Morgunblaðið - 15.06.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2007 27
rðu mig í
ita ykkur
ir um nú-
nnar með
a og það
gera. Við-
sráðherra
erust að
“
stöðvar
m ratsjár-
ríkjamenn
taka við
áðherrann
væri um
íslenskra
ráðamanna að brýnt væri að reka
stöðvarnar áfram. Embættismenn
beggja aðila væru nú að ræða hvern-
ig best yrði tryggt að stöðvarnar
yrðu áfram nógu vel búnar tækni-
lega, hvernig veita mætti Íslending-
um aðstoð í þeim efnum og vonandi
næðust samningar.
Ógnir framtíðarinnar yrðu af
mörgum toga, Íslendingar héldu
uppi landhelgisgæslu og björgunar-
sveitir, hvort tveggja væri verið að
efla. „En ratsjárstöðvar eru grund-
vallaratriði í heimi nútímans, þær
eru ekki eingöngu notaðar til að
fylgjast með ferðum sprengjuflug-
véla heldur mörgu öðru.“
Um gagnflaugadeilur og sam-
skiptin við Rússland og deilurnar
um sjálfstæði Kosovohéraðs sagði
ráðherrann að vissulega væri
spenna vegna þessara mála en
mestu skipti að halda ró sinni. Hann
sagðist viss um að Kosovo fengi
sjálfstæði en dró í efa að það yrði
gert með einhliða yfirlýsingu alb-
anska meirihlutans. Vitað væri að
minnst 11 af 15 ríkjum öryggisráðs
SÞ styddu sjálfstæði héraðsins,
Rússar væru einangraðir í málinu.
Fyrst yrði reynt að ná samstöðu í
ráðinu en ef það tækist ekki yrði
reynd önnur leið.
Oft væri best að láta eins og ekk-
ert hefði í skorist þegar talsmenn
Rússa hefðu uppi stóryrði. Hótanir
þeirra í garð sumra lítilla grann-
ríkja, þ. á m. Eistlands og Georgíu,
væru fyrir neðan allar hellur. „En
ekki má heldur gleyma að Rússar
vinna með Bandaríkjamönnum á
tveim hnattrænum sviðum, gegn al-
þjóðlegum hryðjuverkum og gegn
útbreiðslu kjarnorkuvopna,“ sagði
Burns.
Hann minnti á að Rússar hefðu
lengst af haldið því fram að engin
þörf væri á gagnflaugum í Evrópu
en Bandaríkjamenn segja þær nauð-
synlegar vegna hugsanlegrar ógnar
frá löndum eins og Íran og Norður-
Kóreu. Nýlega hefði Pútín forseti
hins vegar stungið upp á að gagn-
flaugakerfinu yrði komið upp í Aser-
bajdzhan í stað Evrópu og það yrði
sameiginlegt.
„Gott, þá hlýtur að vera þörf fyrir
gagnflaugakerfið,“ sagði Nicholas
Burns, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
á stefnu
am hvaða
arstarfa
fögnuðu
á borð
setu í
óttir hef-
a til Mið-
ér að-
sti
hug-
öll ríki í
riði, það
ðaust-
num við
in skuli
n,“ sagði
oskaðri
æði
Morgunblaðið/Sverrir
a, og Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkj-
r óflokksbundinn embættismaður, er þriðji
úi lands síns hjá Atlantshafsbandalaginu.
kjon@mbl.is
laðið/ÞÖK
staðnum
adóttur
a.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
FRIÐRIK Már Baldursson, forseti
viðskipta- og hagfræðideildar Há-
skóla Íslands segist í heild vera
ánægður með niðurstöður úttektar
Ríkisendurskoðunar, Kostnaður,
skilvirkni og gæði háskólakennslu.
Hann segir að líta megi á margt sem
þar komi fram björtum augum og
bendir í því tilliti á að niðurstaða um
afdrif nemenda að brautskráningu
lokinni hafi verið sérlega ánægjuleg,
en samkvæmt úttektinni komi nem-
endur HÍ þar best út. „Þetta er ekki
síst það sem nemendur ættu að
hugsa um þegar þeir velja sér
skóla,“ segir Friðrik.
Að hans sögn er þó ýmislegt sem
betur má fara í deildinni, brottfall
nemenda sé mikið og nemendur
deildarinnar ekki nægilega ánægðir
með aðbúnaðinn. Hvað brottfallið
varðar segir Friðrik að þröskuldur
þess að taka ákvörðun um skráningu
í viðskiptafræðideild HÍ sé mun
lægri heldur en í einkareknu skól-
unum og skuldbindingargildi skrán-
ingarinnar minna þar sem nemend-
ur taki ekki þátt í kostnaði við námið
nema að litlu leyti. Hann segir að
starfsfólk deildarinnar muni þó graf-
ast betur fyrir um orsakir brottfalls-
ins og gera það sem í þess valdi
stendur til að draga úr því.
Að því er aðbúnað nemenda varð-
ar segir Friðrik að tekjur deildarinn-
ar á hvern nemanda séu lægstar í HÍ
og sú staðreynd hljóti einhvers stað-
ar að koma niður á þjónustu við nem-
endur. Hins vegar standi til að bæta
aðstöðuna all verulega á næsti miss-
erum, bæði hvað húsnæði og stoð-
þjónustu varði.
HR með yfirburðastöðu þegar
kemur að viðhorfi nemenda
Þorlákur Karlsson, forseti við-
skiptadeildar Háskólans í Reykjavík
segir að þegar skýrslan sé skoðuð
verði að hafa það í huga að hún mæli
gæði náms í takmörkuðu mæli; ekki
sé hægt að líta til skilvirkni og kostn-
aðar við nám þegar gæði þess séu
metin. Hann segir að í skýrslu Rík-
isendurskoðunar hafi viðskiptafræð-
in verið mæld út frá fimm þáttum.
Auk skilvirkni og kostnaðar séu við-
horf nemenda, afdrif brautskráðra
og akademísk staða mæld og kveður
Þorlákur þær niðurstöður skipta
mestu máli fyrir deildina. „Það sem
er nýjast í þessum upplýsingum er
viðhorf nemenda, en það var mælt í
fyrra. Þar erum við með yfirburða-
stöðu,“ segir Þorlákur.
Hvað afdrif brautskráðra nem-
enda varðar telur Þorlákur að mun-
urinn á viðskiptafræðideildum HÍ og
HR sé svo lítill að ekki sé mark á
honum takandi. Hann segir hins
vegar að í mælingum á akademískri
stöðu lendi HR undir HÍ og þar sé
munurinn nokkur. „Á þeim tíma sem
könnunin var gerð [2003-2005] fékk
HR nánast engin fjárframlög frá
hinu opinbera til rannsókna. Þegar
ég kenndi við HÍ man ég það að 40%
af mínum launum voru vegna rann-
sókna sem ég átti að stunda,“ segir
Þorlákur en tekur fram að undanfar-
in ár hafi skólinn fengið aukið rann-
sóknarfé frá hinu opinbera, þótt bein
framlög séu mun minni en til HÍ.
Mælistikan afar ófullkomin
Eyjólfur Guðmundsson, forseti
viðskipta- og raunvísindadeildar Há-
skólans á Akureyri, segir að heilmik-
ið starf hafi verið unnið til eflingar
deildarinnar frá árinu 2005. Doktor-
um í kennaraliði hafi fjölgað mjög og
skipan deilda endurskoðuð með það
fyrir augum að gera eina stóra við-
skiptafræði- og raunvísindadeild að
öflugari einingu, bæði rekstrarlega
og faglega. „Þannig að staðan í dag
er allt, allt önnur en hún var árið
2005,“ segir Eyjólfur. Að því er af-
drif brautskráðra nemenda snertir
kemur HA sýnu verst út úr úttekt-
inni; nýtni og sérþekking nemenda
skólans virðist ekki skila sér jafnvel
út í atvinnulífið og laun nemenda
skólans eru lægri heldur en hinna
skólanna þriggja. Eyjólfur segir að
mælistikan sem Ríkisendurskoðun
styðjist við sé afar ófullkomin hvað
þetta varði. Vitað sé að nemendur
skólans vinni og búi langflestir utan
höfuðborgarsvæðisins, þar sem
meðallaun séu í það minnsta 18%
hærri en á landsbyggðinni, og engin
tilraun sé gerð til þess að bera sam-
an launamun nemenda HA sem
starfa á höfuðborgarsvæðinu við
nemendur annarra skóla. „Það kem-
ur líka fram í skýrslunni að ríkið eigi
að skoða hvort peningum sé vel varið
þegar menntunarstigið nýtist ekki
jafnvel. Við spyrjum á móti: Er ekki
réttara að auka tekjurnar á lands-
byggðinni með því að auka mennt-
unarstigið,“ segir Eyjólfur.
Reynir Kristinsson, forseti við-
skiptadeildar Háskólans á Bifröst,
segir að ef viðskiptavinirnir séu
ánægðir sé starfsfólk deildarinnar
líka ánægt. Hann segir það gleðilegt
hversu ánægðir nemendur virðast
vera með þá þjónustu sem veitt er í
skólanum, sem sé mun persónulegri
heldur en í opinberu skólunum
„Þetta kemur ekkert á óvart, enda
höfum við byggt skólann upp á þenn-
an hátt,“ segir Reynir. Hann segir að
aðrar niðurstöður úttektarinnar séu
eðli máls samkvæmt ekki nýjar og
skólinn sé nú á fleygiferð í uppbygg-
ingu og fylgi fyrirmynd framúrskar-
andi erlendra háskóla í þeirri vinnu.
„Við vinnum hörðum höndum að því
að gera allt eins vel og hægt er og við
höfum verið að umbreyta mjög
miklu undanfarna mánuði. Næsti
vetur verður öðruvísi en síðasti vet-
ur,“ segir Reynir að lokum.
Viðskiptadeildirnar í
stöðugri þróun og vexti
Forsetar viðskiptadeilda
háskólanna fjögurra una
flestir vel við sinn hlut í
skýrslu Ríkisendurskoð-
unar. Forseti viðskipta-
deildar HA kveður
mælistiku Ríkisendur-
skoðunar ófullkomna. Í HNOTSKURN
»Í skýrslu Ríkisendurskoð-unar lendir HÍ í 1. sæti í 4
samanburðarliðum af 5, en
kemur sýnu verst út að því er
viðhorf nemenda varðar
»Mælistikurnar við úttektviðskiptadeildanna voru
fimm: kostnaður, skilvirkni,
akademísk staða, viðhorf
nemenda og afdrif braut-
skráðra nemenda
»Nemendur HÍ voru meðrúmar 442 þús. kr. í með-
allaun að námi loknu, nem-
endur HR voru með 422 þús.
kr. og nemendur HB með tæp-
lega 406 þús. kr. Lestina rak
HA, en nemendur skólans
voru með tæplega 378 þús. kr.
í meðallaun að námi loknu.
Friðrik Már
Baldursson
Reynir
Kristinsson
Þorlákur
Karlsson
Eyjólfur
Guðmundsson
„ÉG uppgötvaði fyrir stuttu að ég er hálf-
norskur,“ segir Richard Horton. „Ég var ætt-
leiddur,“ bætir hann við til skýringar og bros-
ir. Horton, sem er ritstjóri hins virta lækna-
rits The Lancet, er harla ánægður með þessi
nýuppgötvuðu vensl. Hann er til Íslands kom-
inn til að halda fyrirlestur á þingi norrænna
heimilislækna. Tæplega 1.300 manns hafa
skráð sig til þátttöku á þinginu.
Á þinginu segir Horton frá sýn sinni á starf
læknisins.
„Ég dáist að mörgu á Norðurlöndum. Hér
er hefð fyrir samráði í ákvarðanatöku og
mannréttindi, ekki síst kvenréttindi, í háveg-
um höfð. Við hin gætum lært margt af ykk-
ur.“
Hann segir marga lækna telja hlutverk sitt
vera að hjálpa þeim einstaklingum sem til
þeirra leita. „Ég er á öðru máli,“ segir Hor-
ton. „Læknum ber skylda til að hlúa að öllum
í samfélaginu, sérstaklega þeim sem minnst
hafa. Þeir eiga að vera í fylkingarbrjósti
þeirra sem berjast fyrir félagslegum rétt-
indum. Læknum ber að taka í taumana þegar
stjórnvöld brjóta á almenningi eða ójöfnuður
verður of mikill,“ segir Horton af þunga.
„Læknar koma inn á heimili fólks og þeim
er trúað fyrir persónulegustu leyndarmálum.
Þeir sjá hvað fer aflaga í samfélaginu og er
skylt að bregðast við því,“ bætir hann við.
„Flestir eru einfaldlega dysjaðir“
Á síðasta ári birti The Lancet rannsókn á
fjölda dauðsfalla í Írak eftir að stríðið þar
hófst. Áætlað var að 655.000 Írakar hefðu lát-
ið lífið í stríðinu, eða um tíu sinnum fleiri en
oft er haldið fram. „Ég er sannfærður um að
þetta sé rétt. Niðurstöðurnar eru fengnar
með viðurkenndum tölfræðilegum aðferðum.
Aðrar tölur eru fengnar með því að telja lík.
Ástandið í Írak er svo voðalegt að fæst lík
rata á spítala eða í líkhús þar sem hægt er að
telja þau. Flestir eru einfaldlega dysjaðir,“
útskýrir Horton.
Rannsóknin vakti hörð viðbrögð. Daginn
sem hún var birt tilkynnti George Bush
Bandaríkjaforseti að hún væri ómarktæk og
illa unnin. Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, tók í sama streng.
„Auðvitað reyna þeir að fela mistök sín. Al-
menningur hefur áttað sig á því að yfirvöld
lugu um allt sem tengist þessu stríði og þeir
segja hvað sem er til að sleppa af króknum.“
Horton var gagnrýndur fyrir að birta þessa
rannsókn í The Lancet og ýmsir töldu að hún
ætti ekki heima í sérfræðiriti fyrir lækna. Því
er hann ósammála.
„Læknarit eiga að fjalla um allt sem við-
kemur heilsu. Ég held að mannkynið sé á
krossgötum og að afdrif okkar ráðist af því
hvað við gerum a næstu árum. Við erum að
eyðileggja jörðina með mengun og stríðs-
rekstri. Jafnframt eykst fátækt jafnt og þétt.
Allt þetta eiga læknarit að taka til skoðunar.
Það má ekki gleyma því að vísindi og þekking
eru gagnslaus ef þau eru ekki nýtt til góðs.
Vísindi sem snúast um sjálf sig eru einskis
verð,“ segir hann.
Horton dreymir um að The Lancet verði
bæði fræðirit og hugmyndabanki þar sem
færir vísindamenn saman til að vinna að lausn
brýnna vandamála.
„Á meðal fræði- og vísindamanna gætir í
auknum mæli ótta við að ræða ágreiningsmál
og eldfim pólitísk efni. Þetta er m.a. afleiðing
aukinnar einkavæðingar. Að mínu viti er þessi
þróun mjög ógnvænleg því hún heggur að rót-
um lýðræðisins. Þess vegna er mjög mik-
ilvægt að læknar og aðrir vísindamenn taki í
sig kjark og láti í sér heyra. Fólk hlustar á
þá,“ fullyrðir Horton.
Spurður um framtíðarsýn sína segist Hort-
on alltaf vera bjartsýnn. „Allt er hægt ef vilj-
inn er fyrir hendi, líka að breyta heiminum.“
Ótti við að ræða ágreinings-
mál er ógnvænleg þróun
Morgunblaðið/RAX
Baráttumaður Ritstjórinn Richard Horton tel-
ur að mengun og stríð ógni afkomu mannkyns.
Þing norrænna heimilislækna stendur yfir í Reykjavík
Nicholas Burns fagnar
framboði Íslands
VEFVARP mbl.is