Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HrafnkellThorlacius fæddist í Reykjavík 22. janúar 1937. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Thorlacius skóla- stjóri, f. á Djúpa- vogi 4. júlí 1900, d. 17. ágúst 1945, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius ritari, f. í Fremstafelli í Köldukinn í S.- Þing. 21. nóvember 1911. For- eldrar Sigurðar voru Ólafur Thorlacius læknir á Búlandsnesi, f. 11. mars 1869, Jónsson Thorla- cius prests í Saurbæ í Eyjafirði, og kona hans Ragnhildur, f. 31. október 1879, Pétursdóttir Eg- gerz, kaupmanns frá Akureyjum. Foreldrar Áslaugar voru Krist- ján, f. 29. janúar 1881, bóndi í Fremstafelli Jónsson, bónda í Hriflu í Ljósavatnshreppi og kona hans Rósa, f. 25. mars 1885, Guðlaugsdóttir bónda í Fremsta- felli. Systkini Hrafnkels eru Örn- ólfur, f. 9. september 1931, Krist- ín Rannveig, f. 30. mars 1933, Hallveig, f. 30. ágúst 1939 og Kristján, f. 30. október 1941, öll fædd í Reykjavík. Hrafnkell kvæntist hinn 19. apríl 1963 Kristínu Bjarnadóttur meinatækni og sagnfræðingi, f. 2. mars 1936. Foreldrar Kristínar voru Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi, f. 27. ágúst 1908, d. 28. janúar 1975, H. Guðnasonar gull- smiðs í Reykjavík og k.h. Nikól- ínu H. Sigurðardóttur, og Gunn- laug Briem, forstjóri Söfnunar- sjóðs Íslands, f. 13. desember 1902, d. 19. júní 1970, dóttir Vil- hnische Hochschule í Darmstadt í Þýzkalandi, lauk þaðan Dipl. Ing. prófi 1964 og stundaði fram- haldsnám við Nordplan í Stokk- hólmi 1969-70. Hrafnkell var arkitekt hjá Bygnadsministeriet í Kaup- mannahöfn 1964, starfaði á teiknistofu Peters Bredsdorff 1964-65 og hjá Skipulagi ríkisins 1965-72. Hann rak teiknistofu í Reykjavík frá árinu 1972 til dauðadags. Meðal verka Hrafnkels eru Hjónagarðar Háskóla Íslands 1971, skipulags- og bygginga- áætlun fyrir Vestmannaeyja- kaupstað eftir gosið 1973, skipu- lag Foldahverfis í Reykjavík 1982-86 ásamt Hilmari Ólafssyni, Verzlunarskóli Íslands 1981-85 ásamt Hilmari og verzlunarmið- stöðin Kringlan í Reykjavík 1982- 87 einnig ásamt Hilmari. Hrafn- kell teiknaði einnig allmargar opinberar byggingar utan Reykjavíkur, m. a. heimavistar- skóla í Varmahlíð í Skagafirði, Heppuskóla í Hornafirði og þjón- ustumiðstöðina í Skaftafelli. Hrafnkell hlaut 1. verðlaun í samkeppninni um teikningu Hjónagarða Háskólans, og hann fékk verðlaun eða viðurkenningu fyrir samkeppnistillögur að fleiri byggingum. Hrafnkatli voru falin marg- vísleg trúnaðarstörf fyrir ís- lenska arkitekta. Hann var for- maður Arkitektafélags Íslands 1975 og 1976, var í stjórn félags- ins 1977, í tímaritsnefnd 1967-69, laganefnd 1973-74 og samkeppn- isnefnd 1971-72 og 1975-76. Hann var enn fremur fulltrúi Arkitektafélagsins í fram- kvæmdanefnd um Nordisk Plan- möte árin 1976-87. Jarðarför Hrafnkels fór fram í kyrrþey, en minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 15. hjálms Briem, prests í Goðdölum og síðar á Staðastað og k.h. Steinunnar Pjeturs- dóttur Briem frá Valadal. Börn Hrafnkels og Kristínar eru: 1) Ragnhildur grunn- skólakennari, f. 4. janúar 1964, gift Birni Ægi Hjörleifs- syni vátrygginga- ráðgjafa, f. 26. ágúst 1963. Börn þeirra eru Kristín Lilja, f. 12. apríl 1990 og Vilhjálmur Atli, f. 19. desember 1994. 2) Steinunn erfðafræðingur, f. 3. júní 1966, gift Guðjóni Inga Eggertssyni umhverfisfræðingi, f. 2. marz 1967. 3) Gunnlaug félagsráðgjafi, f. 15. ágúst 1968, gift Sigurjóni Halldórssyni tæknimanni, f. 24. maí 1966. Börn þeirra eru Þór- unn Edda, f. 2. júlí 1990 og Hall- dór Hrafnkell, f. 16. september 1999. 4) Eggert Bjarni tölvunar- fræðingur, f. 1. júlí 1970, kvænt- ur Stefaníu Guðmundsdóttur ljósmóður og hjúkrunarfræðingi, f. 20. júlí 1973. Dóttir Hrafnkels og Sigrúnar Torfadóttur, f. 23. október 1938, d. 21. desember 1991 er Halla grunnskólakennari, f. 19. ágúst 1959. Hún ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum, Torfa Hjartarsyni, tollstjóra og ríkissáttasemjara, og konu hans Önnu Jónsdóttur, frá 1964 er Sigrún fluttist til Kanada. Halla er gift Sveinbirni Þórkelssyni grunnskólakennara, f. 27. desember 1959. Börn þeirra eru Hrafnkell, f. 7. desember 1982 og Anna, f. 10. apríl 1987. Hrafnkell varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956, nam arkitektúr við Tec- Hann var litli bróðir minn og mér þótti ofurvænt um hann. Og nú er hann dáinn. Hann var fjórum árum yngri en ég og ég man að mér gramdist við móður okkar þegar hún vildi ekki leyfa mér að passa hann ungbarn í vöggu. Sumarið sem hann var á fyrsta ári fóru foreldrar okkar til Parísar og við systkinin vorum í fóstri hjá afa og ömmu. Litli, sæti, ljóshærði kút- urinn sem brosti við öllum, Örnólfur spekingurinn sífellt með vísdómsorð á vör og svo aumingja ég sem sagði sí og æ við ömmu: mamma segir þetta aldrei, mamma gerir ekki svona. Þegar foreldrarnir sneru heim var sá litli orðinn svo ánægður í vistinni að hann vildi helst ekki fara frá afa og ömmu. Hann var blíður og viðkvæmur í bernsku og þegar litla systir okkar var skömmuð var það hann sem grét. Með aldrinum lærði hann að fela viðkvæmnina bak við dálitla kaldhæðni, en hann var ekki illkvitt- inn þótt hann gæti verið svolítið stríðinn. Ég held hann hafi verið lík- ur Ólafi afa okkar bæði í útliti og skaphöfn. Svo var hann vel hag- mæltur eins og hann átti auðvitað kyn til, þótt ekki væri hann latínu- skáld eins og gamli maðurinn, en það hefur sennilega verið af því að hann var stúdent úr stærðfræðideild og kunni því lítið í latínu. Hrafnkell lærði arkitektúr í Þýskalandi og víðar og var frábær arkitekt eins og verk hans bera vitni um. Ég er viss um að tónleikahúsið við Reykjavíkurhöfn hefði orðið stórglæsilegt ef farið hefði verið að hugmyndum hans. En það verður víst aldrei á allt kosið. Rögnvaldur minn sagði líka að Hrafnkell hefði sett þennan turn á Kringluna af því að hann hefði alltaf langað til að teikna kirkju. Hann átti í erfiðu sjúkdómsstríði en hann kvartaði aldrei. Líka þá færði lífið honum margar ánægju- stundir, þau hjón fóru ásamt vina- fólki til Kúbu um það leyti sem hann varð sjötugur og nú um páskana komust þau til Rómar. Hann fékk að njóta þess að samfagna dótturdóttur sinni eftir stúdentspróf í vor. Síðustu vikurnar voru þó bróður mínum örðugar, en hann átti ynd- islega samhenta fjölskyldu og hann var bókstaflega umvafinn ást og um- hyggju barna sinna og tengdabarna og barnabarna – svo ég tali nú ekki um hana Kristínu mágkonu mína. Þetta vissi hann vel og mat, og síð- ast þegar við töluðum saman rædd- um við einmitt um það hvað við ætt- um góð og falleg barnabörn. Með sorg í hjarta og þakklátum huga kveð ég litla bróður minn og bið honum blessunar og velfarnaðar á ókunnum leiðum. Kristín R. Thorlacius. Ég hef misst hann stóra bróður minn, sem grét víst alltaf meira en ég sjálf þegar ég meiddi mig. Ég hef líka misst náinn vin og verndara og sakna hans meira en orð fá lýst. Það var margt um manninn í Suð- urgötunni á heimili Hrafnkels bróð- ur míns síðustu dagana sem hann lifði. Kristín, börnin, tengdabörnin og barnabörnin fylltu húsið af kyrr- látri hlýju, vinir og ættingjar streymdu út og inn. Það var kaffi á könnunni, vöfflur með rjóma og fiskisúpa í potti. Sumarsólin skein inn um gluggann og birtan lék um sjúkrarúmið sem stóð þarna í miðri stofunni. Allt var einhvern veginn svo eðlilegt og blátt áfram. Dauðinn hafði barið að dyrum og fyrst hann var óumflýjanlegur var honum líka boðið í kaffi og vöfflur. Meira að segja börnin vöndust nærveru dauð- ans smám saman með vissum hætti. Ætli þau séu ekki bara systkin, ást- in og dauðinn? Þegar dauðinn nálg- ast kemur ástin hlaupandi með sínar líknandi hendur. Hann var lukkunn- ar pamfíll hann bróðir minn að eiga svona fjölskyldu og fá að deyja um- vafinn ást hennar og umhyggju, fyrst á annað borð hann fékk ekki að lifa lengur. Hann hafði annars svo mikið að lifa fyrir. Hann var flinkur arkitekt og búinn að vinna mörg afrek við teikniborðið, t.d. teiknaði hann Kringluna og Verslunarskólann. Hann átti marga og óvenjuskemmti- lega vini sem héldu hópinn gegnum þykkt og þunnt. Sjálfur var hann hrókur alls fagnaðar, greindur, fyndinn og orðheppinn. Þau hjónin höfðu gaman af að ferðast og fóru gjarnan til fjalla með Náttúrufræði- félaginu eða brugðu sér eitthvert lengra – til Kúbu, til Prag, til Róm- ar … Hann var mikill göngugarpur, alltaf á iði og settist ekki upp í bíl ótilneyddur. Hann var einn af fáum sinnar kynslóðar sem aldrei tók bíl- próf. Það var hans lífsstíll. Margir eiga sjálfsagt mynd af honum í minningunni þar sem hann gekk hnarreistur niður Laugaveginn, svo- lítið útskeifur, með vindinn í frakka- löfunum. En mestu máli fyrir hann skipti þó hans stóra og samheldna fjölskylda, Kristín, börnin fimm, tengdabörnin, barnabörnin sex, bráðum sjö og Áslaug móðir okkar. Það var erfitt fyrir hann að kveðja þetta allt og ég fylgdist með því af aðdáun hvernig hann mætti and- streyminu með æðruleysi og mann- legri reisn sem maður skilur ekki hvaðan er fengin. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir að eiga slíkan afbragðs bróður sem Hrafnkell hefur verið mér í gegnum lífið. Kristínu, Höllu, Ragnhildi, Steinunni, Gunnlaugu, Eggert, barnabörnunum öllum og Áslaugu móður okkar sendi ég samúðar- kveðjur frá mér, Ragnari, Guðrúnu, Loga, Helgu, Elíasi, Söru og Úlfi. Hallveig Thorlacius. Ég held að flestir skólafélagarnir hafi þekkt Hrafnkel, meðan við vor- um samtímis í MR. Hann var þessi náungi, sem teiknaði skopmyndir og stóð upp á málfundum til að gera spaugilegar athugasemdir við mál- flutning félaganna, eða koma með óvænt sjónarhorn. Seinna átti ég eftir að kynnast honum betur, eftir að hann giftist Kristínu systur minni, honum og allri fjölskyldunni, ömmu Áslaugu, sem fór létt með að vera líka amma barnanna minna, systkinunum og þeirra fólki. Hrafnkell reyndist afburða uppal- andi, hafði sérstakt lag á krökkum, sem ég leyfi mér að rekja til kenn- ara-gensins í fjölskyldunni. Stund- um þegar allt var upp í loft í krakka- Hrafnkell Thorlacius Elsku pabbi minn og bróðir okkar, ÞORKELL Þ. SNÆDAL frá Skjöldólfsstöðum, er látinn. Jarðsett verður í kyrrþey. Elín Þóra Þ. Snædal og systkini Þorkels. ✝ Systir mín og frænka okkar, NÍNÍ JÓNSDÓTTIR ANDERSEN, fædd 1913, andaðist í New Jersey, fimmtudaginn 21. júní. Bryndís Jónsdóttir, Herdís Snæbjörnsdóttir, Jónas Snæbjörnsson, Þórdís Magnúsdóttir, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Sigurður Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir, ELÍAS KRISTJÁN HELGASON, Suðurhvammi 5, Hafnarfirði, lést þann 18. júní. Útförin verður auglýst síðar. Gemma Marissa Helgason, Rizza Fay Elíasdóttir, Helgi Severino Elíasson, Þorkell Helgason, Valur Helgason, Helga Helgadóttir, Anna María Helgadóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, tengdasonur og afi, EINAR S. ÓLAFSSON framkvæmdastjóri, Háholti 6, Garðabæ, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 22. júní. Inga Jóna Andrésdóttir, Ásta Sigríður Einarsdóttir Finnbogi V. Finnbogason, Elínborg Einarsdóttir, Örn Þórðarson, Ólafur J. Einarsson Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Sigríður Williamsdóttir, Andrés Guðmundsson og barnabörn. ✝ Maðurinn minn, Haraldur Bjarnason fv. bóndi, Stóru-Mástungu I, Réttarheiði 36, Hveragerði, lést 23. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Haraldsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG KJARTANSDÓTTIR CASSATA, Sóleyjargötu 29, Reykjavík, sem lést í Sóltúni laugardaginn 23. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 29. júní kl. 15:00 Frank Arthur Cassata, Sigfús Bl. R. Cassata, Guðlaug Þórólfsdóttir, Sighvatur Bl. F. Cassata, Sigrún Einarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.