Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN MINNINGAR
✝ Herdís Helga-dóttir mann-
fræðingur fæddist í
Reykjavík 15. maí
1929. Hún lést á
heimili sínu, Tóm-
asarhaga 55 í
Reykjavík, hinn 18.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helgi Jónsson
húsgagnasmiður, f.
á Litlu-Laugum í
Reykjadal í S-
Þingeyjarsýslu 3.
janúar 1896, d. 2.
júní 1985 og Elísabet Magnúsdóttir
húsmóðir, f. í Nýjabæ Vopnafirði
14. maí 1903, d. 18. september
1996. Bræður Herdísar eru þeir
Skúli prentari í Reykjavík, f. 31.
maí 1925 og Jón Magnús, f. 16. apr-
íl 1928, d. 6. mars 1951.
Herdís giftist hinn 1. júní 1949
Styrkári Sveinbjarnarsyni prent-
ara, f. á Reyðarfirði 23. febrúar
1927, d. 2. desember 1989. Þau
skildu 1977. Foreldrar hans voru
Sveinbjörn P. Guðmundsson kenn-
ari og fræðimaður, f. í Skáleyjum á
Breiðafirði og Margrét Guðmunds-
dóttir húsmóðir, f. í Mjóafirði og
uppalin á Eskifirði, þau eru bæði
haldsmenntun í Verslunarskóla Ís-
lands, þaðan sem hún útskrifaðist ár-
ið 1948. Hún hóf síðan nám við
Háskóla Íslands 62 ára gömul og
úskrifaðist með BA-próf í mannfræði
1994 og MA-próf í mannfræði árið
2000. Herdís vann lengst af utan
heimilis með sínum húsmóður- og
uppeldisstörfum, við skrifstofustörf
hjá Trésmíðafélagi Reykjavíkur og
Verkamannafélaginu Dagsbrún, en
lengsta starfsævi átti hún hjá Borg-
arbókasafni Reykjavíkur, fyrst við
Hljóðbókasafnið og síðan Sól-
heimasafnið þar sem hún starfaði
þar til hún fór á eftirlaun. Hún fékkst
jafnframt við þýðingar samhliða öðr-
um störfum. Hún var eindregin bar-
áttukona fyrir bættu mannlífi og
betri kjörum og tók þátt í ýmiskonar
félagsstarfi á þeim vettvangi, m.a.
Æskulýðsfylkingunni á sínum yngri
árum og Rauðsokkahreyfingunni eft-
ir stofnun hennar. Hin síðari ár átti
hún sæti í stjórn Félags eldri borg-
ara. Hún skrifaði tvær bækur sem
byggðar voru á rannsóknum hennar
við Háskóla Íslands en þær eru
„Vaknaðu kona“ árið 1996 er lýsir
baráttu rauðsokka frá þeirra eigin
sjónarhóli og „Úr fjötrum“ árið 2001
er lýsir kjörum íslenskra kvenna
þegar erlendur her tók sér bólfestu í
landinu. Útför Herdísar verður gerð
frá Neskirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
látin. Herdís og
Styrkár eignuðust
sex börn, sem eru: 1)
Hrafn Helgi, f. 24.1.
1949, búsettur í Sví-
þjóð. 2) Sveinbjörn
prentari og bílstjóri,
f. 21.2. 1950, maki
Willy Johannes. 3)
Auður stjórnmála-
fræðingur, f. 27.8.
1951, gift Svani Krist-
jánssyni og eiga þau
börnin Halldór, Kára
og Herdísi Ingi-
björgu. Áður átti
Svanur soninn Heiðar Inga. 4)
Snorri hagfræðingur, f. 20.2. 1958,
kvæntur Kristrúnu Ragnarsdóttur
og eiga þau börnin Styrkár, Krist-
ínu og Steinunni. Auk þess átti
Snorri soninn Styrkár, d. 1987, með
Dagrúnu Magnúsdóttur. 5) Unnur
erfðafræðingur, f. 18.3. 1961, gift
Sveini Bragasyni og eiga þau syn-
ina Ívar og Kára. 6) Herdís leik-
skólakennari, f. 7.7. 1970, gift Jóni
Ágústi Reynissyni og eiga þau
börnin Báru, Helga og Hildi.
Herdís ólst upp í Reykjavík, fyrst
í Sogamýrinni og síðan við Grett-
isgötu og Hverfisgötuna. Hún gekk
í Laugarnesskólann og sótti fram-
Þessa dagana hvílir í huga mínum
sextíu ára gömul ljósmynd. Hún sýnir
ungt par, fallegt og glaðbeitt, um-
kringt íslenskri náttúru. Þau urðu
hjón nokkru síðar. Ungi maðurinn hét
Styrkár Sveinbjörnsson. Hann lést
fyrir tæpum tuttugu árum, aðeins 62
ára gamall. Unga konan hét Herdís
Helgadóttir. Útför hennar verður
gerð í dag.
Unga parið var á ferð með Æsku-
lýðsfylkingu Sósíalistaflokksins. Þau
trúðu á framtíðina og börðust fyrir
hagsmunum verkalýðsins og þjóðfrelsi
Íslands, sjálfstæðu, hlutlausu og her-
lausu landi. Eflaust voru sungin bæði
Maístjarnan og Internationalinn. Þau
munu hljóma í Neskirkju í dag.
Herdís átti tvo bræður. Jón Magn-
ús fórst ungur af slysförum til sjós en
Skúli lifir yngri systur sína. Sterk
bönd voru milli systkinanna. Skúli er
systurbörnum sínum mikill styrkur í
sorg þeirra.
Lífsstarf Herdísar markaðist af
heilindum og bjargfastri trú á góðan
málstað réttlætis, mannréttinda og
frelsis. Hún skipaði sér undir merki
Rauðsokka, sem miklu skiluðu, þótt
enn sé sorglega langt í land með jafn-
réttið. Á sjötugsaldri hóf hún nám í
mannfræði við háskólann og lauk
bæði BA- og MA-prófi. Lokaritgerð
hennar kom út í merkri bók, Úr fjötr-
um, er varpar nýju ljósi á íslenskt
þjóðlíf á umbrotatímum seinni heims-
styrjaldar. Þar fléttar Herdís haglega
eigin þroskasögu saman við líf þeirra
kvenna, sem gerðust sekar um þann
„glæp“ að verða ástfangnar af erlend-
um hermönnum. Í fræðistörfum Her-
dísar vottar hvergi fyrir andúð á karl-
mönnum. Hún vissi sem er að
kvennakúgun er ekki sönnum karl-
mönnum í hag.
Í upphafi sambúðar okkar Auðar
kom Herdís eitt sinn í heimsókn er ég
stóð við að strauja þvott. Eftir það var
ég fullkominn í hennar augum. Við
ræddum ekki mikið um grundvallar-
atriði í stjórnmálum. Hún treysti því
að ég kynni skil á réttu og röngu og
fannst sjálfsagt að ég beitti mér fyrir
betra þjóðfélagi. Stundum gerði ég
skyldu mína, stundum ekki. Ávallt
naut ég samt elsku hennar og stuðn-
ings.
Við fyrstu kynni varð ég þess var
að yfir Herdísi hvíldi skuggi, sem
varnaði henni nægilegrar bjartsýni.
Hún tók nærri sér ótímabær dauðs-
föll ástvina og þungbæra sjúkdóma í
fjölskyldunni. Þau Styrkár slitu sam-
vistum. Hún reis þó ávallt upp til að
skapa sér bærilegt líf á ný. Síðast
endurnýjaði hún kynnin af íslenskri
náttúru, þá í fylgd sonar síns, Svein-
björns, sem reyndist móður sinni
tryggur félagi. Lífsneistinn logaði um
sinn.
Síðustu ár voru henni og fjölskyld-
unni nokkur raun vegna veikinda.
Herdís Helgadóttir
✝ Guðbjörg Jó-hanna Lárents-
ínusdóttir fæddist í
Stykkishólmi 9. jan-
úar 1941. Hún lést á
St Franciskuspít-
alanum í Stykk-
ishólmi að morgni
sunnudagsins 17.
júní síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru Sigríður
Bjarnadóttir, f. 11.
október 1903, d. 14.
apríl 1983 og Lár-
entsínus Mikael Jó-
hannesson, f. 20. desember 1893, d.
2. ágúst 1963. Systkini Guðbjargar
eru: Maggý, f. 1923, Jóhanna, f.
1926, Inga Lára, f. 1929, Bjarni
Ragnar, f. 1931, Ásberg, f. 1935,
Kristján Guðmundur, f. 1938, Jón
María, f. 2001. Guðbjörg Jóhanna
fæddist á Austurgötu 5 (Berghól) í
Stykkishólmi þar sem hún ólst upp.
Hún gekk í barnaskóla Stykkishólms.
Hún og Gunnleifur hófu búskap í
Ólafsvík en fluttu síðan til Stykk-
ishólms þar sem þau bjuggu til ársins
1980 er þau fluttu í Kópavog. Síðustu
árin bjó hún í Reykjavík.
Hún fór sem ung kona til Kristi-
ansand í Noregi og vann þar á hóteli í
1 ár. Eftir heimkomuna starfaði hún
hjá Pósti og Síma í Grundarfirði.
Þegar drengirnir fæddust helgaði
hún sig að mestu uppeldi þeirra. Eft-
ir að hún flutti suður vann hún við
verslunarstörf og sem ræstingastjóri
á Borgarspítalanum en hóf síðar
störf hjá Greiðabílum. Í aukavinnu
sinnti hún ræstingum hjá Amadeus
Ísland og Vatnaskilum. Guðbjörg
stundaði frjálsar íþróttir á yngri ár-
um og var efnilegur hlaupari. Hún
setti m.a. héraðsmótsmet í sprett-
hlaupum.
Útför Guðbjargar verður gerð frá
Stykkishólmskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Eyþór, f. 1943 og Sig-
ríður, f. 1948.
Guðbjörg giftist 25.
desember 1963 Gunn-
leifi Kjartanssyni, lög-
reglumanni, f. í Ólafs-
vík 29. janúar 1941, d.
5. maí 2007. Þau slitu
samvistum. Börn
þeirra eru: a) Sævar
Geir, f. 31. mars 1963.
Synir hans og Helgu
Birkisdóttur eru Birk-
ir Már, f. 1984 og Aron
Elí, f. 1997. b) Lárents-
ínus, f. 28. janúar
1965. c) Stúlka andvana fædd 12.
janúar 1971. d) Gunnleifur Vignir,
f. 14. júlí 1975, í sambúð með Hildi
Einarsdóttur. Dóttir þeirra er Est-
er Ósk, f. 2006. Dóttir Gunnleifs og
Sigríðar Hjálmarsdóttur er Signý
Stykkishólmur skartaði sínu feg-
ursta að morgni þjóðhátíðardagsins.
Fánar blöktu við hún og bærinn var
kominn í hátíðarbúning. Þennan fal-
lega morgun kvaddi elskuleg tengda-
móðir mín. Eftir stöndum við hnípin.
Andlát hennar kom okkur ekki á
óvart því hún hafði átt við alvarleg
veikindi að stríða undanfarin ár og
fyrir réttum mánuði var ljóst að bar-
áttan væri töpuð.
Ég kynntist Guju fyrir rúmlega 24
árum þegar við Sævar fórum að rugla
saman reytum. Ég man hvað mér
þótti hún glæsileg með rauða fallega
hárið sitt. Við tvær náðum vel saman
og eftir sitja góðar minningar um
yndislega konu. Okkur fæddist fljót-
lega Birkir Már sem í rúm 12 ár var
eina barnabarnið hennar. Hann naut
ótakmarkaðrar athygli og hún bar
hann á höndum sér. Gleðin var því
mikil þegar okkur fæddist Aron Elí.
Milli þeirra myndaðist sérstakt sam-
band þar sem það æxlaðist þannig að
föstudagskvöldin urðu þeirra tími. Þá
kom hún og borðaði með okkur en
sendi svo foreldrana á kaffihús eða í
sund. Þau dunduðu sér hinsvegar við
spil og söng. Að lokum svæfði hún
unga menn. Hún fylgdist áhugasöm
með ömmustrákunum sínum í námi,
starfi og leik, mætti á skólaskemmt-
anir og fótboltaleiki.
Árið 1988 skildu leiðir hennar og
tengdapabba. Þegar leið að jólum það
ár buðum við Sævar henni að eyða hjá
okkur aðfangadags- og gamlárs-
kvöldi. Þannig varð jólahaldið okkar
upp frá því. Hjá henni fékk ég upp-
skriftina að ísnum hennar Siggu
ömmu. Uppskriftin skolaðist nú
auðsjáanlega eitthvað til hjá mér og
gátum við hlegið dátt að því. En að
lokum náði ég tökum á ísgerðinni. Ís-
kökurnar átti ég hinsvegar alltaf erf-
itt með að útbúa og síðari árin kom
hún færandi hendi með þær.
Eftir að hún varð ein slóst hún oft í
för með okkur ef farið var í sumarbú-
stað sem og stuttar ökuferðir út fyrir
borgina. Hún naut þess að ferðast þó
hún hefði ekki tök á að gera mikið af
því. Sérstaklega hafði hún yndi af því
að fljúga. Hún fór nokkrar ferðir til
Noregs og heimsótti systur sínar sem
þar búa. Sólarlandaferðir heilluðu
hana ekki. Ljós húðin og freknurnar
gerðu það að verkum.
Hún var harðdugleg til vinnu og
Guðbjörg Jóhanna
Lárentsínusdóttir
UMRÆÐA um verð-
hækkanir á fasteignum
hérlendis undanfarin
ár hefur þróast með
nokkuð neikvæðum
hætti en í þeirri um-
ræðu hafa óæskileg
verðbólguáhrif verið
mjög fyrirferðarmikil.
Þess má geta að sú aðferð að
nota verðbreytingar á fasteignum
beint sem lið í neysluvísitölu og þar
með lið sem hefur bein áhrif á verð-
bólgu er mjög umdeilanlegt. Í því
sambandi má m.a. nefna að á árinu
2004 bauðst fasteignakaupendum
ódýrari lán auk þess sem möguleiki
opnaðist fyrir hærra lánshlutfall.
Áhrifin urðu hækkun á neyslu-
vísitölu sem leiddi til hækkunar
verðbólgu, burtséð frá því að skuld-
arinn greiddi minna fyrir hverja
milljón sem fasteign hans kostaði
og hafði því í raun ráð á dýrara
húsnæði án þess að auka greiðslu-
byrði. Rök ýmissa stjórnmála-
manna og embættismanna gegn því
að Íslendingar búi við sambærilegt
fasteignalánaumhverfi og tíðkast
annars staðar í hinum vestræna
heimi hafa mjög litast af ótta við
verðbólguhvetjandi áhrif hækkunar
húsnæðisverðs. Nær væri að endur-
skoða þennan lið neysluvísitölunnar
enda um villandi mælingu að ræða
sem setur oft umræðu um hækkun
fasteignaverðs í ákaflega neikvæð-
an farveg.
En eru þá áhrif hækkana sem
orðið hafa á fasteignamarkaðinum
einvörðungu neikvæð eins og um-
ræðan snýst oft um? Hér að neðan
verða skoðuð í stuttu máli nokkur
dæmi um jákvæð áhrif hækkana á
fasteignamarkaðinn:
1. Hækkanir á fasteignamarkaði
undanfarin ár eru að hluta til leið-
rétting v. verðlækkana og kyrr-
stöðu sem ríkti á fasteignamark-
aðnum stóran hluta 10. áratugarins.
2. Það er allra hagur að verð sé
ekki undir kostnaðarverði, þá ríkir
stöðnun, nýbyggingar seljast ekki
og hætt er við að nýsköpun í bygg-
ingariðnaði stöðvist.
3. Undanfarin ár hafa orðið ger-
breytingar í íslensku atvinnulífi og
mikill fjöldi íslenskra fyrirtækja
með starfsstöðvar erlendis þar sem
Íslendingar starfa. Mikilvægt er að
verð húsnæðis á Íslandi sé sam-
bærilegt við verð í öðrum Evr-
ópulöndum þannig að fólk hafi
möguleika á að selja eignir hér-
lendis og kaupa eignir erlendis til
að búa í. Þetta er ekki ósvipað því
vandamáli sem oft kemur upp þeg-
ar fólk af landsbyggðinni flytur til
Reykjavíkur og nágrannasveit-
arfélaga.
4. Bændur sem hafa viljað bregða
búi hafa oft á tíðum verið bundnir
átthagafjötrum enda oft verðlitlar
eignir. Miklar breytingar hafa orðið
mjög víða hvað þetta varðar og
möguleikar margra bænda til
breytinga opnast vegna hækkunar
jarðaverðs.
5. Hjá eldra fólki sem hefur lagt
grunn að því þjóðfélagi sem við bú-
um við í dag hefur opnast svigrúm
sem áður var lítið til að taka lán
vegna verðhækkunar húsnæðis
síns. Opnast þannig rýmri mögu-
leikar en áður til að njóta ávaxta
ævistarfsins.
6. Stór hluti sparnaðar almenn-
ings er fólginn í fasteignum. Eig-
endur fasteigna gera ávöxt-
unarkröfu til síns sparnaðar líkt og
aðrir og væri mjög bagalegt ef
ávöxtun þessara verðmæta væri
mun lakari til lengri tíma litið en
ávöxtun annarra sparnaðarleiða.
Jákvæð áhrif
hækkunar
fasteignaverðs
Grétar Jónasson og
Viðar Böðvarsson
skrifa um jákvæð
áhrif hækkunar
fasteignaverðs
Grétar Jónasson
»Nær væri að endur-skoða þennan lið
neysluvísitölunnar,
enda um villandi mæl-
ingu að ræða sem setur
oft umræðu um hækkun
fasteignaverðs í ákaf-
lega neikvæðan farveg.
Grétar er löggiltur fasteignasali og
framkvæmdastjóri Félags fast-
eignasala. Viðar er viðskiptafræð-
ingur og löggiltur fasteignasali.
Viðar Böðvarsson
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞAR sem ég veit að hinn nýi heil-
brigðisráðherra er röggsamur mað-
ur og vill láta taka mark á því sem
hann segir vil ég minna hann á
ástandið í málefnum hjartasjúkl-
inga. Nú er komið á annað ár síðan
samningur við þá rann út og ekkert
bólar á nýjum samningi. Nú verða
sjúklingar að borga að fullu sjálfir
og sækja síðan endurgreiðslu í
Tryggingastofnun með auknum
kostnaði, oftast í leigubíl. Ellilaunin
eru nú ekki það rífleg að fólk geti
rússað í leigubílum fram og aftur
um bæinn, það verður lítið um af-
gang þegar komið er til baka. Þess
vegna vona ég að ráðherrann semji
við hjartalækna og það fyrr en
seinna. Versta vikan hjá Magnúsi
sálarháska í útlegðinni var þegar
hann lifði á Guðsblessun, svo það
getur verið að við þessi gömlu
verðum rýr í roðinu ef við verðum
að lifa á henni eingöngu. Ég vona
að hinn nýi og röggsami heilbrigð-
isráðherra komi þessu í fyrra horf
og það strax. Nú bíð ég og tel dag-
ana þar til hann færir þetta til
betri vegar og vil láta hann vita að
ég trúi því að hann geri það fljót-
lega og þess vegna ætla ég að
þakka honum fyrirfram fyrir að
bjarga lífi okkar gamalla og hjart-
veikra.
GUÐMUNDUR BERGSSON
gamall hjartasjúklingur,
Sogavegi 178, Reykjavík.
Bréf til
heilbrigðisráðherra
Frá Guðmundi Bergssyni