Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Í KVÖLD býður Örvar B. Ei-
ríksson sagnfræðingur og
verkefnisstjóri Viðeyjar þeim
sem vilja að koma í Viðey og
hlusta á frásögn hans um þorp-
ið í Viðey. Þorpið stóð frá 1907-
1943 og var að mestu reist af
útgerðarrisanum P. J. Thor-
steinsson & Co, betur þekkt
sem Milljónafélagið. Uppbygg-
ing í eynni var mikil og um
tíma óttuðust sumir samkeppni
Viðeyjar við Reykjavík. Ferðin hefst með siglingu
úr Sundahöfn kl. 19.15 og tekur um tvær klukku-
stundir. Leiðsögnin er ókeypis en ferjutollur er
800 kr. fyrir fullorðna og 400 kr. fyrir börn.
Sagnfræði
Saga Viðeyjarþorps
í sporum og spjalli
Baldursbrá í Viðey.
SÝNING á verkum
norska listmálarans
og grafíklistamanns-
ins Kjells Nupen.
verður opnuð í Hafn-
arborg síðdegis á
fimmtudag. Sýningin
er samstarfsverkefni
fjögurra norrænna safna. Kjell Nupen er fæddur í
Kristiansand og ákvað ungur að gerast listamað-
ur. Hann nam við Listaháskólann í Ósló og Staat-
liche Kunstakademie í Düsseldorf og vakti strax
athygli fyrir verk sín, bæði sem listmálari og graf-
íklistamaður og hefur hann síðan verið áberandi í
norskri samtímalist og hefur sýnt verk sín víða
um heim.
Myndlist
Kjell Nupen sýnir
málverk og grafík
Sumarnótt.
VÍETNAMSKI tónlistarmað-
urinn Ngo Hong Quang frá
Hanoi heldur tónleika í Iðnó
annað kvöld kl. 20.30. Quang er
mjög hæfileikaríkur ungur tón-
listarmaður. Hann útskrifaðist
frá Tónlistarháskólanum í
Hanoi eftir 12 ára nám á hefð-
bundin víetnömsk hljóðfæri.
Aðalhljóðfæri hans er tveggja
strengja fiðla (nhi) en auk þess
spilar hann á eins strengs hljóð-
færi (bau) og trommur, auk
þess sem hann syngur vel. Á tónleikunum syngur
Quang og leikur þjóðlega, hefðbundna víetnamska
tónlist og kynnir áheyrendum hljóðfæri sín.
Tónlist
Tónlist frá Víetnam
í Iðnó annað kvöld
Sólsetur í Hanoi.
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
ÞÝSKI kvikmyndaleikstjórinn Rai-
ner Werner Fassbinder lést fyrir 25
árum. Honum til heiðurs verður yf-
irlitssýning á myndum hans á Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík í lok september. Fass-
binder náði einungis 37 ára aldri en
tókst samt að leikstýra um 40 mynd-
um á stuttri en viðburðaríkri ævi.
Tíu þeirra verða sýndar á hátíðinni.
Fassbinder var í fararbroddi
þýsku nýbylgjunnar upp úr 1970.
Hann lifði hratt og dó þegar hann
innbyrti óhóflega stóran kokteil af
kókaíni og svefntöflum og telja
margir að það hafi markað endalok
þýsku nýbylgjunnar. Fassbinder
var samkynhneigður og opinskárri
um það en tíðkaðist á þessum tíma,
enda voru margar aðalpersónur
hans samkynhneigðar og lang-
flestar utangarðsfólk í einhverjum
skilningi.
Borg Escobars
Fyrsta myndin sem staðfest er að
verði á hátíðinni er kólumbísk og er
frumraun leikstjórans Andres Baiz.
Þetta er myndin Satanás sem byggð
er á samnefndri skáldsögu Mario
Mendoza. Fjöldamorðingi gengur
laus í Bógóta og myndin kannar líf
mismunandi einstaklinga á þeirri
ógnaröld sem ríkti í kólumbísku höf-
uðborginni sem var undir járnhnefa
fíkniefnabarónsins Pablo Escobar
þegar myndin gerist, árið 1986.
Fjöldamorðinginn Campo Elías
Delgado var uppgjafarhermaður úr
Víetnam-stríðinu. Þegar myndin
hefst er hann að kenna ensku og á í
ástarsambandi við einn nemanda
sinn. Við sögu hans fléttast saga
tálkvendis sem féflettir auðmenn og
saga prests sem verður ástfanginn
af þjónustustúlkunni sinni og í sam-
einingu virðast þau og borgin sjálf
vera á beinustu leið til vítis.
Suður- og mið-amerísk kvik-
myndagerð hefur verið í mikilli sókn
undanfarin ár. Sú sókn hefur að
mestu verið bundin við mexíkóska
og brasilíska leikstjóra en það er
spurning hvort Kólumbíumenn hafa
eignast sinn stjörnuleikstjóra.
Myndir Fassbinders og Satanás á bíóhátíð RIFF
Eldhugar og
fjöldamorðingjar
Í HNOTSKURN
»Þýski kvikmyndaiðnaðurinnvar einn sá öflugasti og for-
vitnilegasti í veröldinni fyrir
valdatöku nasista en eftir heims-
styrjöldina tók við langur Þyrni-
rósarsvefn. En í kringum 1970
kom hópur ögrandi kvikmynda-
leikstjóra með skarpa sýn fram á
sjónarsviðið og gerbylti þýskri
kvikmyndagerð.
»Auk Fassbinders voru Wer-ner Herzog, Wim Wenders og
Volker Schlöndorff þeir leik-
stjórar sem leiddu byltinguna.
ÞAULSETA Fassbinders að leikstýra Berlin Alexanderplatz. Myndin er
fimmtán og hálfrar klukkutíma löng og líklega er skynsamlegra að horfa á
hana í bútum enda var hún seinna gerð að sjónvarpsþáttaröð, en hún telst
lengsta bíómynd með söguþræði sem gerð hefur verið.
Reuters
Ævi og ástir Berlínarbúa
BENAZIR Bhutto, fyrrum forseti
Pakistan, krefst afsagnar Ejaz ul-
Haq, trúarmálaráðherra landsins,
sem sagði að ef sjálfsmorðs-
sprengjuárás yrði gerð á Salman
Rushdie væri það réttlætanlegt í
augum múslima, en riddaratign
Rushdie hefur valdið miklum deil-
um og endurvakið það andrúmsloft
sem ríkti þegar Ayatollah Kho-
meini setti fatwa á rithöfundinn
bresk-indverska.
Bhutto, sem er í útlegð, sagði Ul-
Haq hafa gert ímynd bæði íslam og
Pakistan mikinn óleik með því að
hvetja til morða á erlendum rík-
isborgurum.
Fjölskylduerjur, pólitík
og bókmenntir
Kergjan á milli þeirra tveggja á
sér þó langa sögu, því hana erfðu
þau frá feðrum sínum. Fyrir þrjátíu
árum steypti Mohammad Zia ul-
Haq, faðir Ejaz, Zulfiqar Ali
Bhutto, föður Benazir, úr stóli.
Rushdie skrifaði seinna bókina
Shame um pólitískt umrót í Pak-
istan og aðalpersónurnar eru aug-
ljóslega byggðar á umræddum
feðrum. Þá er sú mynd sem dregin
er upp af Pakistan í Miðnæturbörn-
unum, einni sinni merkustu bók,
ekki fögur, en þar er Pakistan lýst
sem landi forpokaðra siðapostula.
Osama fyrir Salman
Í kjölfar riddaratignar Rushdies
hafa samtök öfgatrúarmanna í
Pakistan ákveðið að heiðra Osama
bin Ladan með titlinum Saifullah,
sverði Guðs.
Miðað við fyrri bækur Rushdie
kæmi svo alls ekkert á óvart ef bin
Laden myndi rata í einhverja fram-
tíðarskáldsögu hjá Sir Salman
Rushdie.
Rushdie í
fjölskyldu-
deilum
Benazir Bhutto ver
Salman Rushdie
Ósáttur Meðlimur Awami Tehrik-
flokksins mótmælir í Karachi.
KAMMERKÓR Suðurlands er ný-
kominn heim úr vel heppnaðri
söngför til Alsace í Norðaustur-
Frakklandi þar sem honum var
boðið að koma fram á fransk-
íslenskri menningarhátíð á vegum
menningarsamtakanna Alsace-
Islande. Forseti samtakanna er Ís-
landsvinurinn Catherine Ulrich,
sem hefur heimsótt Ísland liðlega
þrjátíu sinnum á fimmtán árum, en
auk hennar var aðalskipuleggjandi
tónlistarvikunnar vísindamaðurinn
Elisabeth Rechenmann, búsett í
Barr.
Kammerkór Suðurlands, undir
stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar,
organista í Skálholti, hélt þrenna
tónleika á þremur stöðum í Alsace
og flutti nýja efnisskrá á hverjum
þeirra. Einsöngvarar með kórnum
voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Hrólfur Sæmundsson, en með í för
voru einnig hljóðfæraleikararnir
Kári Þormar, Jóhann Stefánsson,
Þorkell Jóelsson og Gunnar Þórð-
arson. Fyrstu tónleikarnir voru 5.
júní í St. Thomas-kirkjunni í
Strasbourg sem er eftirsótt til tón-
leikahalds. Þar frumflutti kórinn
Ave Maríu eftir Gunnar Þórðarson
tónskáld. Diddú og Hrólfur sungu
einsöng, tónskáldið lék með á gítar
og Kári Þormar á orgel. Kirkjan
var þéttsetin og meðal tónleika-
gesta voru fulltrúar borgarstjórn-
arinnar í Strasbourg. Kórinn hélt
aðra tónleika 8. júní ásamt Er-
anthis-kórnum í Protestante-
kirkjunni í Barr þar sem hvert sæti
var skipað. Eftir einsöngstónleika
Diddúar á laugardeginum var kom-
ið að síðustu tónleikum kórsins, nú
á fallegu svæði við garðinn Parc de
Wesserling, syðst í Alsace-héraði.
Gestir risu úr sætum í tónleikalok,
klöppuðu og hrópuðu bravó. Ís-
lenski þjóðsöngurinn var sunginn í
lok tónleikanna.
Tónlistarhátíðin í Alsace, þar
sem íslenskir flytjendur voru í að-
alhlutverki, heppnaðist vel.
Kammerkór Suðurlands á tónlistarhátíð í Frakklandi
Frumfluttu Ave Maríu
eftir Gunnar Þórðarson
Tónleikaferð Kammerkór Suður-
lands í Frakklandi.
16 SVEITARFÉLÖG á Norðurlandi
eystra hafa gert með sér samstarfs-
samning um menningarmál undir
merkjum Menningarráðs Eyþings,
sem eru samtök sveitarfélaga í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj-
arstjóri á Akureyri, er formaður
ráðsins. Hún segir aðalmarkmiðið
að efla menningarstarf á starfs-
svæði ráðsins og auka samstarf á
milli sveitarfélaga í málaflokknum.
Ríkið leggur til fjármagn til verk-
efnisins, hluti af því var áður á fjár-
lögum en töluvert fjármagn bætist
við auk þess sem sveitarfélögin
leggja líka sjálf til verkefnisins.
Hvaða sköpun kemur út úr þessu
segir Sigrún að sé enn óljóst. „Það
eru ótal tækifæri, við bíðum bara
eftir hugmyndunum. Við förum að
auglýsa eftir verkefnum í kringum
mánaðamótin. Við stöndum ekki
sjálf fyrir viðburðum heldur er
þetta byggt upp sem styrkja-
prógramm sem sveitarfélög, stofn-
anir, fyrirtæki og einstaklingar á
svæðinu geta sótt í.“
Þó hafa verið lagðar ákveðnar
línur fyrir fyrsta starfsárið. Þá mun
ráðið setja verkefni í forgang þar
sem áherslur eru á veturinn, sam-
starf bæði á milli byggðarlaga og
listgreina, nýsköpun í listum og
skapandi störf fyrir börn og ung-
linga.
Að verkefninu standa sextán
sveitarfélög og auk Sigrúnar eru í
ráðinu Björn Ingimarsson frá Þórs-
höfn, Erna Þórarinsdóttir úr Mý-
vatnssveit, Guðni Halldórsson frá
Húsavík, Ingibjörg Sigurðardóttir
fulltrúi Háskólans á Akureyri,
Valdimar Gunnarsson úr Eyjafjarð-
arsveit og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
úr Dalvíkurbyggð.
Þá verður á næstu dögum aug-
lýst staða menningarfulltrúa Ey-
þings sem mun annast daglega um-
sýslu fyrir ráðið, vinna að
þróunarstarfi í menningarmálum
og menningartengdri ferðaþjón-
ustu á Norðurlandi eystra, veita
ráðgjöf, vinna að kynningarmálum
og efla samstarf í menningarmálum
á svæðinu.
Menningarráð Eyþings
Menningarsamstarf á Norðurlandi eystra