Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 26
ið væri leikstjóranum hjartans mál; sá er sterkur sem með sannleikann að vopni berst fyrir því að vernda auð- lindir náttúrunnar gegn ásókn gróða- fíkinna kaupahéðna. Þjóðníðingur var 23. leikstjórnarverkefni Baldvins hjá Þjóðleikhúsinu og fyrsta sýningin sem ég starfaði við hjá því sama leik- húsi. Síðan þá hafa verk Baldvins Halldórssonar skipað öndvegi í mín- um huga. Við hittumst oft á förnum vegi, ým- ist í hverfinu okkar eða í miðbænum. Hann hafði þann sérstaka sið að taka virðulega ofan um leið og hann brosti breitt. Við sóttum líka sömu baráttu- fundina, þar sem ýmist var mótmælt erlendri hersetu og vígbúnaðakapp- hlaupi eða stóriðjustefnu stjórnvalda, yfirgangi erlendra stórfyrirtækja og skeytingarleysi þeirra gagnvart ís- lenskri náttúru. Nú verða bæði göngutúrarnir um miðbæinn og bar- áttufundirnir fátæklegri er fyrr. Baldvin Halldórsson var einhver besti upplesari sem Ísland hefur alið. Ógleymanlegur er flutningur hans á ljóði Ibsens, Þorgeir í Vík, í Ríkisút- varpinu 1978. Síðasta ljóðið sem ég heyrði hann flytja var Þú leggst í grasið eftir Jóhannes úr Kötlum. Það var á baráttufundi til verndar Þjórs- árverum í Austurbæjarbíói vorið 2002. Til allrar hamingju hefur safn Ríkisútvarpsins varðveitt ódauðlegar upptökur með rödd Baldvins, sem vonandi fá að hljóma sem oftast, þótt listamaðurinn sé horfinn á braut. Þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi Ís- lendinga hafa tök á því að heiðra merkustu listamenn þjóðarinnar fyrir mikilsvert ævistarf. Til þess eru heið- urslaun Alþingis. Það voru mér sár vonbrigði að ekki skyldi takast að sannfæra meirihluta menntamála- nefndar um að tímabært væri að þau hlyti brautryðjandi í leikstjórn fyrir leiksvið og útvarp. Í mínum huga upp- fyllti Baldvin Halldórsson öll skilyrð- in og miklu meira en það. En þjóðin sjálf veit sannleikann og mun heiðra minningu þessa ástríðufulla lista- manns með því að kalla fram áhrifin af verkum hans í hugskoti sínu um ókomna tíð. Til þess þarf enga þjóð- kjörna fulltrúa og engar opinberar viðurkenningar heldur. Baldvin Halldórsson er horfinn á vit náttúrunnar sem hann unni. Andi hans hefur sameinast heilnæmu fjallalofti öræfanna, sindrandi dagg- ardropum lyngmóanna, hvítum jökl- unum á hálendi Íslands og tæru vatn- inu, sem Stokkmann læknir barðist fyrir í Þjóðníðingi Ibsens. Megi góðar vættir styðja fjölskyldu og vini í sorginni og varðveita minn- inguna um merkan listamann. Kolbrún Halldórsdóttir. sig óánægja í röðum leikhúsfólks með innlegg sömu gagnrýnenda. En þegar kom að afhendingu lampans voru út- valdir þó að vonum fúsir að þiggja gripinn. Allt þar til röðin kom að Baldvini. Þá gekk hann fram fyrir skjöldu og hafnaði vegtyllunni. Á leik- sviði Þjóðleikhússins. „Samvisku minnar vegna segi ég nei, takk.“ Rammasta ofanígjöf sem íslenskir leiklistargagnrýnendur hafa fengið í tímans rás. Talið er að við það tæki- færi hefðu margir viðstaddra viljað Lilju kveðið hafa. Eftir á. Framganga Baldvins í starfi ein- kenndist af þeirri ástríðuþrungnu dýpt sem jafnan prýðir þá sem skara fram úr í skapandi listum. Nærvera hans ein gaf fyrirheit um að eitthvað áhugavert og spennandi væri í upp- siglingu. Af þeim sökum varð sam- starf við hann aldrei hvunndagslegt. Ekki fremur en verk hans í brenni- depli sviðsljóssins. Baldvin kom mér ætíð fyrir sjónir sem lífsglaður og síforvitinn stúdent á lífið og tilveruna. Með stríðnislegt blik í augum. Að ógleymdum snefsn- um og meitluðum hnyttinyrðum sem voru hans ær og kýr. Og þannig mun Baldvin koma mér fyrir sjónir í fram- tíðinni er ég hugsa til hans með sökn- uði og þakklæti fyrir ómetanlegt framlag hans til íslenskrar leiklistar og ógleymanleg kynni. Ég flyt hans nánustu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gísli Rúnar Jónsson. Meira: mbl.is/minningar Vorið 1975 fagnaði Baldvin Hall- dórsson 30 ára leikafmæli, í tilefni af þeim tímamótum var honum falið að leikstýra Þjóðníðingi Ibsens í Þjóð- leikhúsinu, áleitnu verki, sem fjallar um „… spillingu náttúrugæða í fjár- plógsskyni og lýsir frati á pólitíska spekúlanta, sem teygja á eftir sér heiðraða kjósendur í kapphlaupi um ímynduð lífsgæði“ svo notuð séu orð Ólafs Jónssonar gagnrýnanda úr um- sögn um verkið. Í því speglaði Henrik Ibsen sinn samtíma um 1880 og Bald- vin Halldórsson sinn, tæpum hundrað árum síðar. Sýningin kveikti umræð- ur um mikilvægi óspilltrar náttúru og um græðgina, drifkraft auðvaldsins. Framsetningin bar þess merki að efn- Baldvin Halldórsson 26 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kveðjuathöfn um EINAR ODD KRISTJÁNSSON alþingismann, sem lést laugardaginn 14. júlí, verður í Hallgrímskirkju í Reykjavík, miðvikudaginn 25. júlí kl. 15.00. Útför hans verður gerð frá Flateyrarkirkju, laugar- daginn 28. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast Einars Odds er góðfúslega bent á Maríusjóðinn á Flateyri, sími 450 2560. Sigrún Gerða Gísladóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Kristján Torfi Einarsson, Dagný Arnalds, Einar Arnalds Kristjánsson, Teitur Björn Einarsson, Jóhanna G. Kristjánsdóttir, Kristján Erlingsson, Vigdís Erlingsdóttir og fjölskyldur. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Jón Sveinssonfæddist í Kirkju- hvoli á Stöðvarfirði 14. febrúar 1944. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 12. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sveinn Ingólfur Ingimundarson tré- smiður, f. 15. janúar 1913, d. 12. febrúar 1984, og Þórey Jóns- dóttir húsmóðir og ljósmóðir, f. 11. október 1913, d. 16. apríl 1973. Systur Jóns eru Anna María, f. 1948, gift Hrafni Baldurssyni, f. 1946, og Antonía f. 1952, gift Bjarna Sigurjónssyni, f. 1945. Hinn 15. ágúst 1970 kvæntist Jón Helgu Haraldsdóttur, f. 5. sept- ember 1948. Foreldrar hennar voru Haraldur Breiðfjörð Þor- steinsson bifreiðastjóri, f. 29. júní 1923, d. 5. febrúar 1988, og Vilborg Guðrún Gísladóttir húsmóðir, f. 16. júlí 1927, d. 2. júlí 1979. Synir Jóns og Helgu eru: 1) Sveinn Vilberg störf á Raunvísindastofnun Háskól- ans og starfaði hann þar til ævi- loka. Hann hóf störf á Eðl- isfræðistofu. Þar vann hann við hönnun og smíði á tækjum sem not- uð voru við flugsegulmælingar. Jón vann einnig við rekstur og end- urbætur á tækjabúnaði við massa- greini. Þegar jarðskjálftamælingar hófust við stofnunina kom Jón mik- ið að því verkefni með smíði og uppsetningu tækja víða um land. Einnig tók Jón mikinn þátt í þykkt- armælingu á jöklum og hannaði og smíðaði ýmsan búnað sem því tengdist. Þá hannaði Jón og setti upp hitaveitu og rafstöð á Gríms- fjalli eftir að boruð var hitaveitu- hola á fjallinu. Á síðustu árum hef- ur Jón starfað við Háloftadeild Raunvísindastofnunar og sinnt þar störfum við Segulmælingastöðina í Leirvogi en þar hannaði hann og smíðaði ýmis tæki. Jón sinnti ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Raunvís- indastofnun, m.a. sem fulltrúi starfsmanna í stjórn stofnunar- innar og formaður starfsmanna- félagsins. Jón var virkur félagi í Jöklarannsóknarfélaginu, Sam- tökum sykursjúkra og Félagi nýrnasjúkra. Útför Jóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. kjötiðnaðarmaður, f. 1973, maki Guðný Lilja Guðmunds- dóttir, f. 1970. Dóttir þeirra er Helga María, f. 2006. Sonur Sveins frá fyrra sam- bandi er Jóhann Helgi, f. 1993. 2) Har- aldur Þór fram- kvæmdastjóri, f. 1976, maki Helga Jó- hanna Úlfarsdóttir, f. 1976. Sonur þeirra er Jón Ágúst, f. 2005. Dóttir Helgu frá fyrra sambandi er Sunneva Björg, f. 1999. Jón ólst upp á Stöðvarfirði. Leið- in lá í Alþýðuskólann á Eiðum, síð- an í Menntaskólann á Akureyri og varð hann stúdent þaðan 1966. Jón starfaði á rafeindaverkstæði Bald- urs Böðvarssonar í Neskaupstað 1966–1967, fór í Tækniskóla Ís- lands 1967–68 og síðan til náms við Trondheim Tekniske Skole í Þrándheimi í Noregi 1968–71 þar sem hann lauk prófi í rafmagns- tæknifræði. Að námi loknu hóf Jón Elsku pabbi. Þær voru ekki góðar fréttirnar sem bárust að morgni 12. júlí. Þú hafðir ekki vaknað eftir nóttina. En minningarnar um þig sitja eftir og lifa með okkur. Öll ferðalögin sem við fjölskyldan fórum á sumrin, yfirleitt með viðkomu á Stöðvarfirði, sumar- ferðirnar sem farnar voru á Raun og svo haustferðirnar í Jökulheima. Alltaf gat maður leitað til þín til að fá aðstoð við heimanámið og skipti ekki máli í hvaða fagi það var, þú vissir svarið. Þegar þú varðst svo afi, þá átti það hug þinn allan. Þú gerðir allt fyrir Jóa, sem var þitt fyrsta barnabarn, og varðst snemma í miklu uppáhaldi hjá honum, og ert en. Síðan þá eruð þið mamma bæði búin að fá nafna og nöfnu og voru þau bæði í miklu uppá- haldi hjá þér ásamt henni Sunnevu. Verst er að þau fengu ekki meiri tíma með þér, en þau fá örugglega að heyra margar góðar sögur um þig. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma en kallið gerir svo sannarlega ekki boð á undan sér. Þín verður sárt saknað. Sveinn. Elsku afi. Takk fyrir allar góðu minningarn- ar. Þú varst alltaf til staðar ef mig vantaði hjálp við námið mitt eða hvað sem er. Þrátt fyrir mikil veikindi gast þú alltaf haldið sterkur áfram að vinna og gafst aldrei upp við neitt. Þú munt lengi verða í hugum margra sem góður og blíður maður um land allt, norðan lands sem sunnan. Und- anfarna daga hefur mér ekki liðið vel þar sem ég hef þurft að vita það að ég muni aldrei aftur geta talað við þig. Í mínum huga munt þú verða alla ævi. Þú varst mér ekki eingöngu góður afi, heldur líka mjög góður vinur og ég lofa þér því að passa vel uppá ömmu. Þinn vinur Jóhann Helgi. Góður maður er genginn. Ég kynntist Jóni er hann varð tengdafaðir dóttur minnar. Við fyrstu kynni fann ég að þar fór hjartahlýr og traustur maður. Hann hafði þá átt við margskonar heilsu- brest að stríða um árabil en var ætíð æðrulaus og svaraði ávallt er að var spurt „ég hef það gott“. Helga konan hans var ómetanleg í umhyggju sinni fyrir velferð hans, vakin og sofin í orðsins fyllstu merkingu. Ég tel mig vera ríkari af kynnum við þau hjón. Helga, Denni og Halli, tengdadæt- ur og barnabörn, Tona eldri og aðrir ættingjar og vinir. Hugur minn er hjá ykkur. Blessuð sé minning Jóns Sveinssonar. Veri hann Guði falinn. Helga Árnadóttir. Jón Sveinsson var völundur í höndunum, frjór og hæfileikaríkur – átti ekki langt að sækja það því að faðir hans var víðkunnur hagleiks- maður og lét eftir sig margt fagurra smíðisgripa. Á 8. áratugnum kom hingað til lands sérstakt lestæki sem breytti venjulegu letri í upphleypt letur sem blindur lesandi skynjaði með vísi- fingri vinstri handar. Í hægri hendi hélt hann á lítilli myndavél sem rennt var yfir blaðsíðu þá sem lesin var og var það allmikið nákvæmnisverk að stýra vélinni þannig að mynd bók- stafsins yrði rétt. Vegna mikillar notkunar og þess að tækið var tíðum flutt milli staða fóru leiðslur í sundur og treystist enginn rafeindavirki til þess að gera við tækið. Þá var mér bent á Jón Sveinsson hjá Raunvísindastofnun og hringdi ég til hans. Brást hann hið besta við og ekki spillti að ég hafði matarást á systur hans og var vinur mágs hans og þeirra hjóna beggja. Jón kom síðan að sækja tækið, óvenju hógvær maður og lítillátur. Ég sýndi honum hina smágerðu víra og bað hann lengstra orða að rífa tækið ekki í sundur meira en þyrfti, enda hafði mágur hans sagt mér að það væri hans líf og yndi. Ég sagði honum sem var að framleiðendur væru ekki hrifnir af slíku. Nokkrum dögum síðar kom Jón með tækið og hafði þá endurnýjað leiðsluna í myndavélina og gengið mun betur frá tengingunni en fram- leiðendurnir. Árin liðu. Ritsjáin gekk úr sér og var endurnýjuð. Ég hélt með hið endurnýjaða tæki austur á Stöðvar- fjörð til systur Jóns og mágs til þess að svala fýsnum mínum, matarást- inni á Önnu Maríu og vináttunni við þau Hrafn bæði. Jón birtist skömmu síðar ásamt Helgu og strákunum. Eitthvað var ekki með felldu með nýju ritsjána og reyndist rafhlaðan ónýt. Pöntuð var í snatri ný rafhlaða austan úr Svíþjóð og tóku þeir mág- arnir að sér viðgerðina. Þegar tækið var opnað varð Jón hinn kampakátasti og sagði: „Jahhá, þetta er þá svona! Þetta er mikil bót frá því sem áður var.“ Síðan kom langur fyrirlestur um það hvernig hitt og þetta virkaði og hvernig væri nú hægt að gera þetta öðruvísi. Þeg- ar ég spurði hvort hann hefði séð þetta allt áður stóð ekki á svarinu: „Það hlýtur að vera. Mig minnir endilega að ég hafi einhvern tíma fengið svipað tæki frá þér til viðgerð- ar. Auðvitað skoðar maður innvolsið og gramsar dálítið í því í leiðinni.“ Þá vissi ég, sem ég vissi ekki áður, að Jón var einn af fremstu vísinda- tækjasmiðum og hönnuðum landsins og því sjálfgert að hann skoðaði er- lenda hönnun. Árið 1990 var fengin hingað til lands norsk blindraletursprentvél handa Blindrabókasafni Íslands. Nokkrum árum síðar tók vélin upp á að semja sjálf, sleppti punktum hér og þar en dritaði þeim vítt og breitt um blaðsíðurnar. Eftir vangaveltur við framleiðendur var niðurstaðan sú að GSM-símar trufluðu vélina og væri nauðsynlegt að nota ljósleiðara- tengingar til þess að útiloka slíkar truflanir. Þá var engum manni nema Jóni Sveinssyni treyst til að annast þessar endurbætur. Var það eitt af hans síðustu verkum á þessu sviði, enda sjúkdómurinn mjög tekinn að herja á hann. Vann hann að endur- byggingunni í stuttum lotum og hafði ég þann starfa að sjá til þess að hann hætti þegar sykurskortur sagði til sín. Jón var æðrulaus hetja sem bug- aðist aldrei þótt heilsan brygðist. Hann átti hetju og heilladís að eig- inkonu, en Helga annaðist hann og sá til þess að hann færi sér ekki að voða í kæruleysi sínu og skeytingarleysi um eigin heilsu. Hún dáðist að fram- förum hans og styrkti hann á alla lund. Höfðum við það stundum í flimtingum að margur karlmaðurinn væri löngu dauður ef konan héldi ekki í honum líftórunni. Glaðværðin og gæskan voru fylgj- ur hans til hinstu stundar. Arnþór Helgason. Við fráfall Jóns Sveinssonar vil ég minnast framlags hans til jöklarann- sókna. Jón kom til starfa við könnun á landslagi undir jöklum landsins undir lok 8. áratugarins þegar próf. Þorbirni Sigurgeirssyni þótti rétt að ég fengi til samstarfs um íssjármæl- ingar bestu tæknimenn sína, þá Mar- tein Sverrisson og Jón Sveinsson. Marteinn og Ævar Jóhannesson unnu að frumsmíði tækja en Jón bjó þannig um að tækin stóðust áföll og veður í jöklaferðum. Með framlagi þeirra allra sóttist verkið vel. Jón vann að þessum rannsóknum á ann- an áratug og réð hlutur hans úrslit- um um árangur. Það vita allir sem standa að rannsóknaferðum á jöklum að þær takast ekki nema með séu harðduglegir og úrræðagóðir menn, sem gera við mæli- og farartæki, gef- ast aldrei upp og vinna vikum saman við erfiðar aðstæður. Saman unnum við Jón að könnun á landslagi undir Tungnaárjökli (1980), Eyjabakka- jökli (1981), Köldukvíslarjökli (1982), Hofsjökli (1983), Bárðarbungu (1985), Brúarjökli (1988), Dyngju- jökli (1989) auk margra ferða til Grímsvatna. Með eldmóði og metn- aði endurbætti hann stöðugt tæki svo að auka mætti afköst. Hann kom fyrstur loran-tækjum í vélsleða sem skráðu samfellt legu mælilína. Sam- an lærðum við að draga íssjána á tveimur vélsleðum sem Eggert V. Briem gaf okkur. Þann dag settum við met sem mig minnir að hafi verið samanlagt 125 km langar mælilínur. Síðar varð álíka dagsverk metnaðar- mál. Svo mikið var kappið að mæli- línur voru eknar uns buldi í sprung- um undir vélsleðunum. Páskaleyfi 1979 notuðum við Jón til þess að íssjármæla þrjá jökla í Sví- þjóð, heilsuðum upp á Svíakonung og Jón Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.