Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna KristínJónasdóttir fæddist á Sauðár- króki 22. maí 1932. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 16. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Indíana Gísladóttir, f. 6. desember 1904, d. 14. ágúst 1990 og Jónas Jóhannsson f. 12. janúar 1896, d. 10. maí 1982. Jónas og Indíana stunduðu búskap á Lýtingsstöðum í Lýtings- staðahreppi og á Ytri- Kotum í Norðurárdal í Akrahreppi í Skaga- firði en fluttust síðan til Akureyrar þar sem Jónas stundaði ýmis störf en varð síðan bóksali og rak bóka- verslun í bænum um árabil. Jó- hanna var elst sex systkina. Systk- ini hennar eru: 1) Jóhann Lárus Jónasson, f. 12. júní 1934, maki Margrét Ákadóttir, f. 1. febrúar 1938, d. 6. febrúar 2003, 2) Þórunn Sólveig Ólafsdóttir, f. 13. október 1937, maki Gylfi Eldjárn Sigur- linnason, f. 17. mars 1936, d. 7. jan- úar 2006, 3) Stefán Jónasson, f. 11. febrúar 1941, maki Rósa Gunn- arsdóttir, f. 10. september 1940, 4) Anna Guðrún Jónasdóttir, f. 2. des- ember 1942, maki Bo Jonsson, f. 25. ágúst 1935, og 5) Rannveig Jónasdóttir, f. 8. nóvember 1948. Jóhanna giftist 28. nóvember 1952 Jóni Sveinbirni Arnþórssyni, f. 3. nóvember 1931. Þau slitu sam- vistum 1961. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, f. 26. júní 1953, maki Ægir S. Guðlaugsson. Börn Guð- bjargar eru Hrafn, Sölvi Snær, Berglind Mjöll og Eydís Ögn. 2) Elna Katrín Jónsdóttir, f. 21. októ- ber 1954, maki Jón Ingi Eldon og trúnaðarstörfum. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Fé- lag ungra framsóknarmanna í Kópavogi frá stofnun þess 1958 og til ársins 1961, var m.a. í stjórn, varaformaður og formaður um skeið. Hún sat í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Meinatæknafélags Ís- lands 1967 og var formaður félags- ins 1974-79, var fulltrúi félagsins í deildarstjórn meinatæknadeildar Tækniskóla Íslands 1971-74 og var fulltrúi í laganefndum MTÍ 1974, 1984 og 1988. Jóhanna var fulltrúi félagsins á alþjóðamótum í Chi- cago og Amsterdam 1982, ritari Norðurlandasamtaka meinatækna 1982-83. Jóhanna var ritari stjórn- ar Samtaka heilbrigðisstétta 1971- 75 og sat í laganefnd samtakanna 1988. Hún ritaði greinar m.a. um félagsmál í Blað meinatækna frá árinu 1971. Jóhanna og Jón, fyrri eigin- maður hennar voru samstúdentar frá MA árið 1951. Þau bjuggu á Akureyri, í New York og í Kópa- vogi en árið 1961 slitu þau sam- vistum og flutti þá Jóhanna með börnin til Akureyrar og bjó þar og starfaði sem meinatæknir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um nokkurra ára skeið. Jóhanna bjó síðan lengst af í Reykjavík og starfaði þar sem meinatæknir að frátöldum náms- og starfsdvölum erlendis. Hún starfaði lengst á Landakotsspítala og var deildar- meinatæknir þar og yfirmeina- tæknir frá árinu 1988. Síðustu starfsárin vann Jóhanna á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi í Foss- vogi eftir að rekstri rannsókn- arstofu á Landakotsspítala var hætt. Jóhanna og Bjarni seinni maður hennar bjuggu lengi á Ás- vallagötu 46 en síðustu árin á Laugavegi 132 í Reykjavík þar sem Jóhanna bjó áfram með Bjarna yngsta syni sínum eftir andlát Bjarna Sumarliðasonar árið 2004. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hannesson. Börn Elnu eru Bernhard Jónas og Kjartan Þór. 3) Arnþór Jóns- son, f. 9. ágúst 1958, maki Nanna Baldurs- dóttir 4) Jónas Jóns- son, f. 9. desember 1959, maki Bryndís Lárusdóttir. Sonur Jónasar er Mads og dóttir Jónasar og Bryndísar er Aldís. Jóhanna giftist 27. desember 1969 Bjarna Sumarliða- syni, f. 7. nóvember 1925, d. 15. apríl 2004. Sonur þeirra er Bjarni, f. 18. janúar 1977. Jóhanna bjó fyrstu æviárin á Ytri-Kotum í Skagafirði en fluttist síðan með foreldrum sínum til Akureyrar þar sem fjölskyldan bjó lengst af í Lækjargötu 13 í inn- bænum. Hún gekk í skóla á Akur- eyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1951. Hún stundaði síðan nám í meina- tækni á rannsóknarstofum í Reykjavík, á Landspítala, Landa- kotsspítala og Rannsóknarstofu próf. Jóns Steffensen undir hand- leiðslu Bjarna Konráðssonar sér- fræðings í lækningarannsóknum. Námið var bæði verklegt og bók- legt. Síðar sótti Jóhanna frekara nám og aflaði sér starfsþjálfunar erlendis bæði í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði á New York Hospital, Cornell Medical Center 1953-54 og í Englandi þar sem hún starfaði á St. Helier Hospital í London 1967-68 en hafði áður ver- ið í 3 mánaða námsdvöl við sama sjúkrahús á vegum Rannsóknar- stofu Borgarspítala (þá Heilsu- verndarstöð) árið 1966. Jóhanna tók virkan þátt í félags- Andlát móður okkar, Jóhönnu Jón- asdóttur, kom snöggt og óvænt. Hún var nýbúin að halda upp á sjötíu og fimm ára afmælið sitt með okkur á Vesturgötunni hjá Elnu og var bara býsna kát með það. En það er skammt á milli lífs og dauða og eng- inn veit hvenær kallið kemur. Mamma átti erilsamt og viðburðaríkt líf, hafði fyrir allstóru heimili að sjá og sinnti ábyrgðarmiklu starfi sem meinatæknir eða lífendafræðingur eins og það heitir í dag. Mamma var tvígift og eignaðist fjögur börn með fyrri manni sínum en einn son með seinni manni sínum. Mamma bjó fyrstu æviárin á Ytri- Kotum í Skagafirði og átti fyrstu bernskuminningarnar úr baðstofunni þar. Hún dvaldi í New York við nám og störf 1953-1955 og hlýtur það að hafa verið sem annar heimur fyrir unga konu ofan af Íslandi. Guðbjörg, elsta barnið, var þá fædd, og dvaldi í umsjá föðurforeldranna Guðbjargar og Arnþórs, en næstelsta barnið, Elna, fæddist ytra. Eftir heimkom- una dvaldi mamma um hríð á Akur- eyri en síðan fluttust hjónin til Reykjavíkur og bjuggu á Ásvallagötu 10A en síðar í Kópavogi þar sem Arn- þór og Jónas bættust í hópinn. Við systurnar eigum minningar allt aftur til frumbýlingsáranna í Kópa- vogi. Síðan tóku við árin á Akureyri þar sem mamma var fyrst ein með okkur fjögur börnin ung en fjölskyld- an hafði mikinn stuðning af Indu ömmu, Jónasi afa og móðursystkin- um okkar. Við bjuggum öll á Brekku- götu 4 og 6. Afi og amma á Bjarma- stíg 11 voru ekki langt undan né heldur föðursystkini okkar. Stoð og stytta og góður vinur mömmu og okk- ar krakkanna var þá og alla tíð Dóra á Krabbastígnum og foreldrar hennar voru okkur sem afi og amma. Mamma bjó frá 1964 í Reykjavík en nam og starfaði í London á árunum 1966-1968. Mamma og Bjarni, seinni maður hennar, eignuðust soninn Bjarna árið 1977, hann bjó með for- eldrum sínum uns yfir lauk en Bjarni faðir hans lést árið 2004. Heim komin vann mamma lengst af sem meinatæknir á rannsóknar- stofu Landakotsspítala sem Jóhann Lárus bróðir hennar rak um árabil og tók hún þar þátt í að byggja upp blómlegt starf. Hún var frumkvöðull sem hafði einlægan og lifandi áhuga á fagi sínu og starfi, kom að stofnun Meinatæknafélags Íslands og hafði áhrif á mótun náms í meinatækni. Hún var vakandi yfir nýjungum og reiðubúin að tileinka sér nýja þekk- ingu. Meðal lífeindafræðinga er talað um ,,Jóhönnukristalla“ í höfuðið á mömmu en hún uppgötvaði þá fyrst allra hér á landi árið 1983 og kom ásamt Þresti Laxdal barnalækni því til leiðar að sýni voru send til grein- ingar og greindur arfgengur hættu- legur sjúkdómur, sem eftir það mátti meðhöndla. Mamma var afburðanámsmaður, las mikið og allt lék í höndum hennar sem sneri að því að hanna, sníða og sauma föt. Mamma var dálítil pjatt- rófa og hafði gaman af því að klæðast fallegum fötum og skóm. Hún var ákveðin og sjálfstæð kona, úrræða- góð, fylgin sér, frekar stórlynd en raungóð. Við kveðjum mömmu okkar í dag og minning hennar lifir með okkur hverju um sig. Elna, Guðbjörg, Bjarni, Jónas og Arnþór. Elsku mamma. Þú ert farin frá okkur svo skyndilega og ég sakna þín strax svo mikið, þú hafðir svo mikla orku og sjálfstraust, þú vissir svo margt og fylgdist svo vel með öllu. Þú hafðir þín vandamál eins og aðr- ir, en andlegur styrkur þinn fleytti Jóhanna Kristín Jónasdóttir                          30-50% afsláttur af granít legsteinum ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, GÍSLA GUÐJÓNSSONAR frá Hrygg. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Guðjónsdóttir, Þorbjörg Guðjónsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, NJÁLS HALLDÓRSSONAR, Vik, Bakkafirði. Guðrún M. Árnadóttir, Reynir Njálsson, Sigþrúður Rögnvaldsdóttir, Halldór Njálsson, Brynhildur Óladóttir, Hilma Hrönn Njálsdóttir, Áki Guðmundsson, Árni Bragi Njálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SVANHILDAR MARÍU JÚLÍUSDÓTTUR, áður til heimilis á Kirkjuteigi 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar, Kópavogi. Bolli A. Ólafsson, Hildur Bolladóttir, Ófeigur Björnsson, Gunnar Bollason, Svala Ágústsdóttir, Gunnar Svanberg, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHVÍTAR INGVARSDÓTTUR, Syðri-Leikskálaá. Ingibjörg Jónasdóttir, Haukur Gunnlaugsson, Sigurrós Jónasdóttir, Óskar Gunnlaugsson, Þórólfur Jónasson, Esther Gísladóttir, Sveinn Valdimar Jónasson, barnabörn, makar og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, EINARS HALLDÓRSSONAR frá Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-3 á Hrafnistu, fyrir góða umönnun. Sigrún Bjarnadóttir, Þórunn Einarsdóttir, Richard Kelley, Halldór Einarsson, Esther Magnúsdóttir, Elín Einarsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Súsanna Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.