Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 15
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
NOKKRAR þyrlur breska flug-
hersins fluttu fólk af flóðasvæðum
í mið- og vesturhluta Englands í
gær þar sem mikil flóð eftir aftak-
arigningu hafa valdið miklum usla
í þrjá daga. Talsmaður flughersins
sagði þetta viðamestu aðgerðir
björgunarþyrlna hersins á frið-
artímum.
Þúsundir manna hafa þurft að
hafast við í neyðarskýlum vegna
flóðanna. Samtök breskra trygg-
ingafélaga sögðu að eignatjónið
gæti numið hundruðum milljóna
sterlingspunda, eða sem svarar
tugum milljarða króna.
Mjög vætusamt hefur verið í
Bretlandi í sumar en á föstudag-
inn var kastaði tólfunum. Rign-
ingin jafnaðist þá á við með-
alúrkomu rúms mánaðar á aðeins
örfáum klukkustundum á svæðum
í Englandi og Wales. Rigningin
var minni um helgina, en ár
flæddu yfir bakka sína og sumar
voru enn í vexti.
Ástandið var verst í Gloucester-
skíri, Worcesterskíri og Oxford-
skíri, sem eru norðan og vestan
við London. Flóðin voru í rénun í
Gloucesterskíri í gær en færðust í
aukana annars staðar. Eru þetta
mestu vatnavextir í Severná í
Gloucesterskíri í sex áratugi.
Hundruðum bjargað
Talsmaður breska flughersins,
Rhona Metcalfe, sagði að herþyrl-
ur hefðu bjargað yfir hundrað
manns á flóðasvæðunum um
helgina. Þyrlurnar hefðu farið í 55
ferðir til að bjarga fólki eða flytja
lækna og hjálpargögn til fólks sem
þarfnaðist læknisaðstoðar.
Um 40 mönnum var til að
mynda bjargað úr hóteli í Eves-
ham þar sem fólkið hafði verið
innlyksa í tvo daga.
Björgunarsveitir bjuggu sig
einnig undir að flytja yfir 200
manns úr húsum í Gloucester.
Björgunarsveitir hafa notað
gúmmíbáta til að sækja aldrað fólk
sem er einangrað á heimilum sín-
um. Bæir og akrar eru víða um-
flotnir og samgöngur röskuðust
vegna þess að þjóðvegir og járn-
brautir eru undir vatni.
Skortur á drykkjarvatni
Mikið tjón hefur orðið þar sem
vatn og skolp hefur flætt inn í hús
og vatnstanka. Yfirvöld hvöttu því
um 80.000 heimili í Sutton til að
sjóða allt drykkjarvatn. Óttast var
að 350.000 manns yrðu án
drykkjarvatns í norðanverðu Glou-
cesterskíri.
Fregnir hermdu einnig að hætta
væri á að vatn flæddi inn í 80.000
hús í Surrey og að allt að 200.000
manns yrðu fyrir eignatjóni.
Stjórnin gagnrýnd
Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, bar lof á björg-
unarsveitirnar og sagði að sveit-
arstjórnum yrði bættur allur
kostnaður vegna flóðanna. Þing-
menn stjórnarandstöðunnar gagn-
rýndu stjórnvöld fyrir að hafa ekki
gripið til varúðarráðstafana og
tryggt fullnægjandi flóðavarnir
eftir þriggja daga úrhelli.
„Það er hneyksli að stjórninni
skuli ekki hafa tekist að afstýra
flóðunum,“ hafði fréttavefur
breska dagblaðsins The Daily
Telegraph eftir John Redwood,
þingmanni Íhaldsflokksins í Wok-
ingham. „Engir sandpokar voru
tiltækir, engar dælur og engir
skurðir höfðu verið grafnir. Hvers
vegna var slökkviliðið ekki kallað
út, eða jafnvel herinn? Það er al-
gerlega óviðunandi að fólk skuli
hafa þurft að híma í bílum á um-
flotnum þjóðvegum.“ Sir Menzies
Campbell, leiðtogi Frjálslyndra
demókrata, tók undir gagnrýnina.
„Það hafði verið vitað í nokkra
daga að þetta myndi líklega ger-
ast,“ sagði hann.
David Cameron, leiðtogi Íhalds-
flokksins, krafðist opinberrar
rannsóknar á framgöngu stjórn-
valda í málinu og sagði að fólk
vildi vita hvers vegna sandpokar,
dælur og tæki til flóðavarna voru
ekki send á flóðasvæðin í tæka tíð.
Framlögin aukin
Hilary Benn, umhverfisráðherra
Bretlands, vísaði þessari gagnrýni
á bug og sagði að bresk stjórnvöld
hefðu brugðist rétt við hættu-
ástandinu miðað við aðstæður. Þá
benti hann á að núverandi að-
stæður ættu sér engin fordæmi.
Benn sagði í samtali við breska
ríkisútvarpið, BBC, að rigning-
arnar hefðu verið óvenju miklar og
við slíkar aðstæður gætu jafnvel
bestu varnirnar brostið.
Gordon Brown neitaði því einnig
að stjórnvöld hefðu ekki gert næg-
ar varúðarráðstafanir og benti á
að stjórnin hefðu aukið fjár-
framlögin til flóðavarna úr 600
milljónum punda í 800 milljónir á
ári.
Yfirmaður bresku umhverf-
isstofnunarinnar, Barbara Young
barónessa, sagði hins vegar að
verja þyrfti milljarði punda (120
milljörðum króna) í flóðavarnir á
ári. Young sagði þetta nauðsynlegt
vegna þess að loftslagsbreytingar
ykju hættuna á slíkum flóðum.
Mestu björgunaraðgerðir breska
flughersins á friðartímum
Reuters
Hundruðum bjargað Slökkviliðsmenn bjarga gestum hótels í Evesham í miðhluta Englands. Hundruðum manna hefur verið bjargað á flóðasvæðunum.
Aftakaflóð Loftmynd af bílum í bænum Tewkesbury sem var umflotinn vatni eftir steypirigningu.
Aðstæður kannaðar Björgunarmenn synda í flóðvatni í bænum Evesham
eftir að hafa athugað aðstæður fólks í umflotnu húsi.
Vætusumar Hjólað í flóðvatni í
Tewkesbury í Gloucesterskíri.
»Mjög vætusamt hef-
ur verið í Bretlandi í
sumar en á föstudaginn
var kastaði tólfunum.
Rigningin jafnaðist þá á
við meðalúrkomu rúms
mánaðar á aðeins örfá-
um klukkustundum.