Morgunblaðið - 09.07.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.07.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 33 Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is LIVE Earth-tónleikarnir fóru fram hinn 07.07. ’07 en þá stigu fleiri en 150 af vinsælustu hljómsveitum og listamönnum heims á svið um víða veröld. Markmið viðburðarins var að vekja fólk til umhugsunar um gróðurhúsa- áhrifin og hlýnun jarðar, auk þess að hvetja til „grænna“ lífs, orkusparnaðar, endurvinnslu og tillitssemi við náttúruna; með öðrum orðum – „að lækna plánetuna“. Fjölmargar gagnrýnisraddir hafa þó risið í kjölfar þessara markmiðsyf- irlýsinga, enda þykir ekki sérlega vistvænt að stórstjörnur fljúgi heims- horna á milli í einkaþotum og haldi tónleika þar sem áhorfendur skilja eftir þúsundir ruslumbúða og gosflaskna að skemmtun lokinni. Duran Duran hóf til að mynda sinn leik á viðeigandi lagi, „Planet Earth“, og söngvarinn rumdi: „Allir þeir sem ekki mættu í einkaþotu rétti upp hönd!“ og seildist svo sjálfur eftir himninum. Einnig þykir ýmsum ákveðinn tvískinnungur í því fólginn þegar ríkasta fólk jarðar segir: „Hey, við þurfum bara aðeins að minnka við okkur í neyslu, það er nú lítið mál.“ En auðvitað er það þó ásetningur aðstandenda hljóm- leikanna sem hér skiptir máli, og fyrir þeim vakir gott eitt. „Hoppið ef þið viljið bjarga jörðinni!“ Ótal stjórstjörnur komu fram, ýmist sem kynnar eða skemmtikraftar. Ber þar kannski helst að nefna að gullgrúppan The Police, sem átti sitt blóma- skeið á fyrri hluta níunda áratugarins, kom saman á nýjaleik og lokaði hljómleikunum í New Jersey. Einnig vakti endurkoma Genesis athygli, en sú sveit, með Phil Collins í fararbroddi, var meðal hinna fyrstu til að leika á Wembley-leikvanginum. Madonna endaði svo hljómleikana í Lundúnum. Æpti hún að áhorfendum: „Hoppið ef þið viljið bjarga jörðinni!“ Aðrir tónlistarmenn gáfu heldur betri ráð, til að mynda sagði japanska söngkonan Ayaka: „Við getum hjálpað með því að gera eitthvert smáræði. Ég hóf að bera á mér minn eigin eco-plastpoka svo ég þurfi ekki að nota inn- kaupapoka úr plasti. Þá brúka ég mína eigin prjóna í stað einnota.“ „Orka í hjörtum okkar“ Áætlað er að ríflega tveir milljarðar manna hafi fylgst með útsendingum frá viðburðinum eða verið á einhverjum hljómleikastaðanna. Live Earth er því einn stærsti viðburður í sögu mannkyns. Tónleikar fóru fram í öllum heimsálfunum sjö, og í samtals ellefu borgum, en leikið var í Jóhann- esarborg, New Jersey, Washington, Rio de Janeiro, Chiba, Kyoto, Shanghai, Sydney, Lundúnum, Hamborg og Rothera-rannsóknarstöðinni á Suðurskautslandinu. Undir lok hljómleikanna ávarpaði Al Gore, fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna og einn helsti skipuleggjandi Live Earth, áhorfendur og sagði: „Kærar þakkir fyrir að koma á Live Earth. Setjið nú alla þessa orku í hjörtu ykkar og hjálpið okkur að leysa loftslagsvandann.“ Reuters Tilkomumikið Horft yfir leikvanginn í East Rutherford, New Jersey. Reuters Shanghai Mystísk stemning sveif yfir vötnum er á leið kvöld í Kína. Sting Hápunkturinn í huga margra var örugglega lokaatriði tónleikanna í New Jersey, endurkoma The Police. Ljúfur heimur Dave Matthews Band hóf leik sinn á hinu lag- inu „One Sweet World“. Melissa Etheridge Söngkonan hélt innblásna og tilfinninga- þrungna ræðu meðan á flutningi hennar stóð. Metallica Robert Trujillio, bassaleikari Metallicu, setur upp einkennissvipinn. Söngvís Yusuf Islam, áður þekktur sem Cat Stevens og kall- aður Köttur Stefáns af íslenskum gárungum, lék á Wembley. Djarfar Stúlkurnar í The Pussycat Dolls voru að vanda ekki feimnar við að láta skína í bert hold. „Plánetan læknuð“ Madonna Söngkonan heillaði áhorfendur á Wembley-leikvanginum í London upp úr skón- um. Al Gore Fyrrum varaforset- inn er einn helsti hugmynda- smiður og skipuleggjandi Live Earth. Reuters Rio de Janeiro Það var mikilfenglegt útsýnið yfir Copacabana ströndina er sól var hnigin. SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 13/7 kl. 20 uppselt,14/7 kl 15 laus sæti, 14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 laus sæti Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is Sumartónleikar í Skálholtskirkju Laugardagur 7. júlí Kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla: Hvað er Apocrypha? Kl. 14:55 Tónlistarsmiðja fyrir börn og unglinga Kl. 15:00 Tónadómínó Verk eftir J. Rosenmüller, F. Couperin, T. Merula, C. Simpson, F. Durante og C. Tessarini Barokksveitin Nordic Affect Kl. 17:00 Hugi Guðmundsson: APOCRYPHA Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran Barokksveitin Nordic Affect Daníel Bjarnason stjórnandi Sunnudagur 8. júlí Kl. 15:00 Hugi Guðmundsson: APOCRYPHA endurtekið frá laugardeginum Kl. 17:00 Guðsþjónusta Tónlist í flutningi Nordic Affect Ókeypis aðgangur www.sumartonleikar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.