Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 199. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
KÓNGAR UM STUND
HÚN ANNA Á EIÐUM ER MEÐ HESTALEIGU OG
LEGGUR SÉRSTAKA RÆKT VIÐ FATLAÐA >> 12
HIMNESKT REGN OG
TÖFRAHATTUR
ÁSTRALÍA
FRÉTTABRÉF >> 22
GOLFVELLIR landsins voru þétt-
skipaðir í gær, eins og þeir hafa
raunar verið allan júlímánuð.
Talsmenn golfvallanna segja að
tímarnir fullbókist iðulega
snemma á morgnana, en fólk sé
farið að spila nánast allan sólar-
hringinn. Gísli Páll Jónsson, vall-
arstjóri á Grafarholtsvelli, segir
algengt að fólk mæti seint á
kvöldin eftir vinnu og taki einn
hring. „Svo höfum við rekið okk-
ur á það þegar við mætum til
vinnu rétt fyrir sjö á morgnana,
að þá er fólk sem hefur mætt eld-
snemma að klára hringinn.“
Tryggvi Zophonias Pálsson hjá
Golfklúbbi Akureyrar segir að
fólk komi hvaðanæva að af land-
inu á Jaðarsvöll og eins sé mikið
um erlenda kylfinga sem vilji
spila í miðnætursólinni. Á Jað-
arsvelli er árlega haldið al-
þjóðlega golfmótið Arctic Open
og segir Tryggvi mótið aldrei
hafa verið jafnfjölmennt og í ár.
Fólk á öllum aldri sækir golf-
vellina og segja starfsmenn
þeirra algengt að heilu fjölskyld-
urnar spili saman. Fannar Freyr
Ívarsson, starfsmaður Golfklúbbs
Kópavogs og Garðabæjar, segir
nýliðunina mesta hjá ungu kyn-
slóðinni, en þó sé ánægjulegt að
sjá hve mikið af eldra fólki sé
óhrætt við að byrja að læra, enda
aldrei of seint að byrja. „Einn
kylfingur hjá okkur er kominn yf-
ir nírætt en hann byrjaði í golfinu
um sextugt. Hann spilar á hverj-
um degi hjá okkur.“
Á Hvaleyrarvelli var í gær
keppt í Bleika bikarnum á vegum
Krabbameinsfélagsins og var þar
bæði keppt um golffimi sem í því
hver bæri frumlegasta hattinn.
Golfið leikið allan sólarhringinn
Morgunblaðið/Sverrir
Litríkar Bleiki bikarinn er meðal margra fjölbreytilegra móta í sumar.
Eftir Boga Þór Arason
og Friðrik Ársælsson
BRESK stjórnvöld vöruðu í gær við
frekari flóðum í Englandi og Wales á
næstu dögum eftir mikla vatnavexti í
ám frá því á föstudaginn var. Hundr-
uðum manna var bjargað úr umflotn-
um húsum og bílum, meðal annars
með þyrlum breska flughersins.
Talsmaður hans sagði þetta mestu
björgunaraðgerðir þyrlna flughers-
ins á friðartímum.
Breska ríkisútvarpið BBC skýrði
frá því í gærkvöldi að um 150.000
heimili væru án drykkjarvatns í
Gloucesterskíri eftir að vatn og skólp
flæddi inn í vatnshreinsunarstöðvar.
Talið var að 200.000 manns til við-
bótar yrðu án drykkjarvatns á næstu
dögum. Óttast var að heimili um
hálfrar milljónar manna í Gloucest-
erskíri yrðu rafmagnslaus og breska
flughernum var falið að vernda raf-
stöð sem var umflotin vatni.
Stjórnin gagnrýnd
Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, stýrði fundi almanna-
varnaráðs stjórnarinnar í gærkvöldi
og hyggst skoða flóðasvæðin í dag.
Spáð var meiri rigningu í Bret-
landi næstu daga. Flóðin voru í rén-
un á sumum svæðum í Gloucester-
skíri en lögreglan sagði að ástandið
versnaði annars staðar.
Hilary Benn umhverfisráðherra
sagði að hætta væri á frekari flóðum,
einkum í ánum Severn og Thames.
Stjórnin sætti harðri gagnrýni
stjórnarandstæðinga sem sökuðu
hana um að hafa brugðist of seint við
flóðahættunni. David Cameron, leið-
togi Íhaldsflokksins, krafðist op-
inberrar rannsóknar á viðbrögðum
stjórnvalda.
Barbara Young, framkvæmda-
stjóri Umhverfisstofnunar Bret-
lands, sagði að slík flóð kynnu að
verða algengari á næstu árum vegna
loftslagsbreytinga.
Mestu björgunaraðgerðir | 15
Útlit fyrir
frekari flóð
Hundruðum manna bjargað úr um-
flotnum húsum og bílum í Englandi
Reuters
Aftakaflóð Loftmynd af bænum Upton við ána Severn sem flæddi
yfir bakka sína í miðhluta Englands eftir steypirigningu.
Þyrlur notaðar í mestu björgunaraðgerðum breska flughersins á friðartímum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
„JÁ, það má næstum því segja að línuritið
líti út eins og jarðskjálftamælir,“ sagði Ingi-
björg Þórðardóttir, formaður Félags fast-
eignasala, spurð um mikla veltu á fast-
eignamarkaði frá því í vor, en segir
viðskiptin hafa verið lífleg allt þetta ár.
Samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins
var velta á fasteignamarkaði á höfuðborg-
arsvæðinu rúmir þrír milljarðar á viku í júlí í
fyrra en samkvæmt síðustu tölum hefur
vikuleg velta verið nærri tíu milljörðum síð-
ustu tvær vikur. Kaupsamningar voru 71,9%
fleiri í júní 2007 en þeir voru í júní 2006. Að
sama skapi hefur vísitala íbúðaverðs hækk-
að um hálft prósent síðan í júní.
Að sögn Ásgeirs Jónssonar, forstöðu-
manns greiningardeildar Kaupþings, eru
skýringarnar margþættar.
„Síðastliðið vor kom töluverður verð-
bólguskellur í kjölfar veikingar krónunnar
um vorið og þegar verðbólgan hækkar frýs
fasteignamarkaðurinn, því fólk hikar við að
kaupa. Hagkerfið virtist vera að hægja á sér
og það stefndi í offramboð á íbúðum þann
vetur,“ segir Ásgeir. Hann segir að hins veg-
ar hafi komið á daginn að eftirspurnin hafi
náð að halda í við aukið framboð vegna
áframhaldandi uppsveiflu í efnahagslífinu.
Nú er nánast ekkert atvinnuleysi, töluvert
launaskrið og skattalækkanir hafa enn-
fremur aukið kaupmátt. Fólk hefur því bæði
ráð og þor til að leggja út í fasteignakaup.
Meðfram þessu hefur leiguverð hækkað, en
það er enn einn hvatinn að því að fólk kýs
frekar að kaupa en leigja, eigi það þess kost.
Það bendir því flest til þess að hagkerfið sé
aftur að taka við sér.
Mikil fólksfjölgun
Byggingarverktakar hafa einbeitt sér
frekar að því að byggja atvinnuhúsnæði en
íbúðarhúsnæði og því varð offramboð ekki
jafnmikið og ætlað var. Telja má að hluti
skýringarinnar á hinni miklu veltu séu við-
skipti með atvinnuhúsnæði. Enn mun þó
vera talsvert af óseldum nýjum íbúðum, en
seljendur hafa flestir verið tregir til þess að
lækka verðið þótt illa gangi að selja.
Ásgeir segir að skýringarinnar á því að
viðskiptin hafa verið jafnfjörug og raun ber
vitni undanfarið sé að hluta til að leita í
fólksfjölgun – fyrst og fremst á höfuðborg-
arsvæðinu. „Það sem hefur gerst síðan í vor
er að Ísland varð aðili að evrópskum vinnu-
markaði í maí í fyrra. Síðan þá hafa um 1.000
útlendingar flust til landsins á mánuði.“
Ingibjörg Þórðardóttir segir jafnframt að
fólk líti í stöðugt auknum mæli á fasteignir
sem fjárfestingu – fjárfestingu sem er að
auki hægt að búa í á meðan hún ávaxtast.
Fjör á fast-
eignamark-
aði í sumar
Kaupsamningar 71,9%
fleiri en þeir voru í fyrra
„DÆTUR mínar hafa átt í vand-
ræðum með að komast á áfanga-
stað, þar sem samgöngur hafa fallið
niður og þar fram eftir götunum.
Þetta hefur samt ekki haft bein
áhrif á sjálfa mig, flóðin eru á sér-
stökum stöðum hérna í borginni og
ég bý sem betur fer ekki þar,“ segir
Borghildur Guðmundsdóttir, sem
búsett hefur verið í Birmingham
um allnokkurt skeið. Að hennar
sögn gerði vitlaust veður á fimmtu-
daginn í síðustu viku. Á föstudag og
aðfaranótt laugardags rigndi linnu-
laust, en í gær var aðeins farið að
birta til. „Þetta er ekki svo slæmt
hér. Fólk fer ferða sinna en helsta
röskunin sem vatnsflaumurinn hef-
ur í för með sér eru samgöngu-
truflanirnar. Svo hefur maður
heyrt af fólki sem býr í bæjum fyrir
sunnan og vestan Birmingham sem
hefur orðið fyrir miklu eignatjóni
vegna flóðanna,“ segir Borghildur.
„Þetta er ekki
svo slæmt hér“