Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 43 BRETT Ratner er hvað þekktastur fyrir að leikstýra seríunni Rush Ho- ur, en sú þriðja er væntanleg í sum- ar. Næstu tvær myndir hans munu hins vegar hins verða unnar í sam- vinnu við tvo af umdeildari við- skiptajöfrum Bandaríkjanna, þá Hugh Hefner og Donald Trump. Myndin um Hefner, stofnanda og eiganda Playboy-tímaritsins, verður ævisöguleg og hefur lengi verið á teikniborðinu en nú eru loks komin drög að handriti sem Hefner sjálfur sem og framleiðandinn Brian Gra- zer hafa lagt blessun sína yfir. Oli- ver Stone var lengi orðaður við myndina en hann hætti við. Um Hefner segir Ratner þetta: „Hann fékk púrítanskt uppeldi en náði að endurskapa sjálfan sig sem guðfaðir kynlífsbyltingarinnar. Þá notaði hann tímaritið til þess að berjast fyrir réttindum borgaranna og mál- frelsi, hann setti James Brown í sjónvarpsþáttinn sinn á tíma þar sem svartir listamenn fengu venju- lega ekki inni í sjónvarpi. Ég vil sýna allt, baráttuna um málfrelsið, fyrstu orgíuna hans og hjartaáfallið sem næstum drap hann.“ Ratner er líka að vinna að mynd um hóp ræningja sem ræna ríka íbúa Trump Tower í Manhattan, en Trump sjálfur hefur lagt blessun sína yfir verkefnið og gæti hugs- anlega leikið sjálfan sig í myndinni. Myndin ku vera í ætt við Ocean’s Eleven nema allir þjófarnir eru svartir og líklega munu flestir karl- kyns blökkumenn sem ná því að teljast stjörnur í Hollywood verða með. Reuters Kvennabósinn Hefner ásamt ónefndri vinkonu sinni. Ævisaga Hughs Hefner og Donald Trump rændur HINN 7. júlí næstkomandi (07.07.07) ættu tónlistaráhugamenn að taka frá fyrir sjónvarpsáhorf. Þá fara nefnilega fram sólahrings lang- ir tónleikar á níu stöðum í sjö heims- álfum. Viðburðurinn nefnist Live Earth og tilgangurinn er að vekja athygli fólks á skaðsemi loftslags- breytinga í heiminum. SkjárEinn ætlar að sýna beint frá herlegheitunum. „Já, þetta verður sólarhrings út- sending hjá okkur og engir aðrir þættir á dagskránni,“ sagði Sjöfn Ólafsdóttir hjá SkjáEinum. Um 150 listamenn hafa þegar skráð sig til leiks og ætla að koma fram á tónleikunum og sagði Sjöfn tónlistarmenn enn vera að bætast í hópinn. Hér má sjá lista yfir nokkra af þeim listamönnum sem gefur að líta á tónleikunum 7. júlí. Auk neðan- nefndra staða fara fram tónleikar í Rio de Janeiro, Sjanghæ og Ist- anbúl. Giants Stadium í New York Alicia Keys Bon Jovi Kelly Clarkson Smashing Pumpkins The Police Wembley Stadium í London Beastie Boys Black Eyed Peas Duran Duran Foo Fighters Genesis James Blunt Keane Madonna Metallica Red Hot Chili Peppers Spinal Tap Aussie Stadium í Sidney Crowded House Toni Collette & The Finish HSH Nordbank Arena í Hamburg Chris Cornell Katie Melua Shakira Snoop Dogg Makuhari Messe í Tókýó Linkin Park Rihanna Maropeng at the Cradle of Hum- ankind í Jóhannesarborg Joss Stone UB40 Útsending í sólarhring SkjárEinn sýnir beint frá Live Earth-tónleikum um allan heim Reuters Drottningin Madonna er þekkt fyrir að skemmta tónleikagestum vel. Reuters Rokkari Sting ætti að vera í góðri æfingu en hljómsveitin hans, The Police, hefur verið á tónleikaferð að undanförnu. Reuters Íslandsvinur Katie Melua mætir ef- laust með kassagítarinn og kyrjar nokkur lög. -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS OG DÚNDURFRÉTTIRU PP SE LT ! AU KA TÓ NL EIK AR STÓRTÓNLEIKAR Í LAUGARDALSHÖLL FIMMTUDAGINN 28. JÚNÍ KL.19.30 LAUS SÆTI FÖSTUDAGINN 29. JÚNÍ KL.19.30 UPPSELT TRYGGÐU ÞÉR MIÐA SEM ALLRA FYRST Á WWW.SINFONIA.IS miðaverð ::: 5.000 / 4.500 kr. Roger Waters (Pink Floyd) ::: The Wall Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Útsetningar ::: Haraldur Vignir Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.