Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 38
Á einu af kaffihúsum borg-arinnar rakst ég á útgáfuaf tímaritinu Stíl frá síð-
asta ári og fletti þar upp á ágætis
viðtali við Hlaðgerði Írisi Björns-
dóttur. Hlaðgerður þessi er list-
málari sem málar í ljósmynda-
eða ofurraunsæisstíl og vakti það
sérstaka athygli mína þegar hún
gaf í skyn um mitt viðtalið að slík
raunsæismálverk væru tabú. Rifj-
aðist þá upp fyrir mér samskonar
yfirlýsing Þuríðar Sigurðar-
dóttur, sem einnig málar í
raunsæisstíl, í viðtali ekki löngu
áður. Nú hafa ekki margir lista-
menn útskrifast frá LHÍ síðast-
liðin 5-6 ár sem einbeita sér
markvisst að málverki og ef eitt-
hvað er þá er raunsæismálverk
nokkuð áberandi þeirra á meðal.
Fyrir utan Hlaðgerði og Þuríði
hefur Aron Reyr, eiginmaður
Hlaðgerðar, fengist við þess hátt-
ar málverk og síðast er ég vissi
notaði Markús Örn Antonsson
ljósmynda- eða ofurraunsæi út frá
forsendum rýmis. Ef ég rifja síð-
an upp listamenn sem hafa sinnt
málverkinu í enn lengri tíma þá
málar Þorri Hringsson í þessum
raunsæisstíl, margar vatnamyndir
Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar
mætti flokka sem ljósmynda- eða
ofurraunsæi sem og frásagna-
myndir Kristins G. Harðarsonar
og vissulega má hengja þessa
skilgreiningu utan á skugga-
myndir Sigurðar Árna Sigurðs-
sonar. Af hverju ætli þetta sé þá
tabú?
Ljósmyndaraunsæi (Photoreal-ism) var fyrst skilgreint sem
liststefna af Louis K. Meisel árið
1970 með bandaríska listamenn á
borð við Richard Estes, Chuck
Close og Don Eddy í broddi fylk-
ingar, en þeir höfðu um árabil
málað af nákvæmni eftir ljós-
myndum þannig að strúktúr og
yfirborð voru í forgrunni í stað
áferðar eða efniskenndar. Þess
má geta að á sama tíma voru list-
málarar frá Evrópu eins og Mal-
colm Morley (Bretland), Franz
Gertsch (Þýskaland), Gerhard
Richter (Þýskaland) og Vija
Celmins (Lettland/Bandaríkin) að
fást við álíka hluti. Algeng mótíf
ljósmyndaraunsæis eru: Fólk við
hversdagslegar aðstæður, húsa-
og götumyndir, landslag ásamt
einhverju manngerðu, hlutir og
landslag í nærmynd og yfirborð
hluta eða fyrirbæra (s.s. krumpur
í klæðum, gárur á vatni o.s.frv.).
Póstmódernisminn hleypti svo
af stað annarri bylgju af ljós-
myndaraunsæi á tíunda áratugn-
um með listamönnum eins og
Bertrand Meniel (Frakkland),
Roberto Bernardi (Ítalía) og
Raphaellu Spence (Bretland/
Ítalía) í fararbroddi og var þá
sérstaklega áberandi í Evrópu.
Nú á 21. öldinni, eftir að tölvu-
tæknin bættist við sem hjálp-
arhella við nákvæmnisvinnu, er
heill hellingur af listamönnum
sem vinna á þessum nótum, oft
undir formerkjum ofurraunsæis
(hyperealism/superrealism), sem
er í grunninn það sama og ljós-
myndaraunsæi. Þekktir ofur-
raunsæislistamenn eru til að
mynda Jacques Bodin (Frakk-
land), Karin Kneffel (Þýskaland),
Lisa Milroy (Bretland) og mynd-
höggvarinn Ron Mueck (Bret-
land).
Ljósmyndaraunsæi var stimpl-að tabú um leið og það kom
fram á sjónarsviðið í Bandaríkj-
unum því margur tók málverkinu
illa eftir áratuga yfirráð ab-
strakt-expressjónismans. Mál-
verkin þóttu kaldræn samanborið
við það sem á undan var gengið
og fjarlæg raunveruleikanum
þótt þau sýndu nákvæma eftir-
mynd af honum. Þ.e. þessi vinnu-
aðferð gefur ekki áþreifanlega
mynd af umhverfinu sökum þess
að listmálararnir eru að líkja eft-
ir ljósmyndum. Þeir mála mynd
af mynd af umhverfi.
Ég get vel ímyndað mér að
Hringur Jóhannesson, sem er Ís-
lendingum kunnastur fyrir slíkt
raunsæi, hafi upplifað það tabú,
enda stóð listamaðurinn utan við
þær tvær meginstefnur sem réðu
á Íslandi á hans tíma, þ.e. konk-
retmálverkið og lýrísku hug-
myndalistina.
Í dag virðist tabúisminn aftur á
móti hafa fest við ljósmyndaraun-
sæið, annars vegar sem goðsögn
og hins vegar sem varnagli. Þess
vegna er mér mikil ánægja að
lýsa yfir að ljósmynda- og ofur-
raunsæi er allt annað en tabú. Og
ef eitthvað er, þá er það í bull-
andi tísku.
Þetta með ljósmyndaraunsæið
» Þess vegna er mérmikil ánægja að
lýsa yfir að ljósmynda-
og ofurraunsæi er allt
annað en tabú. Og ef
eitthvað er, þá er það í
bullandi tísku.
Sjórinn Þetta raunsæismálverk frá árinu 1977 eftir lettnesku listakonuna
Viju Celmins sýnir yfirborð hafsins í svarthvítu.
ransu@mbl.is
AF LISTUM
Jón B.K. Ransu
Raunsæi Estes er meðal allra færustu raunsæismálara. Verkið Central
Savings er borgarmynd eins og hún birtist þegar maður horfir á rúðu.
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
eee
L.I.B, Topp5.is
eee
FGG - FBL
eee
T.V. - kvikmyndir.is
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
Premonition kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10
The Last Mimzy kl. 6
Premonition kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 12 ára
Fantastic Four 2 kl. 6 - 8.20 - 10.30
The Hoax kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12 ára
28 Weeks Later kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára
Shrek 3 m. ensku tali kl. 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10
Shrek 3 m. ensku tali kl. 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 LÚXUS
Shrek 3 m. ísl. tali kl. 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10
Fantastic Four 2 kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
Hostel 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 18 ára
The Last Mimzy kl. 3
Spider-Man 3 kl. 5 B.i. 10 ára
- Kauptu bíómiðann á netinu
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
“...besta sumar-
afþreyingin til þessa.”
eee
MBL - SV
SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU
MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SANDRA
BULLOCK
MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI?
eee
Ó.H.T - Rás 2eeee
L.I.B. - Topp5.is
eeee
H.J. - MBL
QUENTIN
TARANTINO
KYNNIR
eee
D.V.
GABBIÐ
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU
LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
eeee
- H.J., Mbl
eeee
- Blaðið
eeee
- L.I.B., Topp5.is
eeee
- K.H.H., FBL
MÖGNUÐ
SPENNUMYND
UM KONU SEM
MISSIR EIGIN-
MANN SINN
Í BÍLSLYSI...
EÐA EKKI?
“Grípandi atburðarás og vönduð
umgjörð, hentar öllum”
eee
Ó.H.T. - Rás 2