Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 25 skemmtilegustu sem ég hef kynnst, fæ enn hláturskast þegar ég sé fyrir mér samkomu þar sem við lásum úr nýútgefnum jólabókum fyrir hóp af gamalmennum undir rjáfri á einu af elliheimilunum og við ætluðum ekki að rata niður aftur. Það er skrítið til þess að hugsa að hringja á bjöllunni á Tjarnargötunni og eiga ekki von á brosandi faðmlagi Baldvins um leið og vísað er til stofu; „spjallaðu við frú Vigdísi meðan ég næ í kaffi“, alltaf á hlaupum og alltaf að umfaðma gesti og gangandi en engu að síður hlustandi, fræðandi og flettandi upp. Saman voru þau hjónin eins og akademía, hafsjór af fróðleik. Ekkert fór framhjá þeim af menning- arviðburðum samtímans. Heimili þeirra, prýtt því besta í íslenskri myndlist og bókmenntum, er mikið menningarheimili þar sem lágkúra nútímagræðginnar hefur aldrei kom- ist inn fyrir dyr. Við Þorvaldur sendum fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Elísabet Brekkan. Baldvin Halldórsson, leikari og leikstjóri, andaðist föstudaginn 13. júlí kl. 14. Banamein hans var MND- sjúkdómur, kallaður hreyfitaugunga- hrörnun. Viðkynning okkar og samvinna hófst líklega 1951, en þá var hann ný- ráðinn leikari við hið unga Þjóðleik- hús Íslands. Og hún jókst seinna, er ég sjálfur hóf störf í Þjóðleikhúsinu. Mér fannst til um það, þegar hann af þessu tilefni bauð mér, þessum unga leikara, heim til sín og konu sinnar, Vigdísar Pálsdóttur, í form- legan kvöldverð. Baldvin leikstýrði einni áhrifarík- ustu sýningu Þjóðleikhússins árið 1957. Leikritið var byggt á dagbók Önnu Frank, gyðingastúlku, sem dvaldist ásamt fjölskyldu sinni o.fl. í felum í Hollandi fram undir lok seinni heims- styrjaldarinnar. Hann valdi mig í eitt hlutverkanna og má það vissulega teljast upphaf ferils míns við Þjóðleik- húsið. Í næstum hálfa öld unnum við síðan saman við Þjóðleikhúsið, ýmist sem leikarar eða sem leikari og leik- stjóri. Baldvin tók að sér leiklistar- kennslu við Þjóðleikhússkólann og varð þar aðalkennarinn. Eiginkona mín Brynja Benediktsdóttir minnist hans þar sem eins bezta kennara síns og í leikstjórn kallar hún hann sinn „Mentor“. Fáir hafa gagnrýnt mig og störf mín af meiri nákvæmni en hann en þó einarðlega og vissulega var maður ekki alltaf þakklátur eða ánægður og fyrir gat komið, að það þykknaði í manni, en Baldvin var ekki þeirrar gerðar að geta ekki unnið með fólki, án þess það væri síbrosandi framan í hann daglega. Hins vegar gat hann vissulega sjálfur á góðri stundu brosað breitt og fylgdi þá gjarnan „elskan mín“ við hvern sem var, að því er manni virtist, en svo var þó reyndar ekki. Af hljómi og tóni raddblæsins gat maður ráðið hvort ánægja og hrós lá að baki ávarpinu eða e. t. v. eitthvað allt annað. Við urð- um góðir vinir. Baldvin sinnti félagsmálum leikara og var formaður félags þeirra um skeið. Hann var ósérhlífinn og vann ötull að viðgangi og virðingu sinnar stéttar. Ég vil í þessum fáu línum kveðja Baldvin og þakka honum samstarfið og forsjóninni er ég þakklátur, að hafa fengið að vinna með honum oft og iðulega allan þennan tíma. Ekkju hans Vigdísi Pálsdóttur og börnum þeirra samhryggist ég innilega við fráfall maka og föður, sem vissulega var fjölskyldurækinn og umhyggju- samur. Fyrir leikhúsfræði framtíðar er ferill Baldvins stór hluti leiklistar- sögu Íslands í hálfa öld. Erlingur Gíslason. Nú grætur mikinn mög Mínerva táragjörn. (Jón Þorláksson) Baldvin Halldórsson er horfinn veg allrar veraldar. Sjálfsagt duldist fáum að þar sem hann var fór mikill lista- maður. Honum var gefin snilligáfa leikarans. Ógleymanlegur er hann í ýmsum hlutverkum, stórum og smáum. Og hann var meira en venju- legur leikari. Engan hef ég vitað skynja hvers konar list næmari huga. Honum reyndist auðvelt að greina á milli góðrar listar og fíflskapar og sýndarmennsku. Því var hann af- burðasnjall stjórnandi og veittist létt að breyta góðum skáldskap í lifandi sviðsverk. Þess vegna var hann líka slíkur upplesari að vel gerðir textar, bundnir sem óbundnir, öðluðust nýtt líf í túlkun hans. Þar kom og til skil- yrðislaus ást hans á íslenskri tungu, upprunalegt, vestfirskt tungutak og næmur skilningur á blæbrigðum málsins og hrynjandi. Við Baldvin kenndum saman í Tækniskóla Íslands í tvo áratugi. Samvinna okkar var náin og snurðu- laus. Það var gaman að starfa með honum. Hann var mannþekkjari eins og góður leikari hlýtur að vera, glögg- skyggn á kosti nemenda og óþreyt- andi að leiðrétta og leiðbeina um það sem betur mátti fara. Ég hygg að kennarar hafi saknað hans er hann hvarf frá störfum sakir aldurs og minnist hans nú með virðingu og þökk. Þá munu félagar hans í Karli I. sakna góðs vinar og minnast þess að hann brá listrænum ljóma yfir marga sumarferðina. Mestu skiptir samt hversu gegn- heill maður Baldvin Halldórsson var. Samkennd hans með „Ástu Sóllilju á jörðinni“ var grómlaus og sönn. Jarð- sambandið var traust. Hann sá í gegnum hræsni og framagirni stjórn- málamanna, útrásarkappa og fjöl- miðlaflóna. Hann gerði sér til að mynda ljóst að Atómstöð Halldórs fjallar ekki aðeins um fimmta áratug- inn heldur um okkur hér og nú að breyttu breytanda. Það var hressandi að hitta hann og bera saman bækurn- ar þegar stjórnmálahetjurnar voru hvað ákafastar við að sverja og svíkja. Baldvin Halldórsson var tryggur vinur sem gott var að eiga að. Við Björg þökkum fyrir okkur og sendum frú Vigdísi og öðrum ástvinum sam- úðarkveðjur þegar snillingurinn okk- ar allra hefur nú lagt á þær leiðir þar sem „fegurðin mun ríkja ein“. Ólafur Haukur Árnason. Það var lygilega sterkur svipur með okkur Baldvini Halldórssyni, reyndar svo sterkur að ýmsir fóru iðulega mannavillt í samskiptum sín- um við okkur. Í beinu framhaldi af þessu langar mig til að rifja upp smá- atvik sem gerðist fyrir meira en hálfri öld. Morgun nokkurn er ég átti leið fram hjá gamla kirkjugarðinum hitti ég eldri mann sem ávarpaði mig býsna kumpánlega með þeim orðum er hér fara á eftir: „Komdu ævinlega sæll og blessaður, Baldvin minn. Þú ert fyrir löngu hættur í prentverkinu eins og ég og kominn á kaf í leik- listina, er það ekki?“ Mér þótti ekki taka því að leiðrétta gamla prentarann og eftir um það bil tíu mínútna spjall sleit ég samtalinu með þessum orðum um leið og ég leit á úrið mitt: „Ég er víst að verða of seinn á æfingu í Þjóðleikhúsinu.“ „Allt í lagi vinur minn og megi Guð fylgja þér alla tíð, Baldvin minn.“ Þetta er í einasta skiptið sem ég leyfði mér að stelast í föt tvífara míns. Þetta var vitanlega eins og hvert annað grín. En annars í alvöru talað þá er það ekki allra að fara í fötin hans Baldvins Halldórssonar. Enda þótt hann hafi ekki viljað þiggja silfrið okkar á sínum tíma var hann engu að síður gull af manni, nán- ar tiltekið listamanni, og er það hér með undirstrikað. Um það eru fleiri orð óþörf. Við hjónin sendum konu hans og börnum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Halldór Þorsteinsson, skólastjóri Málaskóla Halldórs og fyrrverandi leikdómari. „Það er maður, og maðurinn kemur heim til heim til sín og manninum er kalt. Hann er svangur og hann er haltur! Hann kemur heim til sín, og þá er annar í rúminu hans. Hurðin skellist aftur, og hann stendur fyrir utan. Maðurinn heitir Beckmann og er þýskur hermaður og stríðsfangi, einn þeirra mörgu sem ósigur biðu við Stalingrad. Það er engum heiglum hent að lýsa dauðagöngu Beckmanns, hins marghrjáða stríðsfanga, hann er alltaf á sviðinu og talar án afláts, segir meginið af því sem sagt er í leiknum – það er mikil þrekraun hverjum leik- ara, líkamleg og andleg. En Baldvin Halldórsson stóðst þá raun og vann mikinn og ótvíræðan sigur. Útlit hans og látbragð hæfa hlutverkinu sem best má verða, hann er annarlegur gervimaður, fljótslík, hörmuleg aftur- ganga; alger uppgjöf og myrkt von- leysi skína af svip hans og hreyfing- um, og framkoman er jafnan eðlileg og sönn, hvort sem hann skreiðist um fljótsbotninn eða haltrar húsa á milli, soltinn, blautur og kaldur. Svo einlæg og markviss og sönn er túlkun Bald- vins á sögu hins dauðadæmda, glat- aða æskumanns að öllum hlýtur að ganga til hjarta, það duldist ekki á frumsýningu verksins.“ (Úr leiklist- argagnrýni Ásgeirs Hjartarsonar í Þjóðviljanum um leikritið Lokaðar dyr eftir Wolfgang Borchert, frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu 2. nóvember 1954.) Fallinn er frá einn af merkustu listamönnum þjóðarinnar, leiklistarf- römuður sem kom fram á sjónarsvið- ið eftir seinna stríð og mótaðist með lýðveldinu unga. Æviverk hans er í senn fjölbreytt og stórt í sniðum og ber vott um næmt innsæi, ástríður og gáfur á sviði leiklistar. Kynni mín af Baldvini og Dísu hóf- ust í æsku en mikill vinskapur og samgangur var á milli þeirra og for- eldra minna, Ásgeirs Hjartarsonar og Oddnýjar Ingimarsdóttur. Þau áttu skap saman enda sameiginlegur áhugi á menningu og listum, vináttan var fölskvalaus og traust sem aldrei bar neinn skugga á hvað sem gekk á í lífinu. Já, þetta var krítísk fjölskylda, á sama hátt var hún skemmtileg og lif- andi og engin hálfvelgja á þeim bæ. Talað var af einurð og hreinskilni um menn og málefni og hvar sem bar nið- ur var Baldvin hafsjór af fróðleik. Auk þess var hann hagleikssmiður en það var unun að koma í heimsókn á Tjarnargötuna og fylgjast með upp- byggingu þess merka húss. En fyrst og fremst minnist ég Baldvins sem ljúfs manns og góðs, einlægs og heið- arlegs í samskiptum. Árin liðu og ég kom ekki eins oft í heimsókn og ég hefði átt að gera, sumpart vegna langdvala minna í austurvegi. Nú síðast hafði ég með í farteskinu karlkyns Noh-grímu frá elsta leikhúsformi Japana, sem enn í dag er jafn sterkt og töfrandi, og hugðist færa Baldvini að gjöf. – En ég kom degi of seint. Ég bar þó ekki neina dauðagrímu undir höndum heldur leikhúsgrímu sem kemur til með að verða sett upp á ný andlit nýrra leikara og þannig mun listin halda áfram að lifa, mann fram af manni, svo lengi sem við búum í sið- menntuðu samfélagi. Baldvin lagði sannarlega þar sitt lóð á vogarskál- ina, okkur sem eftir lifum til heilla. Ég votta Dísu og fjölskyldu mína dýpstu samúð og virðingu. Halldór Ásgeirsson. Það er ekki gaman að hugsa til þess að nú kemur ekki lengur á móti mér á leiksviði lífsins séntilmaðurinn sjálfur með kankvíst bros á vör, hallar undir flatt, réttir fram hönd til að heilsa og segir „nei, frú Máááríááá!“ eins og væri það alveg sérstakur heiður og mikil hátíð að rekast á mig af öllum mönnum og þyrfti því að nota sér- hljóðana til fullnustu. Lengi þekkti ég rödd Baldvins Halldórssonar aðeins úr fjarlægð. Ég var sex ára þegar ég sá hann fyrst á sviði og sennilega höfum við um svip- að leyti gengið saman í fyrsta maí- göngu þótt ég vissi það ekki þá. En við áttum þetta tvennt sameiginlegt: leikhúsið og að eiga rætur í sömu menningu, svo óhjákvæmilega kom að því að við hittumst oft síðar á lífs- leiðinni og milli okkar yrði góður kunningsskapur. Ekki spillti þeim kunningsskap að á tímum rétthugs- unar gat maður á spjalli við hann leyft sér að vera svolítið írónískur og tala í gátum. Baldvin Halldórsson naut þeirra forréttinda að vera einn af fremstu leikurum Þjóðleikhússins á einu mesta blómaskeiði íslensks leikhúss. Á þeim tíma er leikhúsið var hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og það var helgistund að hlýða einu sinni í viku, og ef guð lofaði í þrjár klukkustundir, á leiklist í útvarpi. Og þá skipti máli bæði á sviði og öldum ljósvakans hvað var sagt og hvernig. Hvernig var list sem Baldvin ræktaði og kunni öðrum leikurum fremur. Ekki er gott að muna hvenær rödd listar sem fylgt hefur manni ævilangt hafði mest áhrif eða hljómaði skær- ast. Hún situr bara í bakhöfðinu og stjórnar stundum för án þess að nokkurn gruni. En oft kemur upp í huga minn vitsmunalegur samleikur hans og Þorsteins Ö. Stephensen í Jóðlífi eftir Odd Björnsson í Lind- arbæ á sjöunda áratugnum. Og aldrei gleymi ég heldur túlkun hans á hirð- fíflinu í Lé konungi í leikstjórn Hov- hannes árið 1977. Agndofa horfði ég þar á að sá sem ég hafði haldið að væri fyrst og fremst meistari í að leika sér með orð var einnig fimleika- maður. Fátt situr því eftir í minningu af þeirri glæsilegu sýningu nema leik- mynd, lýsing og leikafrek Baldvins. En, góða mín, allt þetta og meira til vissi séra Jens heitinn á Setbergi, get ég nú heyrt hann segja, svo ég kveð Baldvin Halldórsson með virktum eins og ætíð og þakka samfylgdina. María Kristjánsdóttir. Veturinn 1962 voru eitt hundrað ár liðin frá því leikrit Matthíasar Joch- umssonar, Útilegumennirnir, var frumsýnt í Gildaskálanum í Reykja- vík. Forystumenn Listafélags Menntaskólans í Reykjavík ákváðu að minnast þessa afmælis með því að færa leikinn upp að nýju í eins upp- runalegu formi og kostur væri. Sviðs- reynsla þess sundurleita hóps, sem hóað var saman af þessu tilefni, var lítil eða engin og ekki mun neinn þátt- takandi í þessari sýningu hafa lagt fyrir sig leiklistarstörf síðar á lífsleið- inni. Því mætti ætla að þessi viðburð- ur hafi þótt litlum tíðindum sæta og væri best gleymdur. Svo fór þó ekki, heldur tókst sýningin með miklum ágætum og vafalaust er að allir, sem áttu hlut að henni, minnast hennar með gleði og nokkru stolti. Þessi árangur var framar öllu því að þakka að Baldvin Halldórsson, sem þá þegar var þjóðkunnur leikari og leikstjóri, var fenginn til að koma mynd á sýningaráformin. Baldvin hreif alla nærstadda þegar á fyrsta fundi með hlýju, ljúfmennsku og fá- gætu skopskyni og var einstaklega lærdómsríkt að fylgjast með störfum hans við leikstjórnina. Baldvin gaf held ég aldrei fyrirmæli en náði eigi að síður að kalla fram það besta, sem unnt var að búast við, frá hverjum einstökum þátttakanda. Baldvin gerði sér einnig grein fyrir því að þetta viðfangsefni gæti því aðeins blessast að menn fengju fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Eðli máls- ins samkvæmt var skoplegur heild- arsvipur á sýningunni og enn þann dag í dag, eftir 45 ár, kallar minningin um einstakar persónur og atriði leiks- ins fram hlátur innra með þeim, sem áttu einhvern þátt í þessu viðfangs- efni. Þarna kristölluðust bestu eðlis- kostir Baldvins, sem auðvitað hafa notið sín miklu ríkulegar í stærri við- fangsefnum fyrr og síðar, hin djúpa virðing fyrir listinni ásamt ríku stolti listamannsins, alúð við hvert verk, stórt sem smátt, mannúðleg sýn, kímnigáfa, hjartahlýja og mannskiln- ingur. Þannig hefur Baldvin birst al- þjóð á sviði, í kvikmyndum og við snilldarupplestur, en þeir, sem stóðu honum nær, geta vitnað um birtingu þessara sömu eiginleika hins greið- vikna, verklagna, hollráða og um- hyggjusama vinar. Baldvin Halldórsson er kvaddur með trega og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Þorbjörn Broddason. Baldvin Halldórsson var þjóðar- eign sem ástsæll leikari og upplesari. Persónulegar minningar mínar tengj- ast einkum námskeiðum hans í fram- sögn og ljóðalestri á vegum Lista- félags Menntaskólans í Reykjavík sem hófust skólaárið 1960-61 og stóðu nokkrar vikur í senn. Þessir leshring- ir voru haldnir á Íþökuloftinu á laug- ardagseftirmiðdögum og við vorum um það bil 10 í fyrsta hópnum. Þarna ríkti glaðvær stemning og einbeiting- in meiri en í nokkurri kennslustund. Allt spratt þetta af áhuga, hlýju og þægilegri návist leiðbeinandans sem hlustaði, uppörvaði, hélt að okkur nýj- um ljóðum og var auk þess félagi okk- ar og vinur og sagði óborganlegar sögur. Þegar litið er til baka sé ég að þessir samræðu- og upplestrartímar voru eina raunverulega bókmennta- kennslan sem við fengum í hinni öldnu menntastofnun. Upp úr þess- um leshring spratt annað samstarf Baldvins og Listafélagsins þegar hann tók að sér að leikstýra ógleym- anlegri afmælissýningu á Útilegu- mönnum Matthíasar Jochumssonar í Háskólabíói 1962. Framsagnarnámskeið Baldvins héldu áfram í heilan áratug. Þau urðu vettvangur skólaskáldanna; í okkar hópi voru Böðvar Guðmundsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og Sverrir Hólmarsson, og í nýlegu viðtali við Sigurð Pálsson í Tímariti Máls og menningar kemur fram að svo til öll „Listaskáldin vondu“ höfðu fengið sína þjálfun í leshring Baldvins. Áform voru uppi um að gefa út af- mælisrit á næsta ári þegar Baldvin yrði 85 ára þar sem birt yrði eitt ljóð eftir hvert þeirra skálda sem tóku þátt í námskeiðunum. Það hefði orðið falleg bók. Eina kvöldstund síðastliðið haust, nánar til tekið 11. september 2006, létum við loksins verða af því sem okkur hafði lengi langað til, að kalla saman fyrsta ljóðlestrarhóp Baldvins, ásamt honum sjálfum. Baldvin mætti á staðinn í sínu fínasta pússi, dökkum jakkafötum og bindi, með skjanna- hvítan vasaklút upp úr brjóstvasan- um, og var afar skemmtilegur. Við lásum upp ljóð eins og forðum – Bald- vin vildi ekki lesa upp sjálfur eftir að hafa drukkið hvítvín en lifði sig inn í stemninguna, sagði dásamlegar sög- ur og var í einu orði sagt nákvæmlega hinn sami og 45 árum fyrr. Þessi stund var dýrmæt, og einmitt hennar vegna ótrúlegt að nú, svo skömmu seinna, sé kveðjustundin runnin upp. Þorleifur Hauksson. Genginn er einhver litríkasti leik- húsmaður sinnar samtíðar. „Larger than life“ er haft á orði um slíka kúnstnera í Lundúnaleikhúsunum þar sem Baldvin Halldórsson nam ungur leiklist við Konunglegu leiklist- arakademíuna. Stórleikari. Stórbrot- in persóna. Sinnti öllum afkimum leiklistarinn- ar af hugmóð og fáheyrðum afköst- um. Tók allan skalann. Frá Kýpur til Kardemommubæjar. Shakespeare til Egner. Tilþrifaríkur á sviði. Lét þó einkar vel natúralískur leikmáti. Fyr- ir bragðið var hann framúrskarandi túlkandi persóna á kvikmyndatjald- inu. Bjó yfir rómi sem var með svo dæmafáum tilbrigðum að áskrifendur ríkisútvarps gátu sjaldnast gengið að neinu vísu í þeim efnum. Þegar kvölda tók lokkaði hann tilheyrendur að viðtækjunum sem Sherlock Hol- mes með djúpum barítón sem var þó tæpast annað en fjarskyldur björtum tenór ræningjans Jespers. Eða rámri raust Marðar Valgarðssonar. Eða þýðum mæli Ranks læknis. Eða hjá- róma sífri Róderígós. Þó komu allar þessar raddir úr sama barka. Á leik- sviði var kamelljónshæfni hans einnig viðbrugðið. „Er þetta Baldvin?“ spurði kona ein við frumsýningu í Þjóðleikhúsinu. „Nei, Baldvin er a.m.k. þrjátíu árum yngri.“ Í gaman- leikjum sneri hann við dramatísku blaðinu og túlkaði kómískar persónur á færibandi. Tók lag og snúning í söngleikjauppfærslum. Söng og lék inn á hljómplötur. Þjóðleikhúsið var þó lengst af hans helsti vettvangur. Þar skiptu leikupp- færslur hans tugum. Og hlutverkin hundruðum. Stór og smá. En slíkur var sviðsgaldur Baldvins að smáhlut- verkin stækkuðu í höndum hans. Og urðu að stórhlutverkum. Skapgerðar- leikari í bestu merkingu. Í eina tíð þáðu leikhúslistamenn ár- legan vegsauka úr hendi gagnrýn- enda. Silfurlampann. Eins konar far- andbikar, eins og Baldvin komst sjálfur að orði. Árum saman bjó um SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.