Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 39 Sýnd kl. 10 B.i. 18 ára QUENTIN TARANTINO KYNNIR eee D.V. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10www.laugarasbio.is -bara lúxus Sími 553 2075 www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á eee D.V. Premonition kl. 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10 Hostel 2 kl. 8 - 10 B.i. 18 ára The Invisible kl. 6 B.i. 14 ára 28 Weeks Later kl. 10.30 B.i. 16 ára Lives of Others kl. 5.30 - 8 B.i. 14 ára Sýnd kl. 4, 6 og 8 Með íslensku tali Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Með ensku tali “...besta sumarafþrey- ingin til þessa.” eee MBL - SV SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. SANDRA BULLOCK SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI? MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI... EÐA EKKI? “...besta sumar- afþreyingin til þessa.” eee MBL - SV “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 ÓLÍKT því sem spakmæli fullyrða er ekki allt í heiminum hverfult. Það vissu til dæmis allir sem eitthvað vissu um bíómyndir að Shrek hinn þriðji færi beint á topp allra aðsókn- arlista um leið og hann mætti í bíó. Rúmlega 14 þúsund manns hafa séð nýjasta ævintýri græna tröllsins fyrstu fimm dagana og yfir helgina fékk hún nærri nífalda aðsókn á við næstu mynd, Ocean’s Thirteen, sem þó getur ágætlega við unað með rúma 13 þúsund gesti á þremur vik- um. Þrátt fyrir þetta virðist þriðja Shrek-myndin ekki ætla að slá for- vera sínum við enda er önnur mynd- in langvinsælasta teiknimyndin síð- an Mjallhvít kastaði upp eplinu. Hin fjögur fræknu og brimarinn silfraði geta líka ágætlega við unað í þriðja sætinu en Sandra Bullock sleikir sárin eftir að ný mynd henn- ar, dramaþrillerinn Premonition, náði einungis fjórða sætinu í fyrstu viku og virðist sem þeir dagar sem leikkonan tældi fólk í bíó séu liðnir. Pirates of the Carribean: At World’s End er enn sem komið er langvinsælasta mynd sumarsins með rúmlega 50 þúsund áhorfendur og Kóngulóarmaðurinn klifrar næst- ur langt á eftir en þriðja myndin hans hefur veitt rúmlega 30 þúsund gesti í net sitt. Neðar á listanum vekur athygli að gæðamyndirnar Zodiac og Das Leben des Anderes eru sérstaklega þaulsetnar og zombíarnir í 28 Days Later nær þeim fáheyrða árangri að bæta við sig áhorfendum á milli vikna, en al- gengara er að áhorfendum fækki ört eftir því sem líður á vikurnar. Í næstu viku fær svo Shrek verð- uga samkeppni þegar sjálfur John McClane snýr aftur með fjórðu myndina í Die Hard-bálknum. Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi helgina 22.-24. júní Græna tröllið gnæfir yfir Clooney og félögum        * B.  (                           !"   #$  #     % & ' ( )! * % +$,  %! - !   . /  0   / "                 Kvennafans Á bak við sérhvert metsölutröll eru sterkar konur. Já, og ein fagurgræn tröllskessa auðvitað. BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn Tom Sizemore var í gær dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir brot á skilorði vegna fíkniefnadóms en Sizemore viðurkenndi að hafa brotið gegn skilorðinu með neyslu fíkniefna. Leikarinn hefur setið í fangelsi frá 5. júní en þá gaf hann sig fram við lögreglu eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Sizemore bað dómarann grát- klökkur um að gefa sér eitt tæki- færi enn og sagðist myndu gera allt sem í hans valdi stæði til að bæta sig. Sizemore fékk skilorðsbundinn 16 mánaða dóm í febrúar sl. eftir að hann viðurkenndi að hafa haft metamfetamín undir höndum. Dómarinn úrskurðaði í dag að Sizemore hefði rofið skilorðið. Tekin verður ákvörðun um það í næstu viku hve langan tíma hann þarf að afplána. Sizemore, sem er 45 ára, hefur m.a. leikið í myndunum Black Hawk Down, Saving Private Ryan, Heat, Natural Born Killers og True Romance. Hann hefur nokkr- um sinnum lent í útistöðum við lögin að undanförnu. Sizemore í steininn Reuters Friður Tom Sizemore hyggst halda friðinn í fangelsinu. EIRÍKUR Brynjólfsson er nýr for- ingi Hins íslenska glæpafélags, en hann tók við foringjatign úr hönd- um Kristins Kristjánssonar, sem kjörinn var Heiðursforingi félags- ins. Stjórnarskiptin fóru fram á „framhaldsaðalfundi“ félagsins á dögunum. Úlfhildur Dagsdóttir tók við fyrra embætti Eiríks sem féhirðir en Viktor Arnar Ingólfsson gegnir áfram stöðu ritara. Fyrir þá sem ekki vita starfar Hið íslenska glæpafélag ekki í trássi við íslensk lög og enginn liðs- manna hefur óhreint mjöl í poka- horninu, að því best er vitað. Fé- lagið var stofnað árið 1999 og er skipað rithöfundum og öðrum fróð- um mönnum og konum um glæpa- sögur. Á heimasíðu félagsins kemur fram að markmið þess sé að „stuðla að viðgangi glæpasagna á Íslandi og kynna íslenskar glæpa- sögur í öðrum löndum. Félagsmenn geta þeir orðið sem hafa skrifað glæpasögu, glæpaleikrit eða kvik- myndahandrit, þýtt glæpasögu, skrifað um glæpasögur eða á ein- hvern hátt stuðlað að framgangi bókmenntagreinarinnar.“ Að lokum má geta þess að Hið íslenska glæpafélag verður gest- gjafi á tvöfaldri ráðstefnu fjöl- þjóðlegra glæpasamtaka árið 2009. Þá verður fyrsti sameiginlegi fund- ur SKS (Skandinaviska Kriminal- sällskapet) og alþjóðlegu krimma- höfundasamtakanna AIEP haldinn hér á landi. Nýr foringi í Glæpafélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.