Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 37
MITSUBISHI L-200
ÓTRÚLEGA FJÖLHÆFUR JEPPI
Á FRÁBÆRU VERÐI
Virkur þ átttakandi
Mitsubishi L-200 er fjölhæfur ferðafélagi sem er meira en
til í að taka þátt í öllum áhugamálum fjölskyldunnar.
Mikilvægir eiginleikar
Minnsti beygjuradíus sambærilegra bíla • 2.800 kg
dráttargeta • Opnanleg afturrúða • Super select II drif-
búnaður – sá sami og í Pajero • Spyrnustýring og spólvörn
Komdu og reynsluaktu
2.990.000 kr.
Veglegur aukahlutapakki innifalinn:
Álfelgur • 32" dekk • Klæðning í palli • Dráttarbeisli
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
6
0
2
MYNDLIST
Gallerí Anima
Erla Þórarinsdóttir
Til 1. júlí. Opið 14-17 mið. til lau. Aðgangur ókeypis.
ERLA Þórarinsdóttir er ein þeirra íslensku
myndlistarmanna sem leggja áherslu á hið andlega
og skynjun er nær handan við yfirborðið í verkum
sínum. Nú sýnir hún allnokkur málverk í þessum
anda í Galleríi Anima við Ingólfsstræti. Titlar verk-
anna vísa til hins sammannlega, O+ sem heiti þess
blóðflokks sem hvað flestir eru í, a.m.k. hér á landi.
Málverkin sýna flest ávöl, samsett form lögð silfri á
máluðum næsta einlitum grunni. Undir silfruðu yf-
irborðinu leynast fleiri litir svo yfirborð formanna
er fjölbreytt og áferðarfallegt. Það má líta á þessi
form sem grunnform, hringlaga, lífræn, sum vísa
frekar til íláta eða kera. Í því samhengi er hægt að
skilja formin og málverkin sem slík sem álát, far-
artæki sem bera boðskap án orða, án beinnar, skil-
greindar merkingar annarrar en þeirrar sem áhorf-
andinn kýs að leggja í þau, þó á þeim nótum sem
listakonan leggur til, sem uppsprettu andlegrar upp-
lifunar.
Á öllum tímum er maðurinn andlega leitandi, á
okkar tímum hefur íslenska þjóðkirkjan ekki sama
sannfæringarkraft og mátt yfir þegnum landsins og
hún hafði áður. Þegar svo er leitar fólk gjarnan að
dýpri merkingu og tilgangi lífsins á öðrum slóðum,
en um leið eiga táknmyndir sögunnar og trúarinnar
það til að lifa áfram í þeirri leit. Skáldskapur, bók-
menntir, heimspeki, ljóð, listir almennt, hafa að
nokkru leyti tekið við því hlutverki að þjóna leit
mannsins að dýpri merkingu í daglega lífinu. Ekki
ófáir listamenn hafa leitað á þessar slóðir, sem dæmi
má nefna Anish Kapoor eða Marinu Abramovic.
Með verkum sínum leitast Erla við að skapa ein-
faldar, en um leið óræðar myndir, vegvísa í eigin leit
að dýpri merkingu, en með því hugarfari að leitin
skili áhorfendum einnig árangri og veiti þeim hlut-
deild í hinu stóra samhengi.
Ragna Sigurðardóttir
Í leit að
merkingu
Eftir Erlu „Málverkin sýna flest ávöl,
samsett form lögð silfri á máluðum
næsta einlitum grunni.“
SALA aðgöngumiða á tónleika
bresku rokksveitarinnar Jethro
Tull hefst á fimmtudaginn kemur
klukkan 10 á netsíðunni www.midi-
.is, og í verslunum Skífunnar og BT
um allt land. Hljómsveitin kemur
fram á tvennum tónleikum í Há-
skólabíói, 14. og 15. september.
Í tilkynningu segir, að eingöngu
sé selt í númeruð sæti. Aðgangur
kostar 7.900 kr. í A-sæti og 6.900
kr. í B-sæti en Háskólabíó tekur um
900 manns í sæti.
Jethro Tull kom til Íslands árið
1992 og spilaði á Akranesi. Þá kom
Ian Anderson hingað til lands í maí
2006 og lék í Laugardalshöll ásamt
félögum úr Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og bandaríska fiðlusnill-
ingnum Luciu Micarelli.
Jethro Tull Ætla að leika á ný fyrir
Íslendinga í Háskólabíói.
Miðasala á
tónleika Jethro Tull
hefst í vikunni
LEIKKONAN Cameron Diaz var
nýlega við upptökur á sjónvarps-
þætti í Perú.
Hún hefur nú beðist afsökunar á
því að bera tösku með slagorði ma-
óista „þjónið fólkinu“ ritað á kín-
versku. Slagorðið vakti upp minn-
ingar um stríðið í Perú gegn
uppreisnarmönnum maóista á ní-
unda og tíunda áratugnum, þar sem
69.000 manns létust.
Diaz viðurkenndi að hún hefði
ekki vitað um hugsanlega særandi
áhrif slagorðsins, en hún keypti
töskuna þegar hún ferðaðist um
Kína.
Reuters
Sorrí! Cameron Diaz full iðrunar.
Diaz biðst afsökunar
LAFÐI Shirley Bassey slapp naum-
lega þegar þyrla, sem hún var í, bil-
aði um helgina. Söngkonan, sem
orðin er sjötug að aldri, var á leið
ásamt undirleikurum sínum á Gla-
stonbury-tónlistarhátíðina á Eng-
landi þegar bilun kom upp í þyrl-
unni, sem þurfti að nauðlenda á
háskólalóð Collingwood-háskóla í
Surrey.
Íbúar bæjarins urðu vitni að því
þegar þyrlan sveif lágt yfir húsum
og rafmagnslínum í þykkri þoku og
rigningu. Þegar Bassey steig út úr
þyrlunni afsakaði hún kurteisislega
ónæðið við íbúana og óskaði eftir
tebolla.
Reuters
Söngkonan Shirley Bassey lét
uppákomuna ekki á sig fá og
söng á Glastonbury.
Bassey brotlenti