990 Toppu r kr. 3.990 Go l l a kr. 3.990 Toppu r kr. 2.900 P i l s kr. 6.990 N Ý T T K O R T A T Í M A B I L P i l s kr. 6.990 Go l l a kr. 3.990 Lýðveldis- dagar í Flash 20% afsláttur af öllum vörum Laugavegi 54 sími 552 5201 20% afsláttur af sumarkjólum Helgartilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.