Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÆVINTÝRA- og jaðaríþrótta- keppnin Suku Extreme Arctic Chal- lenge hófst á laugardag, en þetta er í sjöunda skipti sem keppnin er hald- in. Það er ekki á færi nema allra mestu hreystimenna að taka þátt, því keppnin reynir gríðarmikið á styrk og þol keppenda, en meðal keppnisgreina eru hlaup og hjólreið- ar í fjalllendi, róður um langar vega- lengdir á kanó, jöklaganga og fjalla- klifur. 17 fjögurra manna lið hófu keppni að þessu sinni. Bretar eru fjölmenn- astir með 19 keppendur og næstir koma Danir með 17 keppendur. Noregur, Holland, Frakkland, Grænland, Bandaríkin, Nýja- Sjáland og Ísland eiga svo öll sína fulltrúa í keppninni. Sex Íslendingar taka þátt í keppn- inni í ár. Eitt lið er algerlega skipað Íslendingum og kallar sig The Int- ersport Iceland. Þar fer fremstur í flokki Trausti Valdimarsson, en hann keppir nú í Grænlandsævintýr- inu í þriðja sinn. Hann hefur mikla reynslu að baki sem nýtist honum í keppninni og þar má nefna að hann hefur hlaupið 50 maraþon. Félagar hans eru þeir Stefán Viðar, Ásgeir Elíasson og Gunnlaugur Júlíusson, en sá síðastnefndi hefur sérhæft sig í langhlaupum og æfir nú fyrir keppni í 240 kílómetra hlaupi. Liðið Northern Lights er samsett af tveimur íslenskum körlum, þeim Pétri Helgasyni og Erlendi Birg- issyni, og tveimur dönskum konum, Karin Moe Bojsen og Piu Anning Nielsen. Afrekaskrá þeirra Péturs og Er- lends er löng og hafa þeir meðal annars hlaupið samtals 40 maraþon. Þeir hafa báðir margoft tekið þátt í Laugavegarhlaupinu og meðal þeirra íþrótta sem þeir félagarnir leggja stund á eru klettaklifur, skíðaíþróttir og hlaup. Í fjórða sæti eftir fyrsta daginn Rásmerki var gefið klukkan tíu á laugardagsmorgun og byrjuðu keppendur á því að róa kanó yfir fimm kílómetra breiðan fjörð, þar sem fjallganga upp á tind Polhelm fjalls í 1000 metra hæð tók við. Þeg- ar liðin komu niður af fjallinu var ró- ið aftur yfir fjörðinn og í mark. Int- ersport-liðið endaði fyrsta daginn í fjórða sæti og fór leiðina á tímanum fjórum klukkustundum, fimm mín- útum og 25 sek. Northern lights lentu í tólfta sæti og komu í mark eftir fimm klukkustundir, 16 mín- útur og 33 mínútur. Gærdagurinn strembinn Verkefni gærdagsins var að hjóla sjö kílómetra langa og mjög ójafna braut fimm sinnum og klífa því næst þrjá fjallstinda í nágrenni Tasilaq. Að sögn aðstandenda er hjólreiða- brautin sá liður keppninnar sem tek- ur hvað mest á. Það boðaði ekki gott fyrir lið Intersport, enda mátu þeir það sjálfir svo að fjallahjólreiðarnar væru þeirra veikasta hlið. Svo fór þó að lokum að þeir voru fimmta liðið í mark um hálf sjö í gærkvöld eftir níu og hálfan tíma. Northern lights voru ekki komin á leiðarenda klukkan rúmlega níu, en þá voru níu af liðunum 17 komin aft- ur til Kulusuk. Í dag keppa liðin í boðhjólreiðum og göngu á jökli og er lagt af stað klukkan níu að morgni. Eftir daginn í dag verða ákveðin kaflaskil í keppninni, því venjan er að fyrstu þrjá dagana fái liðin verkefni sem hægt er að ljúka á einum degi eða minna, en fjórða og síðasta áskor- unin getur tekið hátt í tvo sólar- hringa og er þá lítið sofið. Um tíma var útlit fyrir að fresta þyrfti keppninni vegna þess að fjallahjól og annar búnaður sumra keppenda tafðist á Reykjavík- urflugvelli. Það tókst þó á endanum að bjarga málum með því að útvega björgunarvesti, blautbúninga og annan nauðsynlegan útbúnað frá heimamönnum í Tasilaq, svo keppn- in gat hafist á laugardagsmorgun eins og gert var ráð fyrir. Sex Íslendingar í erfiðri jaðaríþróttakeppni Fjallgöngur, hjól- reiðar og róður í fimm daga Ljósmynd Erwin Reinthaler Af stað Í gær hjóluðu keppendur 35 kílómetra og klifu síðan strax á eftir þrjá tinda í nágrenni Tasilaq Intersport Stefán, Ásgeir, Trausti og Gunnlaugur Northern Lights Pétur, Karin, Pia og Erlendur Í HNOTSKURN »Keppendur klifra, hjóla,ganga og róa samtals um 250 kílómetra á fimm dögum. Stór hluti leiðarinnar liggur yfir brattar fjallshlíðar, stór- grýti og jökla. »Mikið er lagt upp úr ör-yggi þátttakenda í keppn- inni. Þannig er klukkan stopp- uð á meðan klifrað er síðustu metrana upp á varasama fjallstinda. Keppendur fá þá einnig svolitla stund til þess að njóta útsýnisins HJÓLREIÐAMAÐUR liggur alvar- lega slasaður á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi, en hann varð fyrir bifreið á Vesturlandsvegi við Keldnaholt á ellefta tímanum í gærmorgun. Að sögn lögreglu var maðurinn að hjóla í áttina að bæn- um þegar bifreið, sem ekið var í sömu átt ók aftan á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Lögregla segir að það hafi skipt sköpum að maðurinn var með hjálm þegar óhappið átti sér stað. Tók hjálmurinn mestan hluta höggsins og var hrokkinn í sundur þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði. „Hjálmurinn bjargaði miklu og aðrir ættu að láta sér þetta að kenningu verða. Hjálmurinn bjargar því sem bjargað verður, svo einfalt er það,“ segir varð- stjóri hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Alvarlega slas- aður eftir reið- hjólaslys ENGAN sakaði þegar mannlaus bif- reið rann stjórnlaust niður 20 metra langa brekku, yfir steyptan kant og inn í húsgarð í Lunda- brekku í Kópavogi á laugardag. Bifreiðin var í handbremsu, en ekki í gír og svo virðist sem hand- bremsan hafi látið undan þunga bif- reiðarinnar í hallanum með fyrr- greindum afleiðingum. Að sögn lögreglu er mikil mildi að enginn skuli hafa orðið fyrir bif- reiðinni, sem er talin ónýt eftir ferðalagið niður brekkuna. Mannlaus bif- reið rann niður brekku EIN líkamsárás var kærð til lög- reglu á Suðurnesjum aðfaranótt sunnudags, en nokkur erill var hjá lögreglu vegna skemmtanalífsins í Reykjanesbæ þá nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór þó allt stóráfallalaust fram. Einn öku- maður var kærður fyrir meinta ölv- un við akstur. Á laugardagskvöld barst tilkynn- ing til lögreglunnar á Suðurnesjum um að maður hefði fallið af hest- baki við Mánagrund. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til skoð- unar. Talið er að meiðsl mannsins séu minniháttar. Ein líkamsárás kærð VÉLHJÓLAMAÐUR slasaðist seinnipart laugardags, þegar hann féll af bifhjóli þar sem hann var á ferð í Finnafirði sem gengur inn af Bakkaflóa. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er hann með samfallið lunga og meiðsl á baki, sem ekki eru þó talin varanleg. Þar fyrir ut- an er hann talsvert marinn og lemstraður. Hann var fluttur með sjúkraflugi frá Þórshöfn til Reykja- víkur. Ökumaðurinn missti stjórn á öku- tækinu í lausamöl og endaði ut- anvegar er hann var í beygju, segir lögregla. Nokkrir vegfarendur urðu vitni að slysinu og höfðu strax samband við neyðarlínuna. Féll af vélhjóli og slasaðist UPPBYGGING stafræna talstöðva- og farsíma- kerfisins Tetra er nú langt á veg komin. 105 sendar hafa verið settir upp hátt og lágt um land- ið og 45 eru tilbúnir til uppsetningar. Uppbygg- ing Tetra-kerfisins var kynnt í fyrrahaust, en hingað til hefur kerfið aðeins þjónað viðbragðs- aðilum á Suðvesturlandi, Akureyri og Ísafirði. Kerfið er eitt fullkomnasta fjarskiptakerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu sem völ er á og þjón- ar það viðbragðsaðilum á borð við lögreglu, björgunarsveitir og slökkvilið um allt land. Vaxandi þrýstingur frá ferðafólki Stór veitufyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun og Landsnet eru einnig í hópi notenda, sem og Vegagerðin og fleiri opinberir aðilar. Einkaaðilum hefur ekki verið veittur aðgangur að kerfinu enn sem komið er, en þeir sem standa að uppbyggingu þess segjast finna fyrir stöðugt vaxandi þrýstingi frá ferða- fólki sem leggur leið sína um óbyggðir landsins og vill eiga þess kost að nýta sér Tetra-kerfið sem öryggistæki. Notendur kerfisins rúmlega 3 þúsund Notendur kerfisins eru nú rúmlega þrjú þús- und talsins og fjölgar þeim dag frá degi. Á næstu misserum verður þeim 45 sendum sem eru tilbúnir á lager komið fyrir á svæðum þar sem sambandi er ábótavant. Margir af þeim fara upp á hálendið, þar sem til stendur að reyna að þekja jöklana eins vel og kostur er, sem og af- skekkta firði og önnur svæði fjarri mannabyggð- um. Uppsetning starfræna Tetra- kerfisins er vel á veg komin Morgunblaðið/Júlíus Fullkomið Tetra er öryggiskerfi fyrir öryggis- og neyðarþjónustu. EINN var með allar tölur réttar í lottói laugardagskvöldsins og hlýt- ur hann rúmar fimm milljónir króna í vinning. Lottótölur kvölds- ins voru: 2, 9, 20, 21 og 24. Bón- ustalan var 37. Einn með allar réttar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.