Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
ÞÝSK stjórnvöld íhuga nú að grípa
til lagasetningar til þess að koma í
veg fyrir yfirtöku erlendra fjárfest-
ingasjóða eða fyrirtækja á mikil-
vægum stórfyrirtækjum í þýskum
iðnaði. Þá ekki síst fyrirtækjum sem
eru mikilvæg fyrir framþróun í
þýsku atvinnulífi eða geta hugsan-
lega haft þýðingu fyrir öryggi þýska
sambandslýðveldisins. Samkvæmt
núgildandi þýskum lögum er fátt ef
nokkuð sem stjórnvöld geta gert til
þess að hindra yfirtökur fjárfest-
ingasjóða eða yfirtökur erlendra að-
ila á slíkum fyrirtækjum. Einmitt af
þessum sökum eru þessi mál til
skoðunar innan ríkisstjórnar An-
gelu Merkel. Hún hefur þannig látið
hafa eftir sér að stórir fjárfestinga-
sjóðir í ríkiseign í Rússlandi, Kína
eða Miðausturlöndum kaupi oft
hlutbréf í evrópskum fyrirtækjum í
pólitískum en ekki viðskiptalegum
tilgangi. Því eigi Evrópusambandið
að vernda fyrirtæki gegn slíkum
uppkaupum.
Óttast hugsanleg kaup Rússa
Það eru ekki síst áhyggjur af
hugsanlegum uppkaupum rúss-
neskra aðila á þýskum orkufyrir-
tækjum sem hafa orðið til þess að
hrinda af stað opinberri umræðu um
málið í Þýskalandi. Viðleitni eða
kröfur af hálfu Þjóðverja í þessum
efnum kunna þó vafalaust að valda
deilum því eins og kunnugt er vinn-
ur framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins að því að opna fyrir meiri
samkeppni í sölu á orku innan þess.
Ekki jafnlangt og Frakkar.
Það er vafalaust þess vegna sem
þýska ríkisstjórnin hefur lagt
áherslu á það að ekki standi til að
feta í fótspor Frakka og ganga jafn-
langt og þeir en samkvæmt frönsk-
um lögum geta stjórnvöld þar í
reynd komið í veg fyrir erlenda yf-
irtöku á nánast hvaða frönsku stór-
fyrirtæki með því að vísa til mik-
ilvægra franskra hagsmuna. Þá hafa
bæði núverandi og fyrrverandi rík-
isstjórn Frakklands rætt opinskátt
um að nauðsyn þess að til verði
mjög stór fyrirtæki í eigu ríkisins
sem geti staðið í farbroddi bæði í
Evrópu og í heiminum í krafti
stærðar sinnar.
Áform Þjóðverja ganga ekki í þá
átt heldur er aðeins rætt um vernd-
un þjóðhagslegra mikilvægra iðn-
greina. Ekki kemur heldur til
greina að þýska ríkið kaupi stóra
eignarhluti í mikilvægum þýskum
fyrirtækjum, eins og vinstri menn í
Þýskalandi hafa stungið upp á, til
þess að hindra yfirtökur á þeim.
Þjóðverjar íhuga lög gegn er-
lendum yfirtökum fyrirtækja
Reuters
Angela Merkel Kanslari Þýskalands hefur ákveðnar skoðanir á hlutdeild
erlendra aðila í þýskum fyrirtækjum, þó ekki jafn sterkar og Frakkar.
Í HNOTSKURN
»Þjóðverjar eru helstu við-skiptavinir Rússa í orku-
geiranum, um 40% gasolíu-
neyslu þeirra kemur frá
Rússlandi.
»Árið 2005 fjárfestu Kín-verjar fyrir 137 milljónir
evra í Þýskalandi en Rússar
fyrir 102 milljónir evra.
»Merkel hefur kallað eftirsvipuðum ráðagerðum
innan Evrópusambandsins.
Talið að Bretar mótmæli.
● BÍLARISINN
General Motors
(GM) hefur end-
urheimt toppsæti
sitt og er sá bíla-
framleiðandi sem
seldi flesta bíla á
öðrum fjórðungi
þessa árs.
Toyota, sem náði
í fyrsta sinn þeim
áfanga að selja
mest allra á fyrsta ársfjórðungi, hef-
ur þó verið spáð mestri sölu á árinu í
heild segir á vef CNN. Þar með myndi
Toyota velta GM úr sessi en GM hef-
ur vermt toppsætið síðustu 76 ár.
Alls seldi GM 2,41 milljón bíla á
öðrum ársfjórðungi og Toyota 2,36
milljónir bíla.
Munurinn milli bílaframleiðend-
anna á fyrri helmingi ársins er hins
vegar aðeins 40 þúsund bílar og þar
hefur Toyota enn vinninginn, eftir að
hafa selt 90 þúsund fleiri bíla en GM
á fyrsta ársfjórðungi.
GM aftur í toppsætið
Toyota Gæti selt
flesta bíla á árinu.
● Að mati greiningardeilda Lands-
bankans og Kaupþings mun vaxta-
lækkunarferli Seðlabankans ekki
hefjast fyrr en í mars á næsta ári.
Ótti við fall íslensku krónunnar og
vísbendingar um endurnýjaða upp-
sveiflu á húsnæðismarkaði eru
nefnd sem helstu skýringar á að
markaðsvextir muni haldast háir.
Í Fókus greiningardeildar Lands-
bankans segir að ávöxtunarkrafan á
markaði endurspegli væntingar um
snarpa gengislækkun.
Hálffimmfréttir Kaupþings benda
á aukinn fjölda þinglýstra kaupsamn-
inga, og að hækkun húsnæðisverðs
hafi lagt til 3,6% hækkun vísitölu
neysluverðs á ársgrundvelli.
Vaxtalækkun ekki
fyrr en í mars 2008?
● Á ÖÐRUM fjórðungi ársins seldi
Harley Davidson meira en 95 þús-
und eintök af þunghljóða smótor-
hjólum sínum á heimsvísu. Sölu-
tekjur tímabilsins námu nær eitt
hundrað milljörðum króna sem er
17% meira en á sama tíma í fyrra.
Hagnaður tímabilsins nam um átján
milljörðum krópna og stjórnendur
Harley gera ráð fyrir áframhaldandi
góðum hagnaði á næstu árum.
Sala í heimalandinu, Bandaríkj-
unum, hefur þó engan veginn verið í
takt við væntingar en mikil söluaukn-
ing á Harley-hjólum í Evrópu hefur
vegið það upp og gott betur.
Evrópubúar kaupa
Harley mótorhjól
HAGNAÐUR bandaríska hugbún-
aðarrisans á fjórða ársfjórðungi síð-
asta rekstrarárs nam um 3,0 millj-
örðum dollara, eða 180 milljörðum
íslenskra króna sem er um 7% aukn-
ing frá sama tímabili á síðasta ári.
Tekjur fyrirtækisins á ársfjórð-
ungnum námu 13,4 milljörðum doll-
ara og jukust um 13% milli ára.
Heildartekjur rekstrarársins fóru í
fyrsta skipti yfir 50 milljarða dollara,
en þær námu 51,1 milljarði.
Afkoma Microsoft var undir spám
fjármálasérfræðinga vestanhafs og
féll gengi hlutabréfa félagsins um
2% eftir að uppgjörið var kynnt.
Samkvæmt breska blaðinu Gu-
ardian hefur ákvörðun Microsoft um
að leggja einn milljarð dollara til
hliðar vegna vandræða leikjatölv-
unnar Xbox haft áhrif á afkomuna.
Aukinn hagnaður
hjá Microsoft
Reuters
BYR, sameinaður sparisjóður Kópa-
vogs, Hafnarfjarðar og vélstjóra,
hefur gengið frá samningi um fyrsta
sambankalán sitt fyrir samtals 110
milljónir evra, um níu milljarða
króna til þriggja ára. Í tilkynningu
frá BYR segir að sparisjóðurinn hafi
hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum
sambankalánamarkaði og að um-
frameftirspurn hafi verið meðal fjár-
festa. Upphaflega hafi staðið til að
taka 50 milljóna evra lán, en vegna
eftirspurnar hafi upphæðin hækkað.
Yfirumsjón með láninu höfðu Bay-
ern LB, HSH Nordbank og Raiffei-
sen Zentralbank Österreich AG, en
alls voru 14 alþjóðlegir bankar þátt-
takendur.
Fyrsta sambankalánið
HAGNAÐUR bandaríska fyrirtæk-
isins Nasdaq, sem rekur samnefnda
kauphöll, á öðrum ársfjórðungi þre-
faldaðist miðað við sama tímabil í
fyrra. Alls hagnaðist félagið um 56,1
milljón Bandaríkjadala á öðrum
fjórðungi, eða um 3,3 milljarða
króna. Í fyrra nam hagnaður fjórð-
ungsins 16,6 milljónum dala.
Reiknað er með því að heildar-
hagnaður ársins verði á bilinu 171-
181 milljónir dala.
Nasdaq þrefaldar hagnað