Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MIÐFELL hf. á Ísafirði hætti í gær rækjuvinnslu ótímabundið en að sögn Elíasar Oddssonar fram- kvæmdastjóra hafa ekki enn ver- ið teknar neinar ákvarðanir um uppsagnir. Um 40 manns vinna hjá fyrirtækinu. Halldór Hall- dórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðar- bæjar, segir að um alvarleg tíð- indi sé að ræða en þau komi ekki á óvart. „Maður er bú- inn að eiga von á þessu í nokkurn tíma en rækjuvinnslan hefur verið mjög á niðurleið að undanförnu og verksmiðjum verið lokað um allt land,“ sagði Halldór. Stærstu hluthafar Miðfells, sem var stofnað 1999, eru Byggðastofn- un, Hömlur, Hraðfrystihúsið Gunn- vör hf. í Hnífsdal og Ísafjarðarbær, sem gerðist hluthafi 2004. Miðfell hætt í rækju Halldór Halldórsson Engar ákvarðanir enn um uppsagnir FJÖLMARGIR þeirra sem fást við afleiðingar umferðarslysa í starfi sínu hafa tekið höndum saman við hjúkrunarfræðinga af Landspítalan- um sem efna til fjöldagöngu gegn umferðarslysum í dag. Hjúkrunar- fræðingar bera rauðar blöðrur til merkis um samstöðu með þeim sem slasast hafa í umferðinni, en sjúkra- flutningamenn ganga með svartar blöðrur til minningar um þau sem létust í bílslysum á síðasta ári. Skipuleggjendur göngunnar hvetja allan almenning til þess að taka þátt, en hún fer fram bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefst klukkan 17. Á Akureyri verður geng- ið frá þyrlupallinum við sjúkrahúsið og endað á Ráðhústorgi. Í Reykjavík hefst gangan við sjúkrabílamóttöku LSH við Eiríksgötu og lýkur við þyrlupallinn í Fossvogi. Blöðrur fyrir þá sem hafa lát- ist í umferðinni ♦♦♦ Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is RÍKISVALDIÐ á að koma að rekstri stofnleiða strætisvagnakerfisins á höfuðborgarsvæðinu, létta skattbyrði af almenningssamgöngum og setja markmið um forgang strætisvagna og leigubíla í umferðinni. Þetta er megin- inntak tillögu sem samþykkt var á fundi Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu í gær. Flutningsmaður tillög- unnar var Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann segir höfuð- borgarsvæðið afskipt þegar kemur að fjárveitingum til al- menningssamgangna og að ef ríkið styddi við reksturinn væri hægt að bæta þjónustuna. „Mörgum sveitarstjórnarmönnum hefur fund- ist það eðlilegt að ríkið kæmi að almennings- samgöngum með einum eða öðrum hætti. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um áherslu á almenningssamgöngur og það var ekki síst þess vegna sem ég flutti þessa tillögu. Mér finnst kominn tími til að ríki og sveitarfélög tali saman og ekki síst sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu. Kostnaður okkar af rekstrinum hefur verið hátt á annan milljarð og okkur finnst að við höfum verið afskipt miðað við aðrar almennings- samgöngur þjóðarinnar. Þetta er ekki skyldu- verkefni sveitarfélaga, en við höfum haldið þess- ari þjónustu uppi og hún er kostnaðarsöm. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að leggja enn meiri áherslu á almenningssamgöngur en gert hefur verið og þess vegna teljum við eðlilegt að ríkið komi að þessu,“ segir Vilhjálmur. „Mismunandi áherslur hjá sveitarfélögum“ Vilhjálmur vill ekki meina að sveitarfélögin hafi verið ósamstiga í málefnum Strætós að und- anförnu. „Það hafa kannski verið mismunandi áherslur hjá sveitarfélögunum, en það hefur ver- ið þannig frá upphafi. Aðalatriðið er það að ríki og sveitarfélög verði samstiga um það að leggja enn frekari áherslu á almenningssamgöngur og gera það með hagkvæmum hætti.“ Í byrjun júní var þjónusta Strætós bs. skorin verulega niður og talsverðrar óánægju hefur gætt meðal farþega og starfsfólks. Aðspurður um það hvaða áhrif sá niðurskurður hefur haft á fjölda farþega segir Vilhjálmur: „Þeim hefur því miður ekki fjölgað. Það er eins og landinn kjósi að keyra um á sínum einkabíl og ég geri ekki at- hugasemdir við það, en hinsvegar þurfum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga fleiri farþega að.“ Það virðist liggja í augum uppi að til þess að fá fleiri farþega þurfi að bæta þjónustuna. Vilhjálm- ur segir stjórnir sveitarfélaganna vera að velta fyrir sér möguleikum sínum. „Allt kostar þetta mikla peninga og sjóðir sveitarfélaganna eru ekki ótæmandi. Við erum að spara núna yfir sum- artímann en síðan í haust þegar skólarnir byrja þá munum við halda uppi mjög svipuðu leiðakerfi og ferðafjölda og verið hefur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ýmis áform uppi um að efla Strætó bs. „Við verðum að gera okkar besta miðað við þann ramma sem við höfum. Okkur eru nátt- úrlega takmörk sett vegna fjármagns. Ef ríkið kemur inn í þetta með einhverjum framlögum eða skattaívilnunum þá aukast okkar tækifæri,“ segir borgarstjórinn að lokum. Ríkið styrki Strætó Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu afskiptar að sögn borgarstjóra SNÖR handtök gesta sundlaugar Akureyrar urðu til þess að sex ára gömlum dreng var þar bjargað frá drukknun á sjötta tímanum í gær. Drengurinn lá meðvitundarlaus á botni dýpri enda laugarinnar, á um 1,60 metra dýpi, þegar laugargest- ir komu auga á hann. Jón Knut- sen, slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður, og kona hans, Jóna Birna Óskarsdóttir gjörgæslu- hjúkrunarfræðingur, voru nýlögst til sunds þegar þau veittu meðvit- undarlausum drengnum eftirtekt. Á sama tíma hafði starfsmaður sundlaugarinnar í eftirlitsturnin- um séð drenginn og ungir sund- laugargestir vakið athygli annars sundlaugarvarðar, sem staddur var nær lauginni, á drengnum. Hjónin færðu hann upp á bakka og hófu lífgunartilraunir. Jóna hnoð- aði og Jón blés. „Til þess að losa hann við vatn í maga og lungum lögðum við hann á hliðina og svo saug ég upp úr honum æluna með munn við munn-aðferðinni,“ segir Jón. Skömmu seinna komst dreng- urinn til meðvitundar og var hann byrjaður að anda eðlilega sjálfur og umla þegar sjúkraflutninga- menn og vakthafandi lækni bar að garði. Jón og Jóna stóðu þó ekki ein að lífgunartilraununum. Í lauginni var hjartasérfræðingur frá Reykjavík sem fylgdist grannt með framvindunni auk þess sem heimilislæknir og annar slökkvi- liðsmaður lögðu sitt af mörkum. „Sundlaugarfólkið stóð sig líka mjög vel, en það er nýbúið að vera í þjálfun hjá mér,“ segir Jón, en svo heppilega vill til að hann er sérfræðingur í sundlaugarbjörgun og hefur staðið að þjálfun sund- laugastarfsfólks á Norðurlandi undanfarin ár. „Þetta var samhent átak um að bjarga þessum litla dreng sem tókst mjög vel,“ segir Jón og vill sem minnst gera úr sín- um hlut. Lögregla segir líklegast að drengurinn hafi sopið hveljur, fengið vatn í munninn og við það hafi myndast herpingur í barka með fyrrgreindum afleiðingum. Drengurinn var í fylgd með móður sinni þegar slysið bar að garði og að sögn lögreglu er það til marks um að slys af þessu tagi geti gerst á örskotsstund og því sé brýnt að vera alltaf á varðbergi þegar ung börn eigi í hlut. Af drengnum er það að frétta að honum var haldið á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar í nótt. Líðan hans er eftir atvikum að sögn vaktahafandi læknis. „Samhent átak um að bjarga þessum litla dreng“ Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÞESSAR vikurnar er tjaldurinn með unga í hreiðri og leggur mikið undir til þess að gæta þeirra þar til þeir komast á legg. Þetta vestfirska par hikaði ekki við að ráðast til atlögu gegn haferni sem sveimaði fullnálægt hreiðri þeirra. Það veitti erninum lengi eftirför og reyndi hvað það gat til að koma höggi á hann. Örninn lét hamaganginn lítið trufla sig, enda stóð honum lítil ógn af tjöldunum, þó hugaðir væru. Verja ungviðið gegn haferninum Morgunblaðið/Golli KRISTBJÖRG Stephensen hefur verið ráðin í stöðu borgarlögmanns frá og með 1. júlí. Ráðning Krist- bjargar var samþykkt einróma í borgarráði. Hún er fædd árið 1966 og hefur starfað hjá borginni frá 1995, nú síðast sem skrifstofu- stjóri lögfræði- skrifstofu. Krist- björg mun meðal annars annast réttargæslu og samningagerð fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Embætti borgarlögmanns og borgarritara verða nú formlega stofnuð að nýju, en þau voru lögð niður við skipulagsbreytingar hjá borginni á árunum 2004 til 2005. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra og jafnframt yfirmaður allrar stjórnsýslu í Ráðhúsinu, að undanskildu embætti borgarlög- manns og skrifstofum borgarstjóra og borgarstjórnar. Ekki hefur verið ráðið í þá stöðu. Nýr borgar- lögmaður Kristbjörg Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.