Morgunblaðið - 09.07.2007, Page 29

Morgunblaðið - 09.07.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 29 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin frá kl. 9-16.30. Hjúkrunarfræðingur með viðtalstíma frá kl. 9-11. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Félagsvist kl. 13.30. Pútt- völlurinn kl. 10-16. Dalbraut 18-20 | Brids alla mánudaga í sumar frá kl. 13 í félagsmiðstöðinni á Dalbraut 18-20. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK Gullsmára 9 og Gjábakka verður lokuð vegna sum- arleyfa 1.-31. júlí. Hægt er að hafa samband, ef þörf krefur, við Kristjönu í 897-4566, Guðmund í 848- 5426 og Kristmund í 895-0200. Félagsvist er spil- uð í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin og heitt á könnunni og heimabakað meðlæti til kl. 16. Hádegisverður kl. 11.40. Lomber kl. 13.15. Félags- heimilið Gjábakka er opið alla virka daga frá kl. 9. Upplagt að líta inn, kíkja í blöðin, taka í spil eða spjalla. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 postulíns- málun og ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 20.30 félagsvist FEBK. Blöðin, kaffi og heimabakað. Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbr. 1, Furug. 1, Hæðarg. 31 og Dalbr. 14-20. 12. júlí verður farið Ux- ahryggi að Fossatúni. Kaffiveitingar. Lagt af stað frá Norðurbrún 1, kl. 12.30 og síðan teknir aðrir far- þegar. Skrán. í Norðurbr. í s. 568-6960, á Dalbr. í s. 588-9533, á Hæðarg. í s. 568-3132 og í Furug. í s. 553-6040. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin, kl. 10 bænastund, kl. 12 matur, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Hádegisverður kl. 11.30. Frjáls spilamennska kl. 13-16. Fótaaðgerðir 588-2320. Blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Opið 9-16 alla daga. Síðdegis- ferð á Þingvelli 12. júlí. Félagsvist alla mánudaga kl. 13.30. Gönguferðir alla morgna kl. 9 nema laugard. kl. 10. Listasmiðjan alltaf opin. Kíktu við í morgun- kaffi og kynntu þér dagskrána enn frekar. S. 568- 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 11.45- 12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handavinnustofan opin í dag, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar, frjáls spilamennska frá kl. 13-16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17- 22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Áskirkja | Velkomin í göngu frá Áskirkju kl. 10.30. Næstsíðasta gangan á þessu sumri. Andakt og hressing. Hlutavelta | Nokkrir hressir krakkar, þau Ásgerður, Ari, Halldór, Þórarinn og Kol- beinn, komu í sólskinsskapi í heimsókn í Rauða krossinn, Efstaleiti 9 og afhentu 1.057 krónur sem þau höfðu safnað til styrktar bágstöddum börn- um í Afríku. Rauði kross Íslands þakkar þeim kærlega fyrir. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. dagbók Í dag er mánudagur 9. júlí, 190. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2.) Boðið verður upp á námsbraut írússnesku við Háskóla Ís-lands næsta vetur. RebekkaÞráinsdóttir er aðjúnkt í rússnesku við skor þýsku og Norður- landamála: „Hætt var að bjóða upp á nám í rússnesku við Háskólann fyrir um hálfum áratug, en vegna styrks Samsonarsamsteypunnar er nú hægt að bjóða upp á námið að nýju,“ segir Rebekka, en styrktarsamningur Sam- sonar og Háskólans er til þriggja ára og var unninn með aðstoð rússneska sendi- ráðsins í Reykjavík: „Samningurinn fel- ur í sér samstarf við Moskvuháskóla, sem sendir hingað til lands dr. Olgu Korotkovu sem starfa mun sem sendi- kennari við námsbrautina. Jafnframt hefur verið komið á skiptinámssamn- ingi við Moskvuháskóla, sem gerir nem- endum kleift að stunda hluta námsins erlendis ef þeir óska þess.“ Við Háskóla Íslands verður hægt að stunda nám í rússnesku sem aðalgrein til 60 eininga, eða sem aukagrein til 30 eininga: „Þeir sem vilja ljúka fullri gráðu, til 90 eininga, í rússnesku ein- göngu hafa kost á að stunda þriðja námsárið í Rússlandi,“ útskýrir Rebekka. Í náminu verður lögð jöfn áhersla á málfræði og hagnýta málnotkun: „Einnig verða menningu, sögu og bók- menntum Rússlands gerð góð skil, og nemendur hafa meira svigrúm í vali á námskeiðum en áður hefur verið,“ segir Rebekka. „Rússneskan er margslungin en e.t.v. ekki jafn framandi tungumál og ætla mætti í fyrstu. Gerðar verða ríkar kröfur til nemenda, en að sama skapi má lofa því að námið verður gefandi og opnar ótalmargar dyr.“ Um það bil hundrað og fimmtíu millj- ónir manna hafa rússnesku að móður- máli: „Margir gera sér ekki grein fyrir hversu útbreitt tungumál rússneskan er, og hversu miklir möguleikar standa þeim til boða sem hafa rússnesku á sínu valdi. Þannig er rússneskan ekki aðeins lykill að Rússlandi og fyrrverandi sovétlýðveldum, heldur getur hún einn- ig greitt fyrir samskiptum á skyldum málum sem töluð eru víða um Austur- Evrópu,“ segir Rebekka. Finna má nánari upplýsingar um rússneskunámið á heimasíðu hugvís- indadeildar, www.hug.hi.is. Menntun | Kennsla í rússnesku hefst að nýju við Háskóla Íslands í haust Rússneskan opnar dyr  Rebekka Þráins- dóttir fæddist á Akureyri 1968. Hún stundaði nám við MA og MH, lauk þroskaþjálfa- námi frá Þroska- þjálfaskóla Íslands 1993, BA-prófi í rússnesku frá Há- skóla Íslands 2001 og meistaragráðu í rússnesku og rússneskum bókmennt- um frá Ríkisháskólanum í Pétursborg 2003. Rebekka hefur starfað við ferðaþjónustu og leiðsögn ásamt því að sinna kennslustörfum. Hún er gift Örlygi Benediktssyni tónlistarmanni. Börn Brúðubíllinn | Brúðubíllinn er nú að hefja sína aðra umferð um Reykjavík og sýnir leikritið „Óþekktarormar“. 9. júlí er sýn- ing í Fróðengi kl. 10 og í Frosta- skjóli kl. 14. Dagskrána er að finna á www.barnanet.is/ brudubillinn. SPÆNSKI nautabaninn Salvador Vega ginnir hér nautgrip á nautaati í Estepona, nálægt Malaga, á Suður-Spáni. Nautaat er gríðarlega umdeild íþrótt. Vinsældir þess á Spáni hafa farið þverrandi undanfarin ár, hugsanlega vegna gagnrýnisradda dýraverndunarsinna. Vinsældir nautaats fara dvínandi enda hættuleg og grimmileg íþrótt Nautin höfð að háði og spotti Reuters FRÉTTIR MIKIÐ var um dýrðir hjá Boeing-verksmiðjunum í Eve- rett í Bandaríkjunum gær þegar hinn byltingarkenndi Draumfari var frumsýndur að viðstöddum meira en 15 þúsund gestum. Hinn þekkti NBC-sjónvarps- frétamaður Tom Brokaw var kynnir hátíðarinnar, en tíu ár eru liðin síðan Boeing kom síð- ast fram með nýjungar í flug- heiminum. Prófanir á nýju vélinni munu hefjast í næsta mánuði og munu standa í um átta mánuði. Gert er svo ráð fyrir að fyrsta vélin verði afhent japanska flugfélaginu Air Nippon vorið 2008. Nú þegar hafa um 600 pantanir borist í vélina. Icelandair Group hefur nú þegar gert samning um kaup á fjórum Boeing 787 Dramliner- breiðþotum og verða 2 þeirra af- hentar vorið 2010 og aðrar tvær vorið 2012. Vilyrði er svo fyrir kaupum á 3 breiðþotum til við- bótar af þessari gerð. Tvöfalt stærri gluggar Hönnun og framleiðsla Boeing 787 Dreamliner-flugvél- anna byggist á algjörlega nýrri tækni og er vélin að mestu hönn- uð úr plastefnum í stað áls. Hún mun nota um 20% minna elds- neyti en flugvélar dagsins í dag, býður upp á 45% meira frakt- rými, en munurinn á aðbúnaði farþega mun eflaust vekja mesta athygli. Innréttingar verða tölu- vert frábrugðnar því sem nú tíðkast, rakastig um borð verður hærra og líkara því sem er á jörðu niðri, sæti og gangar verða breiðari, gluggar um tvöfalt stærri en nú tíðkast og allur tækni- og afþreyingarbúnaður um borð verður fyrsta flokks, að því er talsmenn Boeing stað- hæfa. Draumfari Boeing sýndur Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is ELDING, félag smábátaeigenda á Vestfjörðum, mótmælir óraun- hæfum niðurskurði á þorskkvótanum í ályktun sem félagið hefur sent frá sér. Þar segir að niðurskurðurinn drepi „útgerðir og bæjarfélög og gerir ókleift að veiða aðrar tegundir og eyðileggur fyrir Íslendingum á markaði erlendis. Reynsla sjómanna er sú að þorskstofninn standi mjög vel um þessar mundir. Þá mótmælir Elding því harðlega að auknu fé verði kastað á glæ til aukinna rannsókna Hafrannsóknastofnunar, sem sýnilega hafa engum árangri skilað. Hafró hefur leikið þann leik undan- farin ár að stunda sömu formúlutrúarbrögð og reynd hafa verið til þrautar með hörmulegum árangri í Kanada og haft alla gagn- rýni að engu. Elding leggur til að stórauknu fé verði varið í hafrannsóknir af óháðum aðilum. Tilvalið væri að miðstöð þeirrar rannsóknarstarfsemi á fisk- stofnunum yrði á Ísafirði. Við skorum á stjórnvöld að endurskoða þessa ákvörðun sína um niðurskurð þorskkvótans“, segir í ályktuninni. Mótmæla niðurskurði á kvóta SPRON hefur tilkynnt vaxta- hækkun íbúðalána í íslenskum krónum um 0,2% eða úr 5,0% í 5,2%. Segir í tilkynningu að vaxtahækkunin taki aðeins til nýrra lána og gildi því ekki fyr- ir þau lán sem þegar hafa verið veitt. Vaxtahækkunin tekur gildi frá og með mánudeginum 9. júlí. Einnig segir í tilkynningu að lántakendur hafi val þegar kemur að samsetningu íbúða- lána SPRON í íslenskri og er- lendri mynt. Þau séu án þvingandi skilyrða um banka- viðskipti til allt að 40 ára. SPRON bjóði einnig viðbótar- lán í íslenskum krónum á lán frá Íbúðalánasjóði og þau sé nú einnig hægt að fá í erlendri mynt. Skilvísir lántakendur fái síðan árlega endurgreiðslu af hluta greiddra vaxta af lán- unum. SPRON hækkar vexti Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.