Morgunblaðið - 28.06.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.06.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 45 Í kvikmyndinni The Hoax færrithöfundurinn Clifford Irvingenn eina höfnunina frá útgef- anda sínum og í kjölfarið ákveður hann í örvæntingu sinni að gerast opinber ævisagnaritari auðjöfurs- ins Howard Hughes, óumbeðinn. Þegar hann virðist á góðri leið að komast upp með blekkinguna fær hann líklega öfugsnúnasta hrós æv- innar þegar útgefandinn hans skál- ar fyrir honum með þessum orðum: „Til þess að þetta sé gabb þyrfti Shakespeare til og þótt Clifford Irving sé ágætisnáungi er hann enginn Shakespeare.“ Vissulega var Irving óforskamm- aður svindlari en getur virkilega verið að svindlið hafi gert hann að svona miklu betri höfundi – eða var það eitthvað annað en stílsnilldin sem höfðaði svona til útgefandans?    Í nýlegri grein í bókmenntaritinuStínu flokkar Hallgrímur Helgason höfunda gróflega í tvo hópa: „Þá sem skrifa út frá eigin reynslu og þá sem gera það ekki.“ Í kjölfarið segist hann bera meiri virðingu fyrir síðari hópnum, þeim sem „geta gleymt sjálfum sér og ímyndað sér líf annarra, skáldað upp heilar persónur og örlög þeirra.“ Aðgreiningin sjálf þykir mér óþörf og er nokk sama hversu margt er satt og hversu miklu er logið í skáldskap svo framarlega sem höfundinum tekst að sannfæra mig um að einhvern sannleika megi finna í verkinu. En afstaða Hall- gríms er þó skiljanleg, hún er eðli- legt andsvar við veröld þar sem áð- ur hunsaður rithöfundur fær skyndilega milljónasamninga fyrir það eitt að ljúga því sannfærandi að saga sé ekki skálduð. Saga þarf núorðið að hafa frétta- gildi til þess að komast að í frétta- óðum fjölmiðlum samtímans, þess- um sömu fjölmiðlum og gegna lykilhlutverki í að selja bækurnar. „Léttur og leikandi stíll“ verður seint forsíðufyrirsögn. Annaðhvort þarf bókin að hafa fréttagildi eða höfundurinn sjálfur – og hans hlut- verk er jú að selja bókina – og þá er illa komið fyrir skáldskapnum.    Hvaða gagn er að sögum semeru ekki einu sinni sannar?“ Þessar efasemdir skrifstofublók- arinnar Sengúpta þurfa sögu- persónur Salmans Rushdie í Harún og Sagnahafinu að berjast við. Bar- átta mannsandans við kreddur trú- ar, vísinda og viðtekinna gilda sem hafa misst andagiftina er orðin löng og ofangreindar efasemdir hafa sjálfsagt flestallir rithöfundar og bókmenntafræðingar heyrt sjálfir í einhverri útgáfu, jafnvel spurt sig sjálfir. En hvaða gagn er að þeim post- ulum sannleikans sem sífellt telja sig hafa fundið hina einu réttu leið? Til að stjórna landinu, græða pen- inga eða lifa heilbrigðu lífi. Er það ekki einmitt þessi eiginleiki skáld- skaparins, að auglýsa sig ekki sem sannleika sem gerir hann mik- ilvægan? Það kennir okkur að taka sannleikanum ekki sem sjálfsögð- um hlut, að hann megi finna þar sem maður síst væntir – og að það borgi sig að leita sjálfur frekar en að bíða eftir að lýðskrumarar rétti þér lygar í gjafapappír. Þá hefur sagnalistin æ ofan í æ sannað gildi sitt á þeim tímum sem ekki hefur mátt segja sannleikann. Líklega hafa Sengúpta og Hall- grímur jafnrangt fyrir sér. Þeir boða sitt hvora kredduna, sitt hvor- ar öfgarnar, og bestu sögurnar verða til þar á milli. En líklega þurfum við frekar á kreddu Hall- gríms að halda einmitt núna, því Sengúptar veraldarinnar hafa tek- ið völdin. Rithöfundurinn sem lærði að ljúga vel AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson »En hvaða gagn er aðþeim postulum sann- leikans sem sífellt telja sig hafa fundið hina einu réttu leið? Shakespeare Var leikskáldið nógu kunnugt staðháttum í Danmörku til þess að geta skrifað sannfærandi um konungsfjölskylduna þar? asgeirhi@mbl.is Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM KAMBASEL 53 1. HÆÐ AUK BÍLSKÚRS KAMBASEL 30 - 2. HÆÐ 3ja herbergja Falleg 93 fm 3ja herb. íbúð auk 26 fm sérstæðs bílskúrs (samtals 119 fm) í fallegu fjöl- býli. Tvö stór svefnherbergi með skápum. Stór og björt stofa/ borstofa með útg. á suð- vestursvalir. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Stórt þvottahús innaf eldhúsi. Bílskúr er fullbúinn með mikilli lofthæð. ÍBÚÐIN ER LAUS FLJÓTT. VERÐ 24,9 millj. Þórhildur og Níels sýna íbúðina í dag fimmtudag frá kl 19:00 - 20:00 Traust þjónusta í 30 ár Góð 3ja - 4ra herb. 102 fm íbúð á 2. hæð (efstu) í fallegu fjölbýli. Tvö rúmgóð herb. og sjónvarpsherbergi. Stofan er stór og björt með útg. á stórar suðursvalir. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Eldh. nýlega endurnýjað og uppgert. Stór sérgeymsla. Sameign mikið tekin í gegn og hefur fengið gott viðhald. Verð 22,9 millj. Jóhann og Kristjana sýna eignina í dag fimmtudag frá kl. 19:00 - 20:00 TÓNLISTARMAÐURINN og plötusnúðurinn Goldie kemur fram á Break- beat.is-klúbbakvöldi á NASA hinn 14. júlí næst- komandi. Goldie gaf ný- lega út breiðskífuna Mal- ice in Wonderland undir listamannsnafninu Rufige Kru, en tónleikarnir eru liður í kynningarferð í kjölfar útgáfunnar. Karl Tryggvason, eða Kalli í breakbeat.is, segir komu Gol- die til Íslands ævinlega hafa vakið stormandi lukku. „Hann er nátt- úrlega „Íslandsvinur“. Við fluttum hann inn árið 2005, og hann sýndi áhuga á að koma aftur.“ Goldie er litríkur karakter og sennilega einhver skærasta stjarnan á sínu sviði. Fyrir tólf árum kom út breiðskífa hans, „Timeless“, og hlaut mikið lof gagnrýn- enda og almennings. Platan er talin meðal hinna áhrifamestu í dans- tónlistargeiranum. Gol- die hefur breitt fagn- aðarerindi drum’n bass-tónlistarinnar út um víða veröld og rekið hið virta útgáfufyrirtæki Me- talheadz, en því mætti ef- laust jafna við Blue Note- útgáfuna í djassinum. Goldie hefur farið um víðan völl og auk tónlistarafreka sinna státar hann af prýðilegum kvikmyndaferli. Þá minnast þess eflaust einhverjir að drengurinn var tilvonandi tengdasonur Íslands um skeið; hann og Björk áttu í ástarsambandi. Forsala miða hefst í Plötubúð Smekkleysu mánudaginn 2. júlí og kostar miðinn 2.000 krónur. Gulldrengur til Íslands KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Karlovy Vary fer fram í Tékklandi um helgina. Áður hefur verið greint frá því að Mýrin hans Baltasars Kor- máks sé ein þeirra 14 mynda sem keppa í aðalkeppni hátíðarinnar. Mýrin verður hinsvegar ekki eina íslenska ræman sem sýnd verður á hátíðinni því Börn Ragnars Braga- sonar og Vesturports verður sýnd í flokki sem nefnist Another View og stuttmynd Helenu Stefánsdóttur, Anna, verður sýnd í flokknum For- um of Independents. Frá þessu segir á fréttavef Lands og sona. Anna og Börnin til Tékklands Hress Gísli Örn Garðarsson í kvik- myndinni Börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.