Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.07.2007, Qupperneq 12
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Þórudalsheiði Vegurinn um Þórudalsheiði liggur meðfram raflínu sem flytur rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun til álversins í Reyðarfirði. Eftir Sigurð Aðalsteinsson MEÐ því að fara um Þórudalsheiði og Öxi frá Reyðarfirði suður í Beru- fjarðarbotn er hægt að stytta leiðina milli staðanna um 47 kílómetra, mið- að við að fara Suðurfirði um Fá- skrúðsfjarðargöng, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Leiðin frá Reyðarfirði í Berufjarðarbotn um Suðurfirði er 106 kílómetra löng en aðeins 59 kílómetrar sé farið um Þórudalsheiði og Öxi. Það er aðeins 10 kílómetrum styttra að fara frá Reyðarfirði um Egilsstaði og Öxi en Fáskrúðsfjarðargöng og Suðurfirð- ina, eða 96 kílómetrar. Vegurinn um Öxi styttir hins veg- ar leiðina frá Egilsstöðum í Beru- fjarðarbotn um 73 kílómetra, miðað við að fara Fjarðaleiðina um Reyð- arfjörð, Fáskrúðsfjarðargöng, Fá- skrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Breið- dalsvík. Frá Egilsstöðum í Berufjarðarbotn um Öxi eru 63 kíló- metrar en 126 kílómetrar um Breið- dalsheiði og 139 kílómetrar um Suð- urfirði. Samkvæmt upplýsingum vega- gerðarinnar er vegurinn um Þóru- dalsheiði vel fær öllum fjórhjóla- drifnum bílum, en samkvæmt reynslu manna má líka komast hana á venjulegum fólksbílum með lagi, vegurinn er á köflum nokkuð brattur og malarlagið ofan á honum gróft. Þórudalsheiði styttir veginn um 47 kílómetra  , # ( - . #! # , -                   " " "       " Vegurinn er sagður vel ökufær fjórhjóladrifnum bílum 12 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Þriðjudagskvöldið 24. júlí verður farin göngu- og fræðsluferð um Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunn- laugssonar, jarðfræðings. Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávarhjalla og merkileg setlög. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19:30. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Jarðfræði í Elliðaárdal ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 80 05 0 6. 2 0 0 7 Eftir Sigurð Aðalsteinsson Eiðar | Anna Magnúsdóttir rekur hestaleigu ásamt manni sínum, Ás- keli Einarssyni, á Eiðum í Eiða- þinghá á Fljótsdalshéraði. Hún vinn- ur mikið með fötluðum. Hestaleigan hefur verið starfrækt í um 20 ár, fyrst á Tókastöðum í 12 ár, en þau bjuggu með sauðfé til þess tíma er riðuveiki kom upp í fjárstofninum og hann var skorinn niður. „Þá fórum við í þetta og höf- um verið við þetta í tuttugu ár,“ seg- ir Anna. „Nú erum við með 25 hesta og höf- um tvær ungar konur í vinnu hjá okkur við þetta og tökum á móti 1.200 til 1.400 viðskiptavinum á góðu sumri,“ segir Anna. Hún hefur unnið mikið með fötl- uðum. „Það var fyrir um það bil fimm árum að ég fór á námskeið í reiðmennsku fatlaðra sem haldið var á vegum Íþróttasambands Íslands á Sauðárkróki. Þar lærði ég mikið um hvað fatlaðir hafa gott af því að fara á hestbak. Það hreyfast svo margir vöðvar í líkamanum við það að fara á hestbak, jafnvel þótt hesturinn fari bara á feti. Svo er þetta ekki síður upplyfting fyrir þá sem eru fatlaðir en hina,“ segir Anna. Reiðtúrarnir eru afar vinsælir hjá börnunum, það sést berlega á hópi frá Egilsstöðum sem var hjá Önnu þegar fréttaritari leit til hennar. Þau ljóma eins og sólir að loknum útreið- artúrnum. Það sést hvernig fólkið slaknar allt niður við samskiptin við hestana. Á eftir er boðið upp á kaffi og ávexti, sem er vel þegið til að skola ferðarykinu niður. Reiðtúrinn sjálf- ur tekur að jafnaði tuttugu mínútur en um klukkutíma með undirbúningi og frágangi. „Ég hef verið í því að fara með fatlaða á hestbak síðustu fjögur árin, aðallega fimm til sex einstaklinga sem búa á Egilsstöðum, að meðaltali einu sinni í viku allt árið. Þetta er erfiðara á veturna, þá hamlar veður því stundum að við komumst á bak, mig vantar bara reiðskemmu til að geta haldið dagskránni allan vet- urinn. Einnig hef ég verið með krakka sem voru í sumarbúðum fyr- ir fatlaða í Kirkjumiðstöðinni hér á Eiðum í stífu prógrammi með dvöl- inni þar,“ segir Anna. Hún hefur unnið með fötluðum í fjórtán ár og vann á Kópavogshæl- inu þegar hún var sautján ára. „Því gleymi ég aldrei; koma þangað til vinnu, stelpa úr sveit og hafði aldrei séð fatlað fólk áður,“ segir Anna. Hestarnir verða að vera hlýðnir, sterkir, góðir á taugum og rólegir, að sögn Önnu, það á einnig við um hesta fyrir almenna ferðamenn. „Flestir fatlaðir geta riðið í venju- legum hnakk, ég er þó með einn hnakk sérsmíðaðan. Hann var smíð- aður fyrir mig í Keflavík á sínum tíma. Er með baki og örmum sem fest eru á hann og ólum til að festa einstaklinginn niður í hann, nokkurs konar öryggisbeltum. Rauði kross- inn á Egilsstöðum aðstoðaði mig fjárhagslega við að komast yfir hann. Síðan erum við líka með mikið fatlaða einstaklinga sem ekki geta setið í hnakki og verða að liggja á hestinum með höfuðið aftur á lend og við göngum með þeim, hitinn frá hestinum og hreyfingin gerir þess- um einstaklingum gott, ég finn hvernig fólkið slaknar niður á hest- bakinu,“ segir Anna Magnúsdóttir, hestamaður og stuðningsfulltrúi á Eiðum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Upplifun Kári Sveinsson og Eðvarð Kristjánsson komnir á bak hestum sínum og aðstoðarfólkið gerir klárt. Hestamaður Anna Magnúsdóttir rekur hestaleigu á Eiðum, þangað sækja þjónustu bæði fatlaðir sem aðrir. Upplyfting fyrir fatlaða Anna Magnúsdótt- ir rekur hesta- leigu á Eiðum Eftir Sigurð Aðalsteinsson Fljótsdalshérað | Slysin gera ekki boð á undan sér. Það fékk tófu- garmurinn sem lenti undir bílnum hjá Írisi Dóróteu Randversdóttur á Egilsstöðum að reyna. Íris ók eftir hringveginum við Urriðavatn í Fellum á Fljótsdals- héraði þegar tófan skaust í veg fyr- ir bílinn. Árekstur varð eigi umflú- inn og tófugreyið drapst. Við eftirgrennslan hjá vísustu refaveiðimönnum kom í ljós að þetta er geld læða, mórauð eins og allir sjá, að öllum líkindum árs- gömul og ekki lögst í greni. Dýrið var komið í góðan sumarfeld og meira en í meðallagi feitt. Tófan sú arna fer nú í upp- stoppun hjá Reimari Ásgeirssyni á Egilsstöðum. Þá verður hægt að gera frekari rannsóknir á henni til að aldursgreina hana betur en til þess þarf að senda tönn til rann- sóknar. Komi í ljós að hún er eldri en nú er talið er hægt að sjá hvort hún hefur átt hvolpa og jafnvel hve marga um dagana. Íris segir að tóf- unni sé ætlaður staður á hrein- dýrasetrinu Á hreindýraslóðum í Skjöldólfsstaðaskóla á Jökuldal Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Óhapp Íris Dórótea Randversdóttir á Egilsstöðum við bílinn sem slys- inu olli og með tófuna sem nú bíður uppstoppunar. Fórnarlamb- ið verður stoppað upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.