Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 23 samtök heims sjá um framleiðslu og dreifingu eitur- lyfja. Þau eru eiturlyfjastóriðnaðurinn. Viðskiptaplan- ið er einfalt, en eitursnjallt. Markhópurinn er 16-18 ára unglingar í vanda. Ef viðskiptavinirnir nást á þessum mótunarárum næst þrælbundinn hópur fram- tíðarviðskiptavina. Markaðsaðferðin er maður á mann. Skilaboðin eru í fyrsta lagi að nafngreindir eru þjóðþekktir menn. „Sérðu NN? Ég sel honum. Það er bara bull að eiturlyf skaði alla. Það er persónubundið. Við höfum líka vald. Undir okkar vernd ertu örugg- ur.“ Næsta stig er bein símasala. Þú losnar aldrei undan henni. „Vantar þig ekki …? Ég var að fá nóg af því. Ertu blankur? Við reddum því.“ Hluti skemmt- anaiðnaðarins styður svo við. Eiturlyfjaneysla veldur meiri samfélagsskaða en nokkuð annað. Kostnaður löggæslunnar, heilbrigð- isþjónustunnar, trygginganna og félagsþjónustu sveit- arfélaganna reiknast í tugum milljarða. Mannslífin reikna ég ekki. Við þurfum ekki að skálda upp tölur í þessu sambandi eins og nýleg dæmi eru um í öðrum málaflokkum. Eiturlyfjafaraldurinn komst ekki á blað í síðustu kosningum. Hann telst væntanlega ekki mál- efni fjölskyldunnar. Ofbeldið tengt eiturlyfjum hér á landi er þyngra en tárum taki. Ekki spyrja afbrotafræðingana um töl- urnar. Látið frekar blinda lesa upp. Spyrjið spítalana. Ég þekki föður eiturlyfjaneytanda sem hefur hand- leggsbrotnað 26 sinnum. Ekkert varðandi handleggs- brotin er nokkurs staðar skráð sem afbrot. Ráðin til að verjast eiturlyfjasölunum líkt og hermdarverka- mönnum eru til. Þau kunna að kosta tafir hjá farþeg- um og í farmflutningum. Við þurfum að meta rétt vitna og fórnarlamba til lífs og líkamshelgi, meta vægi hans gagnvart rétti sakborninga. Við vitum hvernig vogarskálarnar halla í dag. Lögreglan þarf sann- gjarnan rétt til rannsókna. Mig langar hér í lokin að hvetja til stofnunar sjóðs með framlögum lands- manna. Sjóðs til að standa fyrir átaki gegn eiturlyfja- sölunni. Þetta er langbrýnasta verkefnið fyrir framtíð Íslands. Pabbi. inu okkar. Vinir hennar bæði innan og utan AA voru hjá henni og studdu hana. En á spítalanum var vargur í véum. Jafnvel þar plantar djöfullinn verkfærum sínum. Í næsta herbergi var „sjúklingur“. Hann fór að hafa ofan af fyrir Susie Rut með sögum. En ekki er allt sem sýnist. Tíminn langi á spítalanum var á enda. Susie Rut var að- framkomin og pantaði dvöl í afeitrun. Hún hafði vissu- lega fengið að finna fyrir fordómum og kveið því mest að mannorð sitt yrði dregið í svaðið. Hún þarf að minnsta kosti ekki að reyna það, bara við. „Mamma, ég verð að komast, ég verð.“ Og hún fékk vilyrði fyrir innlögn. Í eigingirni minni sagði ég mömmu hennar að hitta mig erlendis þar sem ég var að vinna. Hún hafði ekki vikið frá englinum okkar allan tímann á spít- alanum; öllu var óhætt. Það voru vonbrigði fyrir okk- ur og hana þegar í ljós kom að stofnunin, þar sem hún hafði unnið svo mikið og gott sjálfboðastarf, hætti við að leggja hana inn þar eð hún þyrfti áframhaldandi sýklalyfjameðferð í æð tvisvar á dag, þótt LSH teldi því ekkert til fyrirstöðu. Þrátt fyrir þetta reiðarslag var engan bilbug á henni að finna; ekki að heyra. En það voru tveir kvíðafullir dagar þangað til mamma kæmi heim. Djöfullinn hafði sín áform, lagði sínar snörur. Aðfaranótt laugardags sjást tvö símtöl hringd til Susie Rutar frá skemmtilega manninum í næsta herbergi. Henni hefur svo verið afhentur ofur- skammtur eiturlyfja sem var líkama hennar, án eitur- lyfja í næstum 4 ár, um megn. Við þökkum englum í mannsmynd sem starfa á gjörgæsludeild og Nonna frábæra aðhlynningu. Eftirmáli: Þá 3 daga sem dauðastríð dóttur minnar stóð fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert til að forða öðrum frá örlögum hennar. Ég ákvað að segja frá henni, frá- bærri stúlku sem eiturlyfjasalarnir hafa rænt lífinu. Rænt henni frá fjölskyldu sinni sem elskaði hana. Á Íslandi hefur aldrei verið framið hryðjuverk, en við höfum miklar varnir gegn þeim. Öflugustu glæpa- mi. kki nám- Hún tta leyti mín ema fáir nlega aman, t.d. til- lu um la sig og Þá t sér- u jafn- i Susie t mor- eyslu- ára sem lít- Jón Guð- stoð. tök- andi, i á rönt- vinnu u ári ó til að áður en að verða byrja að var með urfti eð end- shætt- stinn eggja nni lok- kína í líf- Elsku engillinn minn Nýfædd, svo agnarsmá og skýrleg og ævinlega með augun opin. Vakandi meira en góðu hófi gegndi, sífellt að skoða heiminn í kringum þig. Svo ótrúlega fljót að þroskast: Fyrsta orðið sex mánaða. Fyrstu skrefin sex mánaða. Farin að ganga átta mánaða. Orðin læs þriggja ára… Svo oft hugsi og í öðrum heimi. Svo ofurkát og hrókur alls fagnaðar. Svo rík af réttlætiskennd. Svo undurnæm og blíð, en samt svo skapmikil. Svo úrræðagóð og fylgin þér. Svo lengi að taka til og svo ótrúlega fljót að drasla allt út aftur. Svo einlæg og hjartahlý. Svo viðkvæm og brothætt. Stundum svo reið, en svo miklu oftar skin en skúrir. Stundum á brattann að sækja, en svo miklu oftar bjart, elsku vinan mín. Alltaf að hugsa um aðra. Alltaf svo góð og tillitssöm við mömmu sína. Mamma er svo óendanlega stolt af þér. Mömmu þykir svo endalaust vænt um þig, elsku engill. Guð geymi þig ástin mín. Mamma. sviðum. í stefnu ð vera al- lastofnun leiðandi ta sumar di í fyrsta á sameig- n Kristín- man áður lögunum af sjálfu ða mögu- ði sjávar- r skólinn að taka að bjóða di nám á ð Háskól- ðum segir Kristín ýmislegt vera í skoðun en Háskóli Íslands sé einnig að vinna með öðrum háskólum. „Við erum að efla samstarf við innlenda háskóla svo ég á von á því að við munum í framhaldinu gera fleiri svona samn- inga ef sjáum möguleika á að bjóða nám þar sem gæðin verða meiri með því að vinna saman.“ Að sögn Skúla var komið á fót meistaranámi í sjáv- ar- og vatnalíffræði við Háskólann á Hólum í vetur. Námið verði í miklu samstarfi við Háskóla Íslands þrátt fyrir að vera eingöngu fyrir norðan. Í tilkynningu frá HÍ segir að mik- ilvægt sé að efla enn frekar rann- sóknir á auðlindum úr sjó. Auðlindir ferskvatns séu nýttar í sívaxandi mæli auk þess sem margar ógnir steðji að lífríki sjávar og ferskvatns. Markmið námsins sé að efla rann- sóknir og auka þekkingu stærri hóps sérfræðinga til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auðlindanna. eflt u námi Morgunblaðið/ÞÖK r HÍ, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Skúli amnings skólanna tveggja í gær. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Aðeins er nauðsynlegt að af-marka betur göngustíg-ana á Geysissvæðinu oglaga reipin sem eru strengd við þá. Þetta er skoðun Ragnheiðar Björnsdóttur, formanns Félags leiðsögumanna. Hún kynnti sér aðstæður á Geysissvæðinu í gær og telur að meira eigi ekki að gera. „Fólk er þarna á eigin vegum og á eigin ábyrgð,“ segir hún og bætir við að ekki sé hægt að hafa sér- landvörð fyrir svæðið, en einn land- vörður sér bæði um Geysissvæðið og Gullfoss. Eftirlitsmaður ætti hinsvegar að vera til staðar til að sjá um að göngustígar og reipi uppfylli kröfur en ekki til þess að passa fólk. Að mati Ólafs A. Jónssonar, land- fræðings á náttúruverndar- og úti- vistarsviði Umhverfisstofnunar, eru öryggismál svæðisins í góðu standi. Þar séu merkingar og kaðlar sem haldi fólki utan hættulegustu svæð- anna auk palla og göngustíga sem fólk eigi að halda sig á. Að auki sé landvörður á svæðinu til að fylgjast með því að fólk fari ekki inn fyrir ör- yggislínurnar. Hann segir óskandi að landvörður væri með einungis þetta svæði til umsjónar en því mið- ur sé það ekki svo. Mikilvægt að gæta meðalhófs Að sögn Ólafs finnst mörgum ferða- mönnum að ekki eigi að loka svæð- inu meira með frekari notkun kaðla eða annarra hindrana sem byrgt geta sýn. „Fólk vill upplifa staðinn án mikilla takmarkana, vilji ferða- manna er að það verði ekki of mikið gert í þá áttina.“ Þegar kemur að ör- yggismálum segir Ólafur að treyst sé á að fólk beiti ákveðinni skynsemi í nálægð við þessi svæði. Mikilvægt sé þó að gæta meðalhófs. „Það eru stígar og merkingar sem vara fólk við hitanum og kaðlar sem leiðbeina fólki hvar það á ekki að vera. Að mínu mati er því öryggi ekki ábóta- vant en það gæti ef til vill vera betra. Þetta er spurning um að vega og meta hversu langt menn vilja ganga í því að girða af þessi svæði. Er æskilegt að girða algerlega fyrir hverina? Hversu langt eigum við að ganga?“ Of miklar ráðstafanir bjóða hættunni heim Í kjölfar slyss á sunnudag þar sem maður hlaut 2. stigs brunasár á fæti hefur verið rætt um hvort setja eigi upp neyðarhnapp við svæðið eða búa til hjúkrunaraðstöðu til notk- unar ef fólk verður fyrir óhappi. Að sögn Ragnheiðar er erfitt að svara þeirri spurningu. „Ef maður ætlar að gera þess lags ráðstafanir þarna, hvað þá með alla aðra staði á land- inu? Ég held það sé einfaldlega ekki hægt. Með slíku væri einnig verið að bjóða hættunni heim, þá þyrði fólk meiru en áður.“ Ólafur segir neyðarhnapp og hjúkrunaraðstöðu vera eitthvað sem þyrfti að skoða í stærra samhengi. Hann bendir á að skammt frá svæð- inu sé hótel og verslun sem hægt sé að leita til ef slys ber að höndum. Einnig sé landvörður þarna á sumr- in. Spurður um slysið á laugardag- inn segir Ólafur landvörðinn hafa verið í fríi þennan tiltekna dag en hann sé annars á svæðinu sex daga vikunnar. Fólk verður að reiða sig á skynsemina „Það verða alltaf einhver óhöpp vegna þess að fólk gætir ekki að sér,“ segir Ólafur. „Því miður verða slík óhöpp á þessu svæði. Maður þarf ekki að dvelja lengi þar til að taka eftir því að þó nokkrir krjúpa niður og prófa að koma við vatnið. Þó það væri ofgnótt merkinga þá væru alltaf einhverjir sem myndu prófa.“ Ólafur segir að hægt væri að reyna að koma í veg fyrir slys til dæmis með því að fjölga merkingum og öryggisköðlum og jafnvel auka landvörslu á svæðinu. Slíkt myndi krefjast aukins fjármagns og skoða þyrfti málið út frá vilja ferðaþjón- ustuaðila, ferðamanna og eigenda svæðisins. Eins og staðan sé núna verði fólk að reiða sig á skynsemina í þessum efnum. Vandamálið er talið felast í því að margir eigendur eru að svæðinu, bæði ríkið og einkaaðilar. Sérstök nefnd um kaup á Geysis- svæðinu hefur verið starfrækt á vegum umhverfisráðuneytisins síð- an árið 1999. Að sögn Þórðar H. Ólafssonar, formanns nefndarinnar, eru viðræður í gangi milli ríkisins og annarra landeigenda um framtíð- arlausn fyrir svæðið í heild sinni. „Hugsanlega sjá menn heldur til lands nú en fyrir ári síðan.“ Aðstöðu lítið ábótavant á Geysissvæði Morgunblaðið/RAX Strokkur Mikill fjöldi innlendra sem erlendra ferðamanna leggur leið sína að Geysi og Strokk á ári hverju enda stórfengleg sýn sem við blasir. Í HNOTSKURN »Merkingar, kaðlar oggöngustígar eru ferða- mönnum til leiðbeiningar um Geysissvæðið. »Að mati fróðra aðila ættiekki að gera meira, fólk er þarna á eigin vegum og verður að beita skynsemi. »Nefnd á vegum umhverf-isráðuneytisins um kaup á Geysissvæðinu hefur átt í viðræðum við aðra eigendur svæðisins síðan 1999. Leiðsögumaður segir ferðamenn á svæðinu vera á eigin ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.