Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 17 AKUREYRI Eftir Gunnar Gunnarsson Egilsstaðir | Gallerí Bláskjár og Te & kaffi stóðu fyrir lautarferð í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á Jónsmessunni. Er þetta nýbreytni í bæjarlífinu á Egilsstöðum og þótti takast vel. Í garðinum var boðið upp á and- litsmálun, söguhorn, léttar veit- ingar og myndlistarsamkeppni, svo nokkur atriði séu nefnd til sög- unnar. Þá var gönguferð um Egils- staði með leiðsögn á sunnudags- kvöldið. Ekki var annað að sjá en gestir kynnu vel að meta þessa nýbreytni. „Mjór er mikils vísir og ég held að þetta sé komið til að vera,“ sagði Jón Gunnar Axelsson, kennari og áhugaleikari, sem þátt tók í laut- arferðinni. Rosabaugur myndaðist utan um sólina yfir svæðinu. „Það er dul- úðarveður. Ég held ég hafi einu sinni áður séð svona baug hérna, það var þegar við sýndum Draum á Jónsmessunótt í Selskógi,“ sagði Jón Gunnar. Garðurinn of lítið notaður Svandís Egilsdóttir frá Galleríi Bláskjá kvaðst hafa viljað nota garðinn meira. „Mér finnst garð- urinn rosalega fínn og of lítið not- aður. Ég vona að þetta opni augu fólks fyrir því. Við eigum að nota þau tækifæri sem við höfum til að gera lífið skemmtilegra og þurfum ekki alltaf að fara langt eða gera mikið til þess,“ sagði Svanhvít, og var ánægð með daginn. Eigum að nota tækifærin Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Lautarferð Sögulundur var vinsæll áfangastaður hjá þeim íbúum sem fóru í lautarferð í Tjarnargarðinum. Förðun Andlitsmálun virðist vera ómissandi liður á öllum hátíðum sem börn taka þátt í. Skemmtu sér í lautarferð í Tjarnargarðinum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tekur bærinn við rekstri vallarins? LENGI hefur verið rætt um að lengja flugbrautina á Akureyrarflugvelli og í umræðum bæjarstjórn á dögunum kom fram að bærinn hefði áhuga á að taka að sér rekstur vallarins af Flugstoðum, ef brautin yrði lengd og að- stæður bættar. Þetta myndi bærinn gera til þess að efla starfsemina og markaðssetja völlinn enn frekar erlendis en gert hefur verið til þessa, í því skyni að fjölga ferðamönnum og efla ferðaþjónustu á svæðinu almennt. BEINU flugi Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar í vor hefur verið mjög vel tekið meðal Ak- ureyringa og nærsveitunga, skv. upplýsingum frá Iceland Express. Félagið hóf beint flug milli þess- ara staða í fyrrasumar og nú hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju. Flogið er tvisvar í viku, á mánudög- um og miðvikudögum, frá júníbyrjun til ágústloka. Þegar er orðið uppselt í sex ferðir og í 15 til viðbótar hafa 90% sæta þegar verið seld. Nú er svo komið að einungis á eftir að selja um fjórðung allra miða í sumar, skv. upplýsingum fyrirtækisins. Töluverð söluaukning er milli ára, þrátt fyrir að sætanýting hafi verið góð síðastliðið sumar. Mest er aukn- ingin í júlí, þar sem nær fjórðungs aukning er í seldum sætum milli ára. Seldum sætum í ágúst hefur einnig fjölgað umtalsvert frá því í fyrra, eða um rúm 14%. Enn sem komið er eru Íslendingar í meirihluta þeirra sem ferðast á þessari leið en þó hefur erlendum ferðamönnum sem nýta sér þennan möguleika farið ört fjölgandi. Sem dæmi má nefna að þegar hafa vel á annað þúsund Danir ferðast með Iceland Express til Akureyrar eða pantað sér miða á flugleiðinni í sum- ar. Skv. upplýsingum Iceland Ex- press hefur félagið ráðist í umfangs- mikla kynningu á Akureyri og Norðurlandi almennt í Danmörku að undanförnu sem virðist hafa skilað sér í auknum áhuga á þessum nýja valkosti í ferðaþjónustu þar í landi. „Það er afar ánægjulegt að sjá hvernig Akureyrarflugið er að festa sig í sessi. Viðtökurnar voru góðar síðasta sumar og enn betri í ár, sem sýnir að Norðlendingar kunna vel að meta þjónustu okkar. Það hefur ver- ið keppikefli Iceland Express frá upphafi að gera öllum Íslendingum fært að ferðast til útlanda óháð efna- hag og búsetu og það er okkur því sönn ánægja að geta eflt þjónustu okkar við íbúa Norðurlands með því að halda áfram Kaupmannahafnar- fluginu frá Akureyri nú í sumar. Við vonum jafnframt að bein tenging fjórðungsins við útlönd verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og munum leggja mikla áherslu á kynningu erlendis á því sem Norðurland hefur upp á að bjóða,“ segir Matthías Imsland, for- stjóri Iceland Express. Kartan Lárusson, framkvæmda- stjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, segir beina flugið hafa mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. „Það er ekki síður mikilvægt fyrir mannlífið hér sem verður miklu margbreytilegra. Það að Iceland Express flýgur nú einnig beint milli Egilsstaða og Kaup- mannahafnar styrkir mjög Akureyr- arflugið – og það er nú þegar orðið mjög vinsælt að fljúga frá Kaup- mannahöfn til Egilsstaða, ferðast um Austur- og Norðurland og fljúga svo út frá Akureyri,“ segir Kjartan. Margir nýta sér flugið til Kaupmannahafnar Í HNOTSKURN »Flugfélagið Iceland Ex-press var stofnað árið 2003 og flýgur nú frá Íslandi til 13 borga víðsvegar í Evrópu frá Keflavík, en er einnig með áætlunarflug í sumar frá Akureyri og Egilsstöðum til Kaupmannahafnar. SIGURPÁLL Geir Sveinsson, GKJ, fyrrverandi Íslandsmeistari, sigr- aði í karlaflokki án forgjafar á Arc- tic Open-mótinu í golfi á Akureyri um helgina, og Halla Berglind Arn- arsdóttir, GA, í kvennaflokki. Gamla knattspyrnukempan Ásgeir Sigurvinsson, sem jafnan sveiflaði vinstri fætinum með góðum árangri í eina tíð, sigraði í keppni með for- gjöf og varð Arctic-meistari. Ein milljón króna safnaðist á mótinu og rennur féð til útivistar- klúbbsins Klakanna sem er sam- starfsverkefni Sjálfsbjargar og Íþróttafélagsins Akurs á Akureyri. Héðan í frá verður árlega safnað fé til góðs málefnis meðan á mótinu stendur. Fjáröflunin fór þannig fram að á 18. braut vallarins gafst kepp- endum tækifæri til að leggja 1.000 kr. til verkefnisins, sem langflestir gerðu. Þeir slógu síðan af teig og freistuðu þess að hitta inn í hring sem markaður var á flötinni við klúbbhúsið. Samstarfsfyrirtæki GA tífölduðu upphæðina í hvert skipti sem þetta tókst. Engum tókst að fara holu í höggi á 18. braut, en við það hefði ein milljón króna bæst í sjóðinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sjá roðann í norðri Keppandi á Arctic Open-mótinu slær af 18. teig að- faranótt laugardagsins. Sólar naut ekki lengi seinni nóttina að þessu sinni. Söfnuðu einni milljón króna AUSTURLAND Egilsstaðir | Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi, JEA 2007, hefst á morg- un, miðvikudag. Í tilefni af tuttugu ára afmæli hátíðarinnar verður enn meira lagt í dagskrána en fyrr. Jasshátíðin er haldin á Egils- stöðum, í Nes- kaupstað og á Seyðisfirði og að þessu sinni bætist við dagskrá á Eskifirði. Jasshátíðin hefst með tónleik- um á Hótel Hér- aði á Egilsstöðum annað kvöld. Næstu tónleikar verða á Hótel Eg- ilsbúð í Neskaupstað á fimmtudags- kvöld. Stórtónleikar verða í Herðu- breið á Seyðisfirði á föstudagskvöld. Þar koma fram James Carter saxó- fónleikari, Deitra Farr blússöngkona og The Riot. Deitra Farr kemur einn- ig fram á tónleikum í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á laugardag kl. 14 ásamt Andreu Gylfa- dóttur, The Riot og Gospelkór Fjarðabyggðar. Frumkvöðull heiðraður Afmælistónleikar JEA 2007 verða á Egilsstöðum á laugardag, fyrir utan verslun Kaupfélags Héraðsbúa, og hefjast klukkan 14. Þar verður Árni Ísleifsson, frumkvöðull hátíðarinnar, heiðraður og fjöldi listamanna kemur fram. Reynt verður að ná upp karni- valstemningu í kringum hátíðina á Egilsstöðum. Stuðbandið Jagúar heldur svo uppi fjörinu um kvöldið. Auk fjölda þekktra gesta munu tónlistarmenn af Austurlandi skipa veglegan sess í dagskrá hátíðarinnar, meðal annars undir merkjum Djass- smiðju Austurlands. Jasshátíð haldin í fjórum þorpum Blúsdrottningin Deitra Farr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.