Morgunblaðið - 28.06.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 17
BJARTASTA kvöld ársins á Jóns-
messu naut sín ekki sem skyldi í
Reykjavík sakir sunnangrámans.
Eins var um tæpan fyrri dagskrár-
hluta Björns Steinars Sólbergssonar
Hallgrímsorganista, a.m.k. hjá þeim
sólgnustu í þrumur og eldingar, því
fram að 2. þætti úr Hommage á
Frescobaldi eftir Langlais – burtséð
frá gustmikla upphafsatriðinu, Prelú-
díu Buxtehudes í D BuxWV – var
verkefnavalið í rólegum og allt að því
svæfandi kanti. E.t.v. áhnykkt fáein-
um silalegum rúbatóum sem á kostn-
að hæfilegs púlsrytma virðast stund-
um geta stungið jafnvel beztu verk
svefnþorni í annars skýrri túlkun,
eins og gerðist í forleikum sama höf-
undar BuxWV 199 & 223, ásamt hlut-
fallslega loðinni Ciaconu miðbar-
okkmeistarans í e-moll (160).
Nema fleira hafi komið til. Eins og
kannski næmara samband sólistans
við franska orgelskólann, ef marka
má snilldarúttekt Björns á Jean
Langlais (1907-91) og Alexandre Gu-
ilmant (1837-1911) sitt hvorum megin
við hlé. Alltjent færðist stórum meira
líf í tuskurnar frá og með öðrum
þætti fyrrnefndrar Þakkarskuldar til
Frescobaldis (valdir voru I, V, VII &
VII), og eftir það fór allt stigmagn-
andi upp á við. Eftir glæsilegan síð-
asta tilbrigðaþáttinn, er að auki var
borinn uppi af bráðskemmtilegu og
afar persónulegu raddvali líkt og það
sem fylgdi, stormsópaði að Te Deum
franska snillingsins, og í þríþættri 1.
sónötu Guilmants í D-dúr fór Björn
Steinar á engu minni kostum. Virtú-
ósinn var hér greinilega í essinu sínu
og hefði eftir öllu að dæma skorað 4.
stjörnuna, hefði fleira verið í boði
vestan Rínar.
Germanskt blý,
gallískt kvikasilfur
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Verk eftir Buxtehude, Langlais og Guilm-
ant. Björn Steinar Sólbergsson orgel.
Sunnudaginn 24. júní kl. 20.
Orgeltónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
FÆREYSKI bassaleikarinn Edv-
ard Nyholm Debes er Íslendingum
að góðu kunnur, svo oft hefur
hann leikið hér. Þeir Sigurður
Flosason hafa sett TRISFO á
laggirnar í stað GRISFO; í stað
Grænlandskanans Jim Milne er
Kjartan Valdimarsson sestur við
píanóið. Við það hefur tríóið
tvíeflst og diskur þeirra, sem
hljóðritaður var í Færeyjum og
kom út í sumar, er firnagóður.
Lögin eru sex; eitt eftir Sigurð
„Heart of Gold“ sem hét „Hjarta-
lag“ á Gengið á hljóðið,
„D.D.D.D.“ er áhrifamikil ballaða
eftir Kjartan með stríðri undir-
öldu, kraftmikill tangó sama, ,,Kjar
tango“, svo og þrjú ljúf lög Debes,
þar sem merkja má Bach á stund
um, eða kannski Kingo; skemmti
legastur er dúett hans og Sigurðar
,,Early Morning Call“ þar sem ha-
denískur bassaleikur Debes er í
fullkomnu samræmi við leik Sig-
urðar, sem oftast blæs í altó- og
sópransaxófóna, en hér í tenór
með möttum hljóm eins og Óskar
Guðjónsson gerir jafnan. Kannski
eru það áhrif frá þokulúðrum sem
gjarnan hljóma við Færeyjar enda
ber hinn fyrsti af sex samspunum
þeirra félaga nafnið ,,Foggy Is-
lands“. Þessir stuttu spunakaflar
sem oft eru stríðhljóma og trylltir
s.s. ,,Invading Sweden … and Fin-
land“ og í annan stað sveiflu glaðir
eins og ,,Marching Down Karl Joh-
angæfu“, ásamt tónsmíðum Kjart-
ans, tilefni til hálfrar stjörnu í við-
bót, stæðu slíkar til boða.
Kammer-
sveit
keisara-
dæmisins
TÓNLIST
Geisladiskur
Landing Duck Records LDR 005
TRISFO: The North Atlantic Empire
Vernharður Linnet
GOLFKORT KAUPÞINGS
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
7
8
2
2
Til viðbótar við afslátt sem Golfkortið veitir er golfsettið tryggt á
ferðalögum auk ýmissa annarra fríðinda.
FRÍÐINDI SEM TENGJAST GOLFKORTINU
• Fjölbreyttur afsláttur af völdum vörum
í Golfbúðinni, Hole in One, Markinu
og Nevada Bob
• 20% afsláttur af vallargjöldum á öllum
völlum GSÍ
• 20% afsláttur í golfhermi Sporthússins
• 10% afsláttur af boltakortum hjá Pro
Golf í Básum Grafarholti
• Spennandi golfferð að hausti
• Frítt árgjald og stofngjald fyrsta árið
• MasterCard ferðaávísun við stofnun
Golfkortsins
• Árlega er send veltutengd MasterCard
ferðaávísun
• Inngöngugjöf þegar kortið er sótt
• Fjölbreytt tilboð og fríðindi í
gegnum Netklúbb Golfkortsins
mbl.isókeypis smáauglýsingar