Morgunblaðið - 02.07.2007, Side 13

Morgunblaðið - 02.07.2007, Side 13
E skja á Eskifirði hefur löngum verið aðalvinnuveitandi staðarins. Að- alsteinn Jónsson stofnaði forvera Eskju, Hraðfrystihús Eskifjarðar, og rak áratugum saman. Fyr- irtækið ræður yfir 4.600 þorsk- ígildistonnum en megnið af veiðiheimildum sínum hefur það í uppsjávarfiski, kolmunna, loðnu og síld, á milli sjö og átta þúsund þorsk- ígildistonn. Eskja fær á milli 70 og 80% af tekjum sínum af uppsjávarveiðum og vinnslu. Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju á Eskifirði, segir að hugsunin á bak við fyrirhugaða sölu á bolfiskhluta Eskju sé sú að fá inn nýja aðila sem ætli sér að reka fyr- irtækið á Eskifirði. „Þau Björk Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Jónsson keyptu þennan hlut af Kristni Að- alsteinssyni og þau þurfa einhvern veginn að fjármagna þau kaup. Meginhugsunin er sú að skipta fyrirtækinu upp þannig að bolfisk- vinnslan verði sérfyrirtæki í eigu annarra, með eða án þátttöku okkar, og auðvitað er reynt eftir megni að finna kaupendur sem vilja vera hér í rekstri. Að mörgu leyti er mjög hagkvæmt að gera út héðan og hér er útflutn- ingshöfn og fullkomið frystihús. Hinn hlutinn, uppsjávarhlutinn, yrði þá áfram í eigu og rekstri Þorsteins og Bjarkar og yrði þannig séð áfram Eskja. Honum fylgja tvö skip og bræðslan,“ segir Haukur. Vill að Eskja eflist Haukur segir að ef þau áform sem nú eru á teikniborðinu gangi upp þá myndi bolfisk- vinnslan á Eskifirði eflast því þeir hjá Eskju geri sér vonir um að kaupendur kæmu með ákveðinn bolfiskkvóta með sér. Um 120 manns starfa hjá Eskju, um 60 manns á sjó og hinir í landi. Um 40 manns starfa í frystihúsinu, um helmingur Pólverjar. „Af þeim útlendingum sem vinna hjá okkur í frystihúsinu er nokkur hópur sem hefur búið hér árum saman, fjölskyldufólk með börn sem er í raun sest hér að. Það er ekki nema um 10 til 15 manns sem búa í verbúð á okkar veg- um,“ segir Haukur. Haukur segir að tilkoma álversins í Reyð- arfirði hafi breytt gífurlega miklu fyrir þetta svæði. Þótt menn hafi áhyggjur af kvótanið- urskurði sé ekki mikil umræða á Eskifirði. „Umræðan í dag er ótrúlega lítil um þessi mál. Ef þetta fer að óskum, að nýir aðilar kaupi bolfiskhlutann og veiðar og vinnsla verði áfram hér, þá hefur ekkert breyst. Að- alhættan er auðvitað sú ef að þessi hluti fyr- irtækisins er keyptur og kvótinn fer af staðn- um þá myndi vinnslan detta niður og þá myndi ugglaust verða um málið mikil umræða þótt ég eigi alls ekki von á því að staðan hjá okkur yrði neitt í líkingu við það sem gerðist hjá þeim á Flateyri. Ungt fólk vill ekki vinna í fiski Staðreyndin er líka sú að fólkið hefur ekki sömu áhyggjurnar í dag og það hafði áður. Ef við hefðum staðið í sömu sporum og þeir á Flateyri, þar sem er ekkert annað að hafa, þá væri hljóðið annað í strokknum hér fyrir aust- an, það er alveg öruggt. Svo er það líka stað- reynd að Íslendingar sækja ekkert í fisk- vinnslu lengur. Henni er að megninu til haldið uppi af útlendingum. Ungt fólk sækir ekki lengur um vinnu í frystihúsi. Það eru bara breyttir tímar hér á landi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“ EKKI SÖMU ÁHYGGJUR Í DAG OG ÁÐUR Eskja F.v.: Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju, og fiskverkunarfólk að störfum í Eskju, þau Marcin Peta, Konný Bjargey Benediktsdóttir og Jórunn Bjarnadóttir verkstjóri. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 13 héðan og þetta væri auðvitað gríð- arlegt áfall fyrir sjómennina á þeim sem og útgerðina. Það hjálpar okkur að vísu heil- mikið að það eru mun fleiri egg í uppsjávarfiskkörfu okkar en í bol- fiskkörfunni. Auðvitað erum við hér fyrir aust- an að horfa upp á allt annað sam- félag með tilkomu álversins í Reyð- arfirði, sem er bara jákvætt og ánægjulegt. En það breytir ekki því að við rekum hér geysilega öflugt og gott sjávarútvegsfyrirtæki. Aust- firðir eru mjög vel í sveit settir til veiða og vinnslu. Sjávarútvegur verður áfram þýðingarmesta at- vinnugreinin á svæðinu. Um það er ég sannfærður.“ Gunnþór segir að mikil tækniþró- un í sjávarútvegi og fiskvinnslu samfara minnkandi veiðiheimildum hafi leitt til þess að atvinnugreinin þyrfti ekki á öllu því fólki að halda í veiðar og vinnslu sem áður gerðist. Hann segir að mikilvægt sé að þessi helstu útgerðarfyrirtæki á Austurlandi fái að starfa í þokka- legum friði. „Það er ljóst að þessar björgunaraðgerðir stjórnvalda, að taka kvóta í allskonar aukapotta, grafa undan þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. Ég held að með sértækum aðgerðum stjórnvalda í þessa aukapotta hafi um 200 tonn horfið frá Síldarvinnslunni,“ segir Gunnþór. Áður en Gunnþór er kvaddur sýn- ir hann blaðamanni myndir sem segja mikla sögu um þá gríðarlegu hagræðingu sem orðið hefur í grein- inni á einum aldarfjórðungi. Ein myndin er úr frystihúsi frá árinu 1982 og sýnir dagsverk 70 manns að vinna úr 20 tonnum. Önnur er úr frystihúsi frá 2004 sem sýnir 35 manns vinna jafnmikið magn, 20 tonn. Þriðja myndin er frá 1986 úr loðnu/síldarbræðslu. Dagsverk 28 manns þá var vinnsla á 70 tonnum og síðasta myndin sem hann sýnir er frá árinu 2005 og sýnir dagsverk 12 manna sem frystu 400 tonn af loðnu. Forstjóri Gunnþór Ingvason segir geysilega hagræðingu orðna í sjávar- útvegi og fiskvinnslu vegna mjög örrar tækniþróunar. »Það er ljóst að þessar björgunaraðgerðir stjórnvalda, að taka kvóta í allskonar aukapotta, grafa undan þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni. T ómas Hjaltason, trillukarl á Eskifirði, gjarnan kallaður Tommi, er eldhress þeg- ar blaðamaður hittir hann þar sem hann er að dytta að fimm tonna trillu sinni, Mána, í Eskifjarðarhöfn. Tómas gerir Mána ýmist út á línu, handfæri eða net en Tómas hefur einungis yfir grásleppukvóta að ráða, annað þarf hann að leigja. „Það gengur ekkert að reka bát um þessar mundir og það er ekkert upp úr þessu að hafa. Við leigjum þorskkvótann á um 160 krónur kílóið og seljum svo á markaði fyrir 180 til 200 krónur kílóið. Þetta þýðir bara tap upp á 20 til 30 þúsund krónur í róðri og því er ég ekkert að róa núna. En sem betur fer koma glætur,“ segir Tómas. „Það versta við þetta kerfi okkar er það að leigu- markaðurinn er orðinn að hreinum og klárum braskmarkaði. Það var aldrei ætlunin að þetta yrði að einhverju allsherjar braski,“ segir Tómas. Tómas telur að skoða mætti það hér á landi hvort taka ætti upp svipað kerfi og tíðkast í Noregi þar sem hann segir að fiskverð á mörkuðum tengist leiguverði á kvótum. Fari kvótaleiga upp hækki fiskverðið og lækki kvótaleigan lækki fiskverðið. „Við sjómenn og útgerðarmenn vitum það auðvit- að að við eigum ekkert kvótann. Það er þjóðin sem á hann. Það nær auðvitað engri átt hvernig þróunin hefur orðið í þessu kvótakerfi sem upphaflega var sett á til þess að friða þorskinn og koma í veg fyrir ofveiði. Síðan það var hafa stjórnvöld leyft sér það að kvótasetja allar fisktegundir í sjónum. Það stóð aldrei til þegar verið var að greiða atkvæði um þetta á Alþingi á sínum tíma,“ segir Tómas. Aðspurður hvort hann telji að fiskveiðistjórn- unarkerfinu verði breytt segir Tómas: „Nei, ég hef enga trú á öðru en þetta verði áfram svona. Alla vega verð ég farinn í gröfina þegar kerfið breytist.“ Tómas kann Morgunblaðinu litlar þakkir fyrir að hafa hætt að gefa út fylgiblaðið Úr verinu einu sinni í viku en hann telur að miklar uppsagnir hafi orðið í sjávarplássum landsins við þá breytingu á útgáfu blaðsins. „Bara hér á Eskifirði held ég að 13 eða 14 uppsagnir hafi komið í kjölfar þessara breytinga og ég ætti nú að vita það,“ segir Tómas og glottir, „því ég bar nú út Moggann hér á Eskifirði ýmist einn eða í samstarfi við dætur mínar í 40 ár og hætti ekki fyrr en um síðustu áramót.“ LEIGUMARKAÐ- URINN BRASK- MARKAÐUR Trillukarl Tómas Hjaltason segir ekkert upp úr þessu að hafa. En stundum komi glætur. F riðrik Rósmundsson rekur Fiskmarkað Austurlands á Eskifirði. Hann segir að 3.600 tonn hafi farið um Fisk- markað Austurlands í fyrra og að árið 2006 hafi verið besta árið frá stofnun markaðarins. „Það sem af er þessu ári hefur meira magn farið um markaðinn hjá okkur en á sama tíma í fyrra þannig að horfurnar eru ágætar,“ segir Friðrik þegar ég lít inn á skrifstofu hans. Fiskurinn sem fer um Fiskmarkað Austurlands er keyptur og seldur í gegnum tölvusamskipti og síðan keyrð- ur til vinnslu frá löndunarstöðum. Frið- rik segir að fiskvinnslurnar fyrir sunnan eins og Toppfiskur og Nýfiskur og fyrir norðan t.d. á Dalvík kaupi mest fisk á Fiskmarkaði Austurlands og minnst af honum fari til vinnslu á Austurlandi. „Menn eru auðvitað að ræða það hér hvað gerist ef bolfiskhluti Eskju verður seldur öðrum. Það hefur auðvitað rosa- lega mikið að segja fyrir þetta byggð- arlag ef yfir 4.000 tonna kvóti fer burt úr Eskifirði en auðvitað vonast menn eftir því að fiskurinn verði unninn hér áfram þótt sá hluti fyrirtækisins skipti um eigendur,“ segir Friðrik. „Það er stór spurning hvort þeir sem ætla að selja geta haft nokkuð um það að segja hvar þorskurinn verður unninn eftir að búið er að selja á annað borð. Það hefur nú sýnt sig víða um land að orð eru eitt í þessum efnum og efndir annað.“ Friðrik segir að ef þorskkvóti Eskju verður seldur burt úr byggðarlaginu og hann veiddur og unninn annars staðar sé það alvarlegt mál en þó verði það að segjast eins og er að afleiðingarnar yrðu ekki jafnmiklar og skelfilegar og þær hefðu orðið fyrir örfáum árum. Nú sé einfaldlega aðra vinnu að hafa á þessu svæði og af því viti íbúar þess. ALVARLEGT EF 4.000 TONN ERU SELD BURT Fiskmarkaðurinn Friðrik Rósmunds- son segir orð eitt og efndir annað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.