Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 18
fjármál fjölskyldunnar
18 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
A
ð ferðast hringinn í
kringum landið er til-
valin leið til að kynnast
Íslandi betur, fyrir inn-
lenda sem útlenda. Mis-
jafnt er hvað fólk gefur sér langan
tíma í slíkt ferðalag en hægt er að
fara hringveginn á einni viku en
koma þó við á mörgum stöðum.
Kostnaður við slíkt vikuferðalag get-
ur verið mjög misjafn. Auk bensín- og
gistikostnaðar er neyslukostnaður
óhjákvæmilegur, því auðvitað þurfa
allir að borða og svo þarf að borga ef
farið er í sund eða eitthvað annað
gert sem krafist er greiðslu fyrir.
Neyslukostnaði má ná verulega niður
með því til dæmis að smyrja sér nesti
og grilla sjálfur pylsur á útigrillum
sem oft eru á tjaldstæðum, í stað þess
að kaupa skyndibita í vegasjoppum
eða fara dýrt út að borða á veit-
ingastöðum.
Dýrara að gista
nálægt þéttbýli
Gistikostnaður getur verið mjög
misjafn en þar getur munað heilum
50.000 krónum yfir ferðavikuna, eftir
því hvort fólk sefur í tjaldi eða í upp-
búnum rúmum í sérherbergi með
baði og morgunverði í bændagist-
ingu.
Hjá ferðaþjónustu bænda fengust
þau svör að verð á gistingu væri mjög
misjafnt eftir stöðum og væri líka
breytilegt eftir því hvort sofið væri í
stóru rými með mörgum öðrum eða
gist í sérherbergi. Eins er verðið mis-
jafnt eftir því hvort herbergi eru með
baði eða öðrum þægindum eða ekki,
hvort morgunverður er innifalinn eða
ekki og hversu langt frá þéttbýli
gististaðurinn er, en yfirleitt er dýr-
ara að gista nálægt þéttbýli. Eins er
gisting ódýrari yfir veturinn en á
sumrin. Sérherbergi fyrir tvo með
uppbúnum rúmum, með baði og
morgunmat, kostar yfirleitt frá
10.000 krónum en gisting í svefn-
pokaplássi í til dæmis smáhýsum með
eldunaraðstöðu og sameiginlegri
snyrtingu kostar yfirleitt um 1.500
kr. á mann. Auk þess er umhverf-
isvænt að gista í svefnpokaplássi því
þó nokkur vatnsnotkun og þvottaefn-
isnotkun er samfara því að þvo af
rúmum þeirra sem gista í uppbúnu.
Fyrir hvern einstakling sem gistir
á tjaldstæði þarf yfirleitt að greiða
um 750 kr. en 250 kr. fyrir börn 7-17
ára. Yfirleitt er sérstaklega greitt
fyrir ýmsa þjónustu á tjaldstæðum,
t.d kostar rafmagn fyrir hvern vagn í
Húsafelli 350 kr., aðgangur að eldhúsi
300 kr. á mann
og notkun á þvottavél 500 kr.
Á tjaldstæðinu á Húsafelli fá ellilíf-
eyrisþegar og öryrkjar 10% afslátt og
á það einnig oftast við á öðrum stöð-
um á landinu.
Farfuglaheimili eru enn einn gisti-
kosturinn en þar er áhersla á sjálfs-
þjónustu. Slík heimili eru alls 25 hér á
landi. Til dæmis kostar tveggja
manna herbergi á farfuglaheimilinu í
Berunesi 5.000 krónur.
Bensínbílar auka verulega elds-
neytisnotkun við aftanívagn
Þó nokkru máli getur skipt í pen-
ingaútlátum í hringferðinni á hvernig
bíl er ferðast og hvort aftanívagn sé
með í för eður ei. Smábíll eins og
Ford Fiesta eyðir aðeins bensíni fyrir
rúmar sjö þúsund krónur við að fara
hringinn en Range Rover Sport eyðir
bensíni fyrir tæpar nítján þúsund
krónur, samkvæmt reiknivél Orku-
setursins (miðað við 120 kr. á bens-
ínlítra og 115 kr. á olíulítra).
Leó M. Jónsson véltæknifræð-
ingur segir að mun hagkvæmara sé
að vera á díselbíl ef dreginn er þung-
ur vagn, því slíkir bílar auki eyðsluna
miklu minna við dráttinn en bens-
ínbílar. Bensínjepplingur eins og Hu-
yndai Santa Fe eyðir allt að 17 á
hundraðið við það að draga fellihýsi
en án slíkrar aukaþyngdar eyðir hann
ekki nema um 12 á hundraðið. Bens-
íneyðslan eykst því um 40-60%. Vert
er að taka fram að það fer eftir öku-
lagi hversu miklu bíll eyðir í keyrslu.
Eins getur bensíneyðsla aukist við
mikla notkun á loftkælingu og þá sér-
staklega hjá smábílum, þar getur hún
aukist um allt að 60%. Eftir því sem
vélin er stærri, þeim mun minni áhrif
hefur allur aukabúnaður á bensín-
eyðslu. Einn möguleiki í ferðamáta er
að sjálfsögðu sá að taka rútur á milli
staða eða einfaldlega húkka sér far á
puttanum, nú eða hjóla.
Hvað kostar að fara hringinn?
/ "
#$ $% #& '& ' ( !)!* $ $ 0
,
)+
!!! " !"
!
"
! #! ! !!
"$
!
! " %
&%'! !
# %!
$
$+
.1'# 2 , 3
"1##%
%1 5
+
"1'# 6&/&76
() !"
!*! !!
"
!
+, ! ! ! !* !!
"$
(
!
!
%
-.!/%0! !
# %!
$ "'1%1 "#11 #"1%% ( , !! !
"+
!!
"
!
!"
! #! ! ! !
1
! ! "+,
"! !
$
2!3 !4
!
5! !'! !
# %! $ "#11 "'11 #"1 6!!
! !! )
"!
! ! !
"!"
"! ! #+
"
!! !"
! !
$
!
!!
%!5%5!
-7!
# %!
$ "'1%"1 %11 .'1#" 8
Kostnaður við að ferðast í
viku um Ísland er mjög
misjafn eftir þeim ferða-
máta sem fólk kýs sér
segir Kristín Heiða
Kristinsdóttir sem kann-
aði verðlag á gistingu og
öðru sem þarf að huga að
þegar lagst er í ferðalög.
www.ferdalag.is
www.sveit.is
www.hostel.is
www.orkusetur.is
ÞJÓÐVEGUR 1 eða hringvegurinn
er vegur sem liggur um Ísland og
tengir saman flestöll byggileg hér-
uð á Vestur-, Norður-, Austur- og
Suðurlandi. Vegurinn er samtals
1.339 km á lengd og liggur um alla
landshluta nema Vestfirði og
miðhálendið. Hringurinn var klár-
aður árið 1974 þegar Skeiðarárbrú
var opnuð.
Vegurinn er að mestu tvíbreiður
nema þar sem hann liggur í gegn-
um stærri bæi þar sem hann er
breiðari og einnig í hluta Hval-
fjarðarganganna. Stærstur hluti
vegarins er nú með bundnu slitlagi
en á nokkrum köflum á Austur-
landi er hann ennþá einungis mal-
arvegur. Umferð um veginn er
langmest í nágrenni höfuðborg-
arinnar og stærri bæja eins og Ak-
ureyrar og Selfoss en fjarri þétt-
býli er að finna kafla þar sem
umferð er mjög lítil eða undir 100
ökutækjum á dag.
Lengi hefur það verið vinsælt
hjá íslenskum ferðamönnum að
fara hringinn enda er stór hluti
landsins innan seilingar frá honum.
Í seinni tíð hefur leiðin öðlast meiri
vinsældir meðal erlendra ferða-
manna sem leigja sér bíl, taka með
eigin bíl eða hjóla þessa leið.
(Úr frjálsa alfræðiritinu Wiki-
pedia)
Hringvegurinn
Fréttir
í tölvupósti