Morgunblaðið - 09.07.2007, Page 16
Ég vann samkeppni umhönnun ljósa á vegumítölsku fyrirtækjannaPrisma Illuminazione,
Performance Lightning og hönn-
unartímaritsins Ottagono,“ segir
María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir
hógvær hinum megin á línunni,
sitjandi í strætisvagni í Lundúnum.
Þar í borg hóf hún nýlega störf
fyrir fyrirtæki arkitektsins Norm-
ans Fosters, sem hlotið hefur fjöl-
margar alþjóðlegar viðurkenningar
og er nánast goðsögn í arkitekta-
bransanum. Hjá Foster&Partners
starfa engir aukvisar enda hefur
fyrirtækið hannað margar af eft-
irtektarverðustu og oft umdeild-
ustu byggingum í London á seinni
tíma eins og Wembley-leikvanginn,
St. Mary og Millennium Bridge en
einnig í öðrum löndum. „Jú, það
þarf góð sambönd til þess að fá
vinnu hjá Norman Foster,“ segir
iðnhönnuðurinn aðspurður og hlær.
„Og reynslu,“ bætir hann við og
hún er bæði fjölbreytt og drjúg.
„Ég fór í grunnnám í iðnhönnun til
Madrid á Spáni og í mastersnám
til Mílanó á Ítalíu. Eins og flestir
sem hafa starfað á Íslandi hef ég
lagt margt fyrir mig í hönnun, allt
frá ljósum og húsgögnum og inn-
anhússarkitektúr til skipulags
íbúðarbyggða. Ég hef einmitt gam-
an af þessari fjölbreytni og á erfitt
með að lýsa mínum stíl, hann fer
oft eftir viðfangsefninu. Ég hef þó
alltaf haft mikinn áhuga á sjálf-
bærri þróun og að nota endurnýt-
anleg efni en það er mikil umhverf-
isvakning í arkitektúr og hönnun
almennt, sem er ánægjulegt.
Norman Foster vinnur t.d. mikið
út frá hugmyndum um sjálfbæra
þróun.“
Brilliant Bjartur sigraði
En snúum okkur að ljósunum
þínum, sem skinu skærast í sam-
keppninni. Hvers konar ljós eru
þetta og hvað hafðirðu í huga við
hönnun þeirra?
„Lampann er hægt að nota bæði
inni og úti en hugmyndin er að
ljósið fylgi dagsbirtunni. Litir þess
og styrkleiki breytast því eftir birt-
umagni dagsljóssins og á milli árs-
tíða. Lampinn hefur einnig þann
eiginleika að hægt er að kveikja og
slökkva á litum ljóssins og lýsa
hann aðeins hvítu ljósi eða þeim lit
sem óskað er eftir. Þá er slökkt á
dagsbirtuskynjara og valinn litur á
ljósið,“ segir hönnuðurinn María
Sjöfn. Útlitið er að sjálfsögðu held-
ur engin tilviljun. „Lampaskerm-
urinn er úr hvítlituðu akrílplasti
sem dreifir birtunni jafnt um allt
formið.“
Form lampans
Form lampans vísar til lögunar
hinnar sígildu stofuklukku sem
einnig skírskotar til hinnar líð-
andi stundar og dagsbirt-
unnar.
– Hvers vegna hafðirðu
íslenskt heiti í nafni
ljóssins? Er nafnið
Brilliant Bjartur vísun
í Halldór Laxness?
„Vá, góð spurning.
Ég hafði nú ekki
hugsað út í það en
það gæti vel ver-
ið.“
– Hefur Ís-
land, íslenska
veðurfarið haft
áhrif á hönnun
ljósa þinna?
„Já, ég ég
held að birtan
heima láti engan ósnortinn, ég
sakna hennar.“
– Hvaða þýðingu hefur það að
vinna keppni sem þessa og komast
á forsíðu blaðs eins og Ottagono?
„Ég býst við að tíminn leiði það
bara í ljós,“ segir María Sjöfn, enn
hógværðin uppmáluð.
Úthugsuð Ljósin uppfylla kröfur um þægindi, öryggi, margbreytileika auk
þess sem tæknin er notuð á skapandi hátt.
Ítalir verðlauna
íslenskt, bjart ljós
Það telst til tíðinda þegar íslenskur iðnhönnuður vinnur ítalska ljósasamkeppni.
Unnur H. Jóhannsdóttir sló á þráðinn til Maríu Sjafnar Dupuis Davíðsdóttur og
hleraði hvernig komst á forsíðu ítalska hönnunartímaritsins Ottagono.
www.mariasjofn.com www.otta-
gono.com
Verðlaunuð María Sjöfn með
verðlaunaskjalið en hún starf-
ar nú hjá arkitektnum
Norman Foster í London.
Forsíða Mynd af
verðlaunaljósum Maríu
Sjafnar eru nú á forsíðu
ítalska hönnunartíma-
ritsins Ottagono.
Umfjöllun Mynd-
ir af ljósunum birt-
ust í blaðinu ásamt
opnuumfjöllun um
keppnina.
|mánudagur|9. 7. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Fólk ætti að skipuleggja inn-
kaup og gera áætlanir um mat-
seld viku fram í tímann til að
spara peninga. » 18
fjármál
Þegar fólk er í sumarbústöðum
er oft hægt að fara út og klippa
krydd á borð við blóðberg, eini,
skarfakál eða birki. » 19
matur
Starrinn Óliver býr í gælu-
dýraverslun í Kópavoginum og
er bæði þrælskemmtilegur og
afar hreinlegur. » 17
gæludýr