Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 8

Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 8
8 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU „VIÐ erum opinberir starfsmenn og leggjum okkur fram um að vinna þau störf, sem fyrir okkur eru lögð. Við viljum að sannleik- urinn komi fram eins og hann er, en ekki einhverjar nafnlausar óstaðfestar sögur. Við sættum okkur ekki við að liggja undir áburði um slæleg vinnubrögð og jafnvel mútur. Hefði Agnes Braga- dóttir haft samband við okkur við greinaskrif sín að undanförnu, hefði hún getað fengið allar upp- lýsingar um starfshætti og starf- semi Fiskistofu. Það er mikið í þessum greinum sem alls ekki á við rök að styðjast. Það er bara þvæla eins og með gámafiskinn. Það getur vel verið að menn séu að svindla á ísprósentu, en við reynum að halda uppi eftirliti. Þetta er eins og með lögregluna. Hún heldur uppi eftirliti, en hún getur ekki komið í veg fyrir að einhverjir keyri fullir. Við teljum okkur vera að gera okkar bezta og ég tel að menn hafi skilað mjög góðu starfi,“ segir Þórhallur Otte- sen, deildarstjóri landeftirlits Fiskistofu. Þórhallur er ekki sáttur við um- fjöllun Morgunblaðsins að undan- förnu um meint kvótasvindl af ýmsu tagi og slakt eftirlit. Hann telur að hefði verið haft samband við Fiskistofu, hefðu fengizt upp- lýsingar þess efnis að öðru vísi hefði verið staðið að málum. Mikil áherzla lögð á samvinnu „Þeir veiðaeftirlitsmenn sem hér eru ráðnir, eru allt menn með margra ára reynslu sem skip- stjórnarmenn á fiskiskipum. Við ráðum einungis menn til þessara starfa sem eru með skipstjórnar- réttindi. Það hefur reynzt okkur mjög vel,“ segir Þórhallur. „Við reynum í hvívetna að vera í eins góðu samstarfi við bæði útgerð- armenn, skipstjóra og sjómenn, þegar eftirlitið er stundað. Sjáv- arútvegsráðuneytið setur reglurn- ar, Fiskistofa er bara þjónustu- og eftirlitsstofnun. Við reynum að sinna eftirlitinu í samræmi við lög og reglur um stjórn fiskveiða. Aðalhlutverkið hjá deildinni, sem ég stýri, er landeftirlit. Ég er því með eftirlit með öllum vigt- armálum, sem byggjast á reglu- gerð um vigtun sjávarafurða. Við höfum frá árinu 2006 unnið eftir stefnumörkun Árna M. Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, um uppbyggingu útibúa Fiskistofu úti á landi. Því erum við nú með útibú víða um land, í Vestmanna- eyjum, Stykkishólmi, Ísafirði, Ak- ureyri og Hornafirði og á næsta ári opnum við útibú í Grindavík. Það hefur sennilega engin rík- isstofnun dreift störfum um landið í svona miklum mæli eins og við höfum gert. Það er búið að breyta eftirlitinu og færa það í auknum mæli út á land og styrkja það þannig. Þar ráðum við líka ein- göngu menn með skipstjórnarrétt- indi og það hefur reynzt vel. Skoðað í 399 gáma í fyrra Eftirlitsmennirnir vinna eftir ákveðnum verklagsreglum, sem þeim eru settar og hafa verið til margra ára. Af því tilefni má nefna að það sem stendur í grein Agnesar Bragadóttur um að veiða- eftirlitsmenn fái upplýsingar hjá skipstjórum eða þeim sem eru að landa í gáma til útflutnings og láti það nægja er ekki samkvæmt verklagsreglum stofnunarinnar. Verði menn uppvísir að því að standa þannig að málum, er það brot í starfi. Mér er það illskilj- anlegt af hverju menn eru frekar að hringja í Morgunblaðið með upplýsingar af þessu tagi í stað þess að hringja beint til Fiski- stofu. Á síðasta ári skoðuðum við í 399 gáma og þetta gengur þannig fyrir sig að eftirlitsmenn mæta á stað- inn þegar verið er að landa úr skipunum. Þeir fylgjast þá með því hvaða tegundir eru í körunum. Síðan er karafjöldinn talinn inn í gáminn af eftirlitsmanninum og þyngdin á fiskinum metin út frá því, en við miðum við ákveðna þyngd á hverju fiskikari án fisks. Þá fær eftirlitsmaður í hendur áætlun um afla í hverri tegund frá skipstjóra, sem sendir þær upplýs- ingar um innihald gámsins um hafnarvogina. Loks koma upplýs- ingar um söluna ytra og þá er allt borið saman. Við berum sem sagt saman áætlun skipstjórans, mat eftirlitsmanns og loks skýrslu um söluna ytra. Það er hin endanlega söluþyngd sem ræður, en þá hefur hver einasti fiskur verið flokkaður og vigtaður fyrir sölu. Þetta eru hin hefðbundnu vinnubrögð,“ segir Þórhallur. Munurinn sáralítill Og hann leggur fram skýrslu sem sýnir hvernig staðið er að verki og hvernig útkoman er í nokkrum tilfellum. Mismunur á áætlun skipstjóra, talningu eftir- litsmanns og endanlegri vigtun er sáralítill. „Ef þetta væri eins og ýjað er að í grein Agnesar, þá hlyti í ein- hverju tilfelli í öllum þeim gámum sem við skoðuðum í á síðasta ári, að hafa átt að koma fram veruleg- ur mismunur, bæði í þyngd og teg- undum. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Við skoðuðum 399 gáma og það er, miðað við skrifin, ótrú- legt að við skulum ekki hafa lent í neinum af gámunum, þar sem allt svindlið átti að eiga sér stað. Svona er hinn almenni gangur hjá okkur og við getum lagt fram alls kyns gögn til að sýna hvernig staðið er að verki. Við höfum ekk- ert að fela. Svona eru okkar verk- lagsreglur. Allt annað er óeðlilegt og ef menn verða varir við að eft- irlitsmenn okkar fari ekki að regl- ununum, ber mönnum að láta Fiskistofu vita frekar en Agnesi Bragadóttur.“ Ekkert beint innra eftirlit Nú liggja verklagsreglurnar nokkuð ljóst fyrir, en eru þið með eitthvert innra eftirlit? Í raun eft- irlit með ykkar eigin mönnum? „Við erum ekki með starfandi neina deild sem sér um innra eft- irlit, en allar vísbendingar og ábendingar sem við fáum um störf eftirlitsmanna okkar eru teknar fyrir og skoðaðar. Það er algjört lykilatriði í starfsemi Fiskistofu að við eigum gott samstarf við út- gerðarmenn, sjómenn og fiskverk- endur. Öðru vísi væri ekki hægt að standa vel að þessu eftirliti.“ Afli og afladagbækur borin saman Það er fleira sem Þórhallur er ósáttur við: „Ég minni líka á að það kemur fram í grein Agnesar að það hafi einhver maður hringt í hana og sagt að hann skrái afla- dagbók alltaf rangt. Hann skrái alltaf 200 kíló í stað eins tonns. Á síðasta ári bárum við saman afla og upplýsingar úr afladagbók- um eins og alltaf. Þegar bátur kemur að landi fara eftirlitsmenn beint um borð og taka afladagbók- ina hjá skipstjóranum. Hann á að vera búinn að færa hana, þegar hann kemur að landi. Síðan er landaður afli borinn saman við bókina. Á síðasta ári var slíkur samanburður gerður 994 sinnum. Það er ljóst að það sem skipstjór- inn setur í afladagbókina er aðeins áætlaður afli. Hann getur ekki vigtað fiskinn um borð. Í flest öll- um þessum tilfellum í fyrra var um það lítinn mun að ræða, að ekki þótti ástæða til aðgerða. Aðeins sjö tilfelli reyndust ófullnægjandi og var viðkomandi aðilum sent að- vörunarbréf. Þetta voru um þús- und skoðanir í fyrra og ég segi það aftur, að ef um rangfærslur er að ræða í raun í miklum mæli, er það mjög undarlegt að við skulum ekki hafa orðið varir við slíkt. Allar hafnarvogir innsiglaðar Í greininni er sagt að hafnarvigt úti á landi hafi verið tekin úr sam- bandi og vigtað hafi verið vitlaust. Frumherji prófar og innsiglar all- ar hafnarvogir á Íslandi, þegar þær eru orðnar réttar. Rof á inn- sigli á hafnarvog er kært strax til lögreglu og er þar með orðið op- inbert sakamál. Neytendastofa sér um að gefa út löggilda vigtarpapp- íra fyrir vigtarmenn sem eru búnir að sitja tilheyrandi námskeið. Við fylgjumst með því að vogirnar séu ekki runnar út á dagsetningu. Þegar það er að nálgast látum við vita og við fylgjumst með því að þeir aðilar sem eru að vinna á vigt- unum, séu með löggilt vigtunar- réttindi. Það er ekki nóg með þetta, held- ur bera hafnarfyrirvöld á hverjum einasta stað ábyrgð á þeim afla sem landað er hjá þeim. Það segir alveg skýrt í reglugerðinni að hafnaryfirvöld á hverjum löndun- arstað skuli láta Fiskistofu vita, verði þau vör við að eitthvað sé at- hugavert við íshlutfall eða teg- undaskiptingu fiskaflans. Hafnaryfirvöld á hverjum lönd- unarstað skulu hafa umsjón með löndun afla og söfnun upplýsinga um landaðan afla. Hafnaryfirvöld skulu hafa umsjón með að þeim reglum sem settar hafa verið um vigtun á hverjum löndunarstað sé framfylgt. Verði þau vör við brot gegn ákvæðum reglugerðar þess- arar skulu tilkynna það Fiskistofu. Það er ekki bara eins og við séum einir um eftirlitið. Hafnaryf- irvöld bera gríðarlega ábyrgð líka. Endurvigtunarleyfi Fiskistofa hefur heimild sam- kvæmt lögum til að gefa út svo- kölluð endurvigtunarleyfi. Það snýst um það, eins og í öllu kerf- inu, að fá nettóþyngd fisksins skráða og draga frá kvóta skipsins sem slægðan afla. Þegar menn eru að veiðum reyna þeir að ganga vel um fiskinn til að halda gæðum og fá sem hæst verð. Til þess að gera það þarf að ísa fiskinn. Þeir sem kaupa fiskinn vilja eðlilega bara borga fyrir fiskinn sjálfan, ekki ís- inn. Fiskistofu er því heimilt að gefa vinnsluhúsum endurvigtunar- leyfi, sem þýðir það að þeim er heimilt að taka ísinn frá fiskinum og vigta bara fiskinn. Endurvigt- unarleyfi er bundið því skilyrði að allur afli hafi verið brúttóvigtaður á hafnarvog áður. Þar er komin þekkt stærð, sem unnið er út frá. Í greininni er sagt að verið sé að Hér eru menn að vinna störf sín af kostgæfni Við viljum að sannleikurinn komi fram eins og hann er, en ekki einhverjar nafnlausar, óstaðfestar sögur Þórhallur Ottesen, deildarstjóri landeftirlits Fiski- stofu, er ekki sáttur við skrif Morgunblaðsins um kvóta-svindl og slælegt eftirlit. Hjörtur Gíslason ræddi við Þórhall, sem segir að menn geri sitt ýtrasta en eftirlit geti aldrei orðið fullkomið Morgunblaðið/Ásdís Eftirlitið Þórhallur Ottesen, deildarstjóri landeftirlits Fiskistofu. Í HNOTSKURN »Löndunarhafnir á Íslandi eru59 talsins og veiðaeftirlits- menn 39. Þar af eru 8 á skrif- stofu og 31 við beint eftirlit. 139 fyrirtæki hafa endur- og heima- vigtunarleyfi. » Í fyrra voru afladagbækur ogafli borin saman í 994 skipti. Sjö sinnum reyndist dagbók- arfærslan óviðunandi. »Á síðasta ári voru 85 mál tilmeðferðar vegna meintra brota gegn lögum og reglum um fiskveiðar og vigtun sjávarafla. Eftirlit Fiskistofu snýst reyndar um fleira en beint eftirlit. Hún er með mjög mikla gagnasöfnun fyrir Hafrannsóknastofnunina. Fiski- stofa sér um lengdarmælingar á fiski og að loka veiðisvæðum, ef fiskur er undir viðmiðunarmörkum að stærð. Á síðasta ári lokuðu veiðieftirlitsmenn 165 sinnum veiðisvæðum vegna smáfisks. Gæzlan lokaði fjórum sinnum og skipstjórar tvisvar. Séu fleiri en þrír skipstjórar á sama veiðisvæði sammála um að of mikið sé af smá- fiski, er farið eftir því og svæðinu lokað. Á síðasta ári lengdarmældi Fiskistofa 648.175 fiska af öllum tegundum inn í gagnasafn Hafró. Þá voru 13.158 fiskar kvarnaðir fyrir stofnunina.                                                !"      !   !#  $    !%     !#  & !  & '       ()   *               !"# $ # "# #       Gagnasöfnun og lokanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.