Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 29
✝ Friðfinnur AnnóBjörgvin Ágústsson fæddist á Bás í Hörgárdal 3. nóvember 1941. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 14. júní síðast- liðinn. Hann var yngstur barna Jón Ágústs Jónssonar og Hallfríðar Stef- aníu Axelsdóttur. Systkini hans eru Reynir Ölversson hálfbróðir, Ólafur Ágústsson og Matthildur Ágústs- dóttir. Árið 1968 kynntist hann Helgu Hafberg f. 3. júní 1939, þau gengu í hjónaband 3. maí 1969. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: 1) Engilbert Ólafur, f. 25.8. 1969, sambýliskona Guðbjörg Gísladóttur, þau eiga tvö börn, Jón Ágúst f. 21.9. 1996 og Stefaníu Ósk f. 15.4. 1999, 2) Hafsteinn Ágúst, f. 4.10. 1970, kvæntur Kolbrúnu Birnu Hall- dórsdóttur, þau eiga þrjú börn, Halldór Frank f. 21.11. 1998, Katrínu Eir f. 28.3. 2002 og Rann- veigu Birnu f. 31.12. 2004 og 3) Ara f. 14.6. 1975, kvæntur Þuríði Kristínu Sigurðar- dóttur, þau eiga þrjú börn, Helgu Sóley f. 13.6. 1996, Karen Birnu f. 23.4. 1998 og Einar Bjarka f. 15.1. 2004. Fyrstu 22 ár ævi sinnar bjó Friðfinn- ur á Básum í Hörg- árdal. Hann hjálpaði þar til við sveita- störfin, hann var duglegur strákur, rólegur og nægju- samur. Árið 1964 fluttist hann í Kópavoginn að Hlaðbrekku 1 og bjó þar hjá for- eldum sínum. Friðfinnur giftist Helgu Hafberg 3. maí árið 1969. Þau bjuggu á Hverfisgötu, Skipa- sundi og Spítalastig en fluttust ár- ið 1970 í Mávahlíð 24. Í fyrstu vann hann í byggingarvinnu við Kópavogshæli en bróðurpart æv- inar vann hann hjá Slippnum/ Stálsmiðjunni eða ca 40 ár. Síð- ustu sex vikur ævi sinnar dvaldist Friðfinnur á Landspítalanum í Fossvogi þar sem hann lést. Útför Friðfinns verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Það í raun ótrúlegt að svo sé. Þú og mamma pössuðuð börnin mín tveimur dögum áður en þú ákvaðst að leggjast inn á Land- spítalann í Fossvogi með þeim orð- um að þú ætlaðir ekki að fara þaðan út fyrr en eitthvað yrði gert í kvið- verkjum þínum. Aldrei óraði mig þá fyrir því að þú værir deyjandi. Lífið getur verið svo óútreiknanlegt. Á þessari stundu hugsa ég til baka. Ég man hversu harðduglegur þú varst í vinnu og vannst á öllum tímum sólarhringsins. Þú varst ekki mikið fyrir að kvarta og kveina. Ég man þegar þú varst að horfa á mig keppa í fótbolta á Hlíðarenda þegar ég spilaði með yngri flokkunum hjá Val. Ég man eftir þeirri rútínu á sunnudögum þegar við fórum í bíltúr og keyptur var ís. Oftast lá leiðin nið- ur á höfn að skoða þar skipin. Ég man hversu mikið þú hlóst þegar við bræðurnir komum heim eftir að hafa keypt okkar fyrsta bíl en það fyrsta sem þú sást af honum var stuðarinn einn og sér. Ég man eftir því þegar ég flutti út til Danmerkur sem full- orðinn maður ásamt konu minni og syni og þú, mamma og Engilbert bróðir minn og fjölskyldan hans komu í heimsókn. Þú undir þér þar svo vel og mér finnst sárt að hugsa til þess að við getum ekki farið aftur til útlanda saman. Ég man eftir þegar við fórum saman að veiða í Hreða- vatni og veiddum þar báðir nokkra silunga. Það var frábær stund og við vorum hvorugir til í að fara aftur í bústaðinn sem þú leigðir í Svigna- skarði þó að komið væri fram á nótt. Þú hefur verið duglegur að vinna í gegnum tíðina og það er sárt að hugsa til þess að þú fáir ekki að njóta þess að hætta að vinna eftir rúmt ár og njóta lífsins enn frekar. Það er svo margt sem við hefðum getað gert saman. Krakkarnir mínir sakna þín líka mikið og finnst skrítið að koma í Mávahlíðina og þar sitji ekki afi og fagni komu þeirra. Þegar í ég hugsa um þig á þessari stundu fyllist ég samt þakklæti fyrir að hafa fengið þó þetta langan tíma með þér, að þú t.d. fékkst að kynnast konunni minni og sjá öll börnin mín og njóta margra góðra stunda með þeim. Þú fékkst líka að upplifa brúð- kaup okkar Kollu á síðasta ári. Ég veit líka að þú ert á góðum stað með foreldrum þínum og ég veit að þú munt vaka yfir mér og minni fjöl- skyldu. Guð verði með þér, pabbi minn. Ég kveð þig með þessum orð- um: Með þökk fyrir hafa átt þig að, / minn faðir og minna barna afi. / Þú hefur það gott á góðum stað / á því leikur enginn vafi. Hafsteinn Ágúst Friðfinnsson. Elsku besti pabbi minn. Ég get varla trúað því að ég sitji hér og skrifi til þín á þessum nótum. Það er jafn fjarstæðukennt og óraunveru- legt og síðustu vikur hafa verið. Þær voru þér erfiðar en þú stóðst þig eins og hetja í þessari baráttu og barst þig alltaf vel. Þegar ég hugsa stutt aftur í tím- ann, t.d. þegar þú og mamma komuð í mat til okkar á föstudaginn langa, þá óraði mig ekki fyrir því að aðeins rúmlega tveimur mánuðum síðar yrðir þú að berjast fyrir lífi þínu á spítala. Og svo til að gera þetta allt saman ennþá undarlegra, kvaddir þú á afmælisdaginn minn. Hún er skrýtin þessi tilvera. Ég er þess fullviss að núna líður þér vel og þú ert líka búinn að hitta foreldra þína. En ég get yljað mér við að rifja upp allar góðu minningarnar. Á sunnudögum fórum við stundum í bíltúr og þá var keyptur ís og svo keyrðir þú ósjaldan niður á höfn að skoða skipin. Þú gast frætt okkur mikið um þau, sem var eðlilegt í ljósi þess að þú hefur unnið við málun og annars konar viðhald á skipum í slippnum í tæplega 40 ár. Þú varst gríðarlega duglegur í vinnu. Bæði í þinni atvinnu og ann- arri sem þú tókst þér fyrir hendur. Það eru ekki mörg ár síðan þú hjálp- aðir mér að mála heima, þar sem þú rúllaðir yfir hvert herbergið á fætur öðru. Ég er þakklátur fyrir ferðina sem þú fórst í með okkur stórfjölskyld- unni, sumarið 1999. Þá sýndir þú okkur æskustöðvarnar þínar í Hörg- árdal og þar er gamli bærinn Bás sem þú ólst upp í. Með þessum orðum kveð ég þig með þakklæti og virðingu. Ari Friðfinnsson. Friðfinnur Annó Björgvin Ágústsson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 29 hópnum þurfti hann ekki annað en birtast til að allt dytti í dúnalogn. Aldrei verður þó fullþakkað að þau Kristín tóku inn á heimilið Egg- ert móðurbróður minn, síðustu fimm árin af þeim hundrað sem hann lifði. Hrafnkell reyndist óskiljanlega nat- inn við Eggert og varð nánast eins konar einkahjúkrunarmaður hans. Síðustu vikurnar fékk Hrafnkell að njóta sams konar hlýju fjölskyldu sinnar og vina, og tók því sem að höndum bar af æðruleysi. Guð veri með honum og öllu hans fólki. Hildur Bjarnadóttir. Við Hrafnkell kynntumst í for- skóla Austurbæjarskóla vorið 1943 áður en við settumst í 7 ára bekk það haust. Þá voru engir leikskólar til að herða feimnar og hlédrægar sálir. Vinátta okkar varð fljótt svo náin að við vorum saman flestum stundum. Sumarið 1945 létust Sig- urður, faðir Hrafnkels, frá fimm börnum og móðir mín, Droplaug, einnig frá fimm börnum. Áslaug, móðir Hrafnkels, hélt sínu heimili af frábærum dugnaði, fyrst að Skeggjagötu og síðar Bólstaðarhlíð. Heimili föður míns leystist hins veg- ar upp og börnunum var komið í fóstur hjá ættingjum, nema mér sem varð áfram hjá föður okkar. Það heimilishald varð þó fábrotið og því laðaðist ég að heimili Hrafnkels og varð þar heimagangur og nánast fóstursonur Áslaugar allt til hausts- ins 1948 að faðir minn kvæntist aft- ur og stofnaði heimili að nýju. Ég hef alla ævi staðið í mikilli þakk- arskuld við Áslaugu og börn hennar fyrir þá alúð og umhyggju sem ég naut á heimili þeirra á þessum ár- um. Samvera með Hrafnkatli, systk- inum hans og frændgarði réð miklu um þroska minn til frambúðar. Eldri systkinin urðu okkur fyrir- mynd í mörgu, einkum Örnólfur. Á fyrstu árum í menntaskóla stóð hann að útgáfu bekkjarblaðsins Hauks með öðrum bekkjarfélögum. Það varð okkur fyrirmynd að Mjölni sem við gáfum út í 11 og 12 ára bekk í félagi við Jón og Þór Jakobssyni, en þeir áttu sína fyrirmynd í eldri bróðurnum Jökli sem þá var orðinn flinkur myndasöguhöfundur. Ábyrgðarmaður blaðsins var Stefán Jónsson kennari okkar en það var fjölritað á vél stjórnarráðsins í skjóli Birgis sjálfs. Hrafnkell var ómiss- andi í þessu starfi, einstaklega drátthagur, ritfær og hagmæltur. Þetta gekk svo alla okkar skólatíð til stúdentsprófs, Blysið í gagnfræða- skóla, Plágan í 3. bekk MR, Blómi í 4. bekk og síðan Skólablaðið. Í hóp- inn bættust drjúgir liðsmenn, Gylfi Gröndal, Ólafur Jónsson, Dagur Thoroddsen og Garðar Jökulsson. Hrafnkell varð einn aðalteiknara skreytinga vegna Jólagleði og Faunu. Það kom því fáum á óvart að hann skyldi fara í nám í arkitektúr þegar leiðir okkar í skóla skildi vorið 1956. Aðrir munu lýsa störfum Hrafn- kels sem arkitekts. Þar lágu leiðir okkar aðeins einu sinni saman þegar hann var fenginn til að gera forsögn að náttúruhúsi sem ætlað var að hýsa náttúrugripasafn en vera jafn- framt sýningar- og fræðsluhús fyrir Reykjavíkurborg og Háskóla Ís- lands. Hrafnkell leysti þennan vanda af mikilli fagmennsku. Borgin og Háskólinn vildu ráðast í bygg- ingu en málið strandaði í ríkisstjórn og svo stendur enn. Við höfðum báðir kvænst skóla- systrum úr menntaskóla og það gaf tilefni til tíðra endurfunda. Þegar skólafélagarnir höfðu skilað sér heim að loknu háskólanámi erlendis þótti réttur tími til að endurvekja briddshóp frá skólaárunum og innan hans hafa ræktast vináttu- og fjöl- skyldutengsl við briddsfélagana og eiginkonur þeirra í 40 ár. Við Guðlaug þökkum áratuga vin- áttu og sendum Kristínu og börnum, aldraðri móður, systkinum og frændgarði, dýpstu samúðarkveðj- ur. Sveinbjörn Björnsson.  Fleiri minningargreinar um Hrafnkel Thorlacius bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.  Fleiri minningargreinar um Frið- finn Annó Björgvin Ágústsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA SIGFÚSDÓTTIR, Skipagötu 8, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 24. júní. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. júní kl. 13.30. Bjarni Konráðsson, Anna Bjarkan, Helgi Konráðsson, Birna Ketilsdóttir, Konráð S. Konráðsson, Guðbjörg Ófeigsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓN P. ANDRÉSSON, Klapparstíg 1a, Reykjavík, sem andaðist á Vífilstöðum 15. júní, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, föstudaginn 29. júní kl. 15.00. Sveinsína Ásdís Jónsdóttir, Kristrún Ólöf Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Jónas Lúðvíksson, Bryndís Jónsdóttir, Guðjón Einarsson, Ólafur H. Jónsson, Guðrún Árnadóttir, Jón Pétur Jónsson, Jónína Rútsdóttir, Olga Björk Ómarsdóttir, Sigurður Ingimar Ómarsson, Berglind Gísladóttir og afabörn. ✝ Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð með nærveru sinni og hlýjum kveðjum við andlát og útför minnar elskulegu móður, ömmu, langömmu og systur okkar, ÁSTU MARÍUSDÓTTUR, Skúlagötu 76, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki öldrunardeildar B4, Landspítala í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og einnig sérstakar þakkir til Gunnars Halldórssonar fyrir einlæga vináttu og aðstoð. Ingvar Már Pálsson, Ásta Sigríður Ingvarsdóttir, Shane Kristófer Mapes, Elín Maríusdóttir, Ólafur Björn Guðmundsson, Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, Jóhann Már Maríusson, Sigrún Gísladóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu sem sýndu okkur samúð og heiðruðu með nærveru sinni, blómum, krönsum og öðrum hlýjum kveðjum við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SIGRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR frá Miðtúni, Melrakkasléttu. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks og heimilisfólks að Hvammi - heimili aldraðra á Húsavík, fyrir frábæra umönnun og glaðlegt og gott viðmót. Þar leið móður okkar vel. Maríus Jóhann Lund, Ásdís Karlsdóttir, Kristinn Lund, Guðný Kristín Guttormsdóttir, Níels Árni Lund, Kristjana Benediktsdóttir, Benedikt Lund, Anna Vigdís Ólafsdóttir, Sveinbjörn Lund, Jóhanna Hallsdóttir, Grímur Þór Lund, Eva Nöregaard Larsen. ✝ Frændi okkar, ÓLAFUR JÓHANNSSON, Þangbakka 10, áður til heimilis á Leifsgötu 26, lést fimmtudaginn 21. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.