Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ræddu Urriðafossvirkjun  Fjölmenni var á fundi sem haldinn var í Þjórsárveri í Flóahreppi í gær- kvöld um Urriðafossvirkjun, skipu- lagsmál og viðræður við Lands- virkjun sem vill liðka fyrir framkvæmdunum með ýmsum að- gerðum. Hörð gagnrýni kom fram á tilboð Landsvirkjunar og þótti mörgum það rýrt í roðinu. »Forsíða Ríkið efli strætó  Ríkið á að koma að rekstri stofn- leiða strætisvagnakerfisins á höf- uðborgarsvæðinu, létta skattbyrði af almenningssamgöngum og setja markmið um forgang strætisvagna og leigubíla í umferðinni, segir í til- lögu Samtaka sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. »2 Gagnrýnir lögregluna  Erlend kona, fórnarlamb íslensks nauðgara, gagnrýnir lögregluna fyr- ir að taka kæru hennar ekki strax al- varlega. Meðan dóms Hæstaréttar yfir manninum var beðið misþyrmdi hann enn einni konu og fékk fimm ára dóm í héraði vegna þess máls. »Forsíða Færri banaslys  Banaslysum hefur fækkað umtals- vert á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins miðað við sama tíma í fyrra en slæmu fréttirnar eru þær að alvar- legum slysum fjölgaði ískyggilega mikið. Fjölgun þeirra nemur 60% milli ára, eða úr 30 í 48. »Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Ráðherrar og … Forystugreinar: Nóg komið | Fagþekking í stað tískusveiflna Ljósvaki: Lifi myndbandaleigan! Af listum: Þetta með …raunsæið UMRÆÐAN» Jákvæð áhrif hækkunar fasteignaverðs Bréf til heilbrigðisráðherra .  :& - *  ;  $/  3  3 3 3  3  3    3 3 3  3 3  , < "4 &   3 3 3  3   =>11?@A &BC@1A5;&DE5= <?5?=?=>11?@A =F5&<<@G5? 5>@&<<@G5? &H5&<<@G5? &9A&&5/0@?5<A I?D?5&<BIC5 &=@ C9@? ;C5;A&9*&AB?1? Heitast 20°C | Kaldast 6°C Strekkings norðan- átt. Léttskýjað sunnan og vestan til, skýjað að mestu fyrir norðan og stöku skúrir. » 10 Í bígerð er mynd um skrautlega ævi Hughs Hefner og óprúttna ræningja sem ræna Donald Trump. »43 KVIKMYNDIR» Hefner og Trump TÓNLIST» Sinfó og Dúndurfréttir leika The Wall. »41 SkjárEinn stendur fyrir sólarhrings langri útsendingu frá Live Earth- tónleikunum sem fram fara 7. júlí. »43 TÓNLIST» Tónleikar í 24 tíma FÓLK» Bruce Willis safnar örum og sárum. »41 TÓNLIST» Sala á tónleika Jethro Tull að hefjast. »37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Maður sem festist í niðurfalli látinn 2. Lést á leið í sjúkraflugið 3. Fimm villur á Flórída boðnar … 4. Murphy er pabbinn Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is RÚNAR Kristinsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og nú leikmaður KR, segir að staða KR- inga í Landsbankadeildinni í knatt- spyrnu sé hörmu- leg en með sam- stöðu allra KR-inga sé hægt að snúa taflinu við. Eftir sjö um- ferðir sitja KR- ingar einir og yf- irgefnir á botni deildarinnar – þeir hafa ekki unnið leik og hafa einungis eitt stig en fyrir mótið spáðu margir því að þeir yrðu í bar- áttunni við FH-inga um Íslands- meistaratitilinn. ,,Það hafa fleiri sagt það en ég að ef við vissum hvað væri að þá væri búið að leysa málin. Við KR-ingar verðum að vinna okkur sjálfir út úr vandamálunum og reyna að fá það fram í leikjunum sem við gerum á æfingunum. Staða okkar í deildinni er hrein hörmung en það er ekki hægt að skella skuldinni á einn eða neinn, hvorki einstaka leikmenn né þjálfara. Það þurfa allir að snúa bök- um saman og vinna sem ein liðs- heild,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. | Íþróttir Staða okkar er hörmuleg Rúnar Kristinsson ENGAN sakaði þegar eldur varð laus í vélarrúmi hvalaskoðunarskips- ins Hafsúlunnar á sjötta tímanum í gær. 71 farþegi, mestmegnis erlend- is ferðamenn, var um borð ásamt fjögurra manna áhöfn þegar mikill reykur og megn dísilolíufnykur gerðu vart við sig. Hafsúlan var þá stödd við Lundey í Kollafirði. Skip- verjum tókst fljótt að ráða niðurlög- um eldsins, sem kviknaði við það að svokallað spíssarör í vélarrúminu brast og olía sprautaðist á heita pústgrein skipsins. Hafsúlunni var snúið við og sigldi hún í land fyrir eigin vélarafli. Far- þegarnir virtust hvergi bangnir þrátt fyrir skakkaföllin þegar þeir komu í land. Var farþegunum boðið að stíga um borð í Eldingu, annað hvalaskoðunarskip Hvalaskoðunar Reykjavíkur, og láta í haf á nýjan leik. Langflestir þáðu boðið og að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, eins eigenda Hvalaskoðunarinnar, gekk sú ferð með eindæmum vel; allir sáu hval og voru ánægðir með ævintýrin sem þeir höfðu lent í. Þrátt fyrir að farþegar hafi aldrei verið í raunverulegri hættu var mik- ill viðbúnaður á láði og legi. Björg- unarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjavík og Hafn- arfirði voru kölluð út auk Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hafnsögu- báta Reykjavíkurhafnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór jafnframt í loftið og fylgdi Hafsúlunni þar til hún komst klakklaust á leiðarenda í Reykjavíkurhöfn. Farþegar Hafsúlunnar sem blaða- maður ræddi við voru sammála um það að skipverjar og björgunaraðilar hefðu staðið mjög fagmannlega að verki og skelfing hefði því aldrei gripið um sig um borð. „Takið nú myndir af sjúkrabílun- um og fjölmiðlafólkinu og segið vina- fólki ykkar söguna um það þegar þið fóruð í hvalaskoðun á Íslandi þegar þið komið heim,“ sagði leiðsögukon- an þegar Elding lét úr höfn og upp- skar mikinn hlátur hvalunnendanna. Voru fljót að slökkva eld í hvalaskoðunarbát  Engan sakaði þegar eldur kom upp í Hafsúlunni, en um borð var 71 farþegi  Mikill viðbúnaður var á láði og legi Morgunblaðið/Eyþór Hvalaskoðun Farþegar sem voru um borð í Hafsúlunni í gær létu brunann í vélarrúminu ekki á sig fá. Þeir fóru flestir yfir í annan hvalaskoðunarbát þegar þeir komu að landi í Reykjavíkurhöfn og luku ferðinni. Í HNOTSKURN »Hafsúlan er 25 metra löngtvíbytna, sett saman úr tveimur skipskrokkum. »Skipið nær allt að 24 mílnahraða og því tekur aðeins 20 mínútur að komast á því inn í Hvalfjörð frá Reykjavík. »Hafsúlan hefur leyfi til aðflytja 146 farþega. 150 björgunarvesti eru um borð í skipinu og björgunarbátar fyrir álíka fjölda.                   Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ♦♦♦ SKIPULAGS- og byggingarnefnd Árborgar hefur lagt til við bæjar- stjórn Árborgar að tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Selfoss verði auglýst og að aðalskipulagi Bæjar- garðs verði breytt á þann veg að svæðið verði skilgreint sem íbúða- og útivistarsvæði. Tillagan var samþykkt með þrem- ur atkvæðum nefndarmeirihluta gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi nefndar- innar í gærkvöldi. Fundargerð nefndarinnar verður tekin fyrir á bæjarráðsfundi á fimmtudaginn og á föstudag verður haldinn aukafundur um málið í bæjarstjórn. Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi Árborgar, segir að tillögur nefndarinnar séu tvíþætt- ar þar sem í raun sé um að ræða tvo áfanga. Fyrst þurfi að breyta aðal- skipulagi og fá samþykki Skipulags- stofnunar til að auglýsa breytinguna. Þegar það samþykki liggi fyrir verði fyrst hægt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjarins. Tillaga að skipulagi auglýst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.