Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NOTKUN rafhlaðna er mikil yfir sum-
artímann þegar fólk er á faraldsfæti
og hefur við höndina margs konar raf-
tæki sem oftar en ekki ganga fyrir
rafhlöðum. Úrvinnslusjóður vill hvetja
landsmenn til þess að skila inn ónýtum
rafhlöðum á ferðalögum sínum um
landið í sumar Á vef úrvinnslusjóðs,
www.urvinnslusjodur.is, er hægt að
nálgast upplýsingar um staðsetningu
söfnunarstöðva á landinu öllu.
Ef hættulegu efnin sem fyrirfinnast
í sumum rafhlöðum sleppa út í náttúr-
una getur það haft alvarlegar afleið-
ingar.
Áminning Raffa og Batti minna á
úrvinnslu ónýtra rafhlaðna.
Mikið notað af rafhlöðum
yfir sumartímann
YFIR 300 manns tóku þátt í Jóns-
messugöngu Ferðafélags Íslands og
SPRON á Þverfellshorn Esju á
laugardagskvöld. Áður en gangan
hófst flutti Árni Björnsson pistil um
Jónsmessuna og Þjóðdansafélagið
sýndi nokkra dansa.
Þjóðleg stemning var á fjallinu
og voru þátttakendur á öllum aldri.
Á toppi Þverfellshorns var bál-
hvasst og því ekki unnt að kveikja í
brennunni eins og til stóð. Það kom
þó ekki í veg fyrir að menn tækju
lagið rétt fyrir néðan toppinn og
einnig mátti hlýða á fjörugan harm-
onikkuleik á niðurleiðinni. Björg-
unarsveitin Ársæll var til aðstoðar.
Þjóðleg á
Þverfellshorni
Á Jónsmessu Fararstjórarnir Páll
Guðmundsson og Vilborg Arna
Gissurardóttir klæddust íslenskum
búningum í göngunni.
GERVIHNATTAMYNDIR sýna
græna slikju á hafinu suðvestur af
landinu. „Það er ekki ólíklegt að
þarna sé á ferðinni gamall kunningi,
kalksvifþörungur. Hann myndar
kalkskeljar og kemur venjulega upp
á þessum tíma, sérstaklega þegar
veður er bjart eins og núna,“ segir
Kristinn Guðmundsson, sjávarlíf-
fræðingur á Hafrannsóknastofnun-
inni.
„Þörungarnir eru að fjölga sér á
yfirborðinu en til þess þurfa þeir sól-
arljósið og lagskiptingu sjávar. Í júní
fer hafsvæðið fyrir opnu hafi að
verða nokkuð lagskipt vegna upphit-
unar. Þessir þörungar leita upp í
ljósið þannig að seint í blómgunar-
ferli þeirra verður mjög mikið af
þeim við yfirborðið. Af því að þeir
eru með kalkskeljar verður endur-
varp frá þeim mjög sterkt og það
kemur svo fram á gervihnattamynd-
um. Þarna getur bæði verið um ljós-
græna slikju og dekkri slikju að
ræða. Svona sést oft í Norðursjón-
um,“ segir Kristinn.
Hann segir að þörungarnir skaði
dýralíf ekki á nokkurn hátt. Þetta sé
raunar merkilegur þörungur því
þarna eigi sér stað einhver mesta
kalkmyndun í heiminum, milli Bret-
lands og Íslands. Væri grunnt þarna
gæti þetta meðal annars orðið upp-
hafið að kalkseti, jafnvel kalkbergi.
Hins vegar sé svo djúpt þarna að lítil
hætta sé á setmyndun, þar sem kalk-
ið leysist upp, þegar komið sé á
meira dýpi og þrýstingur sé orðinn
mikill.
„Þarna er kalk að bindast og ef
þetta sezt niður og losnar ekki upp
aftur er þetta ein af leiðunum til var-
anlegrar bindingar á koltvísýringi,
en kalk er myndað úr kalsíum og kol-
sýringi,“ segir Kristinn Guðmunds-
son.
Ísland Græn slikja kemur á hafið vegna mikillar þörungamyndunar og hún sést vel á gervihnattamyndum.
Mikil þörungamyndun
í hafinu út af landinu
Í HNOTSKURN
»Þarna er kalk að bindastog ef þetta sezt niður og
losnar ekki upp aftur er þetta
ein af leiðunum til varanlegrar
bindingar á koltvísýringi.
»Þessir þörungar leita upp íljósið þannig að seint í
blómgunarferli þeirra verður
mjög mikið af þeim við yf-
irborðið.
»Þetta er merkilegur þör-ungur því þarna á sér stað
einhver mesta kalkmyndun í
heiminum, milli Bretlands og
Íslands.
Mjög mikil kalkmyndun sem bindur koltvísýring
UTANRÍKISRÁÐHERRA, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, er nýlega
snúin heim úr tveggja daga op-
inberri heimsókn til Noregs. Hún
átti þar fundi með bæði Jens Stol-
tenberg, forsætisráðherra Noregs,
og starfsbróður sínum Jonas Gahr
Støre, þar sem rætt var um sameig-
inleg hagsmunamál ríkjanna á sviði
umhverfis-, öryggis og Evrópumála
og hvernig þjóðirnar tvær geta sem
best staðið vörð um hagsmuni sína
gegn samrunaþróun Evrópu.
Hyggja ráðherrarnir tveir á nánara
samstarf á því sviði í framtíðinni.
Norski forsætisráðherrann
kynnti Ingibjörgu og nýja loftslags-
stefnu norsku ríkisstjórnarinnar.
Utanríkisráðherra átti einnig
fund með varnarmálaráðherra
Noregs, Anna-Grete Ström-
Erichsen, þar sem rætt var sam-
starf þjóðanna á varnar- og örygg-
ismálasviði, á grundvelli sam-
komulags þjóðanna frá því í apríl
síðastliðnum.
Ráðherraþing í Noregi
Landvættir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Anna-Grete Ström-Erichsen,
varnarmálaráðherra Noregs, hittust til að ræða varnarmál ríkjanna.
Umhverfis- og
öryggismál meðal
umræðuefna
MAGNÚS Árni Skúlason hagfræð-
ingur segir að þegar krónan sé sterk
sé varhugavert að taka há erlend lán,
því falli gengið hækki þessi lán mjög
fljótt. Falli gengið um 10% hækki til
dæmis 20 milljóna króna lán um tvær
milljónir ásamt því að greiðslubyrði
aukist. Rétt sé að taka fram að geng-
isþróun hafi áhrif á verðlag að hluta
þar sem innfluttar neysluvörur
hækki í verði og auki þar með verð-
bótaþátt verðtryggðra lána.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt að
kaupendum ákveðinna fasteigna á
Flórída í Bandaríkjunum byðust
mun hagstæðari lán hjá þarlendum
lánastofnunum en hérlendis og mun-
aði þar mestu að erlendu lánin væru
óverðtryggð og á 6% vöxtum til 30
ára. Heildargreiðsla af 24 millj. kr.
láni væri tæpar 58 millj. kr. en endur-
greiðsla á sambærilegu láni hjá
Íbúðalánasjóði næmi rúmum 105
millj. kr.
Að sögn Magnúsar er gengið út frá
því að gengi dollarsins breytist ekk-
ert og gert ráð fyrir um 4 til 5% verð-
bólgu hérlendis til
allrar framtíðar.
Ekki sé hægt að
staðhæfa þetta og
hækki dollarinn
um 10% hækki er-
lenda lánið líka
um 10%. Eigna-
hliðin sé í doll-
urum og því
hækki eignin á
sama hátt og lánið, en greiðslubyrðin
aukist falli gengið.
Magnús segir að verðtryggð lán
séu betri fyrir þá sem hafi lítið á milli
handanna og gengisbundin lán geti
skapað verulega erfiðleika, því það
geti verið miklar sveiflur í greiðslu-
byrði, allt eftir upphæð lánanna.
Meginþorri almennings falli undir
þessa skilgreiningu og segja megi að
þeir sem séu efnalitlir njóti ekki hag-
ræðisins sem fylgi erlendum lánum.
Þeir sem séu betur stæðir geti tekið
erlend lán þegar gengið fellur og
greitt þau hraðar upp þegar gengið
er hagstætt eins og nú.
Segir óverðtryggð lán
ekki endilega hagstæðari
Magnús Árni
Skúlason