Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 20
Heilbrigðisgagna-
grunnur Alberta ríkis
í Kanada (Alberta
Health Care data-
base) var skoðaður og
konur með silíkonp-
úða voru bornar sam-
an við upplýsingar í
krabbameinsskrá Al-
berta ríkis (Alberta
Cancer Registry).
Rannsóknin náði til
11.676 kvenna með
silíkonpúða, 41 kona
reyndist hafa fengið
krabbamein. Þessi
tala er verulega lægri en áætlaður
fjöldi kvenna í hættu að fá krabba-
mein. (Berkel. New Engl. J.Med
1992)
Farið var yfir sjúkraskýrslur
3.182 kvenna í Kaliforníu með silí-
konbrjóstapúða og tengt við
krabbameinsskrána í Los Angeles
( Los Angeles County Cancer
Registry). 31 kona fékk krabba-
mein í brjóst en ætlaður fjöldi
samkvæmt almennri áhættu án
silíkons var 49. (Deapen PRS
1997)
Af 3.473 konum í Svíþjóð með
silíkonbrjóstapúða fengu 18
brjóstakrabbamein en áætlaður
fjöldi samkvæmt almennri áhættu
var 25. (McLaughlin. J.Nat Cancer
Inst. 1998)
Ég læt þessar 3 greinar nægja
hér. Tilvitnanirnar í yfirlitsgrein-
inni eru 93, ítarlegri frásögn á
heima í læknaritum.
VEGNA nýlegra skrifa og sjón-
varpsviðtala um brjóstapúða sem
innihalda silíkon er rétt að koma á
framfæri niðurstöðum rannsókna
sem beinst hafa að spurningum
um hvort slíkir púðar auki líkur á
krabbameini annars vegar og hins
vegar tengsl þeirra við ýmis óljós
gigtareinkenni, eymsli og þreytu.
I. Krabbamein.
Einkum er þrennt sem spyrja
má um tengsl milli silíkonbrjóstap-
úða og brjóstakrabbameins.
Í fyrsta lagi hvort tíðni brjósta-
krabbameins aukist hjá konum
með silíkonbrjóstapúða. Svar/Nei
Í öðru lagi hvort þær greinist
með slíkt krabbamein á hærra
stigi. Svar/Nei
Í þriðja lagi hvort krabbamein
endurtaki sig oftar meðal kvenna
með silíkonpúða.
Svar/Nei
Leitast er við að
svara þessum spurn-
ingum hér að neðan.
Þessi svör eru ekki
staðlausir stafir held-
ur niðurstöður fjölda
rannsókna sem birtar
hafa verið í læknarit-
um síðustu 10-15 árin.
1) Er aukin tíðni
krabbameins í bjóst-
um kvenna með silí-
kon ?
Mjög viðamikil yf-
irlitsgrein birtist í Plastic and Re-
constructive Surgery í maí 2001.
Gagnagrunnur sem notaður var
náði til 65.000 rita á tímabilinu
1992-1998, meira en 4.770 birtar
greinar, útdrættir, yfirlit og bréf
til ritstjóra voru skimuð með tilliti
til lykilorðanna brjóstakrabbamein
og silicon.
Ameríska krabbameinsfélagið
(American Cancer Society) gerir
ráð fyrir að 12,5% kvenna í Banda-
ríkjunum fái brjóstakrabbamein
og áætlað er að ein og hálf milljón
kvenna í Bandaríkjunum sé með
silíkonbrjóstapúða. Það er því ljóst
að einhver hópur kvenna með slíka
brjóstapúða mun fá brjósta-
krabbamein þó engin tenging hafi
fundist milli krabbameins og silí-
kons.
Athygli skal vakin á nokkrum
niðurstöðum sem nefndar eru í
ofangreindri yfirlitsgrein:
Sigurður E. Þorvaldsson
skrifar í tilefni skrifa og
viðtala um brjóstapúða
sem innihalda silíkon
Sigurður E.
Þorvaldsson
»Niðurstaða rann-sóknarinnar var að
engin tengsl silíkon-
brjóstapúða og stoðvefs-
einkenna fundust í þess-
ari rannsókn.
Höfundur er lýtalæknir.
Eru tengsl milli silíkonbrjóstapúða og
krabbameins eða langvinnra sjúkdóma?
2) Greinist krabbamein seinna
og á hærri stigum hjá konum með
silíkonpúða í brjóstum?
Í danskri rannsókn var sýnt
fram á að stig krabbameins við
greiningu hjá konum með brjós-
tapúða var það sama og hjá öðrum
konum sem greindust með brjósta-
krabbamein. (Friis.Int J.Cancer
1997)
3) Er kona sem misst hefur
brjóst vegna krabbameins og fer í
brjóstauppbyggingu með sílikon í
meiri hættu á að fá krabbamein
aftur?
Fylgst var með 289 konum í 10-
20 ár (meðaltími 13 ár). Nið-
urstaðan var sú að hætta á end-
urkomu æxlis á brjóstvegg eða
fjarmeinvörpum (holhönd, bein)
var minni hjá konum sem kusu að
fara í brjóstauppbyggingu borið
saman við þær sem ekki fóru í
slíka aðgerð. (Petit.Tumori 1998)
II. Síþreyta, vöðvaeymsli, gigt
Umræða um tengsl þessara
óljósu einkenna við silíkon er ekki
ný af nálinni. Ameríska gigtlækna-
félagið „American College of
Rheumatology“ sendi frá sér fyrir
mörgum árum álit byggt á rann-
sóknarniðurstöðum sem birtar
voru í „New England Journal of
Medicine“ 1994 og 1995. Fyrri
rannsóknin (1994. Dr.Gabriel o.fl)
var frá Mayo Clinic í Rochester
Minnesota. Fylgst var með konum
í Olmsted-sýslu (sýsla Mayo Cli-
nic). Fylgst var með 749 konum
með brjóstapúða að meðaltali í 8
ár og 1.498 konum án brjóstapúða
í 8 ár. Stoðvefseinkenni sem fylgst
var með voru mörg, meðal annars
liðagigt, rauðir úlfar (lupus), fjöl-
vöðvagigt, slitgigt, psoriasis, hersl-
ismein (scleroderma) og æðabólga.
Enginn munur fannst á tíðni
þessara einkenna hjá þessum
tveim hópum og niðurstaða rann-
sóknarinnar var því að engin
tengsl silíkonbrjóstapúða og stoð-
vefseinkenna fundust í þessari
rannsókn.
Síðari rannsóknin er nefnd „The
Harvard Nurses Study“. Fylgst
var með almennu heilsufari hjá
stórum hópi hjúkrunarfræðinga,
alls rúmlega 80 þúsund konum, frá
1976 til 1995. Af þessum fjölda
kvenna höfðu 1861 farið í silíkon-
brjóstastækkun og verið með silí-
konpúða að meðaltali í 10 ár. Nið-
urstaða þessarar rannsóknar var
að konur með silíkonbrjóstapúða
höfðu ekki stoðvefseinkenni oftar
en aðrar konur í samanburð-
arhópnum.
Ég hef nefnt þau rit sem ég
styðst við í samantekt þessari svo
áhugasamir geti lesið frumtextann
og ef til vill fleiri tilvitnanir.
Læknisfræðibókasafn Landspítala
Háskólasjúkrahúss kaupir þau
læknarit sem hér hefur verið vitn-
að í.
20 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HAFRANNSÓKNASTOFNUN
og sjávarútvegsráðherra hafa
keppst við að undanförnu að draga
upp sem dekksta
mynd af ástandi þorsk-
stofnsins. Dregnir
hafa verið út úr þeir
þættir sem vissulega
gefa ástæðu til þess að
sýna aðgát en gert hef-
ur verið lítið úr öðrum
upplýsingum sem
segja aðra sögu. Sér-
staklega finnst mér að-
finnsluvert að látið
hefur verið eins og að
hrun þorskstofnsins sé
á næstunni ef áfram
verði stuðst við núver-
andi aflareglu og veiða
árlega 25% af veiði-
stofni.
Léleg nýliðun síð-
ustu 6 ár, lækkandi
meðalþyngd og óhag-
stæð aldurssamsetning
hrygningarstofnsins
eru vísbendingar sem
taka verður alvarlega,
en fleira þarf að taka
til skoðunar til þess að
fá heildstæða mynd af
stöðu þorskstofnsins
og meta líklegustu þró-
un að óbreyttri veiði.
Hrygningarstofninn hefur
stækkað verulega frá 1993, þegar
hann varð hvað minnstur. Árið 2005
var hrygningarstofninn talinn vera
um 230 þúsund tonn og hafði þá lið-
lega tvöfaldast frá 1993. Stofninn
var 2005 með stærsta móti allt frá
1970. Árin 1971–3 var hann svip-
aður og heldur stærri 1979–81, en
hin árin 30 var hrygningarstofninn
minni. Síðustu tvö árin hefur hann
minnkað nokkuð og er metinn um
180 þúsund tonn þetta árið. Stofn-
vísitala stórþorsks er um 90%
hærri 2006 en hún var 2001. Að
mati Hafrannsóknastofnunar er lík-
legast er hrygningarstofninn hald-
ist óbreyttur að stærð næstu fjögur
árin miðað við óbreytta 25% afla-
reglu. Að svipaðri niðurstöðu kemst
Alþjóðafiskveiðiráðið, ICES, sem
telur reyndar að hrygningarstofn-
inn muni vaxi lítillega
frá 2007 til 2010. Svip-
aða sögu er að segja af
viðmiðunarstofni
þorsksins. Hann var í
sögulegu lágmarki um
miðjan síðasta áratug,
en hefur vaxið síðan
og er metinn 650 þús.
tonn í upphafi árs
2007. Hafrann-
sóknastofnun telur lík-
legast að viðmið-
unarstofninn verði um
600 þús. tonn árið
2011, ef fylgt yrði
óbreyttri aflareglu.
Samkvæmt þessum
upplýsingum er staða
þorskstofnsins nú að
mörgu leyti frekar
góð í samanburði við
það sem verið hefur
síðan 1970.
Fleira þarf að
skoða. Veiðihlutfall og
veiðiálag gefa mik-
ilvægar upplýsingar.
Hvort tveggja hefur
farið lækkandi síðustu
ár. Veiðihlutfall 5-10
ára þorsks var 75% um aldamótin,
en hefur lækkað í 60% á þessu ári
og mun lækka í 50% fram til 2009
að mati ICES að óbreyttri afla-
reglu. Veiðiálag var um 40% um
aldamótin og hefur lækkað niður í
30% nú og mun lækka enn frekar
og verða 26% árið 2009 samkvæmt
mati ICES. Hvort tveggja mun
gerast að óbreyttri aflareglu og
stuðla áfram að sterkari þorsk-
stofni.
Þá vil ég nefna að í skýrslu Haf-
rannsóknastofnunar kemur fram að
afli á sóknareiningu óx lítillega árið
2006 frá fyrra ári og í botnvörpu og
á línu hafi ekki orðið teljandi breyt-
ingar.
Loks verður ekki hjá því komist
að benda á upplýsingar sem fram
koma í skýrslu Hafrannsókna-
stofnunar um rækjustofninn. Allir
rækjustofnar við landið standa illa
og innfjarðarstofnarnir sérstaklega
og hefur svo verið um nokkurra ára
skeið. Ástæðan er mikil ýsu- og
þorskgengd í öllum fjörðum. Það
eru hinir „slöku árgangar“ und-
anfarinna ára sem hafa étið upp
rækjustofnana og mat stofnunar-
innar er að léleg nýliðun rækjunnar
og „mikil þorskgengd á rækjuslóð
nú benda til þess að rækjustofninn
muni minnka enn frekar á næstu
árum“. Það er merkilegt að lélegir
þorskárgangar síðustu ára hafi
gengið svo frá rækjustofnunum um
allt land að þeir eru hvergi í veið-
anlegu ástandi, þegar rækjan stóð
af sér áratugum saman mun sterk-
ari árganga af þorski.
Niðurstaða bæði ICES og Haf-
rannsóknarstofnunar er að næstu 4
ár verði nokkuð stöðugt ástand
þorsksins að óbreyttri aflareglu
varðandi hrygningar- og viðmið-
unarstofn og að veiðiálag og veiði-
hlutfall muni halda áfram að lækka.
Þetta mat stendur engan veginn
undir því að hrun sé á næsta leiti
eins og látið er í veðri vaka, og er
þá ekki allt upptalið sem vísar til
mun betra mats á þorskstofninum
en Hafró telur vera.
En það er líka rétt að halda því
til haga að niðurskurðarleiðin hefur
verið farin áður. Um miðjan síðasta
áratug voru þorskveiðar skornar
mikið niður og voru 155 þús. tonn
tvö fiskveiðiár í röð. Í kjölfarið var
kvótinn aukinn á 3 árum upp í 250
þús. tonn. En Adam var ekki lengi í
Paradís, aukningin stóð ekki nema
tvö ár og hrundi svo niður 180 þús.
tonn á tveimur árum.
Hafrannsóknastofnun taldi sig hafa
ofmetið stofninn og ráðgjöf hennar
hefði því verið röng. Það gekk ekki
að byggja stofninn upp í það sinnið,
frekar en áður og það þarf frekar
fífldirfsku en kjark til þess að ana
að óathuguðu máli enn og aftur út í
sama fenið.
Þorskstofninn betri
en af er látið
Staða þorskstofns er að mörgu
leyti góð í samanburði við það
sem verið hefur síðan 1970,
segir Kristinn H. Gunnarsson
»Niðurstaðabæði ICES
og Hafrann-
sóknastofnunar
er að næstu 4 ár
verði nokkuð
stöðugt ástand
þorsksins að
óbreyttri afla-
reglu.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er formaður þingflokks
Frjálslynda flokksins.
YFIRLÝSINGAR Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, utanrík-
isráðherra, í Ísraels- og Palest-
ínuheimsókn hennar
hafa vakið athygli.
Átökin á þessu svæði
hafa verið í brenni-
depli heimsfrétta all-
an síðari hluta síð-
ustu aldar og allt
fram á þennan dag.
Af fréttaviðtölum að
dæma er hins vegar
engu líkara en utan-
ríkisráðherra sé að
kynnast splunkunýju
máli. Þannig var hún
bara búin að kynnast
annarri hliðinni í fyrri
hluta heimsóknar
sinnar, vildi lítið
segja um hina hliðina
fyrr en hún væri búin
að kynna sér þá hlið!
Auðvitað væri það
stórkostlegt ef Ís-
lendingar gætu látið
gott af sér leiða í frið-
arviðleitni fyrir botni
Miðjarðarhafs en þá
þyrfti líka að nálgast
málið af skilningi og
raunsæi. Það þykir
mér Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanrík-
isráðherra ekki gera.
Á sveif með Bush
Hún segist telja að glufa kunni
nú að vera að opnast fyrir mögu-
legt friðarferli. Hún lætur þess
hins vegar ógetið að sú glufa er á
forsendum Ísraels og bakhjarlsins
Bandaríkjastjórnar. Því miður var
ríkisstjórn Íslands ekki tilbúin að
samþykkja tillögu okkar á sínum
tíma – nú síðast ítrekuð í vor – um
að viðurkenna palestínsku þjóð-
stjórnina líkt og Norðmenn gerðu.
Nú er hins vegar búið að sundra
þeirri stjórn, hrekja hana frá völd-
um og skapa upplausn, nánast
borgarastyrjöld í Palestínu. Það er
aðeins þá, eftir að Ísraelsstjórn
hefur tekist það ætlunarverk sitt
að deila og drottna, að hún er
reiðubúin að aflétta þvingunar-
aðgerðum gegn Vest-
urbakkanum og koma
jafnvel færandi hendi.
En við fráfarandi lýð-
ræðislega kjörna
stjórn mátti ekki – og
má ekki – ræða og
undir það sjónarmið
hefur Ingibjörg Sól-
rún tekið og styður
þar með með línu
þeirra Olmerts og
Bush. Mér kemur
ekkert á óvart að Ísr-
aelar vilji milligöngu
slíks aðila!
Dregið í dilka eftir
gamalkunnum
formúlum
ISG hefur lýst því
yfir að ekki komi til
greina að tala við Ha-
mas. Það voru þau
stjórnmálasamtök
sem unnu sigur í síð-
ustu þingkosningum í
Palestínu og komust
þannig til valda en í
óþökk ísraelska her-
námsliðsins. Þess
vegna voru þingmenn
fangelsaðir, fjár-
streymi stöðvað inn í skatthirslur
Palestínu þannig að ekki reyndist
unnt að fjármagna einu sinni
grunnþætti velferðarþjónust-
unnar. Nei „mér finnst allir þeir
sem ég hef talað við í dag“, er haft
eftir ISG í Blaðinu 20. júlí, „sam-
mála um að það hafi verið alger-
lega ófyrirgefanlegt af Hamas að
standa svona að málum í Gaza“.
Hvar hafði ráðherrann leitað ráða,
hverjir voru viðmælendur hennar?
Þetta segir Ingibjörg Sólrún á
sama tíma og hún þiggur boð her-
Óraunsæi
utanríkisráðherra
Ögmundur Jónasson skrifar
um heimsókn utanríkisráð-
herra til Ísraels og Palestínu
Ögmundur Jónasson
»Ef einhvervon á að
vera til þess að
ná árangri þarf
auðvitað að
ræða við alla
hlutaðeigandi,
hvort sem það
er Fatah, Ha-
mas eða Ísr-
aelsstjórn...
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið