Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 19
|þriðjudagur|26. 6. 2007| mbl.is daglegtlíf Sóley Ó. Elídóttir hefur skrifað bók með 100 leikjum fyrir krakka „á öllum aldri“ eins og segir á bókarkápunni. » 21 tómstundir Alls voru 637 hundar á aldr- inum fjögurra mánaða til 13 ára skráðir á sumarsýningu HRFÍ um síðustu helgi. » 20 hundar Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÍJL-húsinu vestast í Vest-urbænum grúfa níu lista-menn sig yfir rennibekki oghorfa einbeittir ofan í lítinn klump sem smám saman tekur á sig form í höndum þeirra. Þar eru á ferð krakkar á leirnámskeiði Myndlistaskólans í Reykjavík sem eru heldur betur búnir að vera af- kastamiklir frá því þeir settust niður við leirmótunina í byrjun síð- ustu viku. Meðal listamannanna eru Hera Þöll Árnadóttir, 11 ára að verða 12, sem kemur alla leið frá Sauð- árkróki og Hólmfríður Benedikts- dóttir, átta að verða níu ára Vest- urbæjarmær. „Þetta er ofsalega gaman,“ segja þær með innilegri áherslu. „Og alls ekki eins flókið og manni finnst þegar maður horf- ir á aðra gera þetta,“ bætir Hólm- fríður við. Hún viðurkennir þó að stundum geti verið dálítið snúið að hafa stjórn á leirnum. „Júúú,“ seg- ir hún með semingi, „hann dettur stundum út af þegar bekkurinn fer of hratt og maður gleymir að passa upp á að hafa kúluna jafna.“ Ekkert vantar upp á fram- leiðnina hjá þessum tveimur leir- listarkonum. „Ég er búin að gera skál og bolla sem er eins og bikar, disk og aðra skál,“ segir Hera og Hólmfríður er ekki síður afkasta- mikil. „Ég er búin með tvær skál- ar, einhyrningshorn – óvart (ég ætlaði að gera turn en svo varð hann að einhyrningshorni) og tvo kertastjaka.“ Þar með er þó bara hálf sagan sögð því þær stöllur upplýsa að þær séu líka búnar að vera að móta leirmuni í höndunum án þess að rennibekkurinn hafi komið við sögu. „Við erum búnar að gera brjóstmyndir og fornmuni,“ upp- lýsir Hera en þegar Hólmfríður sér spurnina í andliti blaðamanns sér hún sig knúna til að útskýra málið aðeins betur. „Við búum til muni sem við setjum svo í brennslu eins og var gert í gamla daga. Þannig að þetta eru eig- inlega svona falsaðir fornmunir.“ Þær lofa þó hátíðlega að ekki standi til að grafa umrædda gripi í jörð og villa þannig um fyrir forn- leifafræðingum. Eins skemmtilegur og leirinn nú er er þó fleira á dagskránni þessa daga en leirmótun. „Við eigum eft- ir að fara út að mála myndir og svo ætlum við að skoða hús sem kenn- aranum finnst vera skrýtnasta húsið í bænum,“ segir Hera og Hólmfríður kinkar kolli. „Það er víst svolítið eins og skip í laginu.“ Það stendur ekki á svari þegar vinkonurnar eru spurðar að því hvað þær ætli svo að gera við alla gripina sína. „Bara gefa mömmu og pabba og fjölskyldunni,“ segir Hólmfríður og undir það tekur Hera. „Ég ætla a.m.k. að gefa mömmu bikarinn.“ Hreinlega dáleiðast Að sögn Guðbjargar Káradóttur, kennara stelpnanna, er þetta í annað sinn sem þetta námskeið er haldið. „Við leggjum áherslu á leir- inn og þau æfa sig í að renna, fá að koma við leirinn og finna fyrir hon- um. Svo förum við út og málum landslagsmálverk í fjörunni og teiknum hús héðan úr hverfinu á meðan leirinn er brenndur.“ Hún segir krakkana virkilega njóta sín við leirmótunina. „Þau hreinlega dáleiðast og eru mjög einbeitt, tala lítið heldur eru eins og í eigin heimi.“ Undir þetta tekur Hildur Bjarnadóttir, deildarstjóri barna- og unglingadeildar Myndlistaskól- ans. „Þetta er líka svo „alvöru“ fyrir þeim því þau fá að vera í sömu aðstöðu og með sömu tæki og fullorðna fólkið. Þau taka þetta því mjög alvarlega og eru ákaflega mannaleg.“ Guðbjörg bætir því við að krakk- arnir séu fljótir að læra á tækin og verða öruggir með sig. „Þeir eru ekki eins krítískir og fullorðna fólkið sem vill hafa gripina svo fullkomna og jafna, sem tekst sjaldnast fyrr en eftir svolítinn tíma. Krakkarnir eru meira til í að gera bara eitthvað skrýtið. Núna vilja þau til dæmis öll gera turna sem eru alla vega. Ég heyri krakk- ana a.m.k. sjaldan kvarta undan því að þeir geti þetta ekki en svo- leiðis athugasemdir detta hins veg- ar stundum upp úr fullorðna fólk- inu.“ Framundan hjá Myndlistaskól- anum eru sumarnámskeið í ágúst en í lok september hefjast svo al- menn námskeið að nýju. Dáleidd Krakkarnir njóta þess að horfa ofan í iðandi bekkinn og finna fyr- ir efninu í höndunum enda góð tilbreyting að fá að skíta sig svolítið út. Einbeitt Allskyns turnar eru vinsælt viðfangsefni á leirnámskeiðinu og hér er einn slíkur í smíðum hjá Hólmfríði. Snúsnú Fingur finna bekkinn iða. Falsaðir fornmunir og hús eins og skip í laginu Morgunblaðið/Ásdís Afköst Hera Þöll er búin að gera a.m.k. tvær skálar, bikar og disk fyrir utan brjóstmyndir og fornmuni. Afraksturinn Glæsilegir leirmunir sem bíða þess að fara í brennslu. TENGLAR ..................................................... www.myndlistaskolinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.