Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Aðeins á Íslandi Á BJÖRTUM júnímorgni sl. sumar þurfti ég að fara til læknis í Domus Medica. Vinnustaður minn er skammt frá svo ég gekk þangað og fór stystu leið, bak við skátaheim- ilið við Snorrabraut og stefndi beint á Domus. Himinninn var heiður og blár og ég naut göngunnar og virti umhverfið fyrir mér. Allt í einu, eins og hendi væri veifað, steytti ég á ójöfnu á stéttinni og steyptist beint á andlitið. Þótt ég bæri hend- ur fyrir mig og sneri höfðinu til hliðar dugði það ekki, ég hjó í sund- ur augabrúnina utanverða og braut gleraugun mín. Ég hafði verið slæm af ofnæmi og nefrennsli þennan morgun svo ég var með vasann full- an af pappírsþurrkum, gat ég því gripið til þeirra þegar blóðið rann niður andlitið á mér. Staulaðist ég nú að dyrum Do- mus Medica, hálfringluð og studdi mig við dyrastafinn. Kom þá til mín kona sem var að fara út og spurði hvort ég hefði slasað mig og hvert ég væri að fara, kvaðst hún vinna í húsinu. Ég nefndi lækninn sem ég ætlaði til og hún var svo elskuleg að hún studdi mig upp á biðstofuna og bað mig að fá mér sæti og bíða. Leið smástund en þá var mér vísað inn til lýtalæknis, Guðmundar Más Stefánssonar, þar var indæl aðstoð- arkona sem lét mig leggjast upp á skoðunarborðið og hreinsaði sárið, en í því sátu óhreinindi og sandur, síðan kom Guðmundur og saumaði sex spor í augabrúnina á mér. Klukkutíma eftir að ég lagði upp í þessa ferð var ég aftur komin á vinnustaðinn minn og hafði þá líka hitt lækninn sem ég hafði upp- haflega ætlað að heimsækja, Krist- ínu Þórisdóttur. Nú, ári seinna, er sárið vel gróið, enga misfellu að sjá, aðeins dauft hvítt strik þar sem skurðurinn var og hárin í augabrúninni leggjast eins og ekkert hafi í skorist, hafði ég mest kviðið því að þar yrði gap en Guðmundur stendur fyrir sínu sem lýtalæknir og hrein snilld hve vel honum tókst að loka skurðinum. Tilgangurinn með þessum línum er að þakka þessu fólki fyrir mig, konunni, sem hjálpaði mér óbeðin upp á biðstofuna, boðin og búin að aðstoða mig, lýtalækninum Guð- mundi Má Stefánssyni, aðstoð- arkonu hans og Kristínu Þór- isdóttur lækni, sem átti sinn þátt í því að ég hlaut þessa frábæru þjón- ustu. Já, svona er að búa á Ísland- inu góða. 130141-4399. Myndavél í óskilum RAUÐ stafræn Canon-myndavél í brúnni leðurtösku fannst í Grasa- garðinum laugardaginn 23. júní. Upplýsingar í síma 898-7892. BÖRNIN gæddu sér á gómsætum pylsum og mjólk í sumarveislu á leikskól- anum Grænatúni á dögunum. Góð samsetning Morgunblaðið/Árni Sæberg Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 2 fyrir 1 til Parísar 1. júlí frá kr. 19.990 París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi einstaka borg býður í ríkum mæli. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar á frábærum kjörum. Þú kaupir tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Úrval hótela í boði frá kr. 3.300 nóttin á mann í tvíbýli. Kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 1. júlí í 1 eða 2 vikur. Netverð á mann. Síð us tu sæ tin Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand AHH MIKIÐ VARÞETTA GÓÐUR BLUNDUR ÉG HELD AÐ ÞETTA GÆTI VERIÐ EINN SÁ BESTI BLUNDUR SEM ÉG HEF FENGIÐ MÉR Í ALLAN DAG FARÐU FRÁ MAMMA! ÉG ER Í VONDU SKAPI! VERTU Í VONDU SKAPI Í HER- BERGINU ÞÍNU ÉG ER VISS UM AÐ LÍFFRÆÐILEGA MÓÐIR MÍN HEFÐI KEYPT HANDA MÉR MYNDASÖGUBLAÐ TIL AÐ LÁTA MÉR LÍÐA BETUR LÍFFRÆÐILEG MÓÐIR ÞÍN ER SÚ EINA SEM VÆRI EKKI BÚIN AÐ BERA ÞIG ÚT FYRIR LÖNGU SEGÐU MÉR BARA HVAÐ ÞÚ BORGAÐIR FYRIR MIG ÉG ER KANNSKI RÓMANTÍSKT GAMALMENNI... EN ÉG GEYMDI HLUTA AF FYRSTU KÖKUNNI SEM HELGA BAKAÐI HANDA MÉR HÚN ER FRÁBÆR BRÉFAPRESSA! ÞÚ ERT EKKI MANNESKJA, ÞÚ ERT HUNDUR! BURT MEÐ ÞIG! ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ SEGJAST HEITA SNATI! HVERNIG Á AÐ FRAM- KVÆMA LÍFTRYGG- INGAR VIÐTALIÐ? RÉTT HEFUR ÞÚ FENGIÐ LUNGNABÓLGU? FLOG? ÓREGLULEGAN HJARTSLÁTT NEI NEI NEI RANGT LUNGNABÓLGU? EKKI ALVEG... EN EINU SINNI FÉKK ÉG SVO ROSALEGA SLÆMT KVEF AÐ ÉG VAR ALVEG VISS UM AÐ ÉG VÆRI MEÐ LUNGNABÓLGU SÍÐAST ÞEGAR ÉG GÓMAÐI GLÆPAMANN Í ÞESSUM BÚNINGI ÞÁ VAR ÞAÐ FYRIR SLYSNI... Í ÞETTA SKIPTI VERÐUR ÞAÐ AF ÁSETNINGI EKKI KOMA OF NÁLÆGT ÞAÐ ERU TVEIR VOPNAÐIR RÆNINGJAR Í FELUM Í GARÐINUM OK HVERNIG GET ÉG HJÁLPAÐ ÞEIM ÁN ÞESS AÐ ÞEIR KOMIST AÐ ÞVÍ HVER ÉG ER? dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.