Morgunblaðið - 23.07.2007, Page 19
gæludýr
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 19
HANDVERKFÆRI
N1 býður upp á mikið úrval af hágæða rafmagns- og handverkfærum.
WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
mið hans er að gera
Seyðisfjörð og ná-
grenni spennandi kost
fyrir göngufólk og
vinna að uppbyggingu
og viðhaldi gönguleiða,
auk þess að miðla upp-
lýsingum og skipu-
leggja ferðir.
Þessi elja hefur borið
árangur því Seyð-
isfjörður er paradís
fyrir göngufólk, með
fjölbreyttu úrvali af
miserfiðum gönguleið-
um.
Hægt er m.a. að fara
stikaðar leiðir til Loð-
mundarfjarðar um
Hjálmárdalsheiði eða frá Austdal til
Mjóafjarðar um Brekkugjá. Víkverji
er hrifnastur af leiðinni frá Austdal
að náttúruperlunni Skálanesbjargi í
mynni fjarðarins. Það er létt og sér-
lega skemmtileg ganga á láglendi;
tekur um eina og hálfa klukkustund
aðra leið ef fólk freistast ekki til að
nema staðar til að dást að fjöl-
breyttu fuglalífinu á þessum slóðum.
Gaman er líka að ganga meðfram
Fjarðará til að skoða fossana þar eða
frá minnisvarðanum í Neðri-Staf, yf-
ir göngubrú, út eftir brún fjallsins
og niður í Botna fyrir ofan bæinn.
Víkverji hvetur einnig göngufólk
til að koma við á upplýsingamiðstöð
ferðamanna á Seyðisfirði og kynna
sér hvernig hægt er að hljóta nafn-
bótina „fjallagarpur Seyðisfjarðar“
með því að klífa sjö tinda við fjörð-
inn.
Víkverji er nýkom-inn heim eftir
nokkurra vikna dvöl í
sveitasælunni úti á
landi. Hann ferðaðist
meðal annars til Seyð-
isfjarðar og einna eft-
irminnilegust var
Jónsmessugleði sem
Gönguklúbbur Seyð-
isfjarðar stóð fyrir af
miklum myndarskap.
Um 150 manns, eða um
fimmtungur bæjarbúa,
tóku þátt í gleðinni.
Ekið var með rútu upp
að snjóflóðavarnagörð-
unum í Bjólfi (1.085 m)
og var stórfenglegt að
horfa niður snarbrattar hlíðar fjalls-
ins úr um þúsund metra hæð á kaup-
staðinn beint fyrir neðan. Víkverji
hvetur ferðalanga til að ganga upp á
fjallið á veginum frá Stafdal fyrir
botni fjarðarins. Það er þægileg leið
og útsýnið stórfenglegt fyrir þá sem
ekki eru lofthræddir.
Um 56 manns gengu frá snjóflóða-
varnagarðinum í Bjólfi niður í Vest-
dal þar sem vígð var göngubrú yfir
Vestdalsá, heilgrillað lamb, spjallað,
sungið og dansað fram á nótt í mildu
og fallegu veðri. Líklegt er að álfar
og huldufólk hafi tekið þátt í gleðinni
því skammt frá brúnni er Álfaborg-
in, dansstaður seyðfirskra álfa.
x x x
Víkverji dáist að krafti og eljuþeirra sem fara fyrir Göngu-
klúbbi Seyðisfjarðar. Meginmark-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
Svokallaðir vígahundar hafanotið mikilla vinsælda hjáungu fólki í Danmörku hinsíðustu ár. Sumum eig-
endum þessara hunda hefur fylgt
ákveðin tíska, þar sem hundarnir
eru eyrnastýfðir en það athæfi var
bannað í Danmörku árið 1987 og
árið 2001 á Íslandi.
Þetta hefur hinsvegar ekki
hindrað þarlenda þar sem farið er
með hundana yfir til Þýskalands
og þeir eyrnastýfðir þar af
óprúttnum aðilum enda eru eyrna-
stýfingar líka ólöglegar í Þýska-
landi.
Það eru einkum hundar eins og
Dobermann, Boxer og Stór-Dani
sem þykja vera hörkulegri á að
líta eftir eyrnastýfingu og er því
um að ræða „fegrunaraðgerð“
fyrst og fremst og henni eingöngu
ætlað að breyta útliti hundsins.
Einnig er hægt að flytja eyrna-
stýfða hunda inn frá löndum þar
sem eyrnastýfingar eru enn leyfð-
ar og því er enn opið fyrir að þess-
ar aðgerðir séu framkvæmdar á
dýrunum, þrátt fyrir að slíkt sé
ekki gert á Íslandi.
Sársaukafull aðgerð
Eyrnastýfing byggist á gamalli
hefð en talið er að markmiðið hafi
verið að draga úr sárum hjá bar-
daga- og varðhundum.
Yfirleitt er þetta gert með því
að djúpsvæfa hundinn þegar hann
er á milli 8 og 10 vikna gamall, en
stundum allt 6–7 mánaða, og þá er
ytri hluti eyrans skorinn eða
klipptur í burtu. Sárið er svo
saumað og búið um eyrun þannig
að þau haldist upprétt. Það þarf
svo að skipta um umbúðirnar
minnst vikulega og þetta þarf að
gera í 6 mánuði ef eyrun eiga að
haldast uppi.
Aðferð þessi er sársaukafull fyr-
ir hundinn og þá sér í lagi vikuleg
skipting sárabindanna í allt að
hálft ár, framkvæmd af misjöfnum
ræktendum erlendis því ekki má
flytja hundana inn með sárabind-
unum á. Þetta getur haft áhrif á
skapgerð hundsins eða viðhorf
hans til mannfólksins. Í samtali við
dýralækni kom fram að aðgerðir
sem þessar tíðkist ekki á Íslandi
enda ólöglegar og að mati dýra-
lækna með öllu ónauðsynlegar.
Ennfremur tengjast aðgerðir
sem þessar í auknum mæli víga-
hundum sem eru notaðir í undir-
heimum en nokkrar tegundir þess-
ara hunda hafa verið bannaðir og
finnast ekki á Íslandi, t.d. Pit Bull
Terrier, Staffordshire Bull Ter-
rier, Fila Brasileiro, Toso Inu og
Dogo Argentino. Þó finnast hér
hundar sem eru flokkaðir sem
vígahundar erlendis en eru leyfðir
eins og Bullmastiff og Rottweiler.
Í samtali við Brynju Tomer
þjónustufulltrúa VísAgria dýra-
verndar og áhugakonu um hunda-
rækt kom fram að þeir eyrna-
stýfðu hundar sem til væru á
Íslandi væru innfluttir frá löndum
þar sem eyrnastýfingar eru enn
leyfðar en það eru fyrrverandi
Austur-Evrópulöndin og Bandarík-
in. „
Ólöglegt og tíðkast
ekki á Íslandi
Hjá hundaræktarfélagi Íslands
eru alveg skýrar reglur um það að
þú getur ekki komið með hund í
sýningar á Íslandi í ræktunardóm
ef hann er eyrna- eða skottstýfður
og kemur frá landi þar sem það er
bannað,“ segir Brynja en segir
jafnframt að í lagi sé að sýna
eyrna- og skottstýfða hunda ef
þeir koma frá löndum þar sem
þetta er enn leyft. „Þetta er fyrst
og fremst spurning um útlit og
hverju maður hefur vanist. Sjálf
vandist ég þessum tegundum sem
eyrnastýfðum því ég kynntist þeim
fyrst fyrir 30 árum síðan á Spáni.
Við erum smám saman núna að
venjast því að sjá þessa hunda
með lafandi eyru og langt skott og
svona eru þeir bara frá náttúrunn-
ar hendi og ef við sættum okkur
ekki við það verðum við bara að
finna okkur eitthvert annað dýr,
t.d. hund sem er með upprétt eyru
frá náttúrunnar hendi eins og ís-
lenskan fjárhund,“ segir Brynja og
leggur áherslu á að þessar útlits-
breytingar séu nokkuð sem verði
að víkja enda tilgangurinn með
þeim eingöngu útlitslegur.
Það virðist einnig vera sem svo
að eyrnastýfingar loði einna helst
við hunda sem notaðir eru af fólki
í undirheimum landsins og er þá
eini kosturinn að flytja inn þessa
hunda eyrnastýfða frá Austur-
Evrópu eða Bandaríkjunum.
Í höndunum á röngum eigendum
verða þessir hundar sem upp-
runalega eru vinnu- eða varð-
hundar að vígahundum og í raun-
inni virka þeir sem vopn í
höndunum á röngu fólki.
Það er einmitt þessi tenging á
milli eyrnastýfinga sem veldur því
að fólk óttast þessa hunda. Eyrna-
stýfingum er í dag ætlað að gera
hundana meira ógnandi og ekki er
hægt annað en að velta því fyrir
sér hver ástæðan fyrir því er.
Niðurstaðan er líklega sú að
þeir eigendur umræddra hunda-
tegunda sem láta sér annt um dýr-
in sín geta orðið fyrir aðkasti þar
sem svörtu sauðirnir á meðal eig-
enda setja svartan blett á allt
hundakynið og jafnvel eigendur
líka.
Eyrnastýfingar hunda
Eyrnastífður Í sumum löndum er enn heimilt að eyrnastífa hunda þrátt
fyrir að aðgerðin sé sársaukafull og hafi aðeins útlitslegan tilgang.
Stella Kristjánsdóttir
Náttúrulegur Seifur er íslenskur Doberman, vinalegur og með lafandi
eyru eins og hann var skapaður frá náttúrunnar hendi.