Morgunblaðið - 02.07.2007, Page 27
Á fáki fráum Guðmundur Davíð Sigurðsson á Fífli frá Haga sigraði í
barnaflokki. Frábær árangur í stökki færði þeim sigurinn.
Besti vinurinn Magnús Magnússon
og stóðhesturinn Farsæll.
B-flokkur Taktur frá Tjarnarlandi sigraði í B-flokki
gæðinga með einkunnina 8,88. Knapi Viðar Ingólfsson.
Glæsilegir taktar Blær frá Torfunesi og Þorvar
Þorsteinsson voru efstir í A-flokki gæðinga.
Frá Árgerði Glymur hlaut hæstu ein-
kunn í flokki sex vetra stóðhesta.
Eftir Gunnar Gunnarsson
UM tvö þúsund gestir sóttu Fjórð-
ungsmót hestamanna á Austurlandi
sem fram fór á Stekkhólmum, fé-
lagsstæði hestamannafélagsins
Freyfaxa, á Fljótsdalshéraði um
helgina. Jens Einarsson, fram-
kvæmdastjóri mótsins, var ánægður
með framkvæmd mótsins þó hann
hefði viljað sjá fleiri gesti.
„Mótið tókst í alla staði mjög vel.
Undir forystu Bergs Hallgríms-
sonar var ráðist í mótshaldið af
djörfung og hug og markið sett hátt.
Það eru skilaboð til allra, einkum
hér á Fljótsdalshéraði, um hvað
hægt er að gera þó liðsaflinn sé ekki
mikill, ef allir taka undir. Með því
má ná hestamennskunni á Fljóts-
dalshéraði upp og koma henni á fyrri
stall. Mótið er klárlega þýðing-
armikið skref í að breyta hug-
arfarinu og koma krafti í uppbygg-
ingu hestamennskunnar.
Hvað hrossin varðar geta allir
verið sammála um að hér voru mjög
góð hross. A-flokkurinn og töltið
voru glimrandi góð.“
Gestir á mótinu virtust á sama
máli og Jens um að mótið hefði
gengið vel fyrir sig. „Það eru allir
mjög ánægðir og ég er ánægðastur
með að margt lykilfólk, sem hefur
komið nálægt framkvæmd stórra
hestamóta, gefur okkur mjög góða
einkunn. Við getum ekki annað en
verið stolt.“
Svæðið á Stekkhólmum hefur tek-
ið stakkaskiptum á seinustu vikum
og aðstaða orðin hið besta, jafnt fyr-
ir menn sem hesta. Síðustu dagana
fyrir mót var unnið hörðum höndum
að því að reka seinustu naglana á
sína staði. „Menn tóku sér knappan
tíma í undirbúning en unnu hratt og
á endasprettinum komu margar fús-
ar hendur til leiks. Við vorum
óheppnir með veðrið fyrsta daginn
og spáin var ekki góð sem sennilega
hefur haft áhrif á gesti því við vild-
um helst fá þúsund manns í viðbót.
En við fengum þrjá góða daga, þar
af tvo frábæra.“
Fjórðungsmóti hestamanna á Austurlandi lauk í gær
„Þýðingarmikið skref til
að efla hestamennskuna“
Hafið hátt! Áhorfendur gátu haft áhrif á niðurstöðuna í stóðhestakeppninni
með því að láta heyra í sér. Þeir létu ekki sitt eftir liggja eftir hvatninguna.
Hópur Hross frá Ketilsstöðum sem tóku þátt í Fjórðungsmótinu.
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 27
HESTAR
Úrslit A-flokkur gæðinga
1 Þorvar Þorsteinsson / Blær frá Torfunesi .................................................. 8,82
2 Stefán Friðgeirsson / Dagur frá Strandarhöfði ......................................... 8,61
3 Bergur Jónsson / Tjörvi frá Ketilsstöðum ................................................. 8,59
4 Guðröður Ágústsson / Áli frá Eyrarlandi ................................................... 8,56
5 Baldvin Ari / Úði frá Húsavík ...................................................................... 8,48
6 Vignir Siggeirsson / Grásteinn frá Brekku ................................................ 8,47
7 Þór Jónsteinsson / Seifur frá Skriðu ........................................................... 8,42
8 Hans Kjerúlf / Prati frá Eskifirði ................................................................ 7,70
Úrslit í B-flokki gæðinga
1 Viðar Ingólfsson / Taktur frá Tjarnarlandi ................................................ 8,88
2 Eyjólfur Þorsteinsson / Komma frá Bjarnanesi ..................................... 1 8,61
3 Bjarni Jónasson / Vænting frá Brúnastöðum ............................................ 8,47
4 Þorbjörn Hreinn Matthíasson / Nanna frá Halldórsstöðum .................... 8,43
5 Ólafur Guðjón Reynisson / Mökkur frá Lækjamóti .................................. 8,41
6 Bergur Már Hallgrímsson / Heimir frá Ketilsstöðum .............................. 8,41
7 Hans Kjerúlf / Glymur frá Stóra-Sandfelli 2 ............................................. 8,40
8 Sigurður Sigurðarson / Ísak frá Tjarnarlandi ........................................... 8,37
Úrslit í barnaflokki
1 Guðmundur Davíð Sigurðsson / Fífill frá Haga ......................................... 8,60
2 Eyrún Þórsdóttir / Gustur frá Hálsi ........................................................... 8,52
3 Berglind Rós Bergsdóttir / Myrkva frá Ketilsstöðum .............................. 8,52
4 Nanna Lind Stefánsdóttir / Stirnir frá Halldórsstöðum .......................... 8,28
5 Guðrún Alexandra Tryggvadóttir / Tign frá Tókastöðum ....................... 8,16
6 Snæfríður Björg Jónsdóttir / Nói frá Kollaleiru ....................................... 8,01
7 Bjarney Guðjónsdóttir / Neisti frá Halldórsstöðum ................................. 7,96
8 Fanndís Viðarsdóttir / Þokki frá Hraukbæ ................................................ 6,92
Úrslit í unglingaflokki
1 Stefanía Árdís Árnadóttir / Flóki frá Þverá, Skíðadal .............................. 8,54
2 Linda Hrund Káradóttir / Fálmi frá Fremra-Hálsi .................................. 8,45
3 Karen Hrönn Vatnsdal / Kóngur frá Miðgrund ........................................ 8,41
4 Skarphéðinn Ragnarsson / Katla frá Garðsá ............................................. 8,38
5 Erla Guðbjörg Leifsdóttir / Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 8,31
6 Gunnar Ásgeirsson / Kyndill frá Skarði ..................................................... 8,23
7 Dagný Ásta Rúnarsdóttir / Fjallaljón frá Möðrudal ................................. 8,22
8 Dagbjört Diljá Einþórsdóttir / Kyndill frá Brekkugerði .......................... 8,20
Úrslit í ungmennaflokki
1 Ragnhildur Haraldsdóttir / Ægir frá Móbergi .......................................... 8,54
2 Nikólína Rúnarsdóttir / Júpíter frá Egilsstaðabæ .................................... 8,48
3 Torfi Sigurðsson / Freyja frá Ártúni .......................................................... 8,36
4 Lena Hrönn Marteinsdóttir / Mozart frá Ártúni ....................................... 8,35
5 Guðmundur Þorsteinn Bergsson / Ljónslöpp frá Ketilsstöðum .............. 8,30
6 Hulda Lily Sigurðardóttir / Slæða frá Möðrudal ...................................... 8,30
7 Hallveig Karlsdóttir / Ögrun frá Útnyrðingsstöðum ................................ 8,23
8 Vordís Eiríksdóttir / Djákni frá Sléttu ....................................................... 8,05
Úrslit í tölti
1 Viðar Ingólfsson / Tumi frá Stóra-Hofi ...................................................... 8,50
2 Sigurður Óli Kristinsson / Sleipnir frá Gunnarsholti ................................ 8,11
3 Mette Mannseth / Bragi frá Hólum ............................................................ 8,06
4 Baldvin Ari Guðlaugsson / Örn frá Grímshúsum ....................................... 7,50
5 Sigurður Sigurðarson / Kjarnorka frá Kálfholti ........................................ 7,44
Úrslit í tölti áhugamanna
1 Nikólína Rúnarsdóttir á Júpíter frá Egilsstaðabæ ................................... 7,28
2 Rakel Sigurhansdóttir á Streng frá Hrafnkelsstöðum ............................. 6,56
3 Anna Catharina Gros á Glóð frá Ytri-Bægisá 1 ......................................... 6,56
4 Einar Ben Þorsteinsson á Skrekk frá Hnjúkahlíð .................................... 6,44
5 Marteinn Gíslason á Þyrnirós frá Ártúni ................................................... 6,39
JÓN Bergsson frá Ketilsstöðum var
verðlaunaður á Fjórðungsmóti
hestamanna fyrir ræktunarstarf sitt.
Upphaf þess nær hálfa öld aftur í
tímann þegar hryssan Ljónslöpp
sigraði í góðhestakeppni á fyrsta
Fjórðungsmótinu, en hún er formóð-
ir annarra hesta frá Ketilsstöðum.
Á mótinu um helgina voru fjögur
af 33 einstaklingssýndum hrossum
frá Ketilsstöðum og öll áttu þau ætt-
ir sínar að rekja til Ljónslappar, sum
á margan hátt. Jón Bergsson fædd-
ist 25. júní árið 1933. Hann var at-
kvæðamikill í félagsmálum hesta-
manna og sat um tíma í stjórn
Landssambands hestamanna. Hann
þykir alla tíð hafa verið trúr sinni
sannfæringu og verið óhræddur við
að fara sínar eigin leiðir í hrossa-
rækt. Honum, og konu hans, Elsu
Þorsteinsdóttur, var efst í huga
þakklæti þegar Morgunblaðið ræddi
við þau í gær. „Við þökkum fyrir
þetta. Ég er búinn að standa í
hrossarækt í 50-60 ár og þetta hefur
verið mikil vinna,“ sagði Jón.
„Hugsjón Jóns hefur alltaf verið
hross og aftur hross,“ sagði Elsa.
„Við eigum þetta ekki ein, börnin
okkar hafa tekið við og þar skarar
fram úr sonur okkar Bergur Jóns-
son. En við sendum frá okkur kærar
þakkir fyrir þennan heiður.“
Viðurkenning Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bænda-
samtaka Íslands, afhenti Jóni Bergssyni og Elsu Þorsteinsdóttur við-
urkenningu fyrir framlag þeirra til hrossaræktar í fimmtíu ár.
Í hrossarækt í hálfa öld