Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 35
Krossgáta
Lárétt | 1 smjaður,
8 miðla málum, 9 baul,
10 nægilegt, 11 mólendið,
13 gljái, 15 kjána,
18 korn, 21 guð,
22 ósveigjanlega, 23 hlíf-
ir, 24 heilluð.
Lóðrétt | 2 standa gegn,
3 húsdýrið, 4 skarp-
skyggn, 5 ljúka, 6 fiskum,
7 jurt, 12 eyktamark,
14 meis, 15 eru föl,
16 kvenmannsnafns,
17 vinna, 18 angi,
19 málmi, 20 líffæri.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 felds, 4 forði, 7 öflum, 8 læðan, 9 díl, 11 drag,
13 ærin, 14 áburð, 15 sumt, 17 aska, 20 fas, 22 ertur,
23 klökk, 24 lúrir, 25 pokar.
Lóðrétt: 1 fjöld, 2 lalla, 3 sæmd, 4 féll, 5 róður, 6 innan,
10 íhuga, 12 gát, 13 æða, 15 svell, 16 mítur, 18 skökk,
19 askur, 20 frár, 21 skip.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú þarfnast mikils öryggis þessa
dagana, og ert að gera eitthvað jákvætt í
því. Kannski þú sannfærir þig um að vinir
þínir séu sannir. Aðrir elska að finna að
þú þarfnist þeirra.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Til þess að hafa áhrif á heiminn þarf
að vera opinn fyrir öllum möguleikum,
ekki bara þeim augljósu. Hittu vin sem
alltaf fær klikkuðustu hugmyndirnar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Treystu á innsæið. Það segir þér
hvaða samninga á að samþykkja, leggur
þér rétt orð í munn eða finnur leið til að
eiga við viðskotaillan starfsfélaga.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Ást á sjálfum sér er ein flóknasta
lexían sem lögð er fyrir okkur. Elskaðu
sjálfan þig nógu mikið til að fá alltaf það
sem þú átt rétt á og skilið.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Frægð er alltaf að hluta til uppspuni
og að hluta til sannleikur. Þú ræður við
það og svo hefurðu persónuleikann í aðal-
hlutverkið. Fólk fílar þig!
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Tvær manneskjur sem þú elskar
þola ekki að vera nálægt hvor annarri. Og
þú ert fastur á milli tveggja elda. Bíddu
nú við! Kannski geturðu alveg gengið í
burtu?
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Taktu við því sem aðrir eru svo góðir
að gefa þér. Vertu svo elskulegur að ekki
mæla og reikna út fyrirhöfn miðað við ár-
angur. Það er dónalegt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Augu þín munu opnast í dag.
Frá þínum sjónarhóli virðist úlfakreppa
nokkur óleysanleg. En með réttan mann
þér við hlið skilur þú betur og þroskast
mikið.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Allt í einu viltu losa þig við allt
aukadót í lífi þínu. Taktu til í ísskápnum.
Eyddu óþörfu símanúmerum úr síman-
um. Komdu þér á réttan kjöl í veröldinni.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Á meðan þú óskar þess að vera
ekki þar sem þú ert eyðirðu tímanum í
óþarfa. Þú ræður hvernig þú eyðir lúx-
usvörunni tímanum. Ekki láta hann fram
hjá þér fara.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Óþægilegar kringumstæður fá
þig – alla vega innan í þér – til að hoppa af
reiði. Reiði er mjög hvetjandi. Svona
verða margar góðar uppfinningar til.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Skapandi hæfileikar þínir eru litlir
í sér og viðkvæmir og vita ekki hvar þeir
eiga best heima. Komdu þeim því á fram-
færi. Byrjaðu á skrifblokk og penna.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. Bc4 h6 4. Rc3
Rc6 5. 0–0 Bg4 6. d3 Rd4
Staðan kom upp á alþjóðlegu
móti sem lauk fyrir skömmu í
Myzliborz í Póllandi.
Vilhjálmur Pálmason (1.892)
hafði hvítt gegn Ryszard Wlo-
dawski. 7. Rxe5! Bxd1?? 8. Bxf7+
og svartur gafst upp enda mát eftir
8. … Ke7 9. Rd5#.
Vilhjálmur fékk helming vinn-
inga á mótinu eins og flestir félaga
hans í Laugalækjarskóla. Þeir sitja
nú að tafli í Búlgaríu á Evrópu-
meistaramóti grunnskólasveita
ásamt liði grunnskóla Vestmanna-
eyja.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
EM í Tyrklandi.
Norður
♠KD65
♥ÁDG106
♦97
♣94
Vestur Austur
♠8732 ♠G109
♥K532 ♥9874
♦G5 ♦106
♣ÁG2 ♣D1053
Suður
♠Á4
♥–
ÁKD8432
♣K876
Suður spilar 6♦.
Þessa dagana stendur yfir umfangs-
mikil bridshátíð í Antalya í Tyrklandi.
Mótshaldari er Bridssamband Evrópu,
en þátttaka er öllum opin og er keppt í
fjölmörgum greinum og flokkum. Spil
dagsins kom upp í parasveitakeppn-
inni (mixed teams).
Báðir sagnhafar í leik Norðmanna
og Frakka enduðu í tígulslemmu: sá
norski fékk samninginn á silfurfati
með hjartaútspili, en franska konan
Bessis þurfti að glíma við trompútspil
frá Tor Helness. Hún tók sex slagi á
tromp og Tor hélt í áttuna fjórðu í
spaða, Kx í hjarta og blankan laufás.
Nú má vinna slemmuna með því að
spila laufi í bláinn (og fella ásinn), eða
taka einfaldlega síðasta trompið og
þvinga vestur í þremur litum. En
Bessis rataði ekki réttu leiðina –
treysti á laufás í austur og fór einn nið-
ur.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Hvað heitir hverinn í Haukadal sem ungur ferðamað-ur varð fyrir skvettu úr og brenndist?
2 Tveir af vinsælustu dægurlagasöngvurum landsinsvoru að taka upp lag saman í fyrsta sinn? Hverjir?
3 Af hvaða tengund var flottasti hundur hundasýning-arinnar um helgina?
4 Hver var verndari Alþjóðaleika ungmenna sem laukum helgina?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Hver er þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu? Svar: Sig-
urður Ragnar Eyjólfsson. 2. Hvaða varningur var í boði á útsölu í
Kringlunni fyrir helgi þar sem lá við handalögmálum? Svar:
Saumavélar. 3. Sian Pearce hætti á dögunum störfum sem kór-
stýra karlakórs í Wales. Hvaða ástæðu gaf hún? Svar: Karlrembu.
4. Hvar gekk sæhesturinn á land sem kom syndandi af hafi og
sagt var frá á föstudaginn? Svar: Í Straumfirði á Mýrum.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
Rangt feðraður
Í Morgunblaðinu 25. júní á bls. 8, þar
sem sagt var frá minningarathöfninni
við Látrabjarg, var presturinn sem
fór með blessunarorðin rangt feðr-
aður, hann heitir Sveinn Valgeirsson.
LEIÐRÉTT
SNARFARI, félag sportbátaeig-
enda, og R. Sigmundsson ehf. hafa
tekið höndum saman og munu halda
sportbátakeppni undir heitinu
Brautarkeppni R. Sigmundssonar á
Rauðarárvík sem liggur meðfram
Sæbrautinni næstkomandi laugar-
dag, 30. júní, kl. 14.
Í fréttatilkynningu segir að 3–4
bátar verði í brautinni í einu, en hún
er um 4,5 km löng. Rásmark er út af
Kringlumýrarbrautinni og er siglt
að bauju sem sett hefur verið út af
Laugarnestanga. Þar er tekin
vinstri U-beygja að annarri bauju,
sem tekin er hægri beygja við og
stefnan tekin á hafnarmynni
Reykjavíkurhafnar. Þar er tekin
kröpp vinstri beygja við bauju og
siglt í átt að Sólfarinu og þaðan
fylgja keppendur ströndinni (Sæ-
brautinni) að rásmarki.
Sport Snarfari, félag sportbátaeigenda og R. Sigmundsson ehf. hafa tekið
höndum saman og munu halda keppni undir heitinu Brautarkeppni.
Sportbátakeppni haldin
meðfram Sæbrautinni
SAMSKIP hafa óskað eftir að fá birt
eftirfarandi athugasemd.
„Í fréttum Stöðvar 2 að kvöldi 24.
júní var fjallað um flutninga á líkum
hér innanlands. Framsetning máls-
ins var með þeim hætti að skapað
gæti tortryggni og jafnvel sársauka
hjá þeim sem málið varðar. Af því til-
efni skal eftirfarandi tekið fram:
1. Landflutningar-Samskip hafa um
árabil veitt aðstandendum og út-
fararstofum þá þjónustu að flytja
lík milli landshluta. Það mun fyr-
irtækið gera áfram og fylgja ná-
kvæmlega öllum reglum þar að
lútandi, hér eftir sem hingað til.
2. Engar athugasemdir hafa verið
gerðar að hálfu opinberra aðila
um framkvæmd líkflutninga á
vegum fyrirtækisins. Starfsemi
Landflutninga er gæðavottuð og
tekin út reglulega í samræmi við
það.
3. Landflutningar kosta kapps um
að standa þannig að líkflutningi
að sýnd sé tilheyrandi nærgætni
og virðing gagnvart minningu
hinna látnu og aðstandendum
þeirra.“
Sýna nærgætni
LANDHELGISGÆSLAN vísaði
færeyskum fiskibáti til hafnar í
Þorlákshöfn um helgina þar sem
rannsakað var meint brot skipstjór-
ans gegn íslenskri fiskveiðilöggjöf.
Var skipstjórinn grunaður um að
hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á
Kötlugrunni. Fulltrúar Landhelgis-
gæslunnar og Lögreglustjórans á
Selfossi fóru um borð í bátinn að
morgni laugardags til rannsóknar
og skipstjórinn kom síðan ásamt
lögmanni sínum á lögreglustöðina á
Selfossi til yfirheyrslu. Skipstjórinn
var látinn leggja fram tryggingu
fyrir andvirði aflans og hugsan-
legri sekt.
Grunur um
brot í landhelgi