Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 15.06.2007, Síða 21
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7- 05 81 Nú getur þú hlaupið fyrir gott málefni að eigin vali í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis. Glitnir greiðir 500 kr. fyrir hvern kílómetra sem viðskiptavinir bankans hlaupa þann 18. ágúst. Eins og í fyrra greiðir Glitnir 3.000 kr. fyrir hvern kílómetra sem starfsmenn hlaupa. Skráning í hlaupið fer fram á www.glitnir.is/marathon en þar er einnig hægt að skrá sig í hlaupa- hóp, fá leiðsögn þjálfara og æfinga- áætlun. Við hjálpum þér að undirbúa þig undir þennan alþjóðlega viðburð. Núna er rétti tími til að byrja að æfa. Reykjavíkurmaraþonið skiptist í fimm mislöng hlaup sem henta mismunandi hópum; fjölskyldum, trimmurum og keppnisfólki. Latabæjarmaraþon vakti gríðarlega lukku á síðasta ári og verður endur- tekið í ár. Það er 1,5 km á lengd og ætlað börnum yngri en 11 ára. Allir þátttakendur í Latabæjar- maraþoninu fá sérstaka boli og viðurkenningu að loknu hlaupi. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu þurfa ekki að skrá sig. Hlaupaleiðin er út Lækjargötu og Fríkirkjuveg yfir Tjarnarbrú og farið meðfram litlu tjörninni og út á Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og endar fyrir framan útibú Glitnis í Lækjargötu. Allir þátttakendur fá stuttermabol þegar þeir sækja keppnisgögn í Laugar- dalshöllina, föstudaginn 17. ágúst. Í sjálfu hlaupinu verða drykkjar- stöðvar á u.þ.b. 5 km fresti. Færanleg salerni verða nálægt 5 km, 12 km, 18 km, 23 km og 34 km. Læknar og hjúkrunarlið verður til reiðu meðan á hlaupinu stendur og til aðstoðar er hlauparar koma í mark. Verndari hlaupsins er borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Veldu vegalengd við þitt hæfi og hvaða málefni þú vilt styrkja. Taktu síðan fyrsta skrefið í áttina að endamarki Reykjavíkurmara- þons Glitnis þann 18. ágúst með því að skrá þig á www.glitnir.is. Allir sigra í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis! Reykjavíkurmaraþon markar upphaf Menningarnætur laugardaginn 18. ágúst fer Reykjavíkurmaraþon Glitnis fram í 24. sinn á götum Reykjavíkur. Upphaf skemmti- skokksins sem er ræst klukkan 11.00 markar upphaf Menningarnætur en síðari ár hefur Reykjavíkurmara- þonið verið hlaupið sama dag. Þessir tveir atburðir eru núna orðnir stærsta samkoma Íslandssögunnar. Báðir atburðir eru miðaðir að því að vera skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Til dæmis er boðið upp á fjölskylduafslátt í 3 km skemmti- skokkinu. Miðað er við að tveir fullorðnir og börn þeirra 12 ára og yngri fái afslátt. Afslátturinn eykst eftir því sem fólk skráir fleiri börn. Maraþonhlaupið sjálft er opið öllum 18 ára og eldri. Hálfmaraþon- hlaupið er opið hlaupurum 16 ára og eldri. 10 km og skemmtiskokkið eru öllum opin. Þó er bent á að æskilegt sé að 12 ára og yngri hlaupi 10 km aðeins með góðum undirbúningi. Hlauptu til góðs í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis! Reykjavíkurmaraþon markar upphaf Menningarnætur Besta leiðin til að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis er að skrá sig í hlaupahóp á www.glitnir.is. Hlaupahópar hafa verið starfræktir í allan vetur og verða fram að mara- þoninu. Hlaupahópur Glitnis hleypur frá styttunni af sjómanninum á Kirkjusandi, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30. Hlaupahóp- urinn er opinn öllum, þeim að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Í upphafi er farið mjög rólega af stað til að tryggja að enginn heltist úr lestinni og mælst til þess að hlauparar gangi og hlaupi til skiptis svo að þeir ofkeyri sig ekki. Núna er rétti tíminn að byrja að æfa. Reyndir þjálfararnir senda út hlaupaáætlun á tölvupósti tvisvar í viku og ýmsa mola um gagnsemi hlaupa og hreyfingar almennt. Í hlaupahópnum færðu leiðsögn mjög hæfra þjálfara og æfingaáætlun fyrir hverja viku. Það verður boðið upp á tvo hópa til að byrja með. Byrjendahóp fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í götuhlaupum eða þá sem ekki hafa verið að hlaupa lengi en langar til að geta hlaupið 10 km í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis seinna í sumar. Annar hópur er fyrir þá sem hafa hlaupið áður eða hafa reynslu úr öðrum íþróttagreinum og langar að ná betri tíma í 10 km hlaupinu. Hugsanlega verður þriðji hópurinn starfræktur fyrir þá sem ætla í hálft eða heilt maraþon og verður það þá auglýst síðar. Umhverfissvið Reykjavíkur lét nýlega kanna hversu oft Reykvíkingar færu á stærstu útivistarsvæði borgarinnar og hvernig þeir notuðu svæðin. Staðirnir sem spurt var um voru Heiðmörk, Rauðavatn og Elliðaárdalurinn. Kom í ljós að tæplega 32% borgarbúa fara þrisvar eða oftar á ári í Heiðmörkina, rúmlega 11% fara þrisvar eða oftar á útvistars- væðið við Rauðavatn og 45% borgarbúa fara þrisvar eða oftar á ári í Elliðaárdalinn. Einnig kom fram að 30% borgarbúa koma aldrei í Elliðaárdalinn, 33% aldrei í Heiðmörk og 72% aldrei að Rauðavatni. Auk þess kom í ljós að íbúar í Árbæ og Grafarholti sækja þessi útvistarsvæði meira en íbúar í öðrum hverfum. Ætla má að 28. þúsund manns fari mánaðarlega í Heiðmörkina af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hún er gríðalega vinsælt útivistarsvæði sem fólk virðist sækja óháð búsetu í borginni og aldri. Íbúar í Grafarholti og Árbæ nota hins vegar útivistar- svæðið við Rauðavatn en íbúar í miðborginni, Hlíðum og Háaleiti minnst. Maraþonhlaupið sjálft er opið öllum 18 ára og eldri. Hálfmaraþonhlaupið er opið hlaupurum 16 ára og eldri. 10 km og skemmtiskokkið er öllum opið. Þó er bent á að æskilegt sé að 12 ára og yngri hlaupi 10 km aðeins með góðum undirbúningi. Latabæjar- maraþon vakti gríðarlega lukku á síðasta ári og verður endurtekið í ár. Latabæjarmaraþonið er 1,5 km á lengd og ætlað börnum yngri en 11 ára. Allir þátttakendur í Latabæjar- maraþoninu fá sérstaka boli og viður- kenningu að loknu hlaupi. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjar- hlaupinu þurfa ekki að skrá sig. Nú getur þú hlaupið fyrir gott málefni að eigin vali í Reykjavíkur- maraþoni Glitnis. Glitnir greiðir 500 kr. fyrir hvern kílómetra sem viðskiptavinir bankans hlaupa þann 18. ágúst. Eins og í fyrra greiðir Glitnir 3.000 kr. fyrir hvern kílómetra sem starfsmenn hlaupa. Skráning í hlaupið fer fram á www.glitnir.is/marathon en þar er einnig hægt að skrá sig í hlaupahóp, fá leiðsögn þjálfara og æfinga- áætlun. Við hjálpum þér að undirbúa þig undir þennan alþjóðlega viðburð. Veldu vega- lengd við þitt hæfi og hvaða mál- efni þú vilt styrkja. Taktu síðan fyrsta skrefið í áttina að endamarki Reykjavíkurmaraþons Glitnis þann 18. ágúst með því að skrá þig á www.glitnir.is/marathon. Hlaupahópur Glitnis vex og dafnar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 21 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Austurbær | Í samantekt sem unnin var af nokkrum nágrönnum Njálsgötu 74 er vakin athygli á því að ríflega 25% af félagslegu hús- næði í póstnúmeri 101 er á litlum bletti í nágrenni Njálsgötu. Ef þjónustuíbúðir fyrir aldraða eru ekki taldar með hækkar hlutfallið upp í rúmlega þriðjung. Reykjavíkurborg opna heimili fyrir 10 heimilislausa karlmenn á Njálsgötu 74 en því hafa margir, ef ekki langflestir, íbúar í nágrenninu mótmælt harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá Fé- lagsbústöðum Reykjavíkur er 221 félagsleg íbúð í hverfinu sem af- markast af póstnúmerinu 101. Af þeim eru 54 á svæði sem afmarkast af Bergþórugötu, Vitastíg, Snorra- braut og Grettisgötu eða um 25%. Njálsgata 74 er innan þessa svæð- is. Í samantekt íbúanna er einnig tekið fram að gistiheimili á vegum borgarinnar sé í um 10 metra fjar- lægð frá þessu svæði og einnig einkarekið áfangaheimili sem fái stuðning frá borginni. Stór hluti félagslegra íbúða í 101 er þjónustuíbúðir fyrir aldraða eða 69 af 221. Aðrar félagslegar íbúðir eru því samtals 152. Ef íbúðir fyrir aldraða eru ekki taldar með er því ríflega þriðjungur félagslegra íbúða innan svæðisins sem áður var nefnt. Svæðið er um 30.000 m² en til samanburðar er Kringlan um 60.000 m², að því er segir í sam- antektinni. Að sögn Sigurðar Kr. Friðriks- sonar, framkvæmdastjóra Félags- bústaða, er net félagslegra íbúða víða þéttara í borginni, t.d. í Breið- holti og við Kleppsveg þar sem Fé- lagsbústaðir eiga í sumum tilvikum heila stigaganga og heilu fjölbýlis- húsin. Þetta sé arfur frá gamalli tíð en markvisst sé unnið að því að draga úr þéttleikanum með því að selja íbúðir og kaupa á nýjum stöð- um. 14% íbúa eru 12 ára og yngri Í samantektinni er einnig bent á að um 14% íbúa í 101 séu börn, 12 ára og yngri. Til samanburðar má nefna að hlutfall barna á þessum aldri er 15% í Vesturbænum (póst- númer 107) og ríflega 16% í póst- númeri 105 en undir það falla m.a. Hlíðar og Holt. Í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn að ástæðan fyrir því að nágrannar bentu á mikinn fjölda félagslegra íbúða í hverfinu væri aðallega sú að það hefði verið stefna borgarinnar að stuðla að fé- lagslegum fjölbreytileika í hverfum borgarinnar. Áform um að opna heimili fyrir 10 heimilislausa karl- menn í hverfinu væru því í aug- ljósri andstöðu við þá stefnu. Þá væri byggðin í hverfinu gríðarlega þétt og helst mætti líkja Njálsgötu 74 við hluta af fjölbýlishúsi. Aðspurður sagði Kristinn að íbú- arnir gerðu ekki athugasemdir við núverandi ástand, heldur eingöngu þá fyrirætlun borgarinnar að bæta heimili, eða öllu heldur stofnun, fyrir 10 heimilislausa karlmenn á þennan litla blett. Fjórðungur félagslegra íbúða í miðborginni á litlum bletti     ! "#    # $   "%&'$( " &  #)*%   (   &   ( &   +  ,   )%  (  ) %  -    )$& )+      ! " #$%   $ '()!*)* ! +,! --!-    ! HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ NÁTTÚRAN er ótrúleg og lífsbaráttan stundum hörð. Nú í vikunni varð smásíldin fyrir árás, sem ekki var hægt að verjast. Að öllum líkindum hafa hrefnur, selir og jafnvel þorskar smalað saman smásíld í þétta torfu rétt við ós Blöndu. Þegar dýr undirdjúpanna gerðu árás á síldina neðan frá spriklaði hún í yfirborðinu og skapaði það veizlu fyrir fugla, aðallega máva. Krí- urnar litu ekki við þessum fiski. Fjöldi manns varð vitni að þessu í yndislegu veðri, var skyggni gott og sást til allra átta og öll- um ljóst á þessari kvöldstund að skap- aranum urðu ekki á nein mistök við sköpun á vestanverðu Norðurlandi. Síldarveizla í sjávar- borðinu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Spirulina Orkugefandi og brennsluaukandi. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.