Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 36
SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 29/6 kl 20 uppselt, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 25/8 kl. 20, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Fim 28/6 kl. 20 UPPS. Síðasta sýning LJÓTU HÁLFVITARNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR LAU 30/6 KL. 21 MIÐAVERÐ KR. 1.800 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Ég lét fjarlægja húð. Ég rotaðist einu sinni og var saumaður aftur sam- an… 41 » reykjavíkreykjavík SAMTÖKIN Saving Iceland og Hætta-hópurinn standa fyrir stór- tónleikum á Nasa mánudaginn 2. júlí næstkomandi. Fram koma meðal annars Múm, Ólöf Arnalds, Bogomil Font og fé- lagar, Magga Stína, Rúnar Júl, Ell- en Eyþórs, Mr. Silla og Mongoose, Bloodgroup, Evil Madness, Skátar, Ljótu Hálfvitarnir, Retro Stefsson, Strakovsky Horo og Dj Árni Sveins. Allir listamennirnir gefa vinnu sína til stuðnings samtökunum Sa- ving Iceland og verndun náttúru Ís- lands, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum. Miðaverð er 2.500 krónur og rennur allur ágóði til nátt- úruverndar. Miðar verða seldir við innganginn og tónleikarnir hefjast klukkan 20. Saving Iceland verða jafnframt með mótmælabúðir í sumar þriðja árið í röð, og standa einnig fyrir ráðstefnunni Hnattrænar afleið- ingar stóriðju og stórstíflna helgina 7.-8. júlí á Hótel Hlíð, Króki í Ölfusi. Björgum Íslandi frá stóriðju! Björgum Íslandi Ólöf Arnalds ætlar að leggja málefninu lið. Morgunblaðið/Kristinnwww.savingiceland.org Danspönkararnir líflegu í The Rapture halda tónleika á NASA þriðjudaginn 26. júní. Hljómsveitin hélt eftirminnilega tónleika á Ice- landic Airwaves fyrir fimm árum og hreinlega ærði áhorfendur. Að þessu sinni eru tónleikar hennar liður í tónleikaferðalagi sveit- arinnar til kynningar nýrrar breið- skífu sinnar, Pieces of the People We Love, en sú plata hefur hlotið prýðisviðtökur. Ofurpoppararnir í Motion Boys munu hita upp fyrir The Rapture. Enn er hægt að fá miða á hljóm- leikana en miðasala verður við inn- ganginn. Miðaverð er 3.900 kr. Enn til örfáir miðar á The Rapture HIN unga Guðrún Lísa Ein- arsdóttir, eða Líza, hefur sent frá sér nýtt lag. Það er að finna á sum- arsmellaplötunni Gleðilegt sumar og heitir „Ég er að leita þín“. Upp- tökur fóru fram í Lundúnum og þeim stýrði hinn þekkti Brian Rawlins. Hann hefur tekið upp lög með kvenskörungum á borð við Cher og Tinu Turner. Líza stundar söngnám í FÍH. Hún var í Ízafold og sá um tónlist- arflutning í X-factor og Idolinu. Nýtt lag frá söngkon- unni Lízu úr Ízafold Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is JÓHANNES Birgir Pálmason hefur verið iðinn við tónlist undanfarin ár sem tónlistarmaðurinn Rain / Rign- ing og fyrir stuttu sendi hann frá sér fjórðu sólóskífuna „Tjáning í ljósi innblásturs“. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur eru ýmis verkefni í bígerð á árinu og sum komin vel á veg. Jóhannes er einn af meðlimum Twisted Mindz, sem margir þekkja, og var líka með í Audio Improve- ment sem spilaði meðal annars á Airwaves í fyrra. Þá hefur hann verið virkur sem sólólistamaður, sent frá sér snældur og skífur, og „Tjáning í ljós innblásturs“ er fimmta sólóútgáfa hans, en sú fyrsta sem kemur út á íslensku. Umslag plötunnar er sérstakt, eig- inlega lítur hún út eins og bækl- ingur eða bók og hann segir það einmitt hafa verið tilganginn. Hann hannaði umslagið sjálfur og gerði í höndunum, en hann gaf út um hundrað eintök af diskinum Ég tók plötuna upp seint á síð- asta ári,“ segir Jóhannes, og bætir við að hann hafi þá nokkru áður verið farinn að skrifa ljóð og texta- brot á íslensku í matarhléum í vinnunni og langað að vinna úr því. „Ég nennti svo ekki að bíða eftir því að einhver hefði tíma til að gera takta fyrir mig svo ég gerði það sjálfur, gerði alla músíkina á einum degi,“ segir Jóhannes, en þetta er frumraun hans í taktsmíði. Margt uppi í erminni Þótt Jóhannes sé að senda frá sér sólóskífu og einnig að vinna að fjöl- mörgum verkefnum öðrum segir hann að Twisted Mindz sé enn til, en þeir félagarnir í sveitinni hafi bara svo mikið að gera í öðrum verkefnum að sveitin sé í biðstöðu sem stendur. „Það er mjög gaman að vinna einn, gaman að finna frjálsræðið og vera engum háður, en það líka gaman og gefandi að vinna með öðrum. Ég er einnig að vinna tvær plötur með Pan, þær eru reyndar tilbúnar en verið að mixa þær. Önnur er stuttskífa, hin kemur út á vínyl. Þetta er músík sem við tókum upp 2004-2005. Svo er ég með aðra plötu tilbúna sem kemur út fljót- lega, átta laga plötu á íslensku. Ég er líka að vinna að „12“ með Guðna úr Fuse, kassagítarplötu með smá hiphop-kryddi, en hann syngur megnið af þeirri plötu,“ segir Jó- hannes og bætir við að það séu ýmis verkefni önnur í bígerð þótt ekki sé tímabært að segja frá þeim núna. Tjáð í ljósi innblásturs Samdi ljóð og textabrot í matarhléum í vinnunni og svo tónlist við á einum degi Morgunblaðið/Eyþór Iðinn Jóhannes Birgir Pálmason sem kallar sig Rain / Rigningu. Hann gaf á dögunum út fjórðu sólóskífu sína, og er auk þess með margt annað í vinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.