Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 15 ERLENT Gaza-borg. AFP. | Mennirnir sem hafa breska blaðamanninn Alan Johnston í haldi birtu í gær myndband af Johnston sem sýnir hann með sprengjubelti um sig miðjan. Í myndbandinu segir Johnston, sem hefur verið 105 daga í haldi mann- ræningjanna, að gíslatökumennirnir hyggist sprengja sprengjuna ef ein- hver reyni að bjarga honum úr klóm þeirra með valdi. Johnston var rænt í Gaza-borg 12. mars sl. er hann var á leið heim frá vinnu sinni en Johnston hefur starf- að undanfarin ár á Gaza-svæðinu á vegum breska útvarpsins, BBC. Mannræningjarnir hafa einu sinni áður birt myndband með Johnston. Það var Ismail Haniya, forystu- maður Hamas-samtakanna í Palest- ínu, sem fyrst greindi frá tilvist þessa nýjasta myndbands en hann sagði í fyrrakvöld að þessari gísla- töku yrði að ljúka. Hamas-samtökin hafa áður sagt að þau vinni hörðum höndum að lausn Johnstons. Viðræður út um þúfur „Mannræningjarnir segjast til- búnir til að breyta staðnum, þar sem þeir hafa mig í haldi, í það sem þeir kalla dauðasvæði ef tilraun er gerð til að frelsa mig,“ segir Johnston í myndbandinu. „Þeir hafa sagt mér að samningaviðræður um lausn mína sem lofuðu góðu hafi farið út um þúf- ur þegar Hamas-samtökin og bresk stjórnvöld ákváðu að beita hernaðar- aðferðum til að ljúka þessari gísla- töku og staðan er því mjög tvísýn núna,“ segir hann ennfremur. Reuters Gísl Alan Johnston hefur sprengju- belti um sig miðjan í myndbandinu. Með byssu- belti um sig miðjan Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ÍHALDSMAÐURINN Mauricio Macri, for- seti knattspyrnuliðsins ofurvinsæla Boca Jun- iors, var á sunnudag kjörinn borgarstjóri Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu. Sigur Macris má hafa til merkis um fallandi gengi Nestors Kirchners forseta og eiginkonu hans í argentínskum stjórnmálum. Macri, sem er 48 ára, gjörsigraði andstæð- ing sinn, Daniel Filmus, í síðari umferð kosn- inganna. Hann hlaut 61% greiddra atkvæða en hafði hlotið 45% þeirra í fyrri umferðinni, sem fram fór 3. júní. Ákafur stuðningur Nestors Kirchners við Filmus reyndist duga skammt og telst nið- urstaðan verulegt áfall fyrir forsetann og stjórnarflokk peronista. Macri, sem jafnframt situr á þingi Argentínu, var frambjóðandi PRO-flokkabandalags (sp. Propuesta Republ- icana) miðju- og hægrimanna. Sjálfur fer hann fyrir Breytingaflokknum (sp. Compromiso para el Cambio), sem hann stofnaði árið 2003 er hann bauð sig í fyrsta skipti fram til emb- ættis borgarstjóra Buenos Aires. Macri tók sæti á þingi fyrir PRO-bandalagið í fyrra. Honum er iðulega líkt við „kavalérinn“, sjálfan Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu. Líkt og hann er Macri vellauð- ugur kaupsýslumaður, hægrisinnaður og ná- tengdur fótbolta. Macri varð forseti Boca Juniors, eins öflugasta knattspyrnuliðs Arg- entínu, árið 1995 og hefur tvívegis náð endur- kjöri enda hefur liðið notið velgengni. Hann er verkfræðingur að mennt, kominn af auðugu fólki, sem byggt hefur upp mikið við- skiptaveldi í Argentínu. Pólskipti í höfuðstaðnum Sigur Macris telst sögulegur því íbúar Buenos Aires hafa aldrei áður kjörið hægri- mann borgarstjóra. Og um pólitískt mikilvægi þessara umskipta verður vart deilt, ekki síst í ljósi þess að forsetakosningar fara fram í Arg- entínu 25. október. Nestor Kirchner forseti hefur borið höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn argent- ínska á undanliðnum árum og víst hefur verið talið að hann fari með sigur af hólmi í kosning- unum í haust. Forseti Argentínu má einungis gegna embættinu tvö kjörtímabil í röð og hafa innvígðir talið líklegt að eiginkona Kirchners, Christina Fernandez de Kirchner, bjóði sig fram nú og hafi embættið með höndum næstu fjögur árin. Nestor gæti þá snúið aftur 2011. Með þessu móti gætu Kirchner-hjónin stjórn- að Argentínu til ársins 2015, jafnvel 2019. Enn er ekki ljóst hvort þeirra fer fram í for- setakosningunum í haust. Sýnt er þó að algjör yfirburðastaða þeirra í argentínskum stjórn- málum heyrir sögunni til. Kannanir sýna minnkandi fylgi við Kirchner-hjónin og fram- bjóðendur, sem notið hafa stuðnings forsetans, hafa ekki hlotið brautargengi í undangengnum kosningum. Spillingarmál, sem jafnan eru fyr- irferðarmikil í argentínsku þjóðlífi, sýnast einnig munu reynast forsetanum erfiðari en ætla mátti. Kirchner forseti hefur aukinheldur tekið upp náið samstarf við Hugo Chavez, for- seta Venesúela og umdeildasta stjórn- málaleiðtoga Rómönsku Ameríku nú um stundir. Í Argentínu telja margir slíkt banda- lag lítt til framfara fallið. Sigurlíkur Kirchner-hjónanna í forsetakosn- ingunum í haust teljast þó enn miklar en gott gengi Mauricio Macri í borgarstjórnarkosn- ingunum í Buenos Aires ætti að verða til þess að hleypa lífi í stjórnarandstöðuna. Macri er aukinheldur á góðum aldri og kann að áforma frekari frama í stjórnmálunum, t.a.m. forseta- framboð árið 2011. Úr boltanum í borgarstjórn Forseti knattspyrnuliðsins Boca Juniors hefur verið kjörinn borgarstjóri Buenos Aires og yfirburða- stöðu Nestors Kirchners og eiginkonu hans í argentínskum stjórnmálum kann að vera ógnað Retuers Vinsæll Mauricio Marci, nýkjörinn borgar- stjóri, stígur tangó á götum Buenos Aires. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SAMÞYKKT var á alþjóðlegri ráð- stefnu í París í gær að efla aðgerðir til að stöðva blóðsúthellingarnar í Darfur-héraði í Súdan en þar hafa um 200 þúsund manns fallið síðan 2003 og milljónir manna flúið heimili sín. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði stjórn Súdans hafa margsinnis svikið loforð um að hafa hemil á dauðasveitum sínum, janjaweed. Sagði Rice að þess vegna væri nauðsynlegt að halda áfram refsiað- gerðum gegn stjórninni í Kartúm sem er skipuð aröbum. Nicolas Sar- kozy Frakklandsforseti hvatti einnig til þess að tekið yrði hart á Súdan- stjórn ef hún neitaði að eiga sam- starf um að binda enda á átökin. „Þögn drepur,“ sagði Sarkozy. „Við vitum núna að ekki er hægt að una því að taka ekki ákvörðun eða bregðast ekki við ástandinu.“ Kínverjar, sem kaupa megnið af olíunni sem Súdan selur og sjá stjórninni fyrir vopnum, vöruðu hins vegar við þvingunum og sögðu þær geta haft öfug áhrif. Um 7.000 manna illa búið friðar- gæslulið Afríkusambandsins (AU) hefur reynt að stilla til friðar en hef- ur ekki haft erindi sem erfiði enda héraðið á stærð við allt Frakkland. Var helsta umræðuefnið í gær áætl- anir um að við taki nýtt 20.000 manna gæslulið frá bæði AU og Sameinuðu þjóðunum. Afríkusam- bandið hunsaði þó ráðstefnuna, taldi að með henni væri verið að trufla að- gerðir sem sambandið hefur staðið fyrir til að koma á friði. Stórveldin heita aðgerðum í Darfur Vilja að Súdanstjórn verði þvinguð til að koma á friði Í HNOTSKURN »Janjaweed-vígasveitirSúdanstjórnar eiga sök á mörgum hryðjuverkum gagn- vart blökkumönnum sem eru í meirihluta í Darfur. »Stjórn Súdans segir tölurum mannfallið hafa verið ýktar í pólitískum tilgangi. Gaza. AFP. | Það hefur ekkert heyrst til ísr- aelska her- mannsins Ghilad Shalit í eitt ár en hernaðarvængur Hamas-samtak- anna í Palestínu tók hann í gíslingu og hafði það í för með sér langvinnar loftárásir Ísr- aelshers á Gaza. Í gær settu Ezzedine al-Qassam-herdeildirnar hins vegar á Netið ávarp frá Shalit þar sem hann segist þurfa á læknisaðstoð að halda, heilsu hans hafi hrakað. Þá voru birt- ar sjónvarpsmyndir af því er Shalit var handsamaður, en hann særðist við það tækifæri. Hermaður í haldi í eitt ár Ghilad Shalit GRÍÐARLEGIR skógareldar ná- lægt Lake Tahoe í Kaliforníu hafa eyðilagt a.m.k. 165 byggingar og neytt 1.000 manns til að flýja heim- ili sín. Talið er líklegt að eldarnir hafi kviknað af manna völdum sl. sunnudag. Um 800 hektarar lands hafa brunnið en engin slys orðið á fólki. Eldar brenna AP Slökkvistarf Lake Tahoe í Kali- forníu er vinsælt sumarleyfissvæði. AÐ minnsta kosti 45 týndu lífi í átökum og ódæðisverkum í Írak í gær, m.a. nokkrir áhrifamenn úr ættbálkum súnníta í Anbar-hérað- inu, vestur af Bagdad, þegar sprengja sprakk á Mansour-hótel- inu í Bagdad. Mikið mannfall FARÞEGAFLUGVÉL með a.m.k. tuttugu innanborðs fórst skammt frá Sihanoukville í Kambódíu í gær. Vitað er að þrettán farþeganna voru frá Suður-Kóreu, þrír frá Tékklandi, einn frá Rússlandi og fimm frá Kambódíu. Allir fórust GEYSILEGT vatnsveður í Bretlandi varð a.m.k. tveim- ur að bana í gær og olli miklum truflunum á sam- göngum. Hér sést flaumurinn á götum Sheffield, um 270 kílómetra norðan við London. Ungur maður í Hull, sem var að aðstoða afa sinn við að hreinsa niðurfall, lét lífið þar sem ekki tókst að bjarga honum í tæka tíð. Herþyrlur voru notaðar til að bjarga fólki af hús- þökum, mörg hundruð manns lokuðust inni í verk- smiðjum og á skrifstofum í Sheffield. „Vatnið er nokk- ur fet að dýpt,“ sagði starfsmaður á pósthúsi, Greg Wood, en um 200 manns komust ekki úr húsinu. „Það er mengað af skolpi og öllum fjáranum.“ Rignt hefur mikið í Bretlandi síðustu daga og var vatnsborð því hátt í Sheaf og fleiri ám, einkum var ástandið slæmt í vesturhluta Englands. Mikil hitabylgja er hins vegar í Suður-Evrópu, hitinn fór í 46 gráður í Aþenu. Reuters Geysimikil flóð í Bretlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.