Morgunblaðið - 09.07.2007, Page 10

Morgunblaðið - 09.07.2007, Page 10
10 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við skulum hrópa ferfalt húrra fyrir þeim vilja, þreki og æðruleysi sem forstjóri Hafró sýn- ir, þrátt fyrir 22 árangurslausar meðferðir. VEÐUR Ætli stjórnarandstaðan hafi verið ísumarfríi?     Það heyrist lítið frá henni um eittstærsta hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar, stöðu þorskstofnsins.     Það sem hefur heyrzt eru gamal-kunnar hugmyndir um millileið.     Þetta heitir að missa af strætis-vagn- inum.     Hin nýjaríkis- stjórn hefur óumdeilan- lega tekið slíkt frumkvæði í uppbyggingu þorskstofnsins að það er eins og stjórnarandstaðan sé ekki til. Þó samanstendur hún af þremur stjórn- málaflokkum.     Hvar hefur Guðjón Arnar verið?     Hvar hefur Steingrímur J. Sigfús-son verið?     Hvar hefur Guðni Ágústsson ver-ið?     Hvernig stendur á því að hinnarmur Vinstri grænna, um- hverfissinnarnir, ganga ekki fram fyrir skjöldu og heita ríkisstjórninni öflugum stuðningi við það vernd- unarstarf, sem nú er að hefjast. Hafa Vinstri grænir ekki áhuga á umhverfisvernd í hafinu?     Áhugaleysi stjórnarandstöðunnarum þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar er æpandi. Því verður eiginlega ekki trúað að þeir séu svona áhugalausir.     Það er lífsmark með þeim í Morg-unblaðinu í dag. STAKSTEINAR Í sumarfríi? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                              :  *$;<                ! " #$##    # # ##  %  # ##   ## & "' ()  (  # ! )*    #   #  "  ' ! " #$##  *! $$ ; *! ! " #  ! #  $ %# &% =2 =! =2 =! =2 $#" ' ( )*+%,  >2?         =7         #  "' ' ## #  "  # # &  +# # "    8   &        $! #          #,  $### -!  . # ##   ## 6 2  & #          $! #        " " '# # # # & (*  (  -. %// %#0 % +%' ( 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C  1   2           2  1 12 1 1 12 1 1 1 1 12 1 1 1 1            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Gunnlaugur Erlendsson | 5. júlí 2007 Af sjónum En af okkur er það að frétta að við gátum launað Hákons peyj- unum greiðann með því að lána þeim varahlut og hittumst við hér á bleyðunni í svarta þoku og slökuðum til þeirra einhverjum tannhjólum, svo erum við um hálfn- aðir með miðlestina og allt gengur „gegt“ vel, erum að hífa núna og ágætis kropp er hér á bleyðunni, verðum vonandi í landi á sunnudag eða mánudag og þá er ég kominn í frí. Meira: gunniep.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 8. júlí 2007 Verður að komast á ræmu Ég er samþykk því að hin frægu kynni Hughs Grants af gleðikonunni í Hollywood verði meg- inuppistaðan í fyrir- hugaðri kvikmynd. Það hlýtur að vera hægt að gera eina níutíu mínútna mynd um þetta atvik. Ég á frænda sem hefur einu sinni reykt hass og svo þekki ég til manns sem hefur farið á súlustað. Um að gera að hafa samband við þá líka. Meira: jenfo.blog.is Þorleifur Ágústsson | 7. júlí 2007 Þjónustudepurð Það er ekki auðvelt að vera utanbæjarmaður í Reykjavík. Ekki það að ég eigi hér við umferð- arómenninguna sem auðvitað batnar ekkert þó að bærinn fyllist af mislægum gatnamótum – ég er held- ur ekkert að tala um stórkostlegar verslanir sem virðast eiga það eitt sameiginlegt að vera með útsölur sem sífellt fjölgar og teygist úr – skyldi það tengjast óeðlilegri álagn- ingu? Meira: tolliagustar.blog.is Laufey B. Waage | 8. júlí 2007 Sumarbúðir og afmæli Erðanú! Mín rétt ný- byrjuð að blogga, þeg- ar hún fer úr bænum, og það norður á hjara veraldar, þar sem hvorki er farsíma- samband né netteng- ing. Og ég þorði ekki að láta les- endur vita af því fyrirfram, – það var búið að hræða mig svo mikið með því að óprúttnir steliþjófar leituðu í bloggheimum að fólki sem tilkynnti fjarveru sína – ryddust heim til þeirra og létu greipar sópa. Annars finnst mér ekki alveg passa að kalla þennan stað hjara veraldar. Ég sem hef löngum og góðum stundum dvalið í Fljótavík í Sléttuhreppi (í sama hreppi og Hornbjarg og Aðalvík). Þar er hvorki rafmagn né rennandi vatn og þangað ferðast fólk yfirleitt á bátum (lendingaraðstaða erfið – engin bryggja), nema það tengist minni fyrstu tengdafjölskyldu og fari fljúg- andi. En aftur til nútíðar. Sá yndislegi staður sem ég dvaldi á síðustu vik- una heitir Hólavatn. Þar eru sumar- búðir KFUM – og hann er nú ekki meiri „hjari“ en svo, að maður er rúman hálftíma frá Akureyri – á fólksbíl. Þarna vorum við hjónin semsagt að vinna síðustu viku. Stjúpsynir mínir og ömmustrák- urinn voru með okkur. Vinnan var skemmtileg og dvölin unaðsleg. Þetta er alveg einstaklega ljúfur og notalegur staður. Veðrið var allan tímann eins og best verður á kosið. Og þá er ég ekki bara að tala um sólskinið og blíðuna, heldur líka þessa unaðslegu hlýju þéttu logn-rigningu, sem kom síð- degis á fimmtudag og fram á kvöld. Þá fyrst fór ég í göngutúr – í uppá- haldsveðrinu mínu. Fyrsta vinnu- daginn átti ég afmæli. Það kom mér virkilega notalega á óvart, að þrátt fyrir nútíma sambandsleysi fékk ég helling af afmælisóskum. Heilar sjö upphringingar frá ættingjum og vin- um, sem höfðu grafið upp símanúm- erið í sumarbúðunum og hringdu í – þið vitið – svona stóran svartan síma – með númeri sem byrjar á 4. Flestir sungu afmælissönginn fyrir mig. Svona er ég nú rík. Ég get ekki ímyndað mér meira ríkidæmi en að eiga skemmtilega, heilbrigða og hugulsama ættingja og vini. Meira: laufeywaage.blog.is BLOG.IS ÍSLAND sigraði Danmörku 1:0 í fyrsta opinbera öldungalands- leiknum í knattspyrnu sem leikinn hefur verið hér á landi. Leikurinn fór fram á Akureyrarvelli fyrir framan liðlega fjögur þúsund áhorfendur og var hluti af við- burðum í kringum Pollamót Þórs. Margar gamlar landsliðskempur mættu til þess að verja heiður Ís- lands og má þar nefna Arnór Guð- johnsen, Atla Eðvaldsson fyrirliða, Guðna Bergsson, Sigurð Grétars- son og Eyjólf Sverrisson. Sigur- markið skoraði hins vegar einn af heimamönnunum, Siguróli Krist- jánsson, fyrrverandi leikmaður Þórs til margra ára. Markið kom undir lok leiksins og var þá heldur farið að draga af leik- mönnum, enda misjafnlega vel á sig komnir. Innáskiptingar voru frjáls- ar í leiknum og varamannaskýli lið- anna munu hafa minnt á brautar- stöðvar á annatíma, samkvæmt lýsingum á heimasíðu Þórs. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Íslenskur sigur í fyrsta öldungalandsleiknum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.