Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SKAGFJÖRÐ, Hraunbæ 4, Reykjavík, sem lést, föstudaginn 13. júlí, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju, þriðjudaginn 24. júlí kl 15:00. Ingimar Guðmundsson, Sigurður Skagfjörð Ingimarsson, Ólöf Jónsdóttir, Guðmundur Már Ingimarsson og barnabörn. ✝ Ólafur KristjánGuðmundsson fæddist í Hafn- arfirði 16. júní 1928. Hann lést á St Jós- efsspítala í Hafn- arfirði 14. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Ólafs voru hjónin Þórunn Kristjáns- dóttir, f. í Kirkju- vogi í Höfnum 12. ágúst 1890, d. 22. nóvember 1966, og Guðmundur Eiríks- son, f. á Stuðlum í Norðfirði 12. júní 1874, d. 27. apríl 1935. Auk Ólafs Kristjáns áttu þau tólf börn en systkinin sem komust á legg voru átta, þau Eiríka Guðný, f. 1909, d. 1981, Kristín Guðbjörg, f. 1910, d. 1989, Þórður Guðni, f. 1912, d. 1974, Vilhelm- ína, f. 1914, d. 1990, Jóhanna Kristrún Ólafía, f. 1916, d. 2002, Stefanía Ingibjörg, f. 1917 og Jón- ína Magnea, f. 1923, d. 2006. Guð- mundur átti soninn Guðmund, f. 1906, d. 1967, áður en hann kynnt- ist Þórunni, en hún gekk Guð- mundi í móðurstað og ól hann upp. Foreldrar Þórunnar voru Guðbjörg Jónsdóttir og Kristján Jónsson útgerðamaður frá Höfn- um. Foreldrar Guðmundar voru Guðný Halldórsdóttir og Eiríkur Filippusson bóndi, Sandvík- urstekk í Norðfirði. Hinn 26. desember 1946 giftist Ólafur Kristján, Sigríði Þóru Magnúsdóttur, f. 28. júlí 1929, d. 24. maí 2000. Eignuðust þau fimm börn, þau eru: Magnús, f. 12. nóv- ember 1946, d. 2. október 1955; Guð- mundur Þorlákur Bjarni, rekstr- arstjóri, f. 27. nóv- ember 1947, kvænt- ur Þuríði Kristínu Kristleifsdóttur, þau eiga tvær dætur og tvo syni; Magnea Guðlaug tónlist- akennari, f. 4. febr- úar 1951, hún á tvo syni; Þórunn, fyr- irtækjasérfræðingur, f. 1. janúar 1952, gift Daníel M. Jörundssyni, þau eiga dóttur. Þórunn á son frá fyrra sambandi; Magnús Óli fram- kvæmdastjóri, f. 22. júní 1960, kvæntur Erlu Dís Ólafsdóttur, þau eiga einn son og þrjár dætur á lífi, en þau misstu dóttur á fyrsta ári. Barnabarnabörn Sigríðar Þóru og Ólafs Kristjáns eru sautján. Dóttir Ólafs Kristjáns og Sig- rúnar Guðmundsdóttur, er Kol- brún sölumaður, f. 30. apríl 1964, hún á tvö börn, barnsfaðir Björn Þórisson. Ólafur lauk barnaskólanámi í Hafnarfirði og námi frá Iðnskól- anum í Reyjavík. Ólafur var húsa- smiður að mennt og starfaði hann sem meistari við húsa- og innrétt- ingasmíði. Ólafur Kristján verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þá er pabbi minn búinn að kveðja þennan heim, eftir snögga en harða baráttu við krabbamein sem greind- ist fyrir um þremur mánuðum. Pabbi fæddist og ólst upp í Hafn- arfirði og var þrettánda og yngsta barn foreldra sinna, en faðir hans átti son frá fyrra sambandi, sem amma tók að sér og ól upp sem sitt eigið. Pabbi missti föður sinn þegar hann var sjö ára gamall. Minningarnar eru margar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um uppvaxtarárin í vesturbænum í Reykjavík. Heimili okkar á þeim ár- um var á Bræðraborgarstíg 10, í ná- býli við móðurömmu og -afa okkar krakkanna, og var mikill samgangur þar, en þau bjuggu á 10a. Amma og afi hjálpuðu ungu fjölskyldunni mik- ið og hafði pabbi oft orð á því hversu góð þau voru og þá sérstaklega hann afi þegar hann hvatti og hjálpaði pabba að hefja iðnnám, skólaganga á kvöldin og launin lág á námstím- anum. Pabbi var ekki mikill náms- maður sem krakki og leiddist í skóla. Þegar hann lauk námi í barnaskóla í Hafnarfirði, sem þá var eina skyldunámið, þakkaði hann Guði sérstaklega fyrir: „Takk fyrir Guð, nú þarf ég aldrei oftar að fara í skóla.“ En það breyttist því pabbi lauk fjögurra ára námi í Iðnskól- anum í Reykjavík á tveimur árum, þrátt fyrir að halda heimili og stunda ríflega fullan vinnudag sam- tímis. Já pabbi varð að vinna langan vinnudag til að brauðfæða hópinn, en það breytti ekki því að hann sinnti okkur krökkunum vel. Hann var mikill áhugamaður um allar íþróttir. Ég man eftir mörgum ferðum okkar saman á íþróttavið- burði, í upphafi á Melavöll og Há- logaland og í Breiðfirðingabúð á skák. Mamma sagði það oft að það mætti ekki hundur reka við, þá væri pabbi mættur. Sérstaklega eru mér minnisstæðar ferðirnar á Melavöll- inn, þegar pabbi tók okkur bræð- urna með, mig og Magga heitinn, og reiddi okkur báða á reiðhjólinu sínu, annan á stönginni og hinn á stýrinu. Þegar heim var komið var mamma alltaf tilbúin með brúntertu og kalda mjólk. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem fyrsti bíllinn kom á heimilið, en þeir áttu margir eftir að tilheyra pabba á lífsleiðinni enda var hann með mikla bíladellu og þótti honum og mömmu gaman að ferðast og því bíltúrarnir margir og stund- um lengri en til stóð í upphafi. Bryggjurúntur gat endað hvar á landinu sem var. Sorgirnar þurftu þau mamma og pabbi að takast á við á sínum unga aldri. Mesta sorgin í þeirra lífi var 2. október árið 1955, þegar elsta barn þeirra, hann Maggi bróðir, tæplega níu ára gamall, fékk lömunarveikina og dó nær sam- stundis. Þá var mikil sorg í litla hús- inu númer 10. Seinustu vikurnar lá pabbi á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og var hann mjög þakklátur fyrir að mega dvelja þar. Hann þreyttist aldrei á að lýsa því, hvað hann væri heppinn og hversu yndislegt fólk væri þar að störfum. Pabbi tók veikindum sínum eins og hverju öðru hundsbiti, eins og hann sagði svo oft. Þakkaði fyrir það sem honum var gefið og fannst réttur tími til brottfarar. Skrapp svona í lokin upp í kirkjugarð og ræddi þar yfir leiði mömmu hvernig hann vildi hafa leiðið í framtíðinni og sagði svo: „Sigga mín, ég er að koma, þú tekur vel á móti mér.“ Já pabbi minn, nú ertu kominn til mömmu og Magga bróður og allra hinna sem þú áttir svo góða samleið með. Fagnaðarfundir sem þú varst svo heitt farinn að þrá. Og örugg- lega er brúnterta og köld mjólk á hverju strái. Elsku pabbi minn, um leið og við kveðjum þig biðjum við algóðan Guð að taka vel á móti þér. Hafðu þakkir fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Guðmundur Þ.B. Ólafsson og fjölskylda. Guð einn það veit hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að, pabbi minn, hvað þú varst alltaf góð- ur við mig, barnabörn þín og bara alla í kringum þig. Aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann, þú hafðir svo sterka trú og sterkan per- sónuleika. Allt þetta kom svo vel í ljós í veikindum þínum, þvílík hetja, þvílík reisn og þvílík manneskja að geta tekið öllu þessu eins og þú gerðir. Í gegnum allt þetta ferli tap- aðir þú aldrei gleðinni né húmorn- um, þú hreinlega brostir í gegnum sársaukann og hertir okkur börnin þín upp og þegar við brotnuðum saman og grétum þá sagðir þú að við yrðum að standa okkur. Ég var allt- af svo montin af þér pabbi minn, þú varst svo fjölhæfur, ekki varstu bara frábær dansari heldur varstu líka stórkostlegur söngvari. Já, þú hafðir sko sjarma. Ég vil að lokum þakka þér, pabbi minn, fyrir mig og mína. Ég elska þig og það gera barnabörnin þín, Hemmi og Gígja, líka. Sjáumst síð- ar, elskan mín. Þín dóttir Kolbrún. Frá fæðingu fékk maður það upp- eldi frá pabba og mömmu að maður hefði fært fjölskyldunni blessun. Ég fæddist 5 árum eftir andlát elsta bróður míns, svo að vissu leyti voru aðstæður hagstæðar fyrir nýfæddan króann að færa blessun inn á heim- ilið. Þetta var ein af aðferðum pabba og mömmu til að láta manni líða sem einstökum og blessuðum. Fyrst þegar ég fór að stunda knattspyrnu sem ungur drengur með FH, þá vantaði ekki stuðning- inn frá pabba, eina foreldrið sem mætti á alla leiki. Þau voru ófá til- þrifin sem voru gerð til að fá athygli hjá þeim gamla og loforðin skiluðu sér um hæl. Pabbi veitti verðlaun eftir vel heppnaða leiki með því að veita Coke og Prins úr skottinu á bílnum. Oft heyrði ég félaga mína segja, ég vildi að þú værir pabbi minn. Margir af félögum mínum hafa dáðst að honum pabba mínum, hversu jákvæður hann hefur verið og hve góðan pabba ég ætti. Við átt- um mörg ár saman í hestamennsku þegar ég var strákur, við fórum bæði í lengri og styttri útreiðartúra, daglega hugsuðum við saman um hestana, við vorum alltaf saman. Ég lærði húsasmíði hjá pabba, hann var skemmtilegasti vinnufélagi sem ég gat hugsað mér, alltaf syngjandi og að grínast. Ef honum leyst vel á ein- hvern, þá var hann vanur að segja, „Þetta er sko ekkert fífl úti í bæ.“ og þá hlógu allir. Þegar ég stofnaði heildsölu og lagði hamarinn á hilluna, þá var gaman hjá mér og pabba. Amma hefði verið sá allra besti sölumaður sem hann hefði kynnst, svo ég þyrfti nú ekki að hafa áhyggjur af því að selja allt góssið sem ég flutti inn, enda var það aldrei vandamál eftir að pabbi hafði talið manni trú um arfleifð sölumennskunnar innan ættarinnar. Pabbi var mikill söngmaður, og hafði fallega rödd, hann átti auðvelt með standa upp í hvaða samkvæmi sem var og syngja af mikilli innlifun að áhorfendur hrifust með. Oft tók- um við lagið saman, pabbi hvatti mig til söngnáms sem og ég gerði. Einn- ig var pabbi ræðumaður góður, hafði afslappaða og hnökralausa fram- komu. Á hans yngri árum stundaði hann að sýna dans og voru þau systkinin Óli og Nína upppöntuð langt fram í tímann. Ekkert fannst pabba ómögulegt, viðhorfin hans skópu þennan einlæga, glaða og hæfileikaríka einstakling. Mann sem átti hnyttin og frábær orðatiltæki sem eru orðin víðfræg innan fjöl- skyldunnar og langt fyrir utan hana. Allt það sem mamma og pabbi hafa kennt mér, hef ég reynt eftir bestu getu að innprenta mínum fjórum börnum. Af pabba hef ég lært að einn mesti auður í þessum heimi fyr- ir utan að vera ríkur hjá Guði, er gott og raunhæft sjálfsmat. „Ef við höfum ekki trú á börnunum okkar, hver á þá að gera það,“ var pabbi vanur að segja. Samband okkar pabba var samband tveggja vina, við vorum hvor öðrum sem trúnaðarvin- ir, við gleymdum því stundum að við vorum feðgar. Ég bið þig, góði Jehóva Guð, að minnast hans pabba míns þegar Jesú sonur þinn notar lykla helju til að reisa alla hina látnu við á hinum efsta degi. Sjáumst síðar hressir og kátir, minn elsti og besti vinur. Með kveðju, þinn Magnús Óli. Elsku afi. Það er svo skrýtið þetta líf, eina stundina erum við hérna og þá næstu erum við farin. Þrátt fyrir að þú hafir verið búinn að vera mikið veikur og við vissum að endalokin væru nærri þá er þetta allt saman samt svo erfitt. Það gerir þetta ekk- ert auðveldara að vita fyrir fram að þú værir það veikur að þú myndir ekki ná þér, því að það breytir ekki öllum minningunum sem við, sem eftir sitjum, eigum um þig. Vitneskj- an um að þær verði ekki fleiri, það er hún sem er svo erfið, þú ert far- inn fyrir fullt og allt. En eitt er víst, þú varst besti afi sem nokkur gæti hugsað sér. Þegar ég var lítill drengur, var röddin í þér afarödd, lyktin af þér var afalykt og hláturinn var afahlátur. Það var afa- legt að taka í nefið og vera með blá- an vasaklút í vasanum, það var afa- legt að keyra um á stórum amerískum bíl. Það var afalegt að hlæja hrossahlátri og það var afa- legt að ríma. Allt þetta hefur svo ekkert breyst þrátt fyrir að ég sé kominn á fullorðinsárin, þú varst og munt verða bara afi og sá allra, allra besti. Það sýnir kannski best hversu yndislega hlýr þú varst og mikill afi, að Rakel leit á þig sem afa sinn líka og kallaði þig aldrei neitt annað. Af því þú varst einmitt það fyrir okkur öllum, svo hlýr og góður og um- hyggjan leyndi sér aldrei. Í huga mínum er Norðurvangur 38, þar sem þið amma bjugguð um árabil, eitt allra besta tímabil æsku minnar. Hann var allt í senn, þar var maður öruggur, þar fann maður endalausa umhyggju ykkar, þar var allt til alls, þar mátti maður allt, inn- andyra sem utan og þótti nú litlum dreng það ekki leiðinlegt í jafnstóru húsi og Norðurvangurinn var. Þar var klifrað upp á þak, þar voru byggðir kofar á bak við hús og svo margt fleira. Spaugilegar minningar koma upp líka, eins og þegar ég klessti bílinn þinn, einungis fjögurra ára gamall, þá varstu ekki einu sinni reiður, klappaðir mér bara á kollinn og þakkaðir guði fyrir að það væri í lagi með barnið. Einnig smitaðist ég þar af knattspyrnuáhuganum þín- um, og sá eldheiti áhugi sem ég hef í dag er allur kominn frá þér, það er alveg víst, heimsmeistarakeppnin ’82 fór fram í sjónvarpsherberginu hjá þér. Þegar ég loka augunum sé ég það allt fyrir mér, alla innviði, garðinn í kring og finn meira að segja lyktina sem var alltaf á Norð- urvanginum, ömmu- og afalykt. Það væri of langt mál að telja upp allt það sem kemur upp í huga mín- um, allar minningarnar bæði gamlar og þær nýrri, en ég vil þakka þér frá hjartarótum mínum fyrir allt sem þú gafst mér, bara með því að vera sá sem þú varst, þú varst afi minn, sem ég var og er stoltur af að hafa átt, þú leystir það hlutverk með glæsibrag. Mitt líf hefur orðið svo miklu ríkara fyrir þitt tilstilli og minningarnar sem ég á um þig eru mér ómet- anlegar og ég mun leyfa mínum börnum að njóta þeirra um alla framtíð. Við elskum þig, afi. Sigurður Þór, Rakel og Þórunn Lea. Fáein minningarorð langar mig að festa á blað, vegna andláts mágs míns Ólafs Kristjáns Guðmundsson- ar, sem lést á Jósefsspítala í Hafn- arfirði að kveldi hins 14. júlí. Konu sína Sigríði Þóru Magnús- dóttur missti hann árið 2000. Hann varð aldrei hinn sami eftir það. Hann virtist draga sig í hlé og sakn- aði hennar sárt, enda höfðu þau þá fylgst að síðan þau voru ung að ár- um. Þegar góður vinur kveður er eins og minningarnar streymi fram. Fyrstu minningar mínar um þau Óla og Siggu eru frá þeim tíma er við hjónin heimsóttum þau í litla húsið við Bræðraborgarstíg og mættum þar strax bæði myndarskap og gest- risni. Þar voru þau enn búsett er þau misstu elsta son sinn Magnús. Það var þeim mikil sorg. Ég minnist bæði gleði og sorgarstunda, þar sem Óli og Sigga voru alltaf með okkur. Oft var sungið, enda voru margir í þeim stóra systkinahópi með frá- bæra söngrödd. Ólafur hafði ein- hverja fallegustu barítónrödd, sem ég hefi heyrt og hefðu þeir bræður og fleiri í fjölskyldunni getað náð langt, ef lagt hefði verið út á þá braut. Systkinin voru 14 alls en nú er Stefanía ein á lífi. Ég minnist margra stunda í kirkjunni okkar og þar sem vinir mættust er Óli söng einsöng, þar á meðal lagið „O sole mio“ með íslenskum texta. Mér finnst það hljóma í huga mín- um nú á kveðjustund er hann söng þetta með sinni voldugu rödd. Líf mér að gefa, mína sorg að sefa. Jesús kom jörðu á, himnanna hástól frá. Í jötu fæddur, hrakinn var og hæddur að leiða týnda hjörð að hástól Guðs. Ó hvílík elska að hann með kærleik vermir mitt hjarta sem var svo kalt. Sjálfur í dauðann Drottinn minn gengur heiminn að frelsa. Hann er mér allt. (Úr Hörpustrengjum, höf. ók.) Ég vil kveðja hann með þessum sálmi. Nú hefur hann „safnast til síns fólks“ eins og Biblían segir og fengið að hitta þá sem á undan fóru heim. Elsku Gummi, Magga, Þórunn, Maggi og Kolbrún, við vottum ykk- ur öllum dýpstu samúð og biðjum ykkur og fjölskyldunni allri bless- unar um ókomin ár. Jóhanna og fjölskylda. Genginn er fyrir ætternisstapann félagi okkar og vinur, Ólafur Kr. Guðmundsson húsasmíðameistari. Við hittumst á morgnum í Firði og fengum okkur kaffi og spjall, nokkr- ir Gaflarar og „gervigaflarar“. Þarna lögðum við löngum á ráðin um hversu skyldi stjórna þessu landi. Alltaf vorum við með lausnir á öllum vanda! Stundum eftir all- hvassar umræður þar sem jafnaðar- maðurinn Óli Kr. lagði sitt til mála. Vinskapur okkar karlanna er og var okkur mikils virði. Við eftirlifandi félagar söknum Óla Kr. og minnumst hans með þökk. Við vitum að þegar við mæt- um handan tjalds mun Óli verða bú- inn að dekka það hringborð eilífð- arinnar sem aldrei þrýtur veisluföng eða umræðuefni, þó geistlegri verði og á meira guðsbarnamáli en fyrr- um. Far þú á ljóssins vegum, þú mað- ur réttlætisins, Ólafur Kr. Guð- mundsson. Öldungaráðið kveður þig og lýtur höfði. Fyrir hönd öldungaráðsins, Sigurður Sigurðarson. Ólafur Kristján Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.