Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað, kl. 8-16 smíði/ útskurður, kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 boccia. Dalbraut 18-20 | Félagsvist alla þriðjudaga í sumar frá kl. 14 í félagsmiðstöðinni á Dalbraut 18-20. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Þriggja daga Vestmannaeyjaferð 2.-4. júlí. Skrán- ingarlistar og nánari ferðalýsing í Gullsmára og Gjábakka. Gist á Hótel Þórshamri. Boðið upp á skoðunarferðir um Heimaey og á sjó umhverfis Heimaey. Brottför frá Gullsmára kl. 10 og Gjá- bakka kl. 10.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur með far- astjóra vegna Austfjarðaferðar á morgun, mið- vikudag 27. júní, kl. 14. Dagsferð í Land- mannalaugar 7. júlí. Skráning hafin, uppl. í s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin og heitt á könnunni til kl. 16. Hádegisverður kl. 11.40. Ganga kl. 14. Í Gjábakka getur þú kíkt í blöðin, tekið í spil eða bara spjallað við náung- ann. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 myndlist og ganga, kl. 11.40 hádegisverður. Félagsheimilið er opið frá kl. 9-15 alla virka daga í sumar, nema miðvikudaga, þá til kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9-16.30, m.a. perlusaumur fyrir hádegi. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Kl. 13 hefst leiðsögn á púttvelli við Breiðholtslaug, umsj. Vinnuskóli Reykjavíkur, að- staða, kylfur, kúlur og leiðsögn að kostnaðar- lausu. Allir velkomnir. Strætisvagnar S4, 12 og 17. S. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, opin vinnustofa. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur. Kl. 10 boccia (Bergþór). Kl. 11 leikfimi (Bergþór). Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 verslunarferð (Bónus). Kl. 13 pútt (Bergþór). Kl. 14 kubb (Bergþór). Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11 Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Gönguferðir, heitur kaffisopi á morgnana, pútt, félagsvist. Listasmiðjan opin. Tölvusveitin hittist reglulega, hádegismatur, síð- degiskaffi, bridshópur, fótaaðgerðarstofa, hár- greiðslustofa. Upplýsingar í s. 568-3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bókastofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Sum- arferðin á fimmtudaginn, munið að skrá ykkur í s. 552-4161. Hárgreiðslustofa s. 552-2488. Fótaað- gerðastofa s. 552-7522. Dagblöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9-15.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13-16 frjáls spil. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar frá kl. 9, handa- vinnustofan opin allan daginn, félagsvist kl. 14. Allir velkomnir óháð aldri. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl. 12 bónusbíllinn. Kl. 16.45 bókabílinn. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni. Kvöldbænir kl. 20. Verið velkomin. Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30. Beðið er fyrir bænarefnum sem berast kirkjunni sem og hverjum þeim bænarefnum sem liggja á hjörtum fólks. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. KFUM og KFUK | Í sumar verða samfélags- og bænastundir á þriðjudögum kl. 20 á Holtavegi 20. Beðið verður sérstaklega fyrir sumarstarfi félagsins vítt og breitt um landið, ásamt öðrum bænaefnum sem berast. Verið öll velkomin. Vídalínskirkja Garðasókn | Í dag, þriðjudag, fer opið hús Vídalínskirkju í vettvangsferð á Byggð- arsafn Akraness. Lagt af stað kl. 13 frá Vídalíns- kirkju, áætluð heimkoma kl. 17. Upplýsingar í síma 895-0169. 70ára. Í dag, 26. júní, erBirna Axelsdóttir frá Hellissandi, Jötunsölum 2, Kópavogi, sjötug. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á net- fangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg-unblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er þriðjudagur 26. júní, 177. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner væri dauður í Hebron, féllust honum hendur, og allur Ísrael varð óttasleginn. (II Sam. 4, 1.-2.) Hópurinn Ungt fólk með ung-ana sína og ungar bumburhefur starfað um nokkurraára skeið á vegum Hins hússins og kemur saman hvern mið- vikudag. Harpa Guðmundsdóttir stýrir hópnum: „Hópurinn er ætlaður for- eldrum á aldrinum 15 til 25 ára, bæði þeim sem eignast hafa barn og þeim sem eiga von á barni,“ segir Harpa. „Við hittumst og ræðum saman, miðlum reynslu og þekkingu. Þetta er líka vett- vangur fyrir fræðslu um börn og upp- eldishlutverkið, en við fáum reglulega til okkar aðila úr ýmsum áttum sem t.d. kenna okkur ungbarnanudd og skyndi- hjálp ungbarna, allt eftir óskum foreldr- anna.“ Aðrar spurningar og þarfir Harpa segir töluverða þörf fyrir þá þjónustu sem hópurinn veitir: „Þetta er sérstakur hópur, og á þeim sem í honum eru brenna aðrar spurningar en á eldri foreldrum sem jafnvel eru að eignast sitt annað eða þriðja barn,“ segir hún. „Eins og við er að búast kemur fólk og fer úr hópnum, en þó myndast iðulega góður og hæfilega stór hópur. Hópurinn kemur saman á miðvikudögum milli kl. 14 og 16 í Hinu húsinu í Pósthússtræti.“ Harpa segir jafnt ungar mæður sem unga feður ganga í hópinn: „Við leggj- um líka áherslu á að verðandi foreldrar séu ófeimnir að koma til okkar. Hópur- inn er opinn og er allt starf á hans veg- um ókeypis,“ segir hún og bætir við að hægt sé að fá upplýsingar á heimasíðu Hins hússins um komandi viðburði á vegum hópsins. „Næstu þrjá miðvikudaga ætlum við að bregða út af vananum og hittast í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Um er að ræða samstarfsverkefni Hins hússins og Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins, en nánari upplýsingar er hægt að finna á www.hitthusid.is,“ segir Harpa að lokum. Hitt húsið var opnað árið 1991 sem hluti af starfi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þar er boðið upp á tóm- stundaaðstöðu, ráðgjöf, fræðslu, stuðn- ing og margskonar menningarstarf fyr- ir ungt fólk. Fjölskylda | Félagsskapur fyrir unga foreldra og verðandi mæður Ungt fólk með ungana sína  Harpa Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1969. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1989, stundaði hjúkrunarnám við HÍ, lauk nuddnámi í Danmörku og hlaut meistarabréf frá Nuddfélagi Íslands. Hún lauk námi í Alexandertækni í Lundúnum 1999. Harpa rak nuddstofu í tvö ár, en hefur frá árinu 2001 starfrækt ásamt fleir- um Heilsumiðstöðina Heilsuhvol. Hún hefur stýrt hópnum Ungt fólk með ungana sína og ungar bumbur frá 2005. Harpa er gift Karli Petersson ljósmyndara og eiga þau dótturina Heru Katrínu. Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Túngötu 7, Reykjavík. Fundir fyrir aðstandendur fólks með geðraskanir eru haldnir alla þriðjudaga kl. 18-19.30. Aðstand- endur eru hvattir til að mæta. Hugleiðslu- og friðarmiðstöðin | Grensásvegi 8, 4. hæð, suðurhlið. Í dag kl. 20 heldur Dagmar Vala Hjörleifsdóttir hugleiðslukennari fyrirlesturinn Hugleiðsla og ham- ingja (the 4th noble truth). Fyrir- lesturinn er ókeypis og öllum op- inn. Frjáls framlög. Opin hug- leiðsla alla miðvikudaga kl. 20. Útivist og íþróttir Viðey | Í kvöld mun Örvar B. Eiríksson sagnfræðingur fjalla um þorp Milljónafélagsins í Viðey sem stóð frá 1907-1943. Fjöldi íbúðar- og fiskverkunarhúsa reis í þorpinu. Þar bjuggu mest um 140 manns og var höfnin ein sú um- svifamesta á landinu. Gangan hefst í Sundahöfn kl. 19.15 og er ókeypis utan ferjutolls. ÞESSIR tveir kettir eru á meðal þeirra 660 sem leita hælis í athvörfum fyrir munaðarlaus dýr í Berlín. Að sögn sérfróðra eru öll athvörf af þessu tagi yfirfull í Berlín og ekkert lát virðist vera á flæði munaðarlausa hús- dýra út á götur borgarinnar. Óttast er að ástandið eigi eftir að versna þegar líða tekur á sumarið en það er staðreynd að margir losa sig við gæludýrin sín þegar haldið er í sumarfrí. Kettir í búri Reuters FJÖRUTÍU ár voru liðin frá lokum Surtseyjargossins fyrir skömmu. Af því tilefni var undirritaður samn- ingur milli Toyota á Íslandi og Náttúrufræðistofnunar Íslands um stuðning við rannsóknir í Surtsey. Samningurinn kveður á um að Toyota styrki árlegar vöktunar- ferðir Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar næstu þrjú árin. Surtsey hefur verið vöktuð síðan gosinu lauk. Jarðvísindamenn hafa einkum fylgst með kólnun eyjar- innar, móbergsmyndun, sjávarrofi og landmótun. Líffræðingar hafa farið til Surtseyjar um miðjan júlí ár hvert og leitað að nýjum teg- undum plantna, smádýra og fugla. Þeir hafa fyglst náið með þróun líf- ríkisins sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum eftir að þétt mávabyggð tók að myndast í eynni. Á hverju ári finnast þar nýj- ar tegundir og lífríkið verður fjöl- breyttara. Allar líkur eru á að sú þróun haldist áfram næstu áratug- ina og að lífríki Surtseyjar taki á sig svipaða mynd og í öðrum út- eyjum Vestmannaeyja. Árið 2004 verpti lundi, einkennisfugl eyjanna, í fyrsta sinn í Surtsey og fylgjast vísindamenn vel með því hvernig honum gengur að ná þar fótfestu. Rannsóknir í Surtsey styrkt- ar af Toyota NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Ís- lands lýsa eindregnum stuðningi við fyrri skipulagstillögu hrepps- nefndar Flóahrepps sem samþykkt var á fundi hennar 13. júní síðast- liðinn. Ekki er gert ráð fyrir Urr- iðafossvirkjun í samkvæmt þeirri tillögu. Niðurstaða hreppsnefndar- innar er mikilvæg fyrir verndun Þjórsár og Flóamönnum til sóma, segir í ályktun frá samtökunum. Samtökin harma hinsvegar að til- lögurnar skuli hafa orðið tvær eftir að heimsókn Landsvirkjunar í Fló- ann tveimur dögum seinna. Náttúruverndarsamtökin telja óeðlilegt að Landsvirkjun beiti sveitarstjórnir þrýstingi í skipu- lagsmálum, meðal annars með gylliboðum um almannafram- kvæmdir á svæðinu. Stuðningur við fyrri skipu- lagstillögu Flóahrepps ALÞJÓÐLEGT og norrænt vísinda- þing um mænuskaða verður haldið á hótel Nordica dagana 27. til 30. júní. Í fréttatilkynningu segir að á ráðstefnunni verði kynntar niður- stöður u.þ.b. 200 rannsókna í erind- um og á veggspjöldum. Sjónum verði beint sérstaklega að mögu- leikum raförvunar til að bæta færni lamaðra vöðva, m.a. í höndum, fót- um og þind, og rætt um gæði og stöðu rannsókna m.t.t. endurgerðar mænu. Forvarnir, aðlögun og heilsuefling fá ítarlega umfjöllun ásamt greiningu og meðferð alvar- legra fylgikvilla. Af Íslands hálfu verður m.a. fjallað um forvarnir m.t.t. umferðarslysa og hesta- mennsku. Ráðstefnugestir verða um 600 talsins frá fimm heims- álfum. Miðvikudaginn 27. júní kl. 13 verður málþing um gildi hreyfingar sem heilsuefling fyrir fatlaða. Mál- þingið er öllum opið og kostar 2.700 kr. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning eru aðgengileg á www.sci-reykjavik2007.org. Einnig verður mögulegt að skrá sig á staðnum. Möguleikar raförvunar til að bæta færni lamaðra vöðva FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.