Morgunblaðið - 26.06.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 26.06.2007, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ • Glæsileg hönnun • Álklæðning og harðviður að hluta • Álklæddir timburgluggar • Húsin þarfnast lágmarksviðhalds • Fullbúin eða skemmra á veg komin að innan Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is Einbýlishús 4ra–5 herbergja Egilsstaðir Reyðarfjörður Þú getur lagt frá þér reiknigræjurnar, það þarf ekkert að skera niður, mínir menn eru bún- ir að finna sökudólgana sem valdið hafa hruni þorskstofnsins. VEÐUR Nú eru nýir ráðherrar að koma sérfyrir í ráðuneytum sínum.     Ráðherrar koma og fara,“ sagðiSir Humphrey Appleby, sem Nigel Hawthorne lék snilldarlega í þáttunum Já, ráðherra. Sir Humphr- ey áleit það skyldu sína að vernda stjórnsýsluna fyrir niðurskurðar- áformum ráðherrans Jims Hackers, enda væri hann sífellt í vinsælda- poti eins og aðrir stjórnmálamenn.     Það kom velfram í sam- ræðum hans og Bernards Woll- eys, aðstoð- armanns ráð- herrans, sem gætti þess jafnan að sigla á milli skers og báru í þessum átökum.     Ráðherrar endast að meðaltali ell-efu mánuði í ráðuneytum sín- um,“ sagði Sir Humphrey ábúðar- fullur, enda ekki lítið í húfi. Svo talaði hann um það með hryllingi hvernig tilveran væri ef ráðherrar færu um allt og spöruðu opinbert fé af miklu ábyrgðarleysi. Og gaf lítið fyrir vilja ráðherrans í þeim efnum.     Sjáðu til, Bernard, skylda okkar erað aðstoða ráðherrann við að berjast fyrir fjárveitingum til ráðu- neytis síns þrátt fyrir viðbrögð hans, sem einkennast af taugaspennu,“ sagði Sir Humphrey. „Eigum við þá að hjálpa honum að komast yfir taugaspennuna?“ spurði Bernard. „Nei, nei, leyfum honum að fara á taugum. Stjórnmálamönnum finnst gott að fara á taugum. Þeir þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. Það kem- ur í stað árangurs. Við þurfum bara að tryggja að það breyti engu.“     Nýir ráðherrar eru að koma sérfyrir í ráðuneytum sínum. En hafa þeir nógu skýra sýn til að ná ár- angri? Annars breytir það engu. STAKSTEINAR Sir Nigel Hawthorne Ráðherrar og stjórnsýslan SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  *(!  + ,- .  & / 0    + -              !""# "   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    $ %            $ %   :  *$;<                              !   "  " *! $$ ; *! &$#  '  #  (  " %)" =2 =! =2 =! =2 &('  *  +,"-  <>2?         =7    .'#   % # -  # "/ 0 "  / =   1'   /0  "   " 2 " 2  3       #4 "/   5 " 6 + 3   6 #  " " ) / 1   " 2#   3      /.      3  #   #   " 2 "   / 78 $"44  "%$9 " %"*  3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C /  3 / / / / 2 2 / 2 2   / 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gestur Guðjónsson | 25. júní 2007 Snilldardagur í gær Við hjónaleysin fórum í göngutúr um Elliðaárdalinn í gær í þvílíkri blíðu. Þar mættum við mörgum sem voru að hreyfa sig af því að þeir voru eins og þeir voru, en ekki síður mörgum sem voru eins og þeir voru af því að þeir hreyfa sig. Ég er einhversstaðar þarna í báð- um hópum. Meira: gesturgudjonsson.blog.is Anna Ólafsdóttir Björnsson | 25. júní Dóttur minni brá Hún trúði því alveg að ég hefði spreyjað þvottavélina bleika. Mér fannst það nú óþarfa áhyggjuefni, þangað til ég mundi allt í einu eftir því þeg- ar ég fékk nóg af plastfurueldhús- innréttingunni okkar, sem hékk til bráðabirgða í eldhúsinu í 20 ár. Eina nóttina tók ég rúllu af sjálflímandi plasti og límdi yfir allar hurðarnar á eldhúsinnréttingunni, bleikt, nema ein hurðin fékk að vera lillablá. Meira: annabjo.blog.is Hildur Sif Kristborgardóttir | 25. júní Svitalykt Svo fórum við á Barinn og smelltum okkur á dansgólfið og vá þvílíka svitalyktin sem var þar að ég var að kafna, gat hreinlega ekki verið þar inni. Algjör við- bjóður, þá held ég að reykingalyktin sé mun skárri en að finna svitalykt- ina af fólkinu. Við vorum án gríns al- veg að kafna, gátum þetta hreinlega ekki. Fórum af Barnum og ég fór heim og mér fannst ég lykta af svita frá öðrum, ekki gott. Meira: belle.blog.is Ragnhildur Sverrisdóttir | 25. júní 2007 Jarðarber jörðuð Síðdegis hjóluðum við mæðgur allar niður í Mörk, til að kaupa kryddjurtir, sum- arblóm og blómapotta. Systur vissu alveg er- indið, en þegar við vor- um komnar á staðinn sneri Margrét sér að mér og sagði: „Þetta er miklu leiðinlegra en ég hélt.“ Ég sagði henni að við værum nú bara komnar til að kaupa nokkra hluti og þetta ætti sosum ekki að vera neitt sérlega skemmtilegt, en þá sagði hún, frekar pirruð: „Ég vissi alveg að þetta væri mjög leiðinlegt, en þetta er ennþá leiðinlegra en ég hélt!“ Hún var nú búin að taka gleði sína í kvöldmatnum og þær systur uml- uðu af hamingju á meðan þær borð- uðu uppáhaldseftirréttinn, jarðarber með sykri og rjóma. Margrét spurði um jarðarber, hver hefði „byrjað á þeim“ og vonaði að það væru Ítalir (hún bindur miklar vonir við vænt- anlega Ítalíuferð fjölskyldunnar og vísar oft til þess að Ítalir hafi „byrj- að á“ pizzum og rjómaís). Eftir fjör- ugar umræður um jarðarber sagði Margrét: „Eru jarðarberin jörðuð þegar þau deyja?“ Henni og systur hennar fannst þetta sjúklega fyndið og hlógu svo rjóminn frussaðist út úr þeim. Stuttu síðar ætlaði ég að bæta um betur með einhverjum lömuðum brandara um berjatínslu og jarð- arfarir. Þá sló mikilli og vandræða- legri þögn á gengið. Svo hallaði El- ísabet sér að mér og sagði, mjög alvarleg: „Þetta var ekki neitt fyndið hjá þér.“ Það komment hennar kall- aði hins vegar á nýtt hláturskast og rjómafruss. Á morgun eru prinsessurnar of uppteknar til að fara á leikskólann, þær eru að fara til tannlæknis klukkan ellefu, í klippingu klukkan eitt og svo á fótboltaæfingu klukkan fjögur. Þær sjá reyndar fram á að ná útiverunni á leikskólanum áður en þær fara í fótboltann. Og nú eru þær farnar að gæla við að komast í fót- boltaskóla á meðan leikskólinn er lokaður. Mér sýnist allt stefna í að þetta sumar, kannski næsta, verði hið síðasta sem fjölskyldan kemst til útlanda. Við verðum líklega að verða okkur úti um fellihýsi og eyða öllum sumrum hér eftir í hin aðskiljanleg- ustu fótboltamót um allt land. Meira: ragnhildur.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.